Þjóðviljinn - 17.10.1991, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Qupperneq 7
ElLENDAJR m m FMETHR Stórvelda- forsetar setja friðarráðstefnuna? Talsmaður Hvíta hússins í Washington sagði í gær að vel kæmi til greina að forsetar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Mikhail Gor- batsjov og George Bush, settu friðarráðstefnu um Miðaustur- iönd. Embættismenn eru sagðir vongóðir um að friðarráðstefn- an geti hafist 29. október í Lausanne í Sviss. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Assad Sýrlandsforseti áttu í gær rúmlega 6 stunda langan fund til þess að reyna að jafna deilur sem enn eru í vegi þess að haldin verði friðar- ráðstefna um Miðausturlönd. A sameiginlegum fréttamannafundi með Farouq al- Shara, utanrikis- ráðherra Sýrlands, sagði Baker að þokast hefði í samkomulagsátt á fundi hans og Assads og enn væri stefnt að friðarráðstefnu í lok október. A fréttamannafimdinum kom fram að megin ágreiningsmálið sem enn væri óleyst væri tima- setning viðræðna um svæðis- bundin mál. Þá sagði Baker að lokið væri yfírgripsmiklum og já- kvæðum viðræðum við Assad Sýrlandsforseta um óleyst mál sem hefðu verið nauðsynlegar til að hefja friðarráðstefnuferlið. Shara utanríkisráðherra sagði að Sýrland myndi taka þátt í friðar- ráðstefhunni en hann hygðist ekki heilsa ísraelskum starfsbróður sínum með handabandi. Frelsissamtök Palestinu (PLO) og Jórdanía hafa komið sér saman um sameiginlegt upplegg í friðarviðræðum við Israel en nokkur lykildeilumál við Banda- ríkjastjóm valda óvissu um þátt- töku PLO, að því er stjómarerind- reki Frelsissamtakanna sagði í gær. PLO telur sig hafa gert sam- komulag við Jórdaníu um að ef Palestínumenn tækju þátt í ráð- stefnunni myndu þeir gera það sem hluti af sendinefnd Jórdaníu með umboð frá Hussein Jórdaníu- konungi og Arafat leiðtoga PLO. Upplýsingaráðherra Jórdaníu, Mahmoud al-Sharif, vildi þó i gær ekki kannast við slikt sam- komulag og sagði að stjóm sín væri að ræða við íbúa herteknu svæðanna en ekki PLO um sam- eiginlega sendinefnd á ráðstefn- una. áþs Mubarak hittir Kohl Hosni Mubarak, forseti Eg- yptalands, kom til Þýska- lands í gær í opinbera heimsókn. Mubarak mun ræða við Helmut Kohl kanslara um samstarf landanna á sviði efna- hagsmála og um friðarráðstefnu fyrir botni Miðjarðarhafs. Egypska vikublaðið al-Mussa- war greindi frá því að Mubarak myndi fara ffam á áffamhaldandi efnahagsaðstoð Þýskalands við Egyptaland, sem í ár nemur 295 miíjónum þýskra marka, eða um 10 miljörðum islenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þýska stjómin ákveðið að minnka efnahagsaðstoðina vegna mikils kostnaðar samfara samein- ingu þýsku rikjanna. Mubarak heldur í kvöld til Austurríkis og þaðan til Kaíró á morgun. áþs gömlu kommúnistana. Tap kommúnista minna en ætlað var Endanleg úrslit þingkosning- anna í Búlgaríu síðastliðinn sunnudag sýna að tap Sósi- aiistaflokksins, sem áður var kommúnistaflokkurinn, er minna en í lyrstu var talið. Lýð- ræðisfylkingin fær 34,4% at- kvæða en Sósíalistaflokkurinn 33% atkvæða. Flokkur tyrkneska minnihlutans fær 7,4% atkvæða. I kosningunum var Sósíalista- flokkurinn sviptur hreinum meiri- hluta sem hann fékk í fyrstu fjöl- flokkakosningunum sem fram fóm í júní, og þar með lauk valdaeinokun flokksins sem staðið hafði frá árinu 1946. En þar sem flokkurinn fékk rúman þriðjung þingsæta getur hann komið í veg fyrir breytingar á stjómarskrá landsins og tryggt fyrr- um kommúnistum þinghelgi þannig að ekki verði hægt að lögsækja þá fyrir afbrot í starfi. Talið er að flokkur tyrkneska minnihlutans muni leika stórt hlut- verk i stjómarmyndunarviðræðum í Búlgaríu vegna þess að hvorugur stóm flokkanna rékk hreinan meiri- hluta. áþs Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og efnafræði Svissneski prófessorinn Rich- ard Ernst fékk í gær nóbels- verðlaun í efnafræði fyrir ár- ið 1991. Ernst starfar við Eidg- enössische Tecnische Hochschule í Ziirich. I rökstuðningi sænsku vísinda- akademíunnar fyrir valinu á Emst segir að hann hafi þróað mælitækni til að greina sameindagerð upp- leystra efha og byggist á hegðun at- ómkjama í segulsviði. Þá var Frakkanum Pierre-Gilles de Gennes veitt nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1991. De Gennes gerði gmnnrannsóknir á kristöllum, sem nú em notaðir á möigum svið- um daglegs lífs, t.d. í tölvuúrum, vasareiknivélum og ferðatölvum. Hann hefúr einnig verið brautryðj- andi í rannsóknum á formgerð text- íls, sem gert hefúr mögulegt að framleiða háþróaðan nýtísku vefnað og þvottaduft. áþs Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar Olík umferðarvandamál Sjaldan heyrist minnst á ísland eða íslensk málefni í sænsku út- varpi, t.d. í fréttum. Því var ekki að undra að ég sperrti eyrun hér um daginn. Ég sat í bílnum á leið í vinnu og morgunút- varpið malaði. Klukkan sló átta og komið að erlendum frétt- um. Strax á eftir fyrstu frétt, sem var stutt frásögn af átökunum í Júgóslavíu, kom stóra fréttin: Borgarstjóm Reykjavíkur, höf- uðstaðar Islands, hefur ákveðið að opna einugöngugötu borgarinnar fyrir bílaumferð. Gatan er 100 metra löng,“ las þulurinn. Og hann hélt áfram: „Kaupmenn krefiast þess að leyfð verði umferð bila um götuna. Verslunin líður fyrir það ef ekki er hægt að aka að búðardyr- um. íbúar Reykjavíkur kæra sig ekki um að ganga á milli búða og þess vegna er engin göngugata í Reykjavík." Mér fannst ég heyra sem fféttaþulurinn ískraði af hlátri á bak við hlutleysislegan lesturinn. En það er ef til vill betra að vera minnst fyrir afglöp og undarlegt háttalag heldur en gleymast alveg, hugsaði ég. Hélt ferð minni áfram í bílnum, en sá fyrir mér sem ég sæti inni á Hressó og horfði á fólk- ið í Austurstræti streyma hjá. Nokkuð undarlegt mál kom upp hér í Örebro fyrir skömmu sem hefur vakið athygli. Tvisvar sinnum á stuttum tíma hefúr Iög- reglan stöðvað 39 ára gamlan mann, grunaðan um ölvun við akstur. í bæði skiptin kom í ljós að áfengismagn í blóðinu mældist yfir 3 prómill. (Ef hann hefði verið á Gauki á Stöng eða Borginni heíði áreiðanlega verið búið að henda honum út fyrir löngu!) Ekki hafði maðurinn heldur ökuskírteini. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann fengið fangelsisdóm og gert að sitja inni í nokkra mánuði. En svo var þó ekki. Dómarinn lét nægja skilorðsbundinn dóm og 1200 krónur í sekt. Astæðan: Mað- ur þessi þarf nauðsynlega á áfengi að halda til þess að geta haft fullt vald á hreyfingum sínum. I ljós kom að maðurinn þjáist af sjald- gæfum sjúkdómi í vöðvum sem kallast myoklonusdystoni. Ein- kennin eru m.a. ósjálfráðir kippir og samdráttur í vöðvunum sem hindrar eðlilegar hreyfingar. Lyf hafa ekki dugað, en áfengi Iinar hins vegar þjáningar mannsins. í læknisvottorðinu sem hann ber á sér og sýndi lögreglunni þegar hún tók hann í seinna skiptið stendur: „Einkenni sjúkdómsins minnka við reglulega notkun áfengis.“ Um nokkurt skeið hefúr því þessi ágæti Örebrobúi leyst út tvo lítra af 70% vínanda í apótekinu í hverri viku. Að læknisráði vel að merkja. Gunnar Nordin yfirlæknir við hér- aðshúsið í Örebro, sem gaf út vott- orðið, segist hafa verið i miklum vafa. En eftir að sjúkrasamlagið gaf silt samþykki ákvað hann að skrifa tilvísun á áfengi í læknis- skyni. Dómarinn lét þess getið að erfitt hefði verið að dæma manninn í fangelsi. Þörf hans fyrir áfengi hefði skapað mikinn vanda í fangelsinu. Stöðug neysla hans hefði verið óbæri- leg fyrir aðra fanga. Já, svona getur það verið. Brenni- vínið hefur ýmsar hliðar. Ekki hefur komið fram í umræðunni, um vanda þessa manns, hvort hann getur vænst þess að verða heill og laus við ferðimar í apótekið. Helst er að skilja að það eina mögulega, til þess að vera nokkum veginn eðlilegur og laus við kippina, sé að vera hálf fullur alla daga. Þá er líka allur munurinn að hafa vottorð upp á vasann. Og svo maður haldi sig við vandamál í umferðinni. Þó ekki ölvunarakstur. Vissuð þið að átt- ræður ökumaður er tvisvar til fiór- um sinnum líklegri til að valda slysi í umferðinni en sá sem er yngri. Eða að sextugur bílstjóri er þrisvar til fiómm sinnum við- kvæmari fyrir blindandi ljósum frá öðmm bílum en sá sem er tvítugur. Þetta og ýmislegt annað kom fram á stórri alþjóðlegri ráðstefnu sem var haldin nýlega í Gautaborg um umferðarmál. Helsta umræðuefnið var um aldraða ökumenn. Þar steig hver sérfræðingurinn á fætur öðr- um í stól. Þeir lýstu áhyggjum manna á vesturlöndum vegna vax- andi fiölda aldraðra í umferðinni. Þetta á þó ekki við alla. Ökuhæfni og að geta bmgðist við óvæntum atvikum er vissulega einstaklings- bundin. Líka meðal þeirra eldri. Sérfræðingamir tóku það skýrt fram. Staðreyndin er hins vegar sú að hlutfall aldraðra íbúa vestur- landa eykst jafnt og þétt jafnhliða stöðugt fleiri bílum. Þetta m.a. fiölgar auðvitað öldmðum bílstjór- um. Ekki síst em gamlar konur sem sitja undir stýri fleiri en áður. Kanadískur ræðumaður benti á að árið 1965 hafi aðeins 10% kanad- ísku þjóðarinnar verið 65 ára og eldri. Fram til 2025 mun hlutfallið Qórfaldast. í mörgum Evrópulönd- um er aukningin mun hraðari. Henrietta Reinsberg sem stundar umferðarrannsóknir í Þýskalandi bendir á að hættan á umferðarslys- um sé tvöfalt meiri þegar skugg- sýnt er. Sjónin daprast umtalsvert hjá mörgum við 65 ára aldur. Að- eins 42% þeirra sem em á þeim aldri sjá nægilega vel við akstur í myrkri, er haft eftir henni. Hún bendir m.a. á að merkingar á veg- um og meðfram akbrautum þurfi að vera betri og taka þurfi sérstakt tillittil aldraðra í því sambandi. A ráðstefnunni var líka bent á að bíllinn getur verið mikilvægt tæki eldra fólks. Sérstaklega er hann nauðsynlegur þeim sem búa í dreifbýli eins og víða er í Svíþjóð. Að stíga upp i bílinn og aka af stað er eina leið margra til að nálgast daglegar nauðsynjar og hitta annað fólk. Víða í Norðurhémðum Sví- þjóðar skiptir vegalengin á milli byggðra bóla hundmðum kílóm- emtra. í víðáttum og dreifbýli Norður-Svíþjóðar er vandamálið alla vega annað en 100 metra löng göngugata. Mér fannst ég heyra sem fréttaþulurinn ískr- aði af hlátri á bak við hlutleysislegan lestur- inn. En það er ef til vill betra að vera minnst fyrir afglöp og undarlegt háttalag heldur en gleymast alveg. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.