Þjóðviljinn - 11.10.1991, Síða 14

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Síða 14
Erlendar fréttir ísraelsstjórn óttast frióa r róöstef n u lsraelskur hermaður kannar farangur palestinskrar konu i miðborg Jerúsalem. Fimmtíu vopnaðir öfgamenn ásamt með einum ráðherra úr stjórn Shamirs og nokkrum þingmönnum sátu enn í her- teknu íbúðarhúsi í austurhluta Jerúsalem í gærkvöldi þegar James Baker hitti þrjá fulltrúa Palestínumanna frá herteknu svæðunum í Washington. Fundurinn í Washington var haldinn til þess að undirbúa enn eina ferð Bakers um Mið- Austurlönd, væntanlega þá síð- ustu fyrir friðarráðstefnuna sem Bandaríkin og Sovétríkin hyggj- ast boða til um lausn Palestínu- vandans í þessum mánuði. Hústakan í austurhluta Jerúsal- em er ein af mörgum örvæntingar- fullum tilraunum sem ísraelsk stjómvöld hafa gripið til undan- famar vikur til þess að koma í veg fyrir að af friðarráðstefnunni verði. Hústakan í A-Jerúsalem hófst aðfaranótt sl. miðvikudags þegar 50 öfgasinnar vopnaðir vélbyssum og öðrum vopnum i fylgd með um- ræddum ráðherra og nokkrum þingmönnum á ísraelska þinginu réðust inn í 8 hús í miðborg gömlu Jerúsalem og settust þar að. Lög- reglan sá til þcss að sjö af húsun- um væri skilað aflur, cn hústakan var hcimiiuð í því 8. þar til dóms- úrskurður hefði farið fram um lög- mæti. Undirréttur hafnaði síðan kröfu arabískra eigenda hússins um að fá það cndurheiml, en dóms- málaráðherra ísraels sagði síðan að afla þyrfti frckari gagna áður en endanlcg ákvörðun yrði tekin um afdrif hússins. Það er álit fréttaritara að hús- taka þessi hafi verið gerð mcð vit- und og vilja Yitzahks Shamirs for- sætisráðherra, og að megintilgang- ur hennar hafi verið að trufla við- leitni Bakers til að koma á friðar- ráðstefnu. Hústakan beinir meðal annars athyglinni að lagalcgri slöðu Jerúsalem, en Israel hertók borgina í stríðinu 1967 pg innlim- aði austurhluta hennar í Israel þeg- ar hún var gerð höfuðborg. Palcstínumenn á Vcsturbakk- anum líta hins vcgar á austurhluta borgarinnar og gamla borgarhlut- ann þar sem hústakan var framin sem menningarlega og trúarlega miðstöð þcss palcstínska ríkis sem þeir ætla að stofna á Vesturbakk- anum. Sameinuðu þjóðimar hafa aldrei viðurkennt innlimun A-Jerúsalem í Israel. Umræðucfni James Bakers og Palestínumannanna Faisal al-Husseini, Hanan Ashrawi og Zakaria al-Agha í Washington verður fyrst og fremst skipan sendinefndar Palestínumanna á vænlanlegri friðarráðstcfnu. ísra- elsmcnn hafa sett þau skilyrði að fulllrúar þeirra verði á engan hátt tengdir PLO og ekki frá A-Jcrúsal- em. Palestínumennimir þrír, sem hafa verið taldir hugsanlcgir full- trúar Palestínumanna á ráðstefn- unni, uppfylla ekki þessi skilyrði: þcir Ashrawi og Husseini eru báðir frá A-Jerúsalem og talið cr að þcir hafi sctið fund útlagaþings Palest- ínumanna í Alsír í síðasta mánuði. I yfirhcyrslum í Jerúsalem í síðustu viku ncituðu þeir þó slíkum ásök- unum. Samkvæmt ísraelskum lögum er það refsivert að eiga samræður við cinstaklinga sem cru félagar í PLO. Þannig var ísraclskur gyð- ingur og friðarsinni nýlega dæmd- ur í 18 ára fangelsisvist fyrir að hafa farið til Túnis til þess að ræða við lciðtoga PLO. Friðarsinninn sem heitir Abic Nathan, sagði cr hann hóf afplánun dómsins i gær. að hann hefði verið beðinn um iðr- un af dómsyfirvöldum. „Ég mun ekki iðrast," sagði þessi 64 ára gamli friðarsinni. „Svo lengi sem þcssi óréttlátu lög eru við lýði mun ég halda áfram að ræða við fulltrúa PLO.“ Nathan hafði áður lagt á sig 40 daga hung- urverkfall til þess að mótmæla lög- unum. Hámarksrefsing við broti á lögunum er 3 ára fangelsi. Önnur aðgerð Israelsstjórnar sem greinilcga er beint gegn friðar- ráðstefnunni er síendurteknar ferð- ir ísraelskra orrustufiugvéla yfir ír- akska lofthelgi undanfama daga. írakstjóm hefur kært fiugið til að- alritara Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í gær að lagalega séð væri hér um að ræða rof á Iofthelgi full- valda ríkis, en hann sagði að málið hefði ckki verið lagt fyrir Öryggis- ráðið. Bandaríkjasljórn hefur hins vegar mótmælt fiugferðum þessum og sagt að þær gætu trufiað undir- búning að friðarráðstefnu. Þótt mikil andstaða sé í Israel gcgn friðarráðstcfnu, scm óhjá- kvæmilega mun snúast um það að ísrael skili hcrlcknu landi til Pal- estínumanna og viðurkenni sjálfs- ákvörðunarrétt þcirra, þá hafa Bandaríkin þó þá hönk upp í bakið á Israelsstjóm sem er sú mikla efnahagsaðstoð, sem Bandaríkin hafa veitt ísrael. En hún nemur um 4 miljörðum dollara á þessu ári. Auk þess hefur ísraelstjóm farið fram á sérstaka 10 miljarða dollara ríkisábyrgð á láni til þess að kosta móttöku þess fjölda sovéskra gyð- inga sem sest hefur að í ísrael á síðustu árum. Bandaríkjaforseti hefur sett það skilyrði fyrir láninu að landnámi á herteknu svæðunum verði hætt. Shimon Peres, formaður Verkamannafiokksins, sem sagði sig úr stjóm Shamirs fyrir 19 mán- uðum vegna stefnu hans i land- nemamálinu, hefur ásakað Shamir fyrir að hafa komið ísrael á önd- verðan meið við Bandaríkin með afstöðu sinni í málinu, og hefur flokkur hans lýst yfir vilja til að skila hluta hins hertekna lands í skiptum fyrir frið. Nú munu um 100.000 landnemar gyðinga hafa sest að á Vesturbakkanum, þar sem búa 1,75 miljónir Palestínumanna. Heimildir í Israel segja að Shamir muni hugsanlega fáanlegur til að taka þátt í tveggja daga frið- arráðstefnu er síðar myndi leiða til tvíhliða viðræðna á milli Israels og Palestínumanna og lsraels og ná- grannaríkjanna. -ólg Viðskiptabann OAS á Haiti hefur áhrif Þau 34 riki sem mynda Samtök Amerikuríkja hafa sett algjört við- skiptabann á Haiti eftir að þing landsins hafði neitað að verða við kröfum samtakanna um að setja Jean-Berrand Aristide aftur í embætti, en hann var settur af í blóöugu valdaráni hersins 30. september s.l. og er nú landflótta í Venesúelu. Aristide var kosinn forseli í lýðræðislcgri kosningu. Hann er kaþólskur prestur og lalinn vinstri- sinnaður og höfðaði lil liins fátæka meirihluta íbúa landsins í málflutn- ingi sínum, en Haiti er fátækasta ríkið í Karíbahafinu. Síðastliðinn mánudag hafnaði þingið á Haiti þeim tilmælum OAS-ríkja, að sctja Aristidc aftur í embætti, en tilnefndi þess í stað Joscph Ncrctte scm forseta til bráðabirgða. Talið er að þingið hafi þarna veriö undir þrýstingi frá liemum scm er valdamikill á Haiti. Einnig voru atvinnurekendur á Ha- iti andvígir stjórn Aristide og end- ursetningu hans í cmbætti. En viðskiptabann Ameríkuríkja hcfur hafl sín áhrif, og í gær fóru samtök atvinnurckenda á Haiti fram á það að Aristidc yrði settur í embætti með samkomulagi, gegn því að viðskiptabanninu yrði afiétt. Haft er eftir erlendum scndi- ráðsmönnum á Haiti að viðskipta- banniö muni fijótt scgja til sín og þá fyrst í orkuskorti, cn landið er algjörlcga háð olíuviöskiptum við Bandarikin og Venezuelu, þar sem Aristide er nú í útlegð. Bandaríkin eru þátttakandi í viðsakiptabanninu scm aðili að OAS. Telja sérfróðir að olíubirgð- irnar í landinu séu til tveggja eða þriggja vikna, en eflir það muni öll umferð lamast og rafmagn fara af höfuðborginni, Port-Au-Prince. „Af tveimur illum kostum verðum við að velja þann sem minni skaða veldur,“ var haft eftir talsmanni atvinnurekenda á Haiti í gær. „Kostnaðurinn af viðskipta- banni yrði of mikill, efnahagur landsins er þegar í rúst og við- skiptabannið myndi hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar.“ Valdaránið 30. september kost- aði umtalsverðar blóðsúthellingar og ógnaröld ríkti í höfuðborginni fyrstu dagana á eftir. En fréttaritar- ar sögðu ástandið í borginni orðið tiltölulega eðlilegt í gær. Ekki er vitað hvaða áhrif við- skiptabannið muni hafa á afstöðu þingsins og herforingjanna sem fara með völdin í landinu. En Ar- istide forseti sagði í Venesúela í gær að herforingjamir í landinu væm fjármagnaðir af eiturlyfja- hring sem starfaði í Dóminíkanska lýðveldinu sem myndar hinn helnr- ing eyjarinnar Hispaníólu í Karíba- Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við frá- fall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sólborgar Gunnarsdóttur frá Reyðarfirði Ingi S. Erlendsson Rannveig Gísladóttir Erlendur Á. Erlendsson Vilborg Nikulásdóttir Gunnar Þorkelsson Erna Grétarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Sænskir hægri- menn andvígir skóla- gjöldum Hin nýja ríkisstjórn borgara- flokkanna í Svíþjóð hefur ein- sett sér að gera róttækar breytingar á sænska skóla- kerfinu. Grundvallarbreytingin á að fela í sér að nemendur velji sér sjálfir skóla og að foreldrum verði skylt að sækja um skólavist fyrir börn sín. Jafnframt á að gefa skól- unum stóraukið frjálsræði og skapa þannig samkeppni á milli þeirra um nemendur. Grundvallarreglan við fjár- mögnun skólans á að vera sú, að fjárveitingin fylgi nemand- anum í þann skóla sem hann velur sér. Ekki er gerður grein- armunur á einkaskólum og skólum reknum af sveitarfé- laginu, svo framariega sem einkaskólamir uppfylli ákveð- in skilyrði. Beatrice Ask, hinn nýi menntamálaráðherra Svía, sem er úr sænska hægriflokknum, segir vafasamt hvort einka- skólamir fái heimild til að taka sérstök skólagjöld af foreldr- um, fái þeir að öðm leyti sam- bærilega meðhöndlun af hálfú sveitarfélaganna og opinbem skólamir. „Valið á skóla á ekki að ráðast af þykktinni á peningaveski foreldranna," segir ráðherrann og er þar á sama máli og fyrirrennari hennar úr ríkisstjóm jafnaðar- manna. Fyrri ríkisstjóm hafði sett þær reglur að framlag ríkisins skyldi falla jafnt til allra skóla, einkaskóla jafnt sem opin- berra, en úthlutun peninganna átti að vera í höndum sveitar- félaganna. I viðtali við nýja mennta- málaráðherrann segir að þar sem einkaskólar hafi oft reynst ódýrari í rekstri sé ekki sjálf- gefið að þeir fái 100% framlag eftir nemendaQölda. Fordæmi fyrir Is- lendinga? Reuter-fréttastofan segir að frændur okkar í Noregi hafi hafið sérstaka auglýsingaher- ferð til þess að hressa upp á sjálfstraustið. Að sögn frétta- stofunnar veröur auglýsinga- herferðin undir slagorðinu: „Já, við trúum á þetta landl" Markmiðið með herferð- inni er að auka mönnum sjálfstraust og skapa andrúms- loft bjartsýni er hjálpað geti við það að skapa ný atvinnu- tækifæri á tímum vaxandi at- vinnuleysis. Upphafsmenn auglýsinga- herferðarinnar segja að könn- un meðal 1000 Norðmanna hafi leitt í ljós að 70% Norð- manna hefðu áhyggjur af því að líta heimskulega út í augum umheimsins, og að þessi stað- reynd verki niðurdrepandi á atvinnulífið. Þá leiddi skoð- anakönnunin það í ljós að 80% Norðmanna væri fullur efa- semda um alla nýbreytni. I einni auglýsingunni er sýnd ljósmynd af landkönnuð- inum Thor Heyerdahl á fiek- anum Kon Tiki sem llutti hann yfir Atlantshafið árið 1947. Undir myndinni stendur skrif- að: „Þeir sem hugsa jákvætt geta komist yfir Atlantshafið á stráfieka." NYTT HKLGARBLAÐ 14 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.