Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 4
Ferðaþjónustan
í örum vexti
( gær og í dag stendur yfir í Hveragerði 21. ferða-
málaráðstefna Ferðamálaráðs. Blaðinu í dag fylgir
aukablað um ferðaþjónustuna, sem gefið er út í
tengslum við Ferðamálaráðstefnuna.
A eins til tveggja ára fresti hefur Ferðamálaráð
haldið ráðstefnur af þeim toga sem nú er haldin í
Hveragerði og eru þær orðnar fastur liður í allri starf-
semi á sviði ferðamála. Á annað hundrað fulltrúar fyr-
irtækja, samtaka, áhugamannafélaga og opinberra
aðila sækja ráðstefnuna sem er öllum opin.
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hefur verið
í hvað mestum vexti á undanförnum árum. Gjaldeyr-
istekjur þjóöarbúsins af ferðaþjónustu nema rúmlega
11 miljörðum króna, um 5-6 þúsund ársverk eru unnin
í ferðaþjónustu og hlutur atvinnugreinarinnar í vergri
landsframleiðslu nemur um 6-7%. Það er því augljóst
að ferðaþjónusta er raunveruleg atvinnugrein sem
skiptir þjóðarbúið miklu máli. Mikilvægt er að stjórn-
völd geri sér grein fyrir þessum staðreyndum og móti
opinbera stefnu í málefnum greinarinnar. Á síðasta
þingi mælti þáverandi samgönguráðherra, Steingrím-
ur J. Sigfússon, fyrir þingsályktunartillögu um ferða-
málastefnu og frumvarpi til laga um ferðamál, en
hvorugt þessara mála var afgreitt fyrir þinglok, en sú
vinna sem að baki þessum þingmálum liggur er gott
veganesti fyrir þróun atvinnugreinarinnar í framtíðinni.
Náttúra landsins er sú auðlind sem ferðaþjónustan
byggir á, líkt og sjávarútvegur byggir á nýtingu fisk-
stofna. Það varðar miklu að farið sé vel með þá auð-
lind sem á að skila okkur arði í framtíðinni. Stjórnvöld
og einkaaðilar í ferðaþjónustu verða að leggja fé af
mörkum til uppbyggingar og úrbóta á ferðamanna-
stöðum í miklu ríkari mæli en gert hefur verið hingað
til. Ekki síst er mikilvægt að fyrirtækin sem starfa í
greininni átti sig á því að velgengni þeirra er háð
góðri umgengni við náttúruna, verði henni spillt með
akstri utan vega, vanræktri sorphirðu, eða einfaldlega
of miklu álagi verður hún ekki lengur sú söluvara sem
hún þarf að vera til að tryggja viðgang ferðaþjónust-
unnar. Á undanförnum árum hefur skilningur manna í
atvinnugreininni aukist á þessum þætti. Það er fagn-
aðarefni, en þó vert að undirstrika að enn er langt í
land, álag á ákveðna ferðamannastaði er allt of mikið
á of stuttum tíma.
Eitt brýnasta verkefni atvinnugreinarinnar á næstu
árum hlýtur að vera að þróa nýja ferða- og afþreying-
armöguleika sem gefa betri dreifingu ferðamanna á
árstíma og landssvæði. Árangur í því efni myndi bæði
þjóna umhverfissjónarmiðum og byggðarsjónarmið-
um, álag á náttúrunni myndi minnka með meiri dreif-
ingu og sömuleiðis yrðu fleiri sveitarfélög virk í ferða-
þjónustu. Greinin er mannaflafrek og því vel til þess
fallin að tryggja atvinnuöryggi í dreifðum byggðum og
til sveita. Stjórnvöld hafa vitaskuld verkefni að vinna í
þessu efni með samræmingu á þróunarstarfi, en fyrst
og síðast þarf að skapa atvinnugreininni sambærileg
skilyrði og aðrir gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir búa
við. Er þá fyrst og fremst átt við skattlagningu, en
ferðaþjónustan greiðir mun hærri opinber gjöld en
aðrar útflutningsgreinar.
Um þessa starfsemi alla þarf að setja rammalög-
gjöf þannig að greinin geti þróast í það að verða einn
af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, en um slíka
löggjöf þarf að vera sátt í þjóðfélaginu. Það á bæði
við um almenn skilyrði og eins umhverfismálin. Um-
ræðan á Alþingi í fyrravetur um áður nefnd þingmál á
sviði feröamála sannar að það er góður möguleiki á
víðtækri samstöðu um málefni ferðaþjónustunnar.
Mikilvægast af öllu er þó að auðlindin verði nýtt með
skynsamlegum hætti, því það er eins og Magnús
Oddsson markaðsstjóri Ferðamálaráðs segir í grein í
aukablaði Þjóðviljans í dag um ferðaþjónustuna: „Hún
verður aldrei stunduð hér til frambúðar nema í sátt við
þjóðina og landið.“
ÁÞS
'Helgarblad
Útgefandi:
Útgáfufélagiö Bjarki h.f
Framkvæmdastjóri:
Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Arni Berg-
mann, Helgi Guömunds-
son.
Ritstjórnarfulltrúar: Ámi
Þór Sigurösson,
Siguröur Á. Friðþjófsson
Umsjónarmaöur
Helgarblaðs:
Bergdís Ellertsdóttir
Auglýsingastjóri:
Steinar Haröarson
Afgreiösla: n 68 13 33
Auglýsingadeild: tr 68
13 10-68 1331
Slmfax: 68 19 35
Verö: 170 krónur I lausa-
sölu
Setning og umbrot:
Prentsmiðja Þjóöviljans
hf.
Prentun: Oddi hf.
Aðsetur: Síöumúla 37,
108 Reykjavík
Helgarpistill
Síðasta Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins fjallaði um þá
nauðsyn að spara og veita að-
hald. Og þarf enginn að vera
hissa á því efnisvali: það er
mjög í anda dagskipunar ríkis-
stjórnarinnar. Hitt er svo fróð-
legt að á þessu máli er tekið
með þeim hætti sem er ekki
sjálfsagður á síðum Morgun-
blaðsins.
Sukkið hjá Könum
Höfundur Reykjavíkurbréfs
byrjar á því að segja, að næstlið-
inn áratugur í Bandaríkjunum
hafi verið áratugur „græðgi og
óhófs“. Þar eru rakin nokkur
glæfraleg umsvif fjárplógsmanna
sem nutu ljúfrar fyrirgreiðslu
banka í því að velta fram og aftur
Græðgin og óhófið
peningum og verðbréfum - en þau
ævintýri hafa mörg hver endað í
ósköpum. Morgunblaðinu blöskr-
ar það sukk allt í þeim mæli að
höfundur Reykjavíkursbréfs
bregður jafnvel á það ráð að setja
upp pínulitið jafnaðarmennsku-
bros út í annað munnvikið eða
svo: gróðabrallinu, segir þar „hafi
fylgt gríðarlegur efnamunur,
meiri en nokkru sinni fyrr þar í
landi og var hann þó nógur fyrir“.
Tíska sem hvarf?
Að nokkurri hneykslun lok-
inni kemst höfundur Reykjavíkur-
bréfs að þeirri niðurstöðu að
reynslan af uppgangi og falli
verðbréfajöfranna hafi orðið sú,
að menn séu nú þar vestra famir
að draga saman seglin. Sýna
meiri hófsemi. Enda verði þeir
forstjórar sem til skamms tíma
skömmtuðu sjálfum sér hraðvax-
andi tekjur fyrir vaxandi gagnrýni
hluthafa í fyrirtækjum fyrir það
hve góðir þeir eru við sjálfa sig
(Aðrar heimildir segja þó að það
reynist hluthöfum næsta erfitt að
taka í hnakkadrambið á forstjóra-
græðginni: vald þeirra er dreift og
ósamstillt meðan á stjórnarfund-
um fyrirtækja sitja bræður í for-
stjórastétt og hylma yfir hver með
öðrum). Hin tiltölulega bjartsýna
niðurstaða blaðsins er sú að „óhóf
og græðgi síðasta áratugar er ekki
lengur í tísku“.
Hið íslenska sukk
Það er að segja: ekki „í tísku“
i Bandaríkjunum. Aftur á móti
telur blaðið líklegt að hið banda-
ríska fordæmi hafi breitt úr sér
hér á landi. Hingað hafi borist
„einhver angi af þeim hugsunar-
hætti sem ríkti á Vesturlöndum á
áratug hófiausrar peningaeyðslu".
Greinarhöfundur gerir svo stutan
stans við það að þar með hafi „Is-
lendingar lifað um efni fram“. En
snýr sér svo að meginviðfangs-
efni greinarinnar: að kærulausri
meðferð (les: bruðli) á almanna-
fé. Þar er víða við komið. Það er
ekki síst talað um nauðsyn þess
að ráðamenn gangi á erfiðum tím-
um á undan með góðu fordæmi
og skeri niður sín fríðindi í risnu,
dagpeningum og slíku. Fylgir
með allgóð lýsing á því „ferða-
hvetjandi“ kerfi dagpeninga sem
okkur minnir að þeir Matthías
Mathiesen og Albert Guðmunds-
son hafi þanið svo út í sinni íjár-
málaráðherratíð að það eitt getur
kostað drjúg meðalárslaun að láta
eina ráðherrafrú koma í veg fyrir
einsemdarraunir bónda síns á
þvælingi hans um heiminn. Það er
meira að segja viðurkennt í
Reykjavíkurbréfi að það sé eðli-
legt og sjálfsagt að menn geri at-
hugasemdir við „umframkostnað“
við Ráðhús og Perlu og Flugstöð
og fleiri hús.
Gildi fordæmis
Þetta innlegg er góðra gjalda
vert - svo langt sem það nær. Það
er vissulega rétt hjá Morgunblað-
inu, að skýrt fordæmi sem ráða-
menn geta gefið með því að skera
niður hjá sér allt það sem almenn-
ingi finnst sukk og óþarfi, það
hefur gildi langt umfram þær
upphæðir sem sparast. Það er líka
rétt að fólk sættir sig þá fremur
við „óvinsælar aðgerðir“ eins og
þær heita, ef höfðingjar hafast
það að að byrja á sjálfum sér. Slik
afstaða þarf reyndar ekki að
byggja á neinni jafnaðarhyggju,
heldur blátt áfram á kaldri pólit-
ískri skynsemi. Eða af hverju
ættu menn ekki að læra af Borís
Jeltsín forseta Rússlands, sem á
vinsældir sínar meðal almennings
þvi helst að þakka að hann varð
einna fyrstur sovéskra ráðamanna
til að afsala sér ýmislegum fríð-
indum? Og sagði einmitt sjálfur,
að slíkt fordæmi breytti að sjálf-
sögðu ekki miklu um lífskjör
fólks, en væri nauðsynlegt til að
hressa upp á siðgæðið í samfélag-
inu.
Okkar eigið einkasukk
En taki menn svo eftir öðru.
Þegar talað er um „græðgi og
óhóf' erlendis, þá talar höfundur
Reykjavíkurbréfs um þann anga
kapítalismans sem kenndur er við
spilavíti. En hér heima er óhófið í
hans meðferð nær eingöngu
bundið við meðferð peninga í op-
inbera geiranum.
Þetta er hvorki tilviljun né
stafar þetta af plássleysi. Þetta er
mjög í anda þeirrar áherslu sem
Morgunblaðið hefur lengi lagt:
sukkið er hjá því opinbera, en
sukk hjá einkaaðilum er eins og
stikkfrí. Það er ekki til umræðu,
frekar en hjúskaparvandræði eða
önnur einkamál. Og er þó af nógu
að taka í flottræfilshætti og vafa-
sömum samhristingi einkaneyslu
og reksturs fyrirtækja eins og allir
vita.
Þetta er feimni sem vert er að
gefa góðan gaum. Það er nefni-
lega ekki einu sinni rétt hjá höf-
undi Reykjavíkurbréfs að „græði
og óhóf‘ séu komin úr tísku, til
dæmis í því landi sem við tökum
helst mið af, Bandaríkjunum. Það
er alltaf verið að skrifa um þessa
græðgi í bandarísk blöð (eða þá
bresk). Óhófið þykir kannski ekki
jafn sjálfsagt og áður í fjölmiðl-
um - m.a. vegna þess hve hrapal-
lega margir sukkaramir hafa
runnið á rassinn með sitt fé og þó
einkum annarra.
En það sem er feimnismálið
mesta er blátt áfram þetta: græðgi
og óhóf er innbyggt í þá markaðs-
hyggju sem mestu ræður um hug-
arfar allra helstu pólitískra ná-
granna Morgunblaðsins, heima
fyrir sem erlendis. Græðgin og
óhófið em blátt áfram rökrétt af-
leiðing af því að „hámörkun
gróða“ er talið það eina hreyfiafl
samfélagsins sem vit er í - en all-
ar ráðstafanir til að draga úr
„efnamun" háskalegur sósíalismi.
Það er þessi græðgi sem gerir það
að verkum að virðuleg borgaraleg
blöð standa hér og þar agndofa
yfir frekjunni í forstjórunum sem
hafa rofið öll tengsl á milli þess
hve mikið þeir bera úr býtum
sjálfir og þess hvemig fyrirtækj-
unum gengur: þeir vita sem er að
í slíku athæfi er pólitískt
sprengjuefni fólgið. „Hið nýja
stéttastríð“ er hafið segir Sunday
Times í Bretlandi - og það em
forstjóramir sem byrjuðu það.
Það er ágætt að gera strangar
kröfur um ráðdeild hjá borg og
ríki. Það er blátt áfram nauðsyn-
legt. En ef menn láta um leið sem
„óhóf og græðgi“ í einkageiran-
um sé einhverskonar útlent
vandamál og altént ekki til um-
ræðu - þá vöknar heldur betur í
þeirra móralska púðri. Þá heyrist
ekki hvellur, heldur aðeins feimn-
islegt hviss þegar stílvopn er
mundað.
NÝTT HELGARBLAÐ
4 FÖSTUDAGUR 11. OK.TÓBER 1991