Þjóðviljinn - 11.10.1991, Page 2
xO
CÖ
ö)
O
ö)
o
ö)
>
0
1-
Elinborg Stefánsdóttir, Jramkvœmdastjóri Listahátiðar. Mynd: Kristinn.
Dreg hetjur í efa
Hver ertu?
Ég-
Hvað ertu að gera
núna?
Vinna við Kvik-
myndahátíð í Reykjavík
1991.
Hvað er verst i fari
karla?
Yfirgangur og óheið-
arleiki.
Hvað er best i fari
kvenna?
Ég held að það fari
eftir manneskjunni.
Ottastu ástkœra yl-
hýra málið?
Nei, þvert á móti.
Óttastu um ástkœra
ylhýra málið?
Við verðum að
minnsta kosti að fara
varlega.
Ertu myrkfælin?
Nei.
Hefurðu séð draug?
Já.
Geturðu sagt eitt-
hvað meira um það?
Nei.
Hefurðu hugleitt að
breyta lífi þínu alger-
lega?
Já. Og ég ætla að
gera það bráðlega.
Hvað er það versta
sem Jýrir þig gœti kom-
ið?
Það hef ég ekki grun
um. Það er ábyggilega
svo vont að ég get ekki
ímyndað mér það.
Leiðinlegasta bók
sem þú hefiur lesið?
Ég man ekki titilinn,
hún var svo leiðinleg.
Ertu með einhverja
dellu?
Nei, það held ég
ekki.
En einhverja komp-
lexa?
Ekki sem ég man eft-
ir.
Kanntu að reka
nagla í vegg?
Já,já,já, já.
Hvað er kynœsandi?
Það fer nú bara eftir
þvi um hvaða mann við
erum að tala. Sumir eru
kynæsandi útaf þessu, en
aðrir útaf einhveiju öðru.
Skipta peningar
máli?
Því miður, já.
Hvar vildirðu helst
búa?
Ég hef aldrei hugleitt
hvar ég vildi helst búa.
Mér líður alltaf vel þar
sem ég er.
Hver er eftirlœtis
söguhetjan þin?
Ég á svo ógurlega
margar, það er engin ein
framyfir 100.
Uppáhaldsmálari?
Þeir eru nú nokkrir.
Mér dettur Miro í hug.
Hvað finnst þer
skemmtilegast að gera?
Lesa, fara á bíó, fara
í gönguferðir, ferðast um
hálendið, o.s.frv., o.s.frv.
Hver er þinn mesti
galli?
Fullkomnunarárátt-
an.
Trúirðu á annað líj?
Já.
Hver er þinn uppá-
haldsfugl?
Tjaldurinn.
Uppáhaldsrithöfund-
urinn?
Þeir eru svo margir
að ég get ekki tekið einn
fram yfir annan.
Hvaða hetju sögunn-
ar dáir þú mest?
Ég álít nú að þær frá-
sagnir sem við höfúm af
svokölluðum hetjum
sögunnar séu kannski
ekki alveg sannleikanum
samkvæmt, þannig að ég
fer varlega í að dá það
sem er kallað hetjur sög-
unnar.
Hvað er leiðinlegast
við málverkasýningar?
Mér finnst ekkert
leiðinlegt við þær.
Ferðu oft á bió?
Mjög oft.
Eru til ofurkonur?
Það fer eftir skil-
greiningunni á orðinu.
Ég veit það ekki.
Hvað finnst þér að
fiœðingarorlof ætti að
veralangt?
Ár.
Hvaða hæfileika
vildirðu hafa til að
bera?
Helst sem flesta.
Mottó í lífinu?
Já, nokkur.
Hvað þykir þér vœnst
um?
Of margt til að ég
taki eitt fram yfir annað.
-gpm
Brosmildir en fláráðir framhaldsskólanemar heimsœkja kennara sinn á afmœlisdaginn. Jelena kennslukona trúir ekki sinum eigin
eyrum og augum þegar nemendurnir sýna sitt
rétta andlit.
Flöqö
unair
föqrum
skinnum
Kæra Jelena eftir Ljúdmilu
Razúmovskaju verður frum-
sýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins á laugardag. Þetta er áleit-
ið verk sem vekur spurningar
og höfðar ekki síst til ungs
fólks. Það snýst um að velja
sér viðhorf til lífsins.
Jelena er kennari við fram-
haldsskóla og á afmælisdcgi
hennar koma nokkrir ncmendur í
heimsókn. Þau óska henni til
hamingju og færa henni gjafir en
fljótlega kemur í Ijós að raun-
verulegur tilgangur heimsóknar-
innar er annar.
Leikritið var skrifað árið
1980. Eftir frumuppfærslu í Tall-
inn í Eistlandi var það sett upp í
Leningrad árið 1981 og þá mcð
nýjum endi að skipan pólitiskra
yfirvalda.
Þar er skemmst frá að scgja að
gagnrýnendur og aðrir áhorfendur
voru mjög hrifnir af þessu verki
og leikhús um gjörvöll Sovélríkin
höfðu hug á að taka Kæru Jclenu
til sýningar. Ekki Icið hins vegar
á löngu þar til það var sctt á skrá
yfir óæskileg leikrit og bannað.
Með pcrestrojkunni árið 1986
komst það aftur í náðina og hefur
nú verið sýnt um öll Sovétríkin.
Kvikmynd var gerð eftir leikritinu
árið 1987 og það fer nú víða um
leikhús á Vesturlöndum.
Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson, Messíana Tómasdóltir
gcrir leikmynd og búninga en lýs-
ingu annast Ásmundur Karlsson.
Leikarar eru fimm talsins. Með
hlutverk Jelenu fer Anna Kristín
Arngrímsdóttir en nemendur
hennar eru leiknir af þeim Baltas-
ar Kormáki, Halldóru Björnsdótt-
ur, Hilmari Jónssyni og Ingvari E.
Sigurðssyni. Þessi fjögur eru
meðal yngstu leikara Þjóðleik-
hússins og nokkuð sérstakt að
eiga þess kost að sjá þau saman í
sýningu. Ingibjörg Haraldsdóttir
þýddi þetta leikrit í vor sem leið
og sagðist hafa haft mjög gaman
af þeirri vinnu vegna þess að
henni þætti leikritið afar gott.
Ingibjörg sagðist hafa mætt á
nokkrar æfingar og breytt texta á
stöku stað í samráði við leikara.
Ingibjörg hefur fengist töluvert
við þýðingar á leikritum og hún
sagði jafnframt að sér fyndist sér-
staklega skemmtilegt að þýða fyr-
ir leikhús: - Það er sérstök til-
finning að heyra textann fluttan á
sviði, sagði Ingibjörg.
Um stefnu í þýðingunni sagði
Ingibjörg að ekki hefði verið stætt
á því að staðfæra málfar ungling-
anna í leikritinu. Það væri svo
margt ólíkt í uppeldi og menntun
að í því hefði verið fólgin of mik-
il breyting.
Ingibjörg sagði að leikritið
Kæra Jelena væri dæmigert fyrir
sovéska leiklist að því leyti að i
því væri spurt stórra spuminga. -
Þeir eru óragir við eilífðarmálin.
Spyrja hiklaust um hvað sé gott
og fagurt og hvað ljótt og vont.
Fyrir þeim er það hitamál hvað er
rétt og hvað rangt.
í d a g
S k ú m u r
11. október
er föstudagur.
284. dagur ársins.
Sólarupprás i Reykjavík
kl. 8.04 - sólarlag kl.
18.24.
Viðburðir
Þórður kakali Sighvats-
son dáinn 1256. Stefán
frá Hvítadal skáld fæddur
1887. Jafnaðarmannafé-
lag Reykjavíkur klofnar
1922.
Hún er svo skýr að við
birtum hana í hvítri bók
og þar með hvítþvoum
við okkuráðuren við
Nafnið á stefnuskránni
segir líka allt: Meðferð á
ráðhúsgrunni!
NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991