Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 12
Spilin ekki Fulltrúar stjórnarandstöðunnar I umhverfisnefnd Alþingis boðuöu til blaðamannafundar ( gær og kynntu rök s(n fyrir ítrekuðum beiðnum til umhverfisráðherra um að frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrir álver yrði framlengdur. Mynd: Jim Smart. Við erum fulltrúar þjóð- arinnar og við viljum að hún fái aðgang að þeim upplýsingum sem þarf til að hægt sé að segja álit sitt á þessu starfsleyfi," sagði Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, á blaðamanna- fundi sem minnihluti umhverfis- nefndar Alþingis boðaði til í gær. Kristín, Ólafur Ragnar Grírns- son, Hjörleifur Guttormsson og Valgerður Sverrisdóttir rituðu umhverfisráðherra bréf í gær þar sem þau ítrekuðu það sjón- armið að nauðsynlegt væri að framlengja frest við starfsleyfl- stillögur fyrir álver, en hann rann út á miðnætti 30. septem- ber, vegna þess að gögn skorti til að meta leyfið. Nefndin hefur óskað eftir gögnum vegna starfsleyfistillagn- anna allt síðan í byrjun júlí. Þing- mennimir benda á að fyrst og fremst skorti þá, og aðra sem fjalla vilja um starfsleyfið, texta aðal- samningsins um fyrirhugað álver á Keilisnesi þar sem vísað er í ákvæði hans á fjórum stöðum í til- lögunum. Það eina sem nefndin hefur fengið í hendur er endursögn ráðuneytismanna á efni aðalsamn- ingsins. Mestar áhyggjur hefur minnihluti umhverflsnefndar af ákvæði þar sem segir að starfsleyf- ið megi endurskoða „í samræmi við ákvæði aðalsamnings“. Ólafur Ragnar Grímsson sagði fulla ástæðu til að óttast að þetta fæli í sér hættu á að örðugt reyndist að endurskoða starfsleyfið þegar þörf krefði, vegna tækninýjunga við mengunarvamir í iðnaði. „Við urð- um fyrir þeirri reynslu í síðustu ríkisstjóm, þegar við fengum texta að því samkomulagi sem iðnaðar- ráðnerra hafði staðfest við álfyrir- tækin, að honum hafði yfirsést að eitt lítið „og“ gjörþreytti allri merkingunni," sagði Ólafur Ragn- ar og kvaðst ekki skilja í því hvers vegna umhverfisráðherra vildi ekki framlengja frest til athugasemda um 5-6 vikur. „Það em margir mánuðir þar til álmálið fer að skýr- ast. Við getum ekki metið þessar tillögur lyrr en öll spilin hafa verið lögð á borðið,“ sagði hann. Hjörleifur og Kristín hafa að eigin frumkvæði afiað upplýsinga fyrir umhverfisnefndina frá norska umhverfisráðuneytinu og kemur fram í þeim að Norðmenn setja langtum strangari mörk um Ieyfi- iegt magn flúors og brennisteins í útblæstri frá álverum en gert er í starfsleyfistillögunum íslensku. í Noregi er leyfilegt magn af fiúori í útblæstri 0,4 kg per tonn en í starfsleyfistillögunum eru heimil- uð 0,75 kg per tonn að ársmeðal- tali. Með vothreinsun ná Norð- menn að hreinsa brennisteinstvíildi um 85-99%, eða um 0,4 kg per tonn. Hérlendis á að heimila álver- inu 21 kg per tonn að ársmeðaltali. Þingmennimir bentu á að þetta samrýmdist tæplega yfirlýsingum Eiðs Guðnasonar um að leyfið yrði gert samkvæmt ítrustu kröfúm um mengunarvamir. Umhverfisnefndin samþykkti einróma á fundi á mánudag að skila skýrslu til þingsins og beina eim tilmælum til umhverfisráð- erra að starfsleyfið yrði ekki gef- ið út fyrr en umræða hefði farið fram um hana á Alþingi. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í gær að umhverfis- nefndin hefði fengið öll þau gögn sem henni væru nauðsynleg til að mynda sér skoðun á leyfinu. „Samningurinn hefur ekki verið gerður en þeir hafa fengið ítarlega lýsingu á ákvæðum hans er að þessu lúta. Það er rangt að það sé vísað aftur og aftur í hann, það er vísað í hann á einum stað,“ sagði hann. Eiður Guðnason umhverfísráð- herra sagði í gær að hann hefði engin áform um að framlengja frest til athugasemda um tillögur að starfsleyfinu. Aðspurður um hvort munaði um sex vikur til við- bótar til athugasemda, þar eð ál- málið væri ekki lengra komið en raun er á, svaraði hann því til að löglega hefði verið staðið að kynn- ingu á leyfinu. „Það þarf að gefa starfsleyfið út áður. Þetta verður að vinnast samtímis." Hann sagðist ekki hafa séð neinar efnislegar athugasemdir og kvaðst ekki hafa séð athuganir Kristínar Einarsdóttur og Hjörleifs Guttormssonar á norskum stöðlum í mengunarvömum. „Ég hef ekki séð nein gögn um athuganir þeirra og dreg þær mjög í efa. Ég hef ekkert annað en fullyrðingar þeirra og get því ekkert sagt um málið,“ sagði umhverfisráðherra. -vd. Þingmenn þurfa ekki að vera ofurmenni Alþingi var sett í gær við há- tiðlega athöfn. Að lokinni guðsþjónustu ) Dómkirkj- unni gengu forseti Islands, Vig- dís Finnbogadóttir, og þingmenn yfir til Alþingishússins þar sem forsetinn setti 115. löggjafar- þingið sem nú mun starfa í einni málstofu. Vigdís sagði að þjóðin gerði fyrst og fremst þá kröfu til þing- manna að þeir stæðu vörð um hag þjóðarinnar, ekki væri gerð krafa um að þingmenn væru ofurmenni né að þeir væru alltaf sammála. Forsetinn sagði hinsvegar að þjóð- in gerði þá kröfu til þingmanna að öll mál væru rædd til hlítar og skoðuð á allar hliðar áður en ákvarðanir væru teknar. Að því búnu bað hún þingmenn að rísa úr sætum og minnast fóstur- jarðarinnar. Að lokinni setningu tók aldurs- forseti þingsins við stjóm þess. Matthías Bjamason óskaði þinginu heilla í störfum og minntist stðan Iátins þingmanns, Hannibals Valcjimarssonar. Fundi var frestað. I dag verður forseti þingsins kosinn og kosið í nefndir auk þess sem íjárlagafmmvarpið verður lagt fram. -gpm Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, setur 115. löggjafarþingið. Utandagskrár- umræoa um sjávarútvegsmál Vegna þeirra alvarlegu tíð- inda sem borist hafa að undan- förnu af sjávarútveginum, hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsnefnd Alþingis, þeir Jóhann Arsælsson og Steingrím- ur J. Sigfússon, farið þess á leit við forseta Alþingis að sem fyrst verði leyfð umræða utan dag- skrár um málefni atvinnugrein- arinnar. Að mati þingmannanna em helstu ástæðumar fyrir þessari beiðni skýrsla Hafrannsóknastofn- unar um nytjastofna sjávar og um- hverfisþætti, ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um veiðar í fram- haldi af þeim upplýsingum, fyrir- sjáanlegir erfiðletka í sjávarútvegi og öllu efnahagslífinu vegna afia- samdráttar, sjötti lélegi þorskár- gangurinn, versnandi afkoma fisk- vinnslufyrirtækja vegna hárra vaxta og mikils hráefniskostnaðar og síðast en ekki síst þrálátur orð- rómur um að afia sé ffeygt í sjóinn í vemlegum mæli. -grh 2000 mmr: Nú hefur áskrifendum Þjóöviljans fjölgað um meira en þúsund á einum mánuöi. Átakið heldur áfram. Afgreiðsla blaðsins er opin alla daga og fram á kvöld Nýir áskrifendur eru nú orönir rúmlega 1200 en enn vantar nokkuð á aö endar nái saman -iinlmiliHilifiy

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.