Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 6
L e i k h ú s Stálblóma rósir í lokuóum heimi Þórdis Arnljótsdóttir, Haima María Karlsdóttir og Sunna Borg í hlutverkum sinum í Stálblómum. Leikfélag Akureyrar Stálblóm (Steel Magnolias) eftir Robert Harling Leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsdóttir Þýðandi: Signý Pálsdóttir Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Lýsing: Ingvar Björnsson Lilja Gunnarsdóttir skrifar Stálblóm eru frumraun Ro- berts Harlings sem leikskálds, sprottin upp úr smásögu sem hann skrifaði út frá örlögum systur sinnar og byggja þannig á sann- sögulegum atburðum. Leikurinn gerist á hárgreiðslustofu í smábæ í Bandaríkjunum en innan þess ramma tekst Harling á hendur að lýsa lífi sex kvenna; vináttu þeirra, sorgum og gleði, auk styrks þeirra og samheldni þegar eitthvað bjátar á. Leikritið spann- ar þannig vítt svið tilíinninga og mannlegra samskipta, sveiflast á milli þess að vera gaman- og sorgarleikur og mun víst vand- fundið meðalhóf í efnistökum jafn yfirgripsmikils viðfangsefnis. Konumar sex hittast í lokuð- um „kvenna“heimi hárgreiðslu- stofunnar og ræða þar sín hjartans mál; fyrrverandi, núverandi og verðandi eiginmenn, börn og hunda, svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn gerist á um þremur ár- um og er öxull hvers þáttar tíma- mót í lífi mæðgnanna Shelbyar (Vilborg Halldórsdóttur) og Lynn (Þórey Aðalsteinsdóttir); hefst á brúðkaupsdegi Shelbyar, segir síðan frá ákvörðun hennar um að eignast bam þrátt fyrir sykursýki sína og frá afleiðingum þeirrar ákvörðunar á líf hennar og fjöl- skyldu hennar allrar. En þó saga Shelbyar sé höfð að leiðarljósi er vægi annarra hlutverka i sýning- unni síst minna, þar er leitast við að gefa fullt eins mikla innsýn í líf og tilfinningar móður hennar, konu á framabraut, Truvyar hár- greiðslumeistara (Hanna María Karlsdóttir), Annellu hárgreiðslu- konu (Þórdís Amljótsdóttir), bæj- arstjóraekkjunnr Klöm (Bryndís Pétursdóttir) og nöldurskjóðunnar Louisu (Sunna Borg). Það er óhætt að segja að það takist með ágætum að gefa einhverja mynd af öllum þessum persónum, þótt reyndar sé illskiljanlegt hvemig allar þessar afbragðskonur hafa farið að því að grafa upp jafn vonlaus eintök af karlkyninu að deila lífi sínu með, - það er einna helst eiginmaður Klöru sem fær þokkalegt umtal enda á hann að vera kominn yfir móðuna miklu við upphaf leiksins. Sýningin er, þegar á heildina er litið, hröð og snurðulaus í leik- stjóm Þórunnar Magneu Magnús- dóttur, þótt skilin á milli gaman- og sorgarleiks virtust óþarflega skörp, jafnvel svo að á stundum hefði getað verið um tvær ólíkar sviðsetningar að ræða. Eins virk- aði heimurinn utan hárgreiðslu- stofunnar oftast nær bæði fjarlæg- ur og óraunverulegur og varð rödd plötusnúðarins (Jón Stefán Kristjánsson) fremur til að auka þá fjarlægð en minnka, einkum við upphaf eins þáttarins þar sem upplestur hans virkaði sem til- kynning frá öðmm hnetti, enda uppstilling öll á þann veg að fremur mátti búast við að sagt yrði frá innrás Marsbúa en við ósköp hversdagslegri tilkynningu sem konumar veittu litla athygli. Hanna María Karlsdóttir fór sannfærandi með hlutverk Tmvy- ar hárgreiðslukonu, sem stjómaði stofu sinni af röggsemi, en það virtist ótrúlegt að þessi kona ætti sér tilvist utan lokaðs heims hár- greiðslustofunnar, hvað þá eigin- mann sem helst kúrði í sófahom- inu. Mikið mæddi á Þóreyju Að- alsteinsdóttur í hlutverki Lynn, einkum í seinni hluta verksins, og skilaði hún því með mestu ágæt- um. Vilborg Pétursdóttir túlkaði vel lífsgleði og þó einkum þrjósku Shelbyar og Bryndís Pétursdóttir átti góðan leik í hlutverki hefðar- konunnar Klöm. Þórdís Amljóts- dóttir kom vel til skila óöryggi og vandræðum Annellu hárgreiðslu- konu við upphaf leiksins en ef til vill síður frelsun hennar og trúar- hita er á leið. Sunna Borg fór á kostum í hlutverki Louisu, sem ámm saman hefur verið í vondu skapi, og var það ekki síst fyrir hennar tilstilli að heimurinn utan hárgreiðslustofunnar öðlaðist ein- hverja tilvist, en hún gerði hár- laust hundkvikindi Louisu að einni líflegustu „persónu" leiksins af þeim sem fjarverandi vora. Búningar Karls Aspelunds voru yfirleitt skemmtilegir og leikmyndin raunsæ, þótt spyija megi hvort það hafi verið sýning- unni nauðsynlegt að hafa allt þetta dót á leiksviðinu, en slíkt er vitaskuld smekksatriði. Lýsing Ingvars Bjömssonar undirstrikaði raunsæisblæ sýningarinnar og loks ber að geta ágætrar og hnökralausrar þýðingar Signýjar Pálsdóttur á leikritinu. Ef marka má viðtökur áhorf- enda á annarri sýningu verksins eiga Stálblóm góðar viðtökur og einhverja framtið í vændum á leiksviði Leikfélags Akureyrar. Sýningin er oft og tíðum bráð- fyndin, tilsvör smellin og konum- ar sex vel þess virði að á þær sé eytt svo sem einni kvöldstund. Leikur um brú Bjössi á mjólkurbilnum á tali við h’œr tir Tungunum, en starfsemi Mjólkurbús Flóamanna átti stóran þátt i því að Selfoss varð til. Mynd: Gunnar Sigurgeirsson. Leikur um brú Leikfélag Selfoss Brú til betri tíða eftir Jón Hjartarson Leikstjóri: Jón Hjartarson Leikmynd: Jón Hjartarson og Hafþór Þórhallsson Helstu leikendur: Kristín Stein- þórsdóttir, Ingvar Brynjólfsson, Helena Káradóttir, Sigríður Bogadóttir, Ólöf Österby, Árni Valdimarsson, Sigurður Simon Sigurðsson, Elín Arnoldsdóttir, Benedikt Þór Axelsson, Ester Halldórsdóttir, Sigurgeir Hilm- ar Friðþjófsson, Halldór Haf- steinsson, Vigfús Kr. Hjartar- son, Sigtryggur Bjartur Krist- insson og Davíð Kristjánsson. Svanheibur Ingimundardóttir skrifar Lcikfélag Selfoss sýnir um þessar mundir nýtt leikrit í gamla iðnskólanum við Sigtún á Sel- fossi. Verkið fjallar um smíði Ölfusárbrúar og aðdragandann að henni. Hugmyndin um brúarsmíði kom fyrst fram árið 1872 og verk- ið nær fram til ársins 1944 þegar brúin féll. Höfundur nýtir sér á skemmti- legan hátt þjóðsöguna af Jórunni sem var bóndadóttir í Sandvíkur- hreppi. Það er nauðsynlegt fyrir áhorfendur að kunna skil á þess- ari Jórunni til þess að átta sig á því hvemig hún tengist sögunni af brúnni. í þjóðsögunni segir frá því að Jóra (Jórunn) var ung og efnileg en hcldur skapstór. Hestaat var haldið skammt frá bæ Jóru og átti faðir hennar annan hestinn er etja skyldi og hafði hún miklar mætur á honum. Jóra var viðstödd hesta- atið og varð vitni að því að hestur föður hennar fór halloka í viður- eigninni. Við það varð Jórunn svo æf og tryllt að hún óð að hinum hestinum, reif undan honum ann- að lærið og hljóp með það að Ölf- usá við Laxfoss. Engum tókst að festa á henni hendur. Hún þreif bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því út í miðja á. Síðan stiklaði hún yfir ána og þar heitjr síðan Jóruhlaup. I leikritinu er Jóra sögumaður og henni finnst lítið til karlmann- anna koma. Þeir vilja smíða brú þó að enn sé vel hægt að stikla yfir á steinum. Persónur leikritsins eru ýmist sögulegar eða skáldaðar. Margir söngvar eru fiuttir og verkið í heild er fiéttað skemmtilega sam- an. Undirrituð fór með hálfum huga á sýninguna. Það hefur svo margt verið ritað og rætt um blessaða brúna undanfarinn mán- uð að varla er á það bætandi. Einmitt þess vegna kom það mér skemmtilega á óvart hve bráðfyndið þetta leikrit er. Eg naut hverrar einustu mínútu. Túlkun þeirra Árna Valdi- marssonar á Tryggva Gunnars- syni og Halldórs Hafsteinssonar á Magnúsi Stephensen landshöfð- ingja var með mestu ágætum, Vigfús Kr. Hjartarson og Davíð Kristjánsson em í mörgum hlut- verkum og góðir í þeim öllum en eftirminnilegust allra er þó Ester Halldórsdóttir í hlutverki Þum fÖmkonu. Leikur hennar var frá- bær. Einstaka leikari var kannski helst til stífur en í heildina var leikurinn góður og Leikfélagi Sel- foss til sóma. NÝTT HELGARBLAÐ 6 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.