Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 12
Sjo a toppnum frh kqspnum og þaðan af stærri, jafnt hér heima sem annarsstaðar meðal bridgeþjóða. Ahorfendur standa því öðmvísi og betur að vígi en spilaramir sem gera upp hrinur. Ahorfendur fylgjast með frá spili til spils, með hjálp sjón- varpsskjás og tölvugrafíkur og staðan í hveijum leik reiknuð jafnóðum. Með góðum fyrirvara geta áhorfendur „spáð í spilin“ uns árangur í lokuðum sal rennur upp á skjánum. En áhorfendum er ekki hleypt inn í sjálfa spilasalina. Þar eru einungis spilaramir, starfsmenn og tæknilið (stundum bara tækni án starfsliðs) og hugsanlega útvaldir blaðamenn (mótsblaðs). Nokkrum mínútum eftir að spil birtist á skjánum hefst „bein útsend- ing“ þegar pörin í opna salnum hefja glímuna. Ástæðan fyrir því að aðgangur að sjálfúm spilasölunum er bannaður er fyrst og ffemst fyrirbyggjandi. Bridgespilið eða mannskepnan er skritið fyrirbæri, misfellur geta orðið og ásakanir um skipulagt svindl hafa ekki einungis iðulega komið ffam, heldur og fengið rökstuðning. Það eru þung högg fyrir íþróttina og því er skynsamlegt að reyna að veijast þeim á allan máta. Við ætlum ekki að tíunda vond dæmi, eða viður- lögin, né þjóðemi þeirra er hlut hafa átt að svindli. Það varðar fyrst og ffemst keppn- isspilara, stjómunaraðila og yfirdóm- nefndir. Órökstuddar ásakanir, þótt fram komi í hita leiks, og það opinbcrlega, eins og ffam komu hjá Pólveijum í undanúrslitaleik þeirra og Brasilíu- manna em einnig vítaverðar. Pólveijar töldu sig greina „mynst- ur“ í tempói bakkans gegnum skerm- inn sem skiptir borðinu í tvennt! Leikurinn verður sennilega yfir- farinn, spil af spili, og þótt Brasiliu- menn verði sýknaðir er ákæran svo alvarleg, að eítirköst em óumflýjan- leg. Viö vonum innilega að íslensku pörin brosi Pólverjana út úr leiknum. Kö lum það taktík, kænsku, eða skop- skyn af bcstu sort, því til em bros og svo em japönsk bros. Aðeins nánar um skerminn scm skiptir spilaborðinu í tvennt og kom á eftir sagnboxunum til bjargar lcikn- um, þegar mest á rcið. Pörin em aðskilin, spilari sér hvorki né heyrir (upplýsingar em gefnar skriflega) makker sinn, heldur nýtur návistar annars mótherjans og það þekkja allir keppnisspilarar að auðveldara er að fyrirgefa andstæð- ingnum mistök heldur en makkcr. Skermurinn gerir það einnig að verkum að skylt er að gefa skýringar á eigin sögnum jafnt sem félaga. Ábyr^ðin vcx. A komandi ámm mun verða gengið enn lcngra í þá átt að „sótt- hreinsa" bridgcinn cf nauðsyn krcfur. Fyrst við erum komnir svona langt... ...afhveiju þá ekki að klára dæm- ið? Ef við höfum þcssi orö ekki eftir Jóni Baldurssyni, getum við alltaf lát- ið sem okkur hafi dreymt þau. Tak- markaður svcfn. Taugaslítandi að standa álengdar og geta ckkcrt að gert. Tímafrekt að lýsa „utanfrá“ furðuspili eins og bridge scm fólk tín- ist inní og á sjaldnast afturkvæmt úr. íslendingar em bridgcóðir, urðu það áður en Yokohama skall á. lök- endur hér em litlu færri cn mcðal miljónaþjóða. Tugmiljónaþjóða. í þcim skilningi er Island ckki smáskcr. En það yrði cfni í aðra lang- loku. En „strákamir okkar“ cm að keppa um heimsmeistaratitil í einum af stóm greinunum. Og þeir gætu unnið. Keppnisspilarar hér heima gcrðu almennt ráð fyrir að fyrsta hindrunin, riðlakcppnin, yrði cngin tálmun. 3. sætið pantað og frátekið. Yfirburðim- ir vom óvæntir. Bandaríkin II var bara næsta grind. En þvílík jarðarfor! Að mæta Svíum var 50% svíning. Kóngurinn lá! En Pólveijar og 160 spil er of mikið. Kannski við köstum bara upp krónu, gefúm skít í líkindarcikning- inn, og staðhæfi að skjaldarmerkið komi upp í eitt skipti af þremur. (HL.-ÓL.) M I N N I N G Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Fæddur 28. maí 1927 - Dáinn 4. október 1991 Kveðja frá Landsbanka ís- lands Nú legg ég augun afíur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm i nótt. Æ, virzt mig að þér taka méryfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri og bankaráðsmaður í Landsbanka Islands, andaðist þann 4. þ.m. efíir erfiða sjúkrahúslegu. í dag er hann til moldar borinn. Hann sat bankaráðsfund, sem hald- inn var á ísafirði 7. september s.l. Gmnaði þá engan, sem þann fund sat með Kristni, að þetta yrði síð- asti bankaráðsfundur sem hann sæti. Kristinn heitinn var fæddur að Ketilvöllum, Laugardalshreppi, 28. maí 1927 og var því 64 ára gamall er hann lést. Foreldrar hans voru Finnbogi Ámason og Sigriður Ólafsdóttir. Ungur að ámm lærði Kristinn raf- virkjun og varð meistari í þeirri grein. Starfaði hann við þá iðn hér í Reykjavík og á Blönduósi í nokk- ur ár. Er hann flutti til Reykjavíkur gerðist hann bílasali, var iðnrek- andi um skeið, og forstjóri flugfé- lagsins Iscargo í nokkur ár. Á þess- um árum vom Kristni falin mörg trúnaðarstörf fyrir Framsóknarfé- lögin í Reykjavík og Framsóknar- flokkinn. M.a. var hann formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna, formaður félags Framsóknarmanna í Reykjavík og gegndi auk þcss fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokk sinn og lét sér mjög annt um vel- fcrð hans. Árið 1971, þcgar Blaðaprent hf. var stofnað, var hann kjörinn í stjóm þess og um nokkurt skeið var hann stjórnarformaður Blaða- prcnts hf. Tvívcgis var Kristinn framkvæmdastjóri dagblaðsins Tímans. Gegndi hann því starfi samtals í 12 ár, nú síðast frá 1985 til dauðadags. Kristinn Finnbogason var kjör- inn af fylþingi í bankaráð Lands- banka Islands I. janúar 1973, og sat í því óslitið síðan, og alla tíð scm varaformaður þess. Kristinn var mjög áhugasan^r um rekstur bankans. Kristinn Finnbogason var tví- kvæntur. Fyrri kona hanS var Elín Jörgensen f. 10.11. 1924, dáin 31. ágúst 1987 og eignuðust þau tvö böm, Sigríði og Kristin. Eftirlif- andi kona hans er Guðbjörg Jó- hannsdóttir, f. 29.04. 1927. Eign- uðust þau 5 böm, Amrúnu Lilju, Finnboga Eirík, Hjört, Önnu og Áma Hannes. Á yngri ámm eign- aðist Kristinn eina dóttur, Guð- rúnu, með Huldu Alexandersdótt- ur. Kristinn Finnbogason þekkti alla innviði Landsbanka Islands mjög vel eftir langa setu í banka- ráði. Hann setti sig vel inn í hin ýmsu mál, sem komu til kasta bankaráðsins, og var fljótur að átta sig á hinum margbreytilegustu málum. Kristinn var þéttur á velli og fasmikill í framkomu, skapstór og fastur á sínum skoðunum, en þó samvinnuþýður, þegar málin höfðu verið rædd og kmfin til mergjar. Kristinn Finnbogason sýndi það í störfúm sínum í bankaráði Lands- bankans að hann vildi hag bankans sem mestan. Að leiðarlokum_ vil ég, fyrir hönd Landsbanka íslands, þakka Kristni Finnbogasyni fyrir langt og gott samstarf og heilladijúgt starf í þágu Landsbanka Islands. Við munum sakna hans í bankaráðinu og óneitánlega er stórt skarð höggvið í 'raðir okkar við fráfall Kristins. Landsbanki Islands vottar ekkju hans, frú Guðbjörgu Jó- hannsdóttur, bömum hans og öðr- um aðstandendum innilegustu sam- úð. K. Sigurjónsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tímans, hefur nú kvatt samferðamenn sína. Hann er til moldar borinn í dag. Efalaust hefur fáa gmnað nú á haustdögum í miðjum önnum að svo kynni að fara, enda Kristinn ekki nema 64 ára. En í þessum efnum ræður eng- inn sínum næturstað og engin grið gefm af þeim hljóðláta gesti sem alla heimsækir að lokum. Kristinn Finnbogason kom verulega við sögu blaðaútgáfú í landinu. Hann var í tvígang fram- kvæmdastjóri Tímans, í seinna skiptið frá árinu 1985 og til dauða- dags. Þá var hann lengi i stjóm Blaðaprents hf., tók þátt í stofiiun þess árið 1971 og var meðal annars stjómarformaður um skeið. Það var á þessum vettvangi sem undirritaður var samferða Kristni eða síðustu fjögur árin. Þar áttum við gott samstarf og ágætan trúnað, enda báðum umhugað mjög um afkomu blaðanna og þeirra stöðu á fjölmiðlamarkaðnum. Fyrir þá kynningu er vert að þakka nú að leiðarlokum. Ekkju Kristins og bömum hans sendi ég samúðarkveðjur. Hallur Páll Jónsson, frkvstj. Þjóðviljans HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí _Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðír: Hagkaup-Skeifimni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauóberg Lóubötar2-6stai?lS39 j tireunbefg 4 stai 77272 Þjóðviljinn SJÁLFBOÐALIÐSSVEITIN getur bætt við sigfleiri félögum til að virtnaýmis verk við áskrifendasöfnun Blaðsins okkar Látið skrá ykkur í síma 681333 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Forstöðumaður útideildar Laus er til umsóknar staða forstöðumanns útideildar. Háskólamenntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálar- fræði er áskilin og einnig reynsla af starfi með ung- lingum. Æskilegt er að starf geti hafist eigi síðar en 1. janúar n.k. Útideild er deild innan Félagsmálastofnunar Reykja- víkur sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal ung- linga og er markmiðið með starfinu að fyrirbyggja að unglingar lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Starfið felur í sér, auk vettvangsstarfs, einstaklings-, hópa- og samvinnufélagsvinnu. Starf forstöðumanns er fólgið í ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu á starfi deildarinnar, auk almennra starfa í deildinni. Starfið býður upp á mikla möguleika þar sem starf útideiidar er í stöðugri mótun. Nánri upplýsingar veitir Petrína Ásgeirsdóttir for- stöðumaður útideildar s. 621611 og 20365 og Vilmar Pétursson deildarstjóri unglingadeildar í s. 625500. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu Kynningarfundir um áfangaskýrslu nefndar um breyt- ingar á skiptingu landsins í sveitarfélög verða haldnir sem hér segir: 15. október 1991 kl. 14.00 Hvanneyri, Bændaskólinn 15. október 1991 kl. 20.30 Búðardalur, Dalabúð 16. október 1991 kl. 14.00 Patreksfjörður, Félagsheimilið 16. október 1991 kl. 20.30 ísafjörður, stjórnsýsluhúsið 18. október 1991 kl. 14.00 Snæfellsnes, Félagsheimilið Breiðablik 21. október 1991 kl. 14.00 Hvammstangi, Vertshúsið 21. október 1991 kl. 20.30 Sauðárkrókur, Safnahúsið 22. október 1991 kl. 14.00 Akureyri, Hótel KEA 22. október 1991 kl. 20.30 Húsavík, Hótel Húsavík. 23. október 1991 kl. 14.00 Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf 23. október 1991 kl. 21.00 Höfn, Hótel Höfn 24,. október 1991 kl. 14.00Selfoss, Hótel Selfoss 29. október 1991 kl. 20.30 Keflavík, Flughótelið Félagsmálaráðuneytið, 10. október 1991. NÝTT HELGARBLAÐ 1 2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.