Þjóðviljinn - 11.10.1991, Síða 15
F R É T T I R
Stjórnarflokkarnir boða
markaðslausnir á öllum sviðum
Davíð Oddsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði að
titill hvítbókarinnar „Velferð á
varanlegum grunni" væri vís-
bending um að ríkisstjórnin
vildi ekki velferðarkerfið feigt,
einsog margir héldu fram.
Hann sagði að kerfið hefði
hingað til verið byggt á sandi.
Þetta kom fram þegar hvítbók-
in svokallaða var kynnt blaða-
mönnum í gærmorgun. Jón
Baldvin Hannibalsson formað-
ur Alþýðuflokksins sagði að í
þessari stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar sem gilti út kjör-
tímabilið væru boðaðar mark-
aðslausnir. Hann boðaði minni
pólitíska miðstýuringu, aukna
samkeppni og minni einokun
og sagði að það væri jafnað-
armennska. Það að ríkið ætti
að útvega öllum allt væri hins-
vegar kommúnismi, sagði Jón
Baldvin.
Ráðherramir voru spurðir hvort
það skyti ekki skökku við að sam-
gönguráðherra stæði gegn sam-
keppni á milli Flugleiða og SAS á
sama tíma og þessi bók kæmi út.
Davíð taldi það mál ekki stórt at-
riði í sjálfú sér, en að sér finndist
að afskjpti sem þessi af hálfú hins
opinbera ættu að vera sem minnst.
Jón Baldvin taldi að í þessu tilviki
hefði mátt hugsa meira um hag
neytenda.
I bókinni er áréttað að fest
verði i sessi eignaraðild þjóðarinn-
ar að auðlindinni, sagði Jón Bald-
vin aðspurður hvort Alþýðuflokks-
menn væri ánægðir með sjávarút-
vegskaflann. Þar er hvergi getið
veiðileyfagjalda sem var eitt af
stefnumálum Alþýðuflokksins fyrir
siðustu kosningar. Um búvöru-
samninginn sagði Jón Baldvin að
þrátt fyrir það að allir lögfræðingar
væm ekki sammála mati rikislög-
manns um að ekki væri hægt að
rifta samningnum væri of miklil
áhætta því samfara að láta reyna á
það mál fyrir dómstólum. Hann
sagði að þrátt fyrir það ætlaði ríkis-
stjómin að stuðla að því að fram-
leiðsla, vinnsla og dreifing land-
búnaðarvara yrði löguð að mark-
aðsaðstæðum og neysluvenjum.
Meginmarkmið ríkisstjómar-
innar er að ijúfa langvarandi kyrr-
stöðu í íslenskum þjóðarbúskap og
hefja nýja ffamfarasókn, stendur í
hvítbókinni. Ríkisstjómin lofar að
Jón Baldvin Hannibalsson og Davið Oddsson kynna stefnu rikisstjórnarinnar nœstu fjögur árin. Lykilorðið er markaðslausnir. Mynd: Kristinn.
beita sér fyrir aðgerðum í skatta-
og félagsmálum sem komi hinum
tekjulægstu til góða. Hvergi er get-
ið hátekjuskattþreps og skattur á
fjarmagnstekjur er nefndur í sam-
bandi við að samræma eignaskatt í
landinu, stefnt er að lækkun eign-
arskatts fyrirtækja. Annað mark-
mið í skattamálum er að breikka
skattstofninn og fækka undanþág-
um.
Auk þess að leggja mikla
áherslu á móðurmálskennslu i
kafla um menntamál vill ríkis-
stjómin vinna að því að koma á
samfelldum skóladegi, en í fjár-
Iagafmmvarpinu fyrir næsta ár er
gert ráð fyrir að ákvæðum nýrra
gmnnskólalaga um einsetningu
skóla, fjölgun kennslustunda,
fækkun í bekkjardeildum og fleir-
um slíkum atriðum verði frestað
um óákveðinn tíma.
Sem annarsstaðar er lögð
áhersla á þjónustugjöld í heilbrigð-
iskerfinu og einnig imprað á einka-
væðingu. Þá á einnig að athuga
hvort hægt verði að selja útlend-
ingum íslenska heilbrigðisþjón-
ustu_.
I umhverfismálum hyggst rík-
isstjómin fylgja þeirri meginreglu
að hver sá sem veldur mengun eða
óæskilegri umhverfisröskun standi
straum af beinum eða óbeinum
kostnaði við að eyða mengun eða
bæta spjöll, einsog það er orðað í
hvítbókinni. Þá má geta þess að
ríkisstjómin hefur uppi stórfelld
áform um einkavæðingu og er í
kafla um það talað um sölu á Bún-
aðarbankanum, Síldarverksmiðjum
ríkisins, Sementsverksmiðju ríkis-
ins, Gutenberg hf, Ferðaskrifstofu
íslands hf og Endurvinnslunni hf.
En í sérstökum kafla um iðnaðar-
mál er að auki talað um að athuga
möguleika á því að breyta Raf-
magnsveitum ríkisins í hlutafélag
og selja sveitarfélögum og öðmm
aðilum hlutabréf.
-gpm
Allt síðustu
ríkisstjórn
að kenna
Kjaflshögg á neytendastarf
Hefur neytendastarf á Islandi ver-
ið með þeim hætti að ástæða sé
til að veikja það? spyr Jóhannes
Gunnarsson formaður Neytanda-
samtakanna - þar sem í fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár er gert
ráð fyrir að skera framlagið til
samtakanna niður um 70 prósent
- án þess að fá svar.
Hann segist ekki hafa fengið
önnur rök fyrir niðurskurðinum en
þau að almennt sé verið að spara,
en framlagið er skorið niður úr 5
miljónum króna í 1,5 miljónir
króna. Jóhannes bendir á að önnur
félagasamtök haldi sínum fjárfram-
lögum í krónutölu í frumvaipinu,
en það er skerðing upp á ein sjö
prósent. Þá bendir hann einnig á að
á sama tíma og þessi niðurskurður
á sér stað hækka framlög flestra
aðalskrifstofa ráðuneytanna meira
en sem nemur verðbólgu. Hann
bendir sérstaklega á yfirstjóm for-
sætisráðuneytisins, en sá liður á
fjárlögum hækkar um 43 prósent
og væri Öryggismálanefnd með
hækkaði framlagið um 66 prósent.
Jóhannes sagðist ekki trúa því
að þingmenn myndu láta þetta fara
óbreytt í gegnum þingið þar sem
þetta yrði slíkur afturkippur i neyt-
endamálum að ekki væri hægt að
kalla það annað en „rosalegt kjafts-
högg“ á neytendastarf í landinu.
Þetta er yfirlýsing ríkisstjómarinn-
ar um að það sem við gemm skipti
ekki máli, en ég er viss um þjóðin
er ekki á sama máli, sagði Jóhann-
es.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hafði ekki annað um þetta að
segja en að hann hefði ekki kynnt
sér þetta sérstaklega, en að það
væri sín skoðun að samtök sem
þessi ættu ekki að vera styrkt af
hinu opinbera.
Jóhannes bendir hinsvegar á að
á Norðurlöndunum sé starfsemi
sem þessi styrkt myndarlega á
þeirri forsendu að ekki sé hægt að
reka slíka starfsemi öðruvísi vegna
fámennis og er þó verið að miða
við lönd þar sem tugmiljónir
manna búa. Þess vegna þyrfti
framlag ríkisins hér á landi að vera
meira en til dæmis í Noregi þar
sem ríkið veitir neytendasamtökum
100 krónur íslenskar fyrir hvert
mannsbam. Það gerðu 25 miljónir
hér á landi, en einsog að ofan
greinir er gert ráð fyrir 1,5 miljón-
um króna á fjárlögum ársins 1992,
en samtökin báðu um 13 miljónir
króna.
Neytendasamtökin heyra undir
viðskiptaráðuneytið. Um þessi mál
var rætt við Jón Sigurðsson ráð-
herra í Neytendablaðinu í júní síð-
astliðnum:
„Við Islendingar höfum verið
frekar aftarlega á merinni á þessu
sviði og það var fyrst fyrir fáum ár-
um sem við fórum að gefa neyt-
endavemd gaum...og á þessum
tíma sem ég hef verið hér hefur
styrkurinn við Neytendasamtökin
verið aukinn verulega. Enda er ég
þeirrar skoðunar að það sé betra
fyrir okkur að styrkja þessi fijálsu
félagasamtök en að byggja upp
stofnanaveldi einsog gert er í stærri
löndum,“ sagði Jón.
-gpm
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra gagnrýndi fyrri ríkis-
stjórn í löngu máli í stefnu-
ræðu sinni í gær og talaði
meðal annars um verulegan
og viðvarandi halla í tíð fyrri
ríkisstjórnar sem ætti sök á
gífurlegri lánsfjáreftirspurn rík-
issjóðs. Hann sagði að auk
erfiðra ytri aðstæðna hefðu al-
varlegar veilur í hagstjórn
undanfarið magnað erfiðleik-
ana í íslensku efnahagslífi.
Davíð talaði um að opinberir
sjóðir hefðu verið notaðir
einsog deyfilyf og að fyrri rík-
isstjórn hefði ekki viljað beita
viðurkenndum hagstjórnarað-
ferðum, en hafi trúað á lækn-
ingamátt opinberrar
íhlutunar.
Davíð sagði að vegna þessa
hefði ríkisstjómin þurfta að vinda
ofan af óstjóminni og að aðhalds-
aðgerðimar sem gripið var til
hefðu skilað árangri þar sem verð-
bólga færi hraðlækkandi, hægt
hefði verið á innflutningi og dreg-
ið úr þenslumerkjum. Hann talaði
ckki sérstaklega um til hvaða að-
gerða hefði verið gripið.
Það gerði hann í stefnuræðu
sinni í vor, en þá réttlætti hann
vaxtahækkanir ríkisins á forsendu
markaðslögmála. Þá gagnrýndi
hann einnig yfirdrátt rikissjóðs hjá
Seðlabanka sem þá var átta mil-
jarðar króna. Síðan ríkisstjómin
tók við hefúr yfirdrátturinn aukist
þrátt fyrir vaxtahækkanir og góða
sölu ríkisvíxla. Yfirdrátturinn er
um 10 miljarðar króna og rikis-
stjómin hefur í fmmvarpi til fjár-
aukalaga farið ffam á 13,6 mil-
jarða króna erlenda lántöku til að
stemma yfirdráttinn. En í ræðu
sinni í gær gagnrýndi forsætisráð-
herrann að vextir og afborganir af
lánum ríkisins næmu nú 17 pró-
sent af áætluðum heildartekjum
ríkissjóðs á árinu 1992.
Lausnimar sem Davíð boðaði
vom sala ríkisfyrirtækja, breyting-
ar á skattalögum sem fælu í sér
breikkun á skattstofnum, og auk-
inn agi og ráðdeild í opinberum
rekstri
Þá sagði hann að það ætti að
virkja kostnaðarvitund almennings
og opinberra starfsmanna með
aukinni kostnaðarþátttöku sem
myndi auka hagkvæmni í opinber-
um rekstri. Þá boðaði hann einnig
aukna samkeppni frá erlendum að-
ilum á lánamarkaði.
Þá óskaði hann eftir því að
samið yrði skynsamlega í komandi
kjarasamningum því að með þeim
hætti væri hægt að tryggja kaup-
máttinn meðan
þjóðin ynni sig úr vandanum
og „það er umfram allt trúin á getu
okkar íslendinga sjálfra til að sigr-
ast á hveijum vanda sem leggja
mun grunninn að bættum lífskjör-
um og betra mannlífi á íslandi,“
lauk forsætiráðherrann máli sínu í
gærkvöldi.
-gPm
NÝTT HELGARBLAÐ
15 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991