Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 3
I DJkCír 8. október er þriðjudagur. 281. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.52 - sólarlag kl. 18.38. Viðburðir Henrik Ottósson fæddur 1897. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Bæjarráð hefur aðeins samið um bygging.u 48 bráðabirgða- íbúða. Óngþveiti í hús- næðismálum vex og hneykslisframkoma yfir- valda verður enn augljós- ari. Bylting yfirvofandi í Búlgaríu. fyrir 25 árum Verður skipulagt í Vatns- mýri stórt bifreiðastæði? Einnig rætt um að banna bifreiðaumferð um Austur- stræti. Sýklagróður í vatnsleiðslum Hafnfirðinga en vatnsbólið ómengað. Herman’s Hermits í Aust- urbæjarbíói. Sá spaki Ég er hugsjónamaður. Ég veit ekki hvert ég stefni, en ég er á leiðinni. (Carl Sandburg) á Heimsbikarmótinu í skák Friðrik Ólafsson stórmeistari og skrif- stofustjóri Alþingis I fyrsta lagi hlýt ég að segja að þeir aðilar sem standa að þessu móti eiga miklar þakkir skildar fyrir ffamtakið. Ég vona að þetta skákmót eigi eftir að auka veg og virðingu íslenskrar skáklistar sem er reyndar ærin fyrir. Um keppnina sjálfa má segja að þama eru saman komnir flestir sterkustu skákmenn heims. Þar á meðal tveir af þremur þeim sterk- ustu, þeir Karpov og Ivantsjúk, en þetta virðist ætla að verða einvígi milli þeirra. Það er erfitt að spá um úrslitin í því. Þeir virðast tefla svolítið ólíkt. Ivantsjúk eyðir miklum tíma og svo fer allt í háaloft í tímahrak- inu. Karpov virðist öruggari en þó ekki eins og þegar hann hefur ver- ið upp á sitt besta. Hins vegar tefl- ir hann af mikilli hörku og gefúr ekki neitt eftir. Ég hefði kosið að sjá Jóhann ofar en mótið er gríðarlega sterkt og það er ekki hægt að ætlast til þess að alltaf gangi jafnvel. Skákmenn- imir í þessu móti eru allir á heims- mælikvarða og einhveijir verða að taka því að vera í neðri helmingn- um. Annars hef ég orðið að fylgj- ast með mótinu úr fjarska og því miður ekki haft tök á því að mæta en það ætla ég svo sannarlega að gera áður en því lýkur. _________________¥IBHOMF______A Jón Torfason skrifar Táknrænt fjárlagafrumvarp Alþekkt stílbragð í fornsögum er að nota lýsingar á veður- fari til að undirstrika kenndir persóna eða gefa til kynna að von sé á ógnvænlegum tíðindum. Þannig er mikið um sólskin og sunnanvind þegar Sörli ríður í garð á Þverá að gera hosur sínar grænar fyrir Þórdísi Guðmundardóttur en aftur er veður heldur kalt daginn sem Droplaugarsynir falla í Eyvindar- dal, svo tvö dæmi séu nefnd um þetta. í Völuspá er talað um svört sólskin þegar heimsendir nálgast. Þannig mætti lengi tína til dæmi en þau segja í raun lítið haldtækt um veðráttuna fyrir 1000 árum, eru fyrst og fremst táknræn. I síðustu viku, þegar ijárlaga- frumvarpið var kynnt, fór stormur yfir norðanvert landið en sunnan- lands kólnaði mjög frá því sem verið hafði. Má segja að þessar veður- brey tingar hafi rímað vel við þær köldu kveðj- ur sem al- m e n n i n g i voru sendar í frumvarpinu. Veðrið hafi með öðrum orðum verið táknrænt, undirstrikað kaldan hug ríkisstjórnar- innar til landslýðs, og út af fyrir sig á það ekki illa við. Sennilega er það þó misskiln- ingur. Fjárlagafrumvarpið eitt og sér skiptir litlu máli enda verða vafalaust einhverjir annmarkar á því sniðnir af. Þetta frumvarp er fyrst og fremst táknrænt, eins og veðrið í fomritunum, og á að lýsa vilja ríkisstjómarinnar til að að- lagast Efnahagsbandalaginu. Þar á bæ er flest miðað við hagsmuni stórfyrirtækja og auð- hringa. Lög og reglugerðir miðast við að greiða fyrir viðskiptum og draga úr takmörkunum á „frelsi“ þeirra ríku. Það sem á máli EB heitir félags- mál eru ein- ungis atriði sem snerta s a m s k i p t i verkafólks og fyrirtækja en hlutir eins og almannatrygg- ingar, umönn- un ungbarna, sjúkra og gam- almenna falla utan við áhugasvið bandalagsins. T.d. er ætlast til að Iaunþeg- ar kaupi sér sjálfir tryggingar en um þær sé ekki samið í kjarasamningum. Af aðild að bandalaginu leiðir að ríki þurfa að samræma skatt- lagningu sína og álögur á lands- menn. Þannig er einu ríki ekki stætt á því, þegar til lengdar læt- ur, að hafa hærri skatta en önnur bandalagsríki gera. Hér á landi er velferðarkerfinu haldið uppi af hinu opinbera en ef tekjur ríkisins rýma með aðlögun að Efnahags- bandalaginu, algerri eða að hluta til, hlýtur velferðarkerfið að veikjast. Sú stjóm sem nú situr stefnir að frekari aðlögun eða að- ild að EB og samdráttur i umsvif- um ríkisins er aðeins einn liður í henni. Annar liður er að tengja krónuna við gjaldmiðil þess en að því er einnig stefnt. í fréttum er fólki talin trú um að samningar um Evrópska efna- hagssvæðið gangi ekkert of vel. íslendingar standi fast á sínu en bandalagsmenn séu óbilgjamir. Rikisstjóminni er mjög i mun að ná samningum en getur illa opnað erlendum að- ilum beina leið í land- helgina. En til að sýna vilja sinn í verki var samið fjár- lagafrum- varp sem tekur mið af framtíðarsýn bandalagsins þar sem hlut- verk ein- stakra þjóð- ríkja minnk- ar. Miðað er við að draga úr ríkisút- g j ö 1 d u m , lækka beina skatta, færa verkefni frá rikinu til einstaklinga, m.a. með því að selja rikisfyrirtæki, og vitaskuld að halda launum niðri. Öll þessi markmið em nánast sem klippt út úr stefnuskrá Efnahagsbandalags- ins._ I ljósi þessa er höfundum fjár- lagafrumvarpsins ekkert kapps- mál að loka skurðstofunni á Blönduósi eða sjúkrahúsinu i Hafnarfírði. Fullt eins vel mætti loka einhverjum spítala fyrir austan eða á Suðurlandi. Aðalat- riðið er að loka einhverju. Það þarf heldur ekkert endilega að selja Síldarverksmiðjumar eða Búnaðarbankann, það má alveg eins selja Póst og síma eða Raf- magnsveitumar. Aðalatriðið er að selja eitthvað. Fjármálaráðherra boðar að engar almennar launa- hækkanir verði á næsta ári. Það er ekki þar með sagt að einstakir hópar geti ekki hækkað í launum eða fengið óbeinar hækk- anir. Aðalatrið- ið er að lágu launin hækki ekki. Allt mið- ast þetta við aðlögun að stefnu Evrópu- bandalagsins. Þannig er umrætt fjár- lagafrumvarp ekki marktækt í sjálfu sér heldur fyrst og fremst tákn- rænt plagg- Gagnvart samninga- mönnum EB á það að sýna vilja ríkisstjómarinnar til aðlög- unar. Fjárlagafrumvarpið , er því táknrænt í tvær áttir. A Islandi boðar það kalda framtíð fyrir al- menning, sérstaklega þá fátækari, en fyrir samningamenn EB í Briissel boðar það sól og sunnan- vind. Höfundur er íslenskufræðingur. Þetta frumvarp er fyrst og fremst táknrænt, eins og veðrið í fornritunum, og á að lýsa vilja ríkisstjórnarinnar til að aðlagast Efnahagsbandalaginu Fjárlagafrumvarpið er því táknrænt í tvær áttir. A Islandi boðar það kalda framtíð fyrir almenning, sérstaklega þá fátækari, en fyrir samningamenn EB í Brussel boðar það sól og sunnanvind Er nokkur furða þótt fólkinu sárni? Við höfum fengið nýjan útvarpsstjóra. Sá gamli er orðinn borgarstjóri en gamli borgarstjórinn situr í stóli forsætis- ráðherra, við lítinn fögnuð landsmanna. Menn voru yfirleitt sammála um að gamli útvarpsstjórinn hefði staðið sig vel. Þykir Þrándi nokkur eftirsjá að honum inn í það undarlega samfélag þögulla sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur er, en eins og kunnugt er sá gamli borgarstjórinn einn um að tala fyrir meiri- hlutann og framkvæma í nafni hans. Allt var það í þeim dúr að fyrrverandi útvarpsstjóri neyðist til að bera hönd fyrir höfuð meirihlutans og forvera síns, næstum upp á hvurn dag, en það er annað mál. Enda þótt meirihluti borgar- stjómar sé samfélag þögulla átti það ekki við um útvarpsráð þang- að til fyrir skemmstu. Þar sátu meðal annarra fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins, og var formaður ráðs- ins úr þeim herbúðum. Þegar menntamálaráðherra ákvað að ráða virtan klerk og fræðimann í embætti útvarpsstjóra, mann sem ekki hefur komið nálægt stjóm- málum, nema hugsanlega sem bemskubrek á skólaárum, þá upp- hófust mikil hljóð úr börkum Sjálfstæðismanna í útvarpsráði. Þáverandi formanni, sem sótti um og hefur auk þess að áhugamáli að selja að minnsta kosti Rás 2, (bara einhverjum og til þess eins að selja), eins og Þrándur hefur áður fjallað um, leiddist þessi ráðstöfun ákaflega. Ekki kvaðst formaður þessi hafa neitt á móti nýjum útvarpsstjóra, ekki taldi hún heldur að það skipti máli að hún sjálf var ekki ráðin í stöðuna. Aftur á móti þótti henni svo mið- ur hvemig menntamálaráðherra og flokksbróðir hennar stóð að ráðningunni að hún gat ekki hugsað sér að vera formaður áfram né heldur að sitja yfir höf- uð í ráði þessu og sagði af sér. Litlu seinna leiddist fiokksþræðr- um hennar í ráðihu líka og sögð- ust hafa öðrum hnöppum að hneppa en að sitja í útvarpsráði sem vinna ætti með útvarpsstjóra utan Sjálfstæðisflokksins. Kvöddu þeir menntamálaráðherr- ann með litlum virktum og létu vera að taka vel á móti hinum nýja yfirmanni Útvarpsins. Af þessu má sjá að ekki er auðvelt að vera menntamálaráð- herra á vegum Sjálfstæðisflokks- ins. Flokkurinn hefur sem kunn- ugt er áhuga á að mismuna Ríkis- útvarpinu úr höndum allrar þjóð- arinnar og fá það í hendur þeim hluta hennar sem ræður yfir meiri fjármunum en launamenn geta látið sig dreyma um. Þessari stefnu voru hinir brotthlaupnu út- varpsráðsmenn að vonum hjartan- lega sammála og ætluðust þess vegna til að í stöðu útvarpsstjóra yrði ráðinn maður með réttar skoðanir á svo viðkvæmu máli. Þetta skilur Þrándur vel, því hver vill láta bláókunnugt fólk halda á sínu fjöreggi? Einhversstaðar stendur að enginn sé ómissandi. Maður kem- ur í manns stað í útvarpsráði sem annarstaðar. Varamenn reyndust fúsir til að taka við af hinum brotthlaupnu, þrátt fyrir þá sér- kennilegu ráðstöfun fiokksbróð- urins í menntamálaráðuneytinu að ráða í stöðu útvarpsstjóra utan- fiokksmann þegar borðleggjandi var að ráða fiokksfélaga. Utan- fiokksmaðurinn hefur ekki aðeins það á móti sér að vera ekki í fiokknum. Hann hefur hvergi, svo vitað sé, haft uppi þá skoðun að Útvarpið eigi að vera til sölu. Þvert á móti eru uppi alvarlegar grunsemdir um að hann hafi áhuga á að Útvarpið verði áfram sú virðulega stofnun, í sameign þjóðarinnar, sem það hefur lengi verið. Því telur Þrándur við hæfi að ljúka pistli dagsins með þess- ari spumingu: Er nokkur furða þótt fólkinu sámi? - Þrándur Siða 3 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.