Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 3
Bókmenntir Nóbelsverðlaun til Nadine Gordimer Ekki ber á öðru en menn séu glaðir ylir þvi að Sænska akadem- ían veitir suður-afrísku skáldkon- unni Nadine Gordimer bók- menntaverðiaun Nóbels að þessu sinni. Val á höfiindi til þeirra verðlauna er aldrei auðvelt: vitanlega eru á hvetjum tíma uppi margir höfundar sem hafa til að bera það næmi, það minni og þá tengigáfu sem aðdáun vekja. Menn leita því.gjama að ein- hveijum verðleikum höfundar auk- reitis og það er auðvelt að finna þá í æviverki Nadine Gordimer. Hún hef- ur unnið affek sín sem kona, sem andófsmanneskja í ritskoðunarsam- félagi, hún hefúr haft hugrekki til að fara (í bókum sínum og utan þeirra) með viðhorf sem ganga þvert á hags- muni þess forréttindasamfélags sem hún er borin til í Suður-Afríku. Það er merkilegt að á okkar and- pólitísku tímum skuli Nadine Gord- imer fá nóbelsverðlaun. Hún er afar pólitískur höfundur i þeim einfalda skilningi, að viðfangsefni hennar og baksvið örlaga þeirra einstaklinga sem hún lýsir em þau átök sem fram hafa farið f landi hennar um ffamtíð samfélags, sem rís á þeirri kúgun sem allir skilja: kynþáttakúgun. Sú eina bók eftir Nadine Gordimer sem þýdd hefur verið á íslensku, „Heimur feigrar stéttar", lýsir því einmitt hvemig ung hvit kona er að þvi spurð hvað hún ætli að gera við sína réttlætiskennd, sina andúð á ómennsku skipulagi. Verið getur að með því að muna nú eftir Nadine Gordimer séu menn að lýsa söknuði sínum eftir þeim tímum sem nú virðast á förum: þeim tímum þegar mikið mark er tekið á rithöfundum, svo mikið að valdhafar óttast þá og banna bækur þeira (þijár skáldsögur Nadine Gordimer hafa verið bannaðar í heimalandi hennar). Þetta var sá timi þegar rithöfundar urðu samviska samfélagsins og eins og „önnur ríkisstjóm" í Sovétríkjun- um, Austur-Evrópu - og löndum eins og Suður-Affíku. Þverstæða þeirra tíma er sú, að rétt eins og allir vilja orðið fijálst og rithöfundana gefha út - þá vita menn að um leið og rit- skoðun er afnumin og málffeisið ótakmarkað, þá er eins og sá virðing- arsess sem rithöfundurinn hafði sé horfinn, rödd hans dmkkni i hinum ffjálsa auglýsingahávaða sem við tekur. En það er margt fleira sem getur ffeistað manna tii að sýna Nadine Gordimer sem mestan sóma. Eitt er það, að þótt það suður-affíska líf sem hún lýsir i skáldsögum sinum og smásögum sé afar sérstætt, þá er í því margt af þeim illa grun sem læð- Árni Bergmann skrifar ist að öllum okkur, ekki síst þeim íbúum heimsins sem hafa verið sól- armegin í lífskjörum, rétt eins og hvítir Suður- Affikumenn. Hér er átt við þann illa grun, að við búum á eldfjalli, að við göngum á þunnri og brothættri skum, að okkur sé skammtaður naumur timi áður en einhver ósköp dynja yfir: uppreisn hinna snauðu, uppreisn náttúrunnar gegn óhófi okkar, kannski tekur okk- ar eigin dauðaþrá af okkur ráðin. Þessi kennd er allsstaðar í sögum Nadine Gordimer, líka þegar hún býr til eftirminnilega smásögu um ein- semd hvítrar konu á miðjum aldri, sem nýtur góðs af skilningi og sam- úð svarts starfsféiaga síns til að losna úr vafasömu sambandi við hvita landeyðu. Þessi illi grunur - hann er Nadine Gordimer; við getum öll séð okkur i hennarfólki... i verkúm hennar tengdur nábýli gjör- ólíkra þjóða og gjörólikra lífshátta; þar er Suður-Affíka sjaldgæft land en um leið samnefnari fyrir „heims- þorpið" sem alltaf er að minnka. Hin ríka Evrópa - hún býr enn við aðeins lítinn minnihluta „þeldökkra“ sem vinna mörg verstu verkin, en sú sama Evrópa er þegar farin að sofa illa yfir því að fyrir utan bíði miljón- ir og aftur miljónir hinna snauðu eftir smugu til að koma sér fyrir i „okkar“ notalega heimi. í þriðja lagi þá vekur Nadine Gordimere sterka athygli og samúð vegna heiðarleika og æðruleysis. Hér er þá ekki átt við það fyrst og ffemst að hún er ein af þeim fáu hvitu manneskjum sem eru í ANC, Affíska þjóðarráðinu. Heldur það að hún ger- ir sér engar grillur um það, að afhám þeirar kynþáttakúgunar sem hún hef- ur tekið þátt í að beijast við, þýði um leið að menn eigi á góðu von. Hún er ekki „útópisti" í skrifum sínum. Hún veit að kúgun í margar kynslóðir hef- ur eitrað líf bæði þeirra sem hafa hag af henni og þeirra sem kúgunin helst bitnar á. En æðruleysi hennar og hugrekki er einmitt í þessu: að hún veit að vart er á góðu von og tekur um leið þá afstöðu að sú vitneskja megi ekki verða skálkaskjól fyrir þá sem draga sig i hlé. Hún neitar þeim um afsökun sem segja: ég er hættur, farinn, það bjargast ekki neitt hvort sem er. Leynist líáll snillingurá þínu hámili': ? Tónlistarhæfileika bama er unnt að laða fram snemma, sé hlúð að þeim á réttan hátt. Hvatning foreldra er góður bakhjarl en hljóðfærið þarf líka að vera ósvikið. Vandað hljóðfæri reynist barni ómetanlegt því að lengi býr að fyrstu gerð. Vandað hljóðfæri-hjarta hvers menningarheimilis. NÝTT HELGARBLAÐ 3 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.