Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 9
Kyikmymbttr'^ Úr kvikmyndinni Til manns sem ég þekki ekki. Opin myndkvika Til en ukjent (Til manns sem ég þekki ekki) Leikstjóri Unni Straume Handrit Unni Straume Kvikmyndataka Harald Paalgard Lengd: 82 mín., enskur texti. Aðalhlutverk: Hilde Aarö, Harald Hei- de Steen jr., Toril Brevik Kvikmyndahátíðin var opnuð á nokkuð sérstakan hátt með því að sýna lítt þekkta norska kvikmynd. Þetta er auðvit- að svolítið glannafengið af for- ráðamönnum kvikmyndahátíðar því allir vita jú hversu miklu vilj- ugri almenningur er til þess að hrífast af því sem einhver annar hefur áður viðurkennt. Hins vegar er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir sjálfstæðinu sem er fólgið í því að velja opnun- armyndina sjálfúr í stað þess að láta markaðinn velja hana fýrir sig. Kvikmynd Unni Straume er ekki fyrir alia. Hún er hæggeng og ljóðræn og þetta tvennt er að sjálf- sögðu nóg fyrir marga til þess að forðast hana. Það er fjallað af næmi og virðingu um sjálfsmynd ungrar konu. Unni Straume hefúr átt erfitt uppdráttar í Noregi og það get ég vel skilið eftir að hafa séð þessa mynd. Þar i landi eru svonamyndir kenndar við Finnland og ísland og þykja hin mesta óhæfa. Kvikmyndatökumaðurinn Har- ald Paalgard er greinilega alveg rosalega góður. Myndin segir frá ungri stúlku sem fer heim til sín og á leiðinni heim á bemskustöðvam- ar koma minningamar til hennar. Sé hægt að tala um boðskap í þess- ari mynd þá er hann þessi: Ég man, þess vegna er ég. Allt sem minnst ber á í heimi hér, það sem hefúr gleymst, er jafnframt það sem mestu máli skiptir. Texti myndarinnar er knappur og ljóðrænn og hljóðið er notað framlega. Stúlkan fær semsé far með nútímatónskáldi sem er á randi í leit að einkennilegum hljóð- um,- er að fást við þann nútíma sem eyrað eitt getur greint. Þegar ferðakonan kemst á bernskuslóðir sínar þá skiptir myndin úr svarthvítu yfir í lit og boðskapurinn er ljós: Haltu í upp- rana þinn! Hann er fólginn í því marga og smáa sem gerir okkur kleift að muna. Ef þú gerir það verður líf þitt i lit,- annars svart- hvítt. Ahugamenn um kvikmyndir ættu alls ekki að láta þessa mynd fara framhjá sér. -kj Ymislegt Ódýrt - ódýrt Til sölu stór, dökkur stofuskápur með hillum og skápum beggja vegna. Einnig gamall kerruvagn, Hókus pókus stóll og baðborö til að hafa ofan á baðkari. Uppl. í síma 670144 eftir kl. 19. Saxófónn Vantar notaðan saxófón, ódýrt eða helst gefins. Sími 672463. Ingi Uppl. ( slma 674263. Ný punkspóla Gallerí Krunk hefur gefið út safn- spólu meö punkhljómsveitunum Dritvík, Drulla, Horver, Kazbol, Indýana og Kjaftæði. Spólan kostar kr. 400 og fæst hjá Gallerí Krunk, Álakvísl 54. Til sölu bækur, tímaritið Iðunn, nýrflokkur frá 1915 til sölu. Uppl. í síma 689614. Sófasett - tölvuprentari Óska eftir sófasetti ódýrt eða gef- ins. Einnig óskast notaður prent- ari fýrir Macka-tölvu. Sími 22213. Til sölu 6 borðstofustólar til sölu á kr. 1000,- stk. Einnig Moulinex grill- ofn, svo til nýr, kommóða og margt fleira. Uppl. í síma 689651. Myndavél óskast Óska eftir ódýrri myndavél fyrir 120/220 filmu(6x6) t.d. Yashica MAT-124 G eða Mamiya C220F. Hallur síma 91-685566 eða 678961. Þvottavél - fataskápur Óska eftir Iftilli þvottavél og litlum fataskáp. Uppl. í síma 12946. Húsnæði íbúð óskast Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu. Helst í Vestur- bergi eða Hólahverfi. Uppl. I síma 72490. Húsnæði óskast 5 manna fjölskylda sem er að flytja heim frá Svíþjóð óskar eftir húsnæði til leigu, 3-5 herbergja Ibúð eða litlu húsi í Reykjavík eða nágrenni. Uppl. í sima 674263 á kvöldin. íbúð til leigu Góð 3 herbergja íbúð til leigu í Skjólunum frá 1. nóvember. Upp- lýsingar fást (síma 29249 eftir kl. 18. Til leigu Hef til leigu snyrtilegan bílskúr m/heitu og köldu vatni, rafmagni og síma. Uppl. í síma 11218. íbúð til leigu 4ra herbergja íbúð miðsvæðis í Reykjavík til leigu í jólafríinu. Uppl. i síma 621737 á milli kl. 14 og 18 og um helgar. Húsgögn Veggklukka Gömul ítölsk veggklukka og vasaúrtil sölu. Uppl. í síma 689614. Hornsófi Óska eftir furuhornsófa fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 79464. Heimílis- og raftæki Tölva Til sölu Hyundai AT 286/640 með 30 MB hörðum diski og einlitum EGA skjá. Verð kr. 50.000,- Uppl. ísíma 622618. Frystikista óskast Uppl. í síma 10210. Sjónvarp Finlux sjónvarpstæki á fæti til sölu. Sími 623936. Sjónvarp Svart/hvítt sjónvarp fæst gefins. Sími 623227. Frystiskápur Óskum eftir frystiskáp, ódýrum eða gefins. Uppl. í síma 79396(78548), Magnús eða Þor- gerður. Fyrir börn Andstæðubækurnar Vill einhver selja okkur and- stæðubækur Iðunnar, þær heita; Yfir og undir, Langt og stutt. Agat- ha, sími 28006. Koja óskast Vil kaupa 1 koju frá IKEA 2000x80 sm. Sími 45379. Göngugrind Til sölu sem ný göngugrind, kost- ar 5.900,- selst á 3.900,-. S(mi 45379 María. Húsgögn/barnagæsla Barnarimlarúm með færanlegum botni og járnrúm frá IKEA f. full- orðna, bæði án dýnu, fást gefins. Á sama stað vantar barnagæslu fyrir 4 ára dreng 1-2 kvöld í viku og e.t.v. 1-2 morgna í viku frá kl. 9-12 (þó ekki skilyrði). Uppl. í síma 16485. Barnavagn til sölu Verð kr. 15.000,- Uppl. I síma 672283. Halló Mig langar til þess að passa böm nokkra tima á viku. Er 15 ára og á heima í Hlíðunum. Uppl. f sfma 11218. Til sölu IKEA hvítt rimlarúm m/dýnu á 8.500 kr„ Britax bllstóll á 5500 kr„ hár barnastóll úr tré m/borði á 6000 kr. Allt sem nýtt. Uppl. ( síma 642447 e. kl. 18. Bslar og varahlutir Skodi Skodi 130L árg ‘86 til sölu. Fimm gíra, nýyfirfarinn og skoðaður ‘92. Uppl. ísíma 689614. Til sölu er hvít Wolksvagen bjalla módel 77. Uppl. i síma 22469. Uggi. Kennsla og námskeið Píanókennsla Tek byrjendur jafnt sem lengra komna. Ásgeir Beinteinsson í síma 33241. Fáeinir einkatímar í boði í ensku, þýsku og (slensku f. útlendinga. Uppl. (síma 21665. Þjónusta Slökun Líkamsvitund, hreyfing og slökun - námskeið - einkatímar - slök- unamudd. Uppl. og tímapantanir ( síma 688062. Björg Ólínudóttir slökunarkennari. Skerpingar - viðgerðir Skerpi garöáhöld og önnur bit- járn. Geri við búsáhöld. Renni jám og tré. Sími 32941. Alþýðubandalagið Tíundi landsfundur Alþýðubandalagsins Tíundi landsfundur Alþýöubandalagsins verður haldinn dagana 21.- 24. nóvember 1991 ( Reykiavík. Fundurinn verður settur fimmtudag- inn 21. nóvember kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00. Dagskrá auglýst siðar. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar laugardaainn 12. október kl. 9 f Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi. Stefnt er að því að Ijúka fundinum á einum deai, en ef nauðsynlegt reynist verður hann framlengdur allt til hádegis Í3. október. Dagskra: 1. Qndirbúningur landsfundar Alþýðubandalagsins. 2. Utgáfumál - staða Þjóðviljans. 3. Lagabreytingatillögur starfsháttanefndar kynntar. 4. Flokksstarfið framundan. 5. Stjórnmálaviöhorfiö - velferðarkerfið og kjarasamningar. 6. Onnur mál. Steingrímur J. Sigfússon formaður miðstjórnar AB Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn 24. október nk. Dagskrá og fundarstaöur nánar auglýst sfðar. Þtóðviltinn SJÁLFBOÐALIÐSSVEITIN getur bætt við sig fleiri félögum til að vinna ýmis verk við áskrifendasöfnun Blaðsins okkar Látið skrá ykkur í síma 681333 ÞJÓNU STLAUGLÝSINGAR RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXl IIF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVÍK SlMI: 3 42 36 J7/ Orkumælar frí KAMfiTHlTT kirntO AJH Sími652633 UR »-l F. innflutnlngur — T.TknltiJónutt* Rennslismælar frí HYDROMETER Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.