Þjóðviljinn - 11.10.1991, Síða 17

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Síða 17
H e I garrúnturinn Listakonur í Sneglu Á morgun verður opnað í borginni nýtt listhús við Grettisgötu. Snegla kallast það og að þvi standa fimmt- án listakonur og á sölusýningu þeirri sem opnar á laug- ardag verða listmunir eftir þær allar. Verður þar að finna verk unnin úr textíl og keramíki, auk skúlptúra. Listhúsið Snegla er opið virka daga kl. 14 til 18 og laugardaga kl. 10 til 14. Friðarkonur funda Úr málmi og stúkkmarmara MFÍK, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna haida haustfund bambus- penna og tússi 1 dag opnar Kristín Arogrímsdóttir mynd- listarsýningu í Galleríí Sævars Karis við Bankastræti. Myndír Krisíínar eru unnar með barobuspenna og tússi og stendur sýningin til 8. nóvember. Minningar um líf Andlit daganna er yfir- skrift sýningar sem Harpa Björnsdóttir opnar í aust- ursal Kjarvalsstaða á morgun. Segir í tilkynningu um sýninguna að hún sé að ein- hveiju leyti hugleiðingar um svipi daganna og andblæ, minningar um líf sem hverfur en birtist alltaf affur í nýrri mynd. Harpa dvaldi í sumar í vinnustofu norrænu listamið- stöðvarinnar í Sveaborg í Finnlandi. Á sýningunni í austursalnum verða um sex- tíu verk og stendur hún til 27. október. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11-18. 1T sinn að Vatnsstíg 10 í MÍR- salnum 15. október kl. 20.30. Á fundinum verður sagt frá systurfélögum í Alþjóða- sambandi lýðræðissinnaðra kvenna, færðar fréttir frá kvennasamtökum í Búlgaríu og síðast en ekki síst mun listakonan Alexandra Kjur- egej Argunova mæta og segja frá ferð sinni til Moskvuborgar þar sem hún tók þátt í þingi landflótta sovétlistamanna í boði Jelt- síns, forseta Rússlands og forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Á fundinum verða kaffiveitingar og að sjálf- sögðu eru allir velkomnir. Þess má geta að MFIK eru hálfrar aldar gömul á árinu. Sigurður Eyþórsson listmálari opnaði fyrir skömmu myndlistarsýn- ingu í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg. Á sýningu Sigurðar er að finna 21 verk, bæði teikningar og málverk, unnin á síðastliðnum þrem- ur árum. Munu verkin vera unnin eftir strang fígúratíf- um, frjálslegum og hefð- bundnum aðferðum. Sig- urður dvaldi nokkur miss- eri i Reichenau í Austurríki og nam málunaraðferðir Enn stendur skemmti- leg skúlptúrsýning Ingu Ragnarsdóttur yfir í sölum gömlu meistaranna, eins og glöggt má sjá af verkum hans. Áður dvaldi hann i Svíþjóð og lagði bæði stund á grafíklist og al- mennt myndlistamám við konunglegu listaakadem- íuna í Stokkhólmi. Sigurð- ur hefur haldið' sex einka- sýningar og tekið þátt í all- mörgum samsýningum. Sýningin við Skóla- vörðustíg 4a er opin dag- lega frá kl. 12 á hádegi til kl. 19 á kvöldin og stendur til 24. október. Nýlistasafnsins í portinu við Vatnsstíginn. Inga sýnir verk sem öll em unnin á þessu ári og því síðasta. Þau em flest úr málmi og svokölluðum stúkkmarmara. Flest þessara verka vom áður sýnd á við- urkenningarsýningu ungra myndlistarmanna í Bæjara- landi sem Inga var valin, ásamt tveimur öðrum, til að taka þátt í. Það var mennta- málaráðuneyti Bæjaralands sem kostaði sýninguna og sýningarskrár um listamenn- ina ungu. Sýning Ingu stendur til 20. október og er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Frítt jóga- nómskeió Þessa helgi mun Sri Chinmoy setrið halda námskeið i jóga og hugleiðslu f Árnagarði við Suður- götu. A námskeiðinu verða kenndar margs- konar slökunar- og einbeítingaræfmgar, Þá verður hugleiðsla kynnt, en hún þykir áhrifamikil aðferð til að ná betri árangri í starfi og meiri lífsfulf- nægingu. Námskeiðið er í sex hlutum og byijar fyrsti hlutinn í kvöld ld. 20. Upplýs- ingar í síma: 25676. Sigurður Eyþórsson við eitt verka sinna. Mynd: Kristinn. Fólk og forynjur Stiklað á stóru Hressandi haustgöngur Ferðafélag Islands hvetur fólk til að drífa sig í göngu- ferðir um helgina. Félagið verður með gönguferð upp í Svínaskarð og um Móskörð og Laufskörð yfir á hátind Esjunnar á sunnudag, lagt verður af stað kl. 10.30. Þá er einnig boðið upp á tvær ferðir fyrir svefnpurrkur sem hefjast kl. 13. Onnur er gönguleið um gosbeltið Rjúpnadyngjur - Húsafellsbruni - Heiðmörk, hin er styttri ganga sem hentar vel fjölskyldufólki og er þá far- ið frá Lækjarbotnum. Útivist er að vanda einnig með spennandi ferðir í boði. Á sunnudag verður 11. áfangi Reykjavíkurgöngunnar farinn og lagt af stað kl. 10.30. Gengið verður frá Esju- bergi með Esjuhlíðum niður að Kollafjarðarbotni og endað á stað sem nefnist Blikastaðakró og ku vera við Korpúlfsstaðaárós. Seinni ferð Útivistar hefst kl. 13 og verða í henni skoðaöir gervigígarnir í Rauðhólum og gengið um fyrsta skipulagða skógræktarsvæði aldar- innar. Þá má ekki gleyma að minna á Hana-nú göng- una í Kópavogi. Eins og alla laugardaga verður á morgun lagt af stað upp úr kl. 10 frá Fannborg 4 eftir heitan kaffisopa. Tónlistarlífiö Á morgun verða EPTA-píanóleikar Valgerðar Andrés- dóttur í Kirkjuhvoli kl. 17 og á sunnudag hefur Kamm- ermúsíkklúbburinn vetrarstarfið með tónleikum Sinn- hoffer-kvartettsins frá Munchen. Tónleikar þýsku strengjaleikaranna hefjast kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Verða þar leikin verk eftir Mozart. Þá má ekki gleyma Ijóðatónleikum Gerðubergs. Á morgun kl. 17 syngja Erna Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir dúetta og einsöng. Jónas Ingimundarson leikur undir á pfanó. Myndlistin í bænum I Gallerí Borg hanga nú uppi nýjar pastelmyndir eftir Hring Jóhannesson, en á Kjarvalsstöðum opnar Einar Hákonarson einkasýningu á laugardag, þar sem hann mun sýna tæp hundrað verk. í Hafnarborg, Hafnarfirði, opnar Elías Hjörleifsson sýningu á olíumálverkum og myndum unnum með olíustifti og olíukrít. Elías er ný- kominn heim eftir dvöl í Danmörku í rúman aldarfjórð- ung. I Epal við Faxafen 7 stendur yfir sýning á verkum dönsku arkitektanna Rud Thygesen og Johnny Sören- sen. Bjargvætturinn hefur rétt fyrir sér Það kom úr þeirri átt- inni sem enginn atti von á. Þeir Einar Oddur og Þórar- inn V. hafa talað úr sölum vinnuveitenda. Svo notað sé málið sem allir tala í dag: Stóra slemman er fallin. Iðnaðarráðherrann fór fjóra niður á hættunni. Og rúbertan töpuð. Þótt skrifað hafi verið undir alls konar álverssamn- inga í hátt á annað ár hefur það ekki hafl neitt annað í för með sér en útgjöld fyrir Is- lendinga. Að vísu skilaði sjónarspilið krötunum viðbót- arþingsæti á Reykjanesi og höfuðpaumum hásætinu þar, en eftir á að hyggja má kann- ski líta á þetta allt saman sem dýrastu auglýsingu kosninga- baráttunnar. Iðnaðarráðherranum fannst meðreiðarsveinamir í fráfarandi ríkisstjóm orðnir helst til tregir i taumi og hlióp því á bak Sjálfstæðisflokkn- um að loknum kosningum til að tryggja framgang almáls- ins. I stað þess að ana blint áfram út í foraðið, eins og fjármálaráðherrann, hafa vinnuveitendur látið hér stað- ar numið og vilja nú horfa blákalt framan í staðreyndim- ar. Það era sáralitlar líkur á að af nokkra álveri verði. Og best íið viðurkenna það strax. Álverð hefur fallið stöð- ugt í allt sumar, langt niður fyrir það sem búist var við fyrir ári. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á þessu, m.a. þær að Rússar væm að ifa upp gamlar birgðir um- mframleiðslu fýrri ára. 22. júní mátti lesa í viku- ritinu Economist að birgðir álfiramleiðenda væra, orðnar 3.4 miljónir tonna. Á sama stað var haft eftir norsku ffamleiðendunum Hydro Al- uminium að 600.000 tonna álffamboð Rússa nú í sumar inn á London Metal Ex- change hefði komið á óvart. Þeir nefðu hins vegar tilkynnt að þeir hygðust setja mtljón tonn á markaðinn 1992. Rússar era að framleiða 2.5 miljónir tonna áls á ári og era næststærstu ffamleiðend- ur heims. Vegna ástands heima fyrir er iðnaðarffam- leiðslan í lamasessi og nýj- ustu afvopnunarsamningamir þýða það, að álnotkun Rússa verður minnkandi heima fyrir á næstu ámm. Þeir þurfa á beinhörðum gjaldeyri að halda og kæra sig kollótta um 20-30% verðsveiflu til eða ffá. Þetta er staðan á markað- inum og það era einkennilegir spámenn sem ekki taka mark á breyttum aðstæðum í austri. Því hefiir líka verið hald- ið fram að bílaiðnaðurinn mundi gleypa við öllu þessu ódýra áíi og á þeim vettvangi vrði gífurlcg aiikning í notkun þess í ffamtíðinni. Þessa sér ennþá engin merki. Ýmis önnur efni, t.d. plast- og trefjaefhi, era í athugun hjá biffeiðaframleiðendum og lofa góðu. Þetta lofar hins vegar ekki góðu fyrir álffam- leiðendur. Þá hefur aukningin í umbúðamarkaðinum einnig stöðvast. Neytendur era famir að óttast eituráhrif áls og aukning einnota umbúða úr áli hefur ekki orðið sú, er vænst var. Umhverfisvitund almennings er á uppleið. Öllum þessum upplýsing- um hefur áður verið komið á ffamfæri hér á síðum blaðs- ins. Fyrir nokkra var líka sagt ffá öðrum tíðindum utan ur heinji. Italska raforkufýrirtækið ENEL hefur á prjónunum griðarlegt samvinnuverkefni með Rússtun eystra. Þar á að reisa 13.000 MW raforkuver, þar sem brennt verður jarð- gasi. Fjórðung rafprkunnar á síðan að leiða til Italíu inn í sölukerfi ENEL. Dálaglegur strengur þa0! Samkvæmt áætlunum Italanna yrðu mannvirkin greidd upp á 25 árum með orkusölunni ein- göngu. Ekki ætti það að fela í sér mikla áhættu ryrir Rússa. Er ekki þama komin fýr- irmynd sem,vert vasri að gefa gaum hér á tslandi? Evrópubandalagið vill ör- ugglega kaupa oricu héðan á næstu árum, þvi hrikaleg vandamál bíða nú úrlausnar bæði i Bretlandi og Frakk- landi. Hinn duldi umhverfis- kostnaður, sem fylgir kjam- orkuúrgangi frá orkuverum, er nú miskunnarlaust dreginn ffam í dagsljósið af eftirlits- mönpum Evrópubandalags- ins. Áður hafði franska tækni- veldinu tekist vel að sópa vandamálunum undir teppið og það fór ekki hátt að ffanska orkusölufyrirtækið EDF var að tapa stórum fulg- um á rekstri kjamakljúfanna. Með því að tengja saman orkunet Evrópu vonast for- kólfar EB til að ná ffam auk- inni hagkvæmni og lægra orkuverði fyrir notendur. Þeir vona líka að ná megi ffam orkuspamaði, þegar tií lengd- ar lætur, með þessu kerfi. Sót- svört, mengandi kolaorkuver eða geislavirkni í umhverfinu er eldd ffamtíðarsýn EB. Af þessum fféttum má ráða , að öraggur markaður bíði Islendinga hjá EB þegar fram líða stundir. Strengur yf- ir hafið verður þá vænlegur kostur. Það er næsta víst, að mörg fyrirtæki Evrópu væra tilbúin í samvinnuverkefni sem fæli í sér lágmarksáhættu fýrir ísjendinga líkt og lýst var ffá Italíu. Þessu verkefni sem og öðrum hefiir alls ekki verið sinnt sem skyldi, því iðnaðar- ráðherrann hefiir ratt öllu Einar Valur Ingimundarson skrifar öðra út af borðinu, blindaður af álglýju! Það era i raun for- kastaníeg vinnubrögð af hans hálfu að hafa ekki látið vinna neina valkosti til vara ef ál- samningurinn félli. Prófessor Bragi Amason hefur barist hetjulegri baráttu við að koma inn í umræðuna um orkufrekan iðnað mögu- leikum vetnisffamleiðslu á Is- landi og era margar af hug- myndum, hans mjög athyglis- verðar. Á þær hefur iðnaðar- ráðherrann ekki viljað heyra minnst. Tekur þó út yfir allan þjófabálk, þegar lesin er skýrsla breska ráðgja: tækisins Caminus Energy ltd., en fulltrúi þeirra rædcu við stjóm Landsvirkjunar í sum- ar. Þar segir hann að heild- söluverð raforku til breskra orkufyrirtækja Iiggi sennilega á bilinu 2 til 3 pence fyrir kilówattstundina. Það þyðir 40-50 mills á málinu, sem við skiljum. Hann geti hins vegar engu spáð um möguleika Is- lendinga til orkusölu, því bresk orkufyrirtæki vilji helst ekki gera aætlanjr til lengri tíma en 6-7 ára. Islensk yfir- völd segi hins vegar að heðan verði enga orku að hafa fyrr en uip aldamót. Á heimaskítsmátsstaða iðnaðarráðherrans i álmálinu virkilega að ráða þvi að ekki sé ráðist strax í þetta spenn- andi verkefni? Samkvæmt nýjum upplýsingum mundi Alcatel treysta sét til að leggja héðan streng til Skot- lands á 3 árum! Þegar allt logar í illdeil- um út af starfsleyfi álversins, þar sem umhverfisráðherrann er algerlega undir iðnaðarráð- herrann seldur; þegar þver- girða á náttúraperlur Norð- austurlands háspennumöstr- um við áköf mótmæli heima- manna og annarra lands- manna; þegar illa virðist ára í þjóðarbuskap næstu ára; - ætla menn þa virkilega að láta iðnaðarráðnerrann araga lengra á asnaeyrunum? Eg hvet fleiri Sjálfstæðis- menn til að tileinka sér raun- sæi þeirra Einars Odds og Þórarins V. og segja eins og H.C Andersen forðum: ,Hann erekki i neinu!" Frekar en að striplast lengur ffamrni fyrir alþjóð ætti iðnaðarráðherra að sjá sóma sinn í að viðurkenna mistök sín og segja af sér. sig NÝTT HELGARBLAÐ 17 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.