Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 11
GAHÐ Lán í óláni Margir Sjálfstæðismenn voru ekkert yfir sig hrifiiir þegar það ffétt- ist að Bandaríkjaforseti hefði hitt sjálfan forsætisráðherra Islands að máli á hótelherbegi í New York á dögunum í stað þess að taka á móti honum með viðhöffi í Hvíta húsinu. Þótti mörgum þetta hneisa hin versta og þá sérstaklega þegar haft er í huga að Þorsteinn Pálsson fékk að hitta Ronald Reagan að máli í Hvíta hús- inu síðsumars árið 1988. Hinsvegar var það eflaust Davíð til happs að honum skyldi ekki vera boðið til Hvíta hússins því skömmu eftir að Þorsteinn hafði verið þar innandyra, tapaði hann öllum völdum í stjómar- ráðinu þegar þeir félagar, Jón Bald- vin og Steingrímur, snem við honum baki og splundruðu rikisstjóm Þor- steins. Maraþon auglýsing Það hefúr löngum þótt sjálfsagt að gera sér dagamun þegar merkum áfanga er náð og það gerði Ríkissjón- varpið svo sannarlega þegar það fagnaði 25 ára afmæli á mánudaginn. En fyrr má nú rota en dauðrota. Sam- felld dagskrá um eigið ágæti ffá klukkan hálffiíu til miðnættis. Að mati gárunganna var engu að síður aðeins tvennt sem stóð uppúr í dag- skrárlok: Þau ánægjulegu tíðindi að Spaugstofan kemur afltur á skjáinn eftir áramótin og fyrsta kosninga- sjónvatpið, þar sem Magnús Bjam- freðsson svaraði í síma á milli þess sem hann virtist vera að Iesa sér til um landkosti viðkomandi kjördæma. Óþekkt andlit Námsmenn íjölmenntu á Austur- völl í gær til að mótmæla skólagjöld- um og annarri óáran sem stjómvöld hafa á pijónunum. Á meðan á mót- mælunum stóð hrópuðu námsmenn: Við viljum Ólaf, við viljum Ólaf, og vildu ná tali af menntamálaráðherra. Af ókunnum ástæðum, eða vegna misskilnings, fór aðstoðarmaður menntamálaráðherra og nafni Am- arson út til námsmannanna en þeir héldu engu að síður áffam hrópun- um. Þegar Ólafúr kom aftur inn i þinghúsið lét hann þau orð falla að þar sem hópurinn þekkti hann ekki mætti clraga þá augljósu ályktun að námsmenn læsu ekki dagblöð né horfðu á sjónvarp. RÚSÍNAN, Ný björgunar- samtök stofnuð Landsbjörg - landssam- band björgunarsveita heita nýju björgunar- samtökin sem stofnuð voru á Akureyri um síðustu helgi. Aðiid að þeim eiga 30 flugbjörgunarsveitir ogr hjáip- arsveitir skáta. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er verndari samtakanna og flutti hún þeim árnaðaróskir á hátíð- arfundi sem haldinn var í til- efni stofnunarinnar. Fjöldi gesta sótti fundinn, um 700 björgunarsveitarmenn, auk annarra gesta. Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, og Guðjón Magn- ússon, formaður Rauða kross Is- lands, skýrðu frá samkomulagi sem félögin hafa gert með sér um víðtækt samstarf í mörgum mál- um er snerta starfsemi beggja. Stjómir þeirra tilnefna menn í samstarfsráð og verða fyrstu sam- eiginlegu verkefnin undirbúning- ur og umsjón ráðstefnu um björg- unarmálefni og sýning á björgun- arbúnaði, „Björgun 92“, sem á að halda á fyrri hluta næsta árs. Þá er stefnt að því að stofna alþjóð- iega björgunarsveit sem veitt get- ur hjálp og aðstoð við björgunar- störf í öðmm löndum og aflað þannig reynslu sem að gagni gæti komið hér heima við náttúraham- farir eða aðra vá. Vegna þessara tímamóta í sögu björgunar- og hjálparstarfs bjóða aðildarsveitir Landsbjargar almenningi til opins húss um næstu helgi í björgunarstöðvum flugbjörgunarsveita og hjálpar- sveita skáta um land allt. -vd. Formaður Landsbjargar er Ólafur Proppé. Vika hársins Samband hárgreiðslu- og hárskerameistara stendur fyrir Viku hársins frá 1. til 6. október. Þessa viku ætl- ar Sambandið að leggja sitt af mörkum til aukinnar umræðu, þekkingar og fræðslu um hárið og allt sem því tengist, svo sem umhirðu, snyrtingu og ýmis vandamál tengd hárinu. „Vika hársins“ á að vera fræðslu- og kynningarherferð jafnt innan fagsins sem til viðskipta- vina. Áhersla verður lögð á sölu á hársnyrtivöram frá fagmönnum. Jafníramt er ætlunin að nota þessa viku í málræktarátak og útrýma tökuorðum úr iðngreininni. í útvarpi verða stuttir fræðslu- þættir um hárið og hárgreiðslu- og hárskerameistarar sitja fyrir svör- um. Þá verður ýmislegt um að vera á hársnyrtistoftim og verður við- skiptavinum m.a. boðinn ókeypis hárþvottur, næring eða annað. „Viku hársins“ lýkur sunnu- daginn 6. október með keppni í lið- un og krallun. Keppnin fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 14. Keppt verður í tveimur greinum og verð- ur sérkeppni fyrir sveina og meist- ara og önnur fyrir nema. - sáf SlONVARP & TÍTVA1RF Sjónvarp 18.00 Sólargeislar 18.30 Töfraglugginn (22) 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Fimm á flaekingi (2) 19.30 Staupasteinn (3) 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. Aöalgestur þessa fimmtugasta þáttar Hemma Gunn er hinn landsfraegi tónlistarmaður Ingimar Ey- dal. Sýnt verður úr Töfra- flautunni. Karl Örvarsson og hljómsveitin Eldfuglinn koma fram I fyrsta skipti. Heilsað upp á afmaelisbarn dagsins og tvær tónelskar systur. Falda myndavélin hrellir saklausa vegfarendur og Dengsi og frænka hans frá Danmörku veröa ekki langt undan. Stjórn útsend- ingar: Egill Eðvarðsson. 21.40 Elskhugi að atvinnu Þýsk bíómynd frá 1979. Myndin gerist I Berlín eftir fyrra stríð og segir frá ung- um manni sem á f erfiðleik- um með að fóta sig f lífinu. Hann er hinn gjörvilegasti, konur laöast að honum og þar kemur að hann fer að gera út á hæfni sfna I hvllu- brögðum. Leikstjóri: David Bowie. Kim Novak, Maria Schell og Marlene Dietrich. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Elskhugi að atvinnu. 23.35 Skákskýring 23.45 Dagskrárlok Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Sfgild ævintýri. 17.40 Töfraferðin. 18.00 Tinna. 18.30 Nýmeti Tónlistarþáttur. 19.19 19.19 20.10 Á grænni grund Haf- steinn fjallar um garöyrkju og gefur gagnlegar ráðlegg- ingar. Umsjón Hafsteinn Hafliðason. 20.15 Grasalækningar Deil- urnar um náttúrulækningar sem orðið hafa hér á landi hafa um margt endurspegl- að deilur milli þeirra sem aöhyllast hefðbundnar vest- rænar lækningaraðferöir og þeirra sem vilja leita fanga vfðar I heimi læknavlsind- anna. I þessum bresku þáttum sem eru alls átta talsins skyggnumst við inn I heim læknavlsindanna og fjallar þessi fyrsti þáttur sér- staklega um grasalækning- ar og mikilvægi jurtalyfja. 20.50 Heimsbíkarmótið. 21.00 Réttur Rosie O'Neill sem á f stöðugu stappi, bæði heima fyrir og f vinn- unni. 21.50 Spender Breskur spennuþáttur. 23.40 Heimsbikarmótið. 22.55 Tíska. 23.25 Bílasport Skemmtilegur þáttur fyrir bílaáhugamenn. Umsjón Birgir Þór Braga- son. 00.00 Hún veit of mikið Spennandi mynd um alrík- islögreglumann sem fær til liðs við sig alræmdan kven- þjóf til að rannsaka röð morða sem framin voru f Washington. Aðalhlutverk: Robert Urich og Meredith Baxter Birney. Leikstjóri: Paul Lynch. (1988) Bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok Rás 1 FM 92.4/93.5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Haraldur M. Kristjánsson fiytur. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1 - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. Gluggað í blöð- in. 7.45 Krftfk 8.00 Fréttir. 8.10 Að utan 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn Létt tónlist með morgunkaffinu og gest- ur lítur inn. Umsjón Bjami Sigtryggsson. (Frá Akur- eyri). 9.45 Segðu mér sögu „Litli lá- varðurinn" eftir Frances Hodges Burnett. Friðrik Frið- riksson þýddi. Sigurþór Heimisson les (26). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi meö Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Samfélagið og við Um- sjón: Ásgeir Eggertsson. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál Tónlist miðalda, endurreisnar- og barokktím- ans. Umsjón: Þorkell Sigur- bjömsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á mið- nætti). 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Að utan (Endurt.) 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auölindin Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir. Auglýsing- ar. 13.05 I dagsins önn Umsjón: Valgeröur Benediktsdóttir. (Einnig útvarpað I næturút- varpi kl. 3.00). 13.30 Létt tónlist 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: „I morg- unkulinu" eftir William Heinesen) Þorgeir Þorgeirs- son les eigin þýðingu, loka- lestur (33). 14.30 Miðdegistónlist Dúó fyrir flautu og píanó eftir Skúla Halldórsson. Bernharður Wilkinson og höfundurinn leika. Serenaða fyrir tréblás- ara, selló og kontrabassa eftir Antonín Dvorák. Kamm- ersveit Evrópu leikur. 15.00 Fréttir. 15.03 I fáum dráttum Brot úr llfi og starfi Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrfn Kristln Helga- dóttir les ævintýri og bama- sögur. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist á sfðdegi. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu lllugi Jökuls- son sér um þáttinn. 17.30 Hér og nú Fréttaskýr- ingaþáttur Fréttastofu. (Samsending með Rás 2). 17.45 Lög frá ýmsum löndum 18.00 Fréttir. 18.03 Af öðru fólki Þáttur Önnu Margrétar Sigurðardóttur. (Einnig útvarpaö föstudag kl. 21.00). 18.30 Auglýsingar. Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsing- ar. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Kviksjá 20.00 Framvarðasveitin Sin- fónía númer 1 eftir Ellen Ta- affe Zwillich. Sinfóníuhljóm- sveitin f Indianapólis leikur; John Nelson stjórnar. „Brot - þögn, til Dltótfmu" eftir Luigi Nono. LaSalle strengjasveit- in leikur. Umsjón: Una Mar- grét Jónsdóttir. 21.00 Binni I Höndinni Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir. (Frá Akureyri) (Endurt.) 21.30 Sígild stofutónlist Klarin- ettukvintett í A-dúr K581 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Gervase De Peyer leikur með Amadeuskvartettinum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Sumarsagan: „Drekar og smáfuglar" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Gunn- arsson les. (22) 23.00 Hratt flýgur stund á Dal- vfk Umsjón Kristján Sigur- jónsson. (Frá Akureyri.) (Endurt.) 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál (Endurt.) 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 FM 90.1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til Iffsins Leifur Hauksson og Eirlkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. - Inga Dagfinnsdóttir talar frá Tokyo. 8.00 Morgunfréttir - Morgunút- varpið heldur áfram. 9.03 9-fjögur Úrvals dægurtón- list f allan dag. Umsjón: Þor- geir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.45 9-fjögur 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaút- varp og fréttir Starfsmenn dægurmálaútvarpsins, Anna Kristfne Magnúsdóttir, Berg- Ijót Baldursdóttir, Katrín Baldursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. Útvarp Manhattan. Þulur ( dag er Hallgrfmur Helgason. 17.30 Hér og nú Fréttaskýr- ingaþáttur Fréttastofu. (Samsending með Rás 1.). - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóöarsálin - Þjóðfundur I beinni útsendingu, þjóðin hlustar á sjálfa sig Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við sfmann, sem er 91-686090. 18.30 Iþróttarásin - Evrópu- keppni I knattspyrnu Iþrótta- fréttamenn lýsa sfðari hálf- leik f Fram og Panathinakos frá Aþenu 20.00 Mislétt milli liða Andrea Jónsdóttir við spilarann. 21.00 Gullskffan: „For unlawful carnal knowledge" með Van Halen 22.07 Landið og miðin Sigurð- ur Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 I háttinn 01.00 Næturútvarp á báöum rásum til morguns. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.