Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 6
Aftur spurt um herskipakomur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, hefur lagt fram á þingi fyrirspurn til utanríkisráðherra um her- skipakomur í íslenskar hafnir og í íslenska lögsögu. Hún bend- ir á í greinargerð að hinn 12. júli í ár hafi hún skriflega farið fram á að fá tæmandi lista yfír herskipakomur síðastliðin 30 ár, en að ráðuneytið hafí beðið um rökstuðning áður en farið væri út í svo viðamikið verkefni. Þessu hafí hún mótmælt en takmarkað listann eigi að síður við þau ríki sem eiga kjarnavopn. „Þar sem engin svör hafa enn borist frá ráðuneytinu er þessi fyrirspurn lögð fram með formlegum hætti á Alþingi," segir í greinargerð- inm. Ingibjörg Sólrún biður þó nú um upplýsingar um skipaferðir í íslenskri lögsögu, auk skipakoma í hafnir landsins, á þeirri forsendu að árið 1985 hafi Geir Hallgríms- son, þáverandi utanrikisráðherra, lýst því yfir að bann við staðsetn- ingu kjamavopna á Islandi næði bæði til íslenskra hafna og siglinga um íslenska lögsögu. I sumar birti utanríkisráðuneyt- ið lista yfir skipakomur sem þessar en svo undarlega vildi til að á list- ann vantaði upplýsingar um þrjár herskipakomur. En þau skip sem um var að ræða eru einmitt talin sterklega koma til greina sem skip sem hafi kjamorkuvopn innan- borðs. Ráðuneytið afsakaði sig með því að tölvuskjalalyklum hefði ekki verið beitt á réttan hátt. Þingkonan hefúr einnig lagt íram tvær aðrar fyrispumir til utan- ríkisráðherra. Hún spyr hvort ríkis- stjómin hafi einhver áform um að banna umferð kjamorkuknúinna herskipa um íslenska lögsögu og hún spyr hvort stjómin hyggist beita sér fyrir alþjóðlegri viður- kenningu á nauðsyn þess að draga nú þegar úr notkun kjamakljúfa á höfum úti. -gpm Blanda í gang Aðalleikararnir (: „Drengjunum frá Sankt Petri" ásamt leikstjóranum Sören Kragh-Jacobsen. Mynd: Kristinn. Prakkarastrik og frelsi Danska kvikmyndin: Drengirnir frá Sankt Petri verður frumsýnd í Há- skólabíói á fostudag. Samtímis verður hún frumsýnd á hinum Norðurlöndunum. Það er Samnorræni kvik- myndasjóðurinn sem stendur fyrir þessu og þannig séð er kvikmynd- in ekki einungis dönsk heldur ís- lensk líka. Kvikmyndin byggir á sann- sögulegum atburðum. Þjóðvcrjar hemámu Danmörku 1940. Danir veittu þeim ekki viðnám og danska ríkisstjómin hvatti fólk til að halda ró sinni. Flestir vöndust fljótlega vem hersins en sjö piltar, þar á meðal tveir synir prestsins I þýsku Vinningstökir laugardaginn fjOldi VINNINGSHAFA 1. 5aí5 2 . 4al5Í 4. 4.139 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 2.744.445 47.715 7.482 464 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.965.111 upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulIna991002 kirkjunni sem heitir Sankt Petri, ákveða að láta ekki deigan síga. Þcir einsetja sér að hrekja þýsku hermennina burt og taka til sinna ráða. Drengirnir hafa ýmiss konar frekar ósvífin prakkarastrik á sam- viskunni og herinn fær að kenna á fæmi þeirra og útsjónarsemi í slæmri hegðun. Við það færist al- vara og harka í Ieikinn því að skopskyni þýska hersins er ábóta- vant og frclsisþrá ungmcnnanna verður kveikjan að dönsku and- spymuhrey fmgunn i. Af sýnishomum úr myndinni má ætla að hún sé meinfyndin, er- ótísk og spennandi en frumsýning- in verður ekki fyrr en á föstudag svo að ekki fæst staðfest fyrr en þá hvort sú tilgáta er rétt. Handritið var eitt og hálft ár í smíðum og það tók svipaðan tíma að finna aðalleikara. Tíu þúsund ungmenni voru prófuð á þann hátt að Sören Kragh-Jacobsen leikstjóri skrifaði handa þeim stutt atriði sem hefðu getað verið úr myndinni, þau vom látin spinna upp ástarsenur og leika ótta og í stuttu máli sagt beð- in að skrúfa frá tilfmningakranan- um. Eftir stóðu átta aðalleikarar, sjö strákar og ein stelpa. Þau em á aldrinum 18-22 ára og greinilega með bullandi hæfíleika á mörgum sviðum. Þtjú þeima fluttu m.a. með miklum tilþrifum aríu eftir Mozart, íslenskum blaðamönnum til skemmtunar. Þau sögðu í samtali við Þjóð- viljann að vinnan við kvikmyndina hefði stækkað heiminn og opnað augu þeirra fyrir öðm fólki. Það kemur til af því að þurfa að iifa í tilfinningum annars manns, sögðu þau og það var ekki hægt annað en taka efíir því að ef hópurinn var spurður spumingar þá virtist það nánast tilviljun hver svaraði en svarið var alltaf mótað og hin kinkuðu kolli. Þau vom spurð að því hvort ekki heföi komið upp neitt missætti eða taugatrekkingur í þessu langa og erfiða samstarfí og þau sögðu það ekki vera. Það var auðvitað ákveðin spenna í loftinu meðan verið var að prófa okkur, sögðu þau, en eftir að upptökur byrjuðu kynntumst við smám sam- an og okkur kemur vel saman. Stúlkan Xenia Lach-Nielsen var að því spurð hvemig henni liði í þessum strákafansi og hún kvaðst verða að viðurkenna að sér fyndist ansi gaman þar. - Það er af því að hún fær svo mikið af jákvæðri athygli, sagði Thomas Villum Jensen og setti upp spekingssvip sem fór honum ekki sérlega vel. Leikstjórinn Sören Kragh-Jens- en er einn sá besti í Danmörku og íslendingum að góðu kunnur fyrir kvikmyndimar: Sjáðu sæta naflann minn, Gúmmí Tarsan, ísfuglamir, Gullregn og Skugginn af Emmu. Handrit að Drengjunum frá Sankt Petri er skrifað í samstarfi við þann góðkunna og skemmti- lega rithöfund: Bjame Reuter. - kj Um helgina ræsti Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, fyrstu vélina af þrem- ur í Blönduvirkjun. Vinna hófst við virkjunina haustið 1984 og er áætlaður kostnaður við byggingu Blönduvirkjunar samtals 13,2 miljarðar króna, samkvæmt verðlagi á miðju þessu ári. Hver vél í Blönduvirkjun er 50 MW og er virkjunin því alls um 150 MW að afli. Búist er við að önnur vélin verði tilbúin til notkun- ar um næstu áramót og sú þriðja í bytjun mars á næsta ári. Til saman- burðar má geta þess að afl Blöndu- virkjunar verður hið sama og er í Sigöldustöðinni en nokkru minna en í Búrfelli og Hrauneyjarfoss- virkjun sem eru hvor um sig með 210 megawött. Eins og kunnugt er liggur stöðvarhús Blönduvirkjunar um 200 metrum undir yfirborði jarðar auk þess sem jarðgöng virkj- unarinnar eru þau lengstu hér á landi eða alls 3.254 metrar auk stöðvar-hellis. -grh Þungt hljóð í Borgnesingum Frekar var þungt hljóðið í verkafólkinu á þessum aðal- fundi. Við erunt á láglauna- svæði þar sem mánaðarlaunin eru á bilinu 40-45 þúsund krón- ur og ekki mikið um yfírvinnu. Það er því eðlileg krafa að kaup- máttur lægstu launa verði auk- inn við gerð næstu kjarasamn- inga og þeir sem lökust hafa kjörin fái sérstakar kjarabætur,“ segir Jón A. Eggertsson, formað- ur Yerkalýðsfélags Borgamess. I kjaramálaályktun félagsins, scm samþykkt var einróma á fundi í fyrrakvöld, kemur fram að félag- ið er tilbúið að standa að nýjum þjóðarsáttarsamningum ef þeir fela i sér eftirfarandi atriði: kaupmáttur launa verkafólks verði aukinn og þcir sem lökust hafa launin fái sér- stakar kjarabætur, verðlag á vöru og þjónustu verði stöðugt samfara lítilli verðbólgu, fjármagnstekjur verði skattlagðar í stað þess að leggja álögur á láglaunafólk, raun- vextir verði lækkaðir, varðstaða um velferðarkerfið, verkafólki verði tryggður aðgangur að heil- brigðis- og menntakerfi án tillits til fjárhags og áhersla verði lögð á uppbyggingu atvinnulífs þannig að allir hafi næga atvinnu. í kjaramálaályktuninni kemur einnig fram að þegar síðustu þjóð- arsáttarsamningar voru samþykkt- ir, hafi það verið gert í trausti þess að böndum yrði komið á verðbólg- una, kaupmáttarhrapið stöðvað og gmnnur lagður að auknum kaup- mætti við gcrð næstu kjarasamn- inga. Hinsvegar hafi raunvextir ekki lækkað eins og ýmsir höföu vonast til og ennfremur hafi gætt vaxandi tilhneigingar til verðhækk- ana á vöm og þjónustu. Hinsvegar var það mat fundar- ins að það yrði engin þjóðarsátt um að verkafólk eitt ætti að standa við samninga, um auknar álögur á lág- iaunafólk né heldur um áframhald- andi hávaxtastefnu. Aftur á móti segir í kjaramálaályktuninni að öll- um ætti að vera ljóst að auknar álögur á launamenn, hvort sem það heita skattar eða þjónustugjöld, verði ekki til að auðvelda gerð næstu kjarasamninga. Láglauna- fólk hafi þegar lagt sitt af mörkum til að ná stöðugleika í þjóðfélag- inu, þótt ekki sé hægt að segja hið sama um alla þá sem stóðu að gerð síðustu þjóðarsáttarsamninga, og því sé komið að öðmm að leggja fram sinn skerf. „Stjómvöld geta ekki vænst þess að geta sótt stórar fúlgur i vasa launafólks til að brúa ÍJárlagahalla. Þá peninga verður að sækja annað,“ segir í kjaramála- ályktun Verkalýðsfélags Borgar- ness. -grh Kristinn Finnbogason látinn Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans, lést á Borgarspítalanum föstu- daginn 4. október. Kristinn fæddist 28. maí 1927 og var því 64 ára þegar hann lést. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknar- flokkinn og sat um árabil í mið- stjóm og framkvæmdastjóm flokksins. Hann var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og formaður fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík um árabil. Kristinn var varaformaður bankaráðs Landsbanka Islands. Eflirlifandi eiginkona Krist- ins er Guðbjörg Jóhannsdóttir. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.