Þjóðviljinn - 08.10.1991, Blaðsíða 2
Umhverfisslysi
verði af stýrt
Mývatn er ein af merkustu náttúruperlum ís-
lands. Fuglalíf er þar fjölskrúðugra en þekkist
annarsstaðar oa öll nattúra vatnsins og um-
hverfis þess viðKvæm fyrir hver kyns raski.
Svo merkilegt þykir Mývatn að vatnið og Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu njóta alþióðlegrar verndar samkvæmt
Samþykkt um votlendi (Ramsar-samþykktinni), en sú
samþykkt hefur alþjóðlegt gildi og er Island aðili að
henni. Þá hefur Alþingi Islendinga sett sérstök lög um
verndun svæðisins.
Kísiliðjan hf. fékk í ágúst 1966 námaleyfi til tuttugu
ára, en engar umhverfisrannsóknir fóru fram í tengsl-
um við stofnun fyrirtækisins. Leyfið var svo framlengt
til fimm ára 1986, en samtímis sett á laggirnar sér-
fræðinaanefnd til að rannsaka árhrif kísilgúrnámsins á
lífríki Mývatns. Nefndin skilaði af sér í sumar og nú
hefur stjórn Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn
sent frá sér umsögn um skýrsluna þar sem komist er
að þeirri niðurstöðu að kísilgúrnámið hafi haft í för
með sér verulega hnignun undirstöðulífsskilyrða í Mý-
vatni og undirstrikuð er sú mikla ábyrað sem stjórn-
völd bera gagnvart verndun náttúru Mývatns og Laxár
og alþjóðlegar skuldbindingar í þeim efnum.
Náttúruverndarráð hefur einnig fjallað um skýrsluna
og sent umhverfisráðuneytinu umsógn sína. Þar er
bent á að eftir að Kísiliðjan hóf starfsemi sína hafi
komið fram ýmsar neikvæðar breytingar á silunga-
stofnum og fuglastofnum Mývatns og segir að það sé
Ijóst að kísilnám hafi valdið verulegri röskun á tilflutn-
ingi botnsets í vatninu, en botnsetið er mikilvægur
fæðugrundvöllur þeirra botndýra sem skipta mestu
fyrir silung og fugla.
„Frá sjónarmiði náttúruverndar virðist lítill vafi leika
á því að áhrif kísilvinnslu á lífríki Mývatns eru nú þeg-
ar orðin það mikil að óviðunandi er,“ er niðurstaða
Náttúruverndarráðs.
Náttúruverndarráð leggur til að kísilgúrtaka úr Mý-
vatni verði stöðvuð hið fyrsta og að gerð verði sérstök
áætlun um lok starfseminnar.
Nú er ekki verið að tala um að verksmiðjan loki á
morgun, heldur er gert ráð fyrir að það gerist á nokkr-
um arum. Þarna er auðvitað mikið í húfi fyrir heima-
menn, sem starfa við Kísilgúrverksmiðjuna, og eðlilegt
að þeir séu ekki allir á eitt sáttir um þá niðurstóðu sem
Náttúruverndarráð hefur komist að. Hinsvegar er það
nú svo að mun meira er í húfi ef þessi einstaka natt-
úrugersemi, sem Mývatn er, verður fyrir varanlegu
tjóm.
Það má benda á það að ferðamannaþjónusta hefur
á undanförnum árum verið ört vaxandi í Reykiahlíð,
en ástæðan fyrir því að ferðamenn flykkjast til Mý-
vatns er sú einstæða náttúra og fjölskrúðugt fuglalíf
sem þar er. Ef ekki verður komið í veg fyrir vistfræði-
legt slys á meðan enn er tími til stefnu má búast við
að aðdráttarafl Mývatns verði mun minna. Hver hefur
áhuga á lífvana vatni?
Það má líka bera Kísiliðjuna saman við fiskvinnslu-
fyrirtæki í sjávarþorpi. Af hverju er stjórnmálamönnum
svona mikið í mun að hún verði starfrækt áfram á
sama tíma og þeir lyfta ekki litla fingri til að bjarga fyr-
irtækjum á borð við Freyju á Suðureyri? Afleiðingin
fyrir heimamenn er svipuð.
Samkvæmt námuleyfi Kísiliðjunnar ber iðnaðarráð-
herra að endurskoða leyfið ef Náttúruverndarráð telur
að verulegar breytingar til hins verra verði á dýralífi og
gróðri í og við Myvatn, sem rekja megi til námurekstr-
arins. Afdráttarlaus úrskurður Náttúruverndarráðs ligg-
ur nú fyrir og ber iðnaðarráðherra í samvinnu við um-
hverfisráðherra að taka fullt mark á honum. Þeir geta
bara brugðist við á einn hátt; að stöðva kísilgúrtökuna
hið fyrsta svo að óbætanlegu umhverfisslysi verði af-
stýrt.
-Sáf
Þióðviliinn
Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson
Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Siguröur Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr.
LIPPT & SKOKIÐ
Davíð reiðist
Það hrjóta mörg merkileg til-
svör yfir borð stjómmálamanna.
Eg vona það megi minnast á
ráðhúspeninga eina ferðina enn.
En svo var, að þegar sem mest var
skrifað um það að kostnaður við
ráðhúsbyggingu í Reykjavík hefði
farið um ein hundrað prósent fram
Úr áætlun, þá kom Davið Oddsson
i útvarp. Hann var hissa, sár og
reiður yfir ósvífninni í þeim sem
voru eitthvað að væla yfir því að
byggingarkostnaður ráðhússins
færi fram úr áætlun.
1 fyrsla lagi taldi hann að ráð-
húsið hefði í rauninni aldrei farið
fram úr áætlun, vegna þess að þær
áætlanir sem fyrst voru uppi haíð-
ar (og ákvarðanir síðan byggðar á)
voru bara „skot í út í loftið“. Dýr
mundi sú flugeldaskothríð öll,
mætti segja, en hvað um það.
Reiði Davíðs var hinsvegar yfir
framferði þeirra manna sem vildu
með talnaspili um ráðhúsið „koma
höggi á mig og borgina“.
Að koma höggi
á Borgina
Þetta er merkileg setning og
rétt að nema ögn staðar við hana.
í fyrsta Iagi er það undarleg
viðkvæmni hjá einum forsætisráð-
herra og fyrrum borgarstjóra að
láta eins og það sé eitthvað sví-
virðilegt að menn reyni að „koma
á hann höggi“. Ef menn reyna ekki
að koma höggi á andstæðinga þá
er enginn bardagi. Ef kurteisin
væri orðin svo mikil að menn létu
pólitíska andstæðinga í friði, hvort
sem þeir færu óvarlega með eina
miljón eða einn miljarð króna, þá
væri eiginlega búið að afnema pól-
itík á íslandi. Og eitthvað allt ann-
að komið í staðinn, annaðhvort sá
þrælsótti sem býður öllum að
halda sér saman meðan hofmenn-
imir ríða hjá, eða sú andlega deyfð
scm nennir ekki að skipla sér af
neinu. A þeim forsendum að það
þýði ekki neitt hvort sem er.
Enn skrýtnari er svo sú stað-
hæfing að andstæðingar Davíðs
vilji koma höggi „á borgina" með
sínu ráðhúshjali. Það er með öllu
óskiljanlegt hvemig Reykjavíkur-
borg getur orðið sú persóna sem
hægt er að særa með orðum. Ekki
ncnia menn gangist inn á það að
Davíð Oddsson hafi verið Borgin -
í anda frægs Sólkonungs í Frakk-
landi, sem kvaðst vera Ríkið. Sam-
líkingin er ekki frumleg, hún er
eiginlega svo sjálfogð að það er
allt að því blygðunarefni að minn-
ast á annað eins. En hvað skal
segja: með sama áframhaldi gæt-
um við búist við þvi, að forsætis-
ráðherra segði að næst þegar
stjómarandstæðingar punda á hann
fyrir einhverja óráðsíu í pólitík eða
fjármálum þá séu þeir „að koma
höggi á Island".
Að svara eða ekki
Sljómmálin eru að verulegu
leyti slagur um orð. Hvað þau fá
að merkja. Hvað athafnir fá að
heita. Þegar næstsíðasti fjármála-
ráðherra krukkaði í tekjustofna
þjóðkirkjunnar mátti ætla af skrif-
um Morgunblaðsins að hér væri
um að ræða óguðlega kommúníska
aðíor að guðs kristni í landinu.
Þegar það sama er uppi á fjármála-
teningum hjá núverandi stjóm þá
er það eitthvað allt annað. Við höf-
um ekki heyrt hvað bamið á að
heita, en sjálfsagt verður það kennt
við ráðdeild, spamað og samstöðu
um nauðsynlegar aðgerðir i rikis-
fjármálum.
Orðastríðið kom fram með
fróðlegum hætti fyrir nokkru þegar
það hafði spurst út að til stæði að
loka Sánkti Jósefsspítala í Hafnar-
firði og breyta honum í hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða. Þingmenn
Reykjaneskjördæmis voru þá tekn-
ir á beinið hjá Hafnfirðingum. Efl-
ir þann fúnd voru þeir spurðir álits,
meðal annars var Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra spurður um það
hvort hann væri samþykkur því að
Hafnarijarðarspítala yrði lokað.
Jón brást reiður við. Hann taldi
slíka spumingu ósæmandi fýrir
fréttamann. Svona mætti alls ekki
leggja málið fyrir.
En hveming mátti þá leggja
það fyrir?
Þar stendur nú hnífurinn einatt
í vorri kú. Jón Sigurðsson hélt dá-
litla ræðu af þessu tilefni. Hann
sagði á þá leið að Sánkti Jósefs-
spítali væri frábærlega vel rekinn.
Hann væri hin besta stofnun. Síðan
sagði hann (ívitnað eftir minni, en
ekki fjarri lagi) : Þessi góði spítali
verður samt að taka þátt í spamað-
araðgerðum eins og aðrir. Og við
erum nú að leita að traustum
grundvelli undir góðan rekstur
hans.
Hvað þetta þýðir, það veit eng-
inn. Svarið stefnir rakleiðis út í
nótt og þoku. En með þessu móti
hefur ráðherra betur í orðastríði:
hann setur fréttamann út af laginu
með því að segja að hann spyrji
ekki rétt. Síðan kemur svar sem er
svo óljóst og hált að það gæti þýtt
hvað sem væri - nema hvað það á
að miðla almennri góðvild ráðherr-
ans til tiltekinnar heilbrigðisstofn-
unar, hvemig sem nú kann fyrir
henni að fara.
Að hræðast þróun
Þær em afleitar reyndar þessar
fallegu og snyrtilegu formúlur sem
eiga að breiða yfir allar andstæður
og háska. Ein slík kom í Víkveija
Morgunblaðsins á dögunum. Þar
var vitnað í einhvem George Pat-
on, Forseta Alþjóðaráðs fræðslu-
miðla, sem talaði um hraða þróun
gervihnattasjónvarpsstöðva eins og
CNN og Sky sem væm „gott dæmi
um styrk enskunnar sem heims-
máls“. Síðan var hafl eftir Paton:
„Smá málsamfélög ættu hins
vegar ekki að hræðast þessa þróun
vegna þess að hún bætir fræðslu
og upplýsingastreymi og færir íbúa
heimsins nær hver öðmm.“
Þessi formúla er svo mikið í
anda „hins besta heims allra
heima" að hún hlýtur að vera Iýgi.
Enda bætir gervihnattasjónvarp
ekki fræðslu, og sem upplýsinga-
miðill em fyrmefndar sjónvarps-
stöðvar mjög varasamar. Eins og
best sást í Persaflóastríðinu þegar
það tókst að gera hátæknistríð sem
bitnaði fyrst og fremst á óbreyttum
borgumm að allt öðm en það var. í
öðm lagi er það meinloka ef lítil
málsamfélög eiga ekki að „hræð-
ast“ það að „fræðslan" um þau tíð-
indi sem gerast í heiminum er mat-
reidd á öðm máli en þeira eigin og
stuðlar að því að gera bresk-
bandaríska heimsmynd að allsherj-
arviðmiðun. í þriðja Iagi er það
ísmeygilegt strið um orð, að segja
að „lítil málsamfélög" eigi ekki að
„hræðast þessa þróun“. Að hræð-
ast, það er svo niðurlægjandi, það
gera bara aumingjar. Almennilegt
fólk er ekki svo aumt og púkó að
hræðast.
Og þessvegna er orðið notað -
til að „lítil málsamfélög" gleypi
frekar við „þróuninni". Og við í
litlum málsamfélögum, sem emm
ekki samþykkir því að frelsi og
framfor sé tengd stærri skömmtum
af ókeypis sjónvarpi á ensku, við
eigum þá að láta rauðan belg koma
fyrir gráan. Við emm ekki „hrædd-
ir“ við þróunina. Við viljum ganga
gegn henni. Ganga gegn straumn-
um. Það hljómar svo miklu betur...
ÁB.
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1991
Síða 2