Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Blaðsíða 3
 IBAG 2. október er miðvikudagur. Leódegaríusmessa. 275. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.38 - sólarlag kl. 18.55. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Gíneu. Bisk- upsstóllinn á Hólum lagður niður 1801. Verkalýðsfélag Austur- Húnvetninga á Blönduósi stofnað 1930. Tækniskóli (slands settur ( fyrsta sinn 1964. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Bæjarstjórn er að láta flytja þá húsnæðislausu til Valhallar. 40 húsnæðislausar fjölskyldur leituðu á náðir fátækrafulltrúa í gær. Allir fullorðnir karlmenn í Sovétríkjunum hefja vopna- burð og heræfingar. fyrir 25 árum Borgarstjóri viðurkennir eftir margra vikna þögn: Vanskil borgarsjóðs eru tugmiljónir. Engin bilbugur á fjármálaráðu- neytinu: Reynt að halda uppi ioftskeytaþjónustu í Gufunesi. Sá spaki Skoðanir almúgans eru ekki eins heimskulegar og ef hann færi að hugsa sjálfur. (Bertrand Russel) MÍN SKOÐBN á hugmyndum um skólagjöld og breytt lög um Lánasjóð ísl. námsmanna Hrafnhildur Harðar- dóttir og Kristín Bjartmars námsmenn Við mótmælum bæði skóla- gjöldum og tillögunum um breytt lánakerfi. Þessar hug- myndir um skólagjöld eru bara fáránlegar. Það er ekki hægt að leggja á skólagjöld og í ofaná- lag að fækka árunum sem fólk má taka námslán og taka vexti af lánunum. Ef þetta verður gert getur maður ekki lengur farið í doktorsnám á námslán- um. Þakið á námstímanum verður fimm ár ef þessar til- lögur verða samþykktar. Okkur stendur ekki á sama um hvað verður gert og við mætum í mótmælastöðu til að sýna það. Bræðslur á köldum klaka Afkoma loðnubræðslna var afar slæm á síð- asta ári og ekki er út- litið betra í ár að öllu óbreyttu. Jón Olafsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsverksmiðja segir að þetta eigi ekki að koma óvart í ljósi þess að verksmiðjurnar bafa ekki fengið „loðnupöddu" til vinnslu frá því í mars; á ver- tíð sem brást að mestu leyti. Þetta kom fram á aðalfundi FIF sem haldinn var nýlega þar sem rædd var hin bágboma af- koma atvinnugreinarinnar. Eins og kunnugt er þá brást haustver- tíð að mestu á síðasta ári og á vetrarvertíð veiddust aðeins um 200 þúsund tonn af loðnu, eða um þriðjungur þess afla_ sem fyrri vertíðir hafa skilað. í dag ríkir fullkomin óvissa um hvort eða hvenær loðnuveiðar hefjast að nýju. Alls eiga hér hlut að máli hátt í tuttugu loðnuverk- smiðjur víðs vegar um landið, út- gerðir um fjöratíu loðnubáta, en síðast en ekki síst þeir Qölmörgu bæir og sveitafélög sem hafa haft umtalsverðar tekjur af veiðum og vinnslu loðnuafurða. A venju- legri loðnuvertíð vinna um 300- 500 manns í verksmiðjunum til viðbótar við þá 600 sjómenn sem eru á loðnuskipunum, auk þeirra margföldunaráhrifa sem loðnan hefur á aðrar atvinnugreinar. Þrátt fyrir þetta óvissuástand í loðnu gera menn sér vonir um að fá eitthvað að gera við bræðslu síldar, en á síðustu ver- tíð fór um helmingur síldarkvót- ans til bræðslu. Náist ekki viðun- andi samningar um sölu á síld til söltunar og frystingar má ætla að enn stærri hluti síldarkvótans verði unninn í mjöl og lýsi. Fyrir tonn af síldarmjöli fást nú um 33.500 krónur á móti 32.600 krónum á síðustu vertíð og lýsis- tonnið á um 19 þúsund krónur á móti rúmum 16 þúsundum í fyrra. Vegna vanda loðnuverk- smiðja á síðustu vertíð ákvað þá- verandi ríkisstjóm að beina þeim tilmælum til banka og sjóða að þeir skuldbreyttu eldri lánum og vanskilum loðnuverksmiðja þannig að greiðslubyrði þessa árs verði í samræmi við fyrirsjáan- legan samdrátt i tekjum. Til að auðvelda þessar skuldbreytingar lagði þáverandi ríkisstjóra til við Alþingi að ríkissjóður veitti sjálfskuldarábyrgð fyrir fjórð- ungi slíkra skuldbreytingarlána, að hámarki samtals 200 miljónir króna. Þetta var samþykkt með lánsfjárlögum á síðasta þingi en hefur þó ekki enn komið til framkvæmda a_f hálfu núverandi stjóraar. Jón Ólafsson segir að svo virðist sem hin almenna stefna ríkisstjómarinnar sé að láta „náttúruna“ um að fækka verksmiðjum, í stað þess að að- stoða þær yfír versta hjallann vegna tímabundins hráefnis- skorts. -grh V ér mótmælum allir úsundir námsmanna söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið í gær þegar 115. löggjaf- arþingið var sett, til að mót- mæla fyrirhuguðum skóla- gjöldum og vöxtum á námslán. Formenn allra félagasamtaka i Hafnarfirði söfnuðust saman í Hafnarborg síðdegis í gær til þess að stilla saman mótmæla- strengi vegna áforma heilbrigð- isráðherra um að leggja niður St.Jósepsspítala. Kratar í Hafnarfirði boðuðu til fundar á mánudagskvöld með heilbrigðisráðherra þar sem áformum ráðherrans um St.Jós- epsspítala var mótmælt ákaf- lega. Þingmenn Reykjaneskjör- dæmis hafa fundað um spítalann og heimsótt hann og allir utan iðnaðarráðherra lagst gegn áformum Sighvats Björgvins- sonar. Ungir Jafnaðarmenn sendu um helgina frá sér mótmæli til forystu Alþýðuflokksins þar sem skattahækkunum ríkis- stjórnarinnar er mótmælt og einnig því að ekki sé tekið á bú- vörusamningnum einsog kratar höfðu lofað í kosningum. Þá hvöttu þeir þingmenn og ráð- herra Alþýðuflokksins til að standa við stefnu flokksins. Pétur Sigurðsson og Alþýðu- samband Vestljarða sendu frá sér ályktun um helgina þar sem skattahækkunum rikisstjórnar- innar í formi þjónustugjalda er mótmælt. Þá mótmælir Pétur ummælum Davíðs Oddssonar um atvinnutryggingarsjóð og segir að ef hann hefði ekki kom- ið til á sínum tíma væru flest þeirra fyrirtækja sem nú væru öflugust í sjávarútveginum kom- in á hausinn. Nefndi hann þar til Granda, fyrirtæki Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík, Alla ríka á Eskifirði og Einars ríka í Vestmannaeyj um. Matthías Bjarnason þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum hefur haft nægt til- efni til mótmæla og ekki sparað stóru orðin. Hann mótmælti dig- urbarkalegum ummælum forsæt- isráðherra um að Byggðastofnun hefði látið undan pólitískum þrýstingi við ákvarðanatökur sínar. Hann mótmælti gerræðis- legri tilskipun menntamálaráð- herra þegar Ólafur Garðar ákvað upp á sitt einsdæmi að leggja Reykjanesskóla niður. Þingmenn Vestfjarða að Sig- hvati Björgvinssyni undanskyld- um hafa allir mótmælt aðförinni að Reykjanesskóla. Forystumenn samtaka launa- fólks hafa allir, að Karli Steinari Guðnasyni undanskyldum, mót- mælt íyrirhuguðum álögum á launafólk í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómarinnar. Þá hafa þeir mótmælt yfirlýsingu Friðriks Sophussonar um að ekki verði samið um neinar launahækkanir núna. Öll sjómannasamtök landsins hafa mótmælt fyrirætlunum um að skerða eða afnema sjómanna- afsláttinn. Geðlæknafélag íslands hefur mótmælt vinnubrögðum Sig- hvats Björgvinssonar við stofn- un réttargeðdeilar að Sogni. Heilbrigðisstéttirnar einsog þær leggja sig hafa mótmælt niðurskurðarhugmyndum Sig- hvats í heilbrigðiskerfinu. Nær öll þjóðin kvað upp samróma mótmæli gegn lyíja- skatti Sighvats í sumar. Starfsfólk og nemendur við Kennaraháskóla íslands mót- mæltu tilskipun Ólafs Garðars um að hætt yrði við lengingu kennaranámsins í fjögur ár. Nemendur og kennarar við Hamrahlíðarskóla hafa mótmælt tilskipun menntamálaráðherra sem kollvarpaði stundaskrá skólans í vetur. Þrír fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði, þar með talinn formaður ráðsins, hafa mótmælt ráðningu menntamála- ráðherra í stöðu útvarpsstjóra og sagt af sér í ráðinu. Þetta eru örfá af þeim mót- mælum sem þjóðin hefur að undanfömu sent frá sér til ríkis- stjómarinnar. í skoðanakönnun DV kvað þjóðin upp þann úr- skurð að ríkisstjórain ætti að fara frá. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.