Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 2
Andstaða við ríkisstjórnina Síðasti miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins fyrir landsfund flokksins í næsta mánuði var haldinn um helgina. Þar kom fram hörð and- staða við aðför ríkisstjórnarinnar að velferðarkerfinu og voru tvær ályktanir samþykktar þar að lútandi. [ fyrsta lagi mótmælir Alþýðubandalagið harðlega stuðningi ríkisstjórnarinnar við einokun í atvinnulífi þvert á hagsmuni alþýðu. Síðan segir í ályktuninni: „Núverandi ríkisstjórn hefur haft hátt um markaösbú- skap og frjálsræði í atvinnulífi. Ýmsar gerðir ráðherr- anna að undanförnu benda aftur á móti til þess að eitt helsta markmið ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sé að efla hér einokunarbandalag nokkurra stórfyrir- tækja og standa vörð um einkahagsmuni örfárra fjöl- skyjdna.“ í öðru lagi samþykkti fundurinn ályktun þar sem lýst er harðri andstöðu við hugmyndir um að koll- varpa námslánakerfinu: „Þær hugmyndir sem þar eru settar fram um styttingu endurgreiðslutíma og vexti þýða slíka greiðslubyrði, einkum fyrir hina tekjulægri, að venjulegu ungu fólki er nánast gert ókleift að stunda nám, þarfnist það námslána." Um þessar ályktanir og reyndar allt starf á mið- stjórnarfundinum ríkti mikil samstaða. Ekki síst átti það við um drög að nýrri stefnuskrá og hugmyndir um breytingar á lögum flokksins. Landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn 21.-24. nóvember næstkomandi. Þar verður borin fram tillaga um nýja stefnuskrá fyrir flokkinn. Ekki er ætlunin að gera hér grein fyrir einstökum atriðum í stefnuskrárdrögunum.endaekki fullfrágengin á þess- ari stundu. Hinu ber að fagna að samstilltur hópur Alþýðubandalagsfólks er nú reiðubúinn til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða á stjórnmála- sviðinu, eftir erfið innanhúsátök. Flokksstarfið síðast- liðið haust, kosningabaráttan í vor og góður árangur flokksins í þeim kosningum voru upphafið að öflugu og samhentu starfi, sem vonandi mun endurspeglast á landsfundinum í næsta mánuði. Sú ríkisstjóm sem nú situr við völd er hörð aftur- haldsstjórn. Hennar stefna og störf bera vott um að þeir sem sitja við keiparnar séu aftan úr grárri forn- eskju, vilji hverfa til gamalla tíma, hvort sem er í inn- anlandsmálum eða alþjóðamálum. Á þeim bæ er kalda stríðið enn kompásinn sem stýrt er eftir. Það kom skýrt fram í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrir helgina að ríkisstjórnin á í vök að verjast á Alþingi. Stjórnarandstaða hefur ekki um langt skeið verið jafn sterk og nú og hún á alla möguleika á að veita ríkisstjórninni harða og mál- efnalega andstöðu. Stefna stjórnarinnar gefur svo sannarlega tilefni til að tekist sé á. Alþýðubandalagið hefur í sumar og haust verið leiðandi afl í pólitískri umræðu og verður það áfram. Miðstjórnarfundurinn um síðustu helgi var engin undantekning í því efni, og í næsta mánuði gefst flokknum tækifæri, á lands- fundi, til að skerpa andstæðurnar í íslenskri pólitík, en jafnframt þarf þar að leggja áherslurnar sem varða eiga veginn inn í nýja öld. Þjóðviljinn hefur áður haldið því fram að brýnt sé að stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi standi saman vörð um velferðarkerfið og móti í sameiningu stefnu sem þeir séu tilbúnir að gera að stjórnarstefnu ef svo býður við að horfa. Þessi áeggjan er nú ítrekuð og hvað Alþýðubandalagið snertir er landsfundurinn í næsta mánuði kjörinn vettvangur fyrir þá umræðu sem slíku samstarfi fylgir. ÁÞS t>JÓT>VTTJINN Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Siguröur Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsia, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasöiu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1200 kr. LIPPT & SKOIIÐ Bjargvætturinn Landsmenn muna enn eflir því þegar skyndilega skaut upp á himin- inn atvinnurekanda frá Flateyri sum- arið 1988. Þorsteinn Pálsson þáver- andi forsætisráðherra hafði skipað hann formann yfir forstjóranefndinni svokölluðu sem átti að koma með úrræði til að bjarga atvinnulífmu, sem rambaði á barmi gjaldþrots eftir árslanga efnahagsóstjóm ríkisstjóm- ar Þorsteins Pálssonar. Forstjóra- nefndin lagði til að farin yrði niður- færsluleið og var Einar Oddur Krist- jánsson forstjóri á Flateyri helsti talsmaður þeirrar leiðar. Hefur hann upp ffá því verið kallaður bjargvætt- urinn, þótt tillögur nefndarinnar hafi ekki bjargað neinu, þar sem Þor- steinn stakk af í sumarftí til Flórída í stað þess að taka til höndunum við þær björgunaraðgerðir sem nauðsyn- legar vom. Ríkisstjómin sprakk og ný ríkisstjóm var mynduð af Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Nafn Einars Odds var hinsvegar komið á allra varir og skömmu síðar tók hann við formennsku hjá Vinnu- veitendasambandinu. Sem slíkur átti hann stóran þátt í þjóðarsáttarsamn- ingunum. Þjóðarsáttin gekk út á það að launafólk, sem orðið hafði fyrir stórfelldu kaupmáttarhrapi síðan 1987, tók þátt í að reisa við atvinnu- lífið og koma á jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar með hóflegum launahækkunum, enda var um það samið að kaupmáttaraukning yrði næst á dagskrá þegar sest yrði að samningsborðinu. Nú eftir að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefúr setið í rúmt hálfl ár em samningar lausir og atvinnuvegir landsmanna standa frammi fyrir álíka erfiðleikum og þegar ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar hljóp burt frá vandanum. Nú er það svart Þá stígur bjargvætturinn aftur fram á sjónarsviðið, í þetta skipti í viðhafnarviðtali á síðum Morgun- blaðsins. „Við verðum að nauð- hemla,“ segir hann og málar kol- svarta mynd af ástandinu. Fyrst kom skýrsla Hafrannsóknastofnunar um vemlegan aflasamdrátt á næsta ári. Þjóðhagsstofnun bætti svo um betur með spá sinni og Vinnuveitendur kórónuðu svo sköpunarverkið með enn svartari spá. Einar Oddur er spurður hvort þessi svartnættissöngur sé ekki far- inn að hljóma einsog rispuð hljóm- plata, hvort sami söngur hafi ekki verið kyijaður þegar menn settust niður saman og sömdu um þjóðar- sátt. „Við skulum aðeins rifja upp þegar við stóðum sameiginlega að síðasta kjarasamningi með verka- lýðshreyfingunni. Við trúðum því í sameiningu að með því að koma hér á stöðugleika i þjóðfélaginu, þá kæmum við í veg fyrir áframhald- andi hrap í lífskjörum, sem var fyrir- sjáanlegt. Og við sögðum þá að með því að koma hér á stöðugleika, þá gæti hér skapast blómlegt atvinnulíf. Þetta hefur allt gengið eflir. Að vísu eru vextir hér of háir, vegna meiri peninganotkunar en við áttum von á, en það eru áföllin sem við verðum fyrir, vegna samdráttar í afla, sem gcra það að verkum að svartnætti er framundan á næsta ári.“ Gömlu ráðin Þetta er allt satt og rétt hjá Einari Oddi. Fyrsta verk ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar var að skrúfa upp vextina og hleypa að nauðsynjalausu af stað vaxtaskrúfu, sem hefur blóð- mjólkað fyrirtæki og heimili í land- inu. Samdráttur í afia á næsta ári eru einnig mjög alvarleg tíðindi fyrir þjóðina. Það er hinsvegar athyglis- vert hvemig bjargvætturinn vill bregðast við þessum tíðindum. Bjargvætturinn á einungis gömul ráð við þeirri kreppu sem framundan er: að lækka launin. Þjóðin hefúr lifað um efni fram og því ber launafólki að herða sultarólina. Besta hugsan- lega staða sem hann getur ímyndað sér er að kaupmáttur hrapi ekíri um meira en 6 prósent á næsta ári. Þetta eru kaldar kveðjur til launafólks, einkum í ljósi þess sem kemur á eflir: „Eg er þeirrar skoðun- ar að í einu þjóðfélagi verði að vera verulegur launamismunur." Segið svo að eitthvað hafi breyst. Einu ráð bjargvættarins við þeim vanda sem nú steðjar að at- vinnuvegunum, þrátt fyrir mjög góð skilyrði og hátt verð á afúrðum á undanfömu ári, er að kaupmáttur launafólks verði að minnka um minnst 6 prósent og að jafnframt verði að vemda þann gífurlega launamismun sem rikir i þjóðfélag- inu. Ekki eitt orð um það að þeir sem stjóma íyrirtækjunum verði að taka sig á. Jú, reyndar eitt, þeir verða að draga úr notkun peninga. Þetta verður nú að kallast hálf þunnur þrettándi frá manni sem kallaður hefur verið kraftaverkamaður og gengur undir nafninu Bjargvættur- inn. Hægt að auka verðmæti sjávarafurða verulega Þá er meira kjöt á beininu í síð- asta tölublaði Sjávarfrétta. Þar er leitað svara við spumingunni hvem- ig hægt sé að afla fleiri króna tyrir færri fiska, en það er mál málanna í dag þegar nokkuð Ijóst er að við get- um ekki haldið áfram að auka sókn okkar í fiskistofnana. í þeirri umfjöllun er bent á ýmis atriði, t.d. að miljarða verðmætum af fiski sé hent á miðunum og að finna verði leið til þess að fá þann fisk að landi. Bent er á mikilvægi öflugrar gæðastjómunar og gæðaeftirlits um borð í fiskiskipum þar sem samdrátt- ur í afla geti leitt til slælegra vinnu- bragða og slæmrar meðferðar um borð. Áhersla er lögð á bætta hráefn- ismeðferð um borð í skipum. „Um borð í skipinu væri hægt að ganga frá aflanum strax í þær um- búðir sem væntanlegur kaupandi vill fá og þannig komast hjá umísingu. Ef allur fiskur yrði meðhöndlaður með besta hætti, væri stærðarflokk- aður og dagmerktur, er enginn vafi á því að fjárhagslegur ávinningur yrði mikill fyrir þjóðarbúið í heild. Flokkunin ein sér um borð í fiski- skipum er talin geta skilað fisk- vinnslunni um 3% meiri arði og er þar um að ræða a.m.k. einn milljarð króna á ári. Með því að skrá aflann eftir flokkun væri hægt að fá tilboð í hann úti á miðunum og skipuleggja hvert hann ætti að fara þegar í land væri komið. Verðmætaaukningin gæti numið 0,5-1 milljarði króna á ári.“ Þama er strax komin tveggja miljarða aukning á ári, og bæti mað- ur við þeim fiski sem hent er, sem í Sjávarfréttum er sagt að geti numið um 5-8 miljörðum króna emm við strax komnir með 7 til 10 miljarða króna verðmætaaukningu. Til við- bótar má svo reikna með að hægt sé að auka tekjur sjávarútvegsins um 1 til 3 miljarða króna með aukinni áherslu á vannýttar tegundir sem em utan kvóta og um hálfan miljarð til eins miljarðs króna með því að fúll- nýta aukaafurðir sem falla til við vinnsluna. Samanlagt er því hægt á þennan hátt að auka verðmæti aflans um 8,5 til 14 miljarða króna og munar um minna á krepputímum. Vinnslan úti á sjó Eiríkur Tómasson útgerðarstjóri hjá Þorbimi í Grindavík leggur áherslu á það að meira af fiskvinnsl- unni verði flutt út á sjó í viðtali við Sjávarfréttir. „Þetta er auðvitað spuming um það hvort menn em að hugsa um að gera meiri verðmæti úr aflanum eða að skapa atvinnu og fá minni verð- mæti. Vinnuafl, sem nýtt er til þess að skapa minni verðmæti en hægt er að fá ella, er betur komið í einhveij- um öðmm atvinnurekstri." í greinargerð með þingsályktun- artillögu um gæðamál og sölumeð- ferð á ferskum fiski, sem Jóhann Árssælsson og Steingrímur J. Sig- fússon hafa lagt fram á Alþingi, er bent á að meiri hluti þess íslenska afla sem seldur er ferskur erlendis seljist sem þriðja flokks fiskur vegna þess hversu gamall hann er. Til að hamla gegn þessu leggja þeir til að settar verði strangar reglur um meðferð og ferskleika afla og að allur fiskur sem ekki fer í vinnslu hérlendis skuli boðinn til sölu innan lands á fiskmarkaði. Þannig vilja þeir tryggja aðgang innlendrar fisk- vinnslu að hráeftii á Islandsmiðum. Eirikur Tómasson og þingmenn- imir Jóhann og Steingrímur J. em sammála um mikilvægi þess að fisk- urinn sé verkaður sem ferskastur, því þannig náist hámarksgæði út úr afl- anum. Þingmennimir horfa þó ekki bara í beinharða aurana, heldur einn- ig á það að tryggja fiskvinnslunni í landi betri möguleika, enda segja þeir að óþarfi sé að fjölyrða um mik- ilvægi þess fyrir byggðarlögin við sjávarsíðuna. Fljótt á litið virðast þama vera um ósamrýmanleg sjónarmið að ræða, en full ástæða er til að menn velti þessu vandlega fynr sér. Við verðum að horfast í augu við þann aflasamdrátt sem ffamundan er og marka ákveðna stefnu til framtíðar. Það gerist ekki með því að menn haldi að sér höndum og treysti á gömlu úrræðin. Nýjar ferskar hug- myndir þurfa að koma til, til að tryggja fleiri krónur fyrir færri fiska, en jafnframt þarf að tryggja að sem minnst byggðaröskun skapist vegna þess. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.