Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 3
Börn í fullorðinshlutverki 1-2-3-4-5 Dimmalimm (Zambri oumi voskresni, Sovétríkin 1990) Handrit og leikstjórn: Vitali Kanevski, kvikmyndataka: Juri Woronzow, aðalhlutverk: Pavel Nazarov, Dinara Droukarova, Elena Popova; framleiðandi: Lenfilm. Hin rússneska 1-2-3-4-5 Dimmalimm minnir um margt á aðra sovéska mynd, hina geysi- mögnuðu Komið og sjáið, sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni 1987. I þeirri mynd var fjallað um eitt hörmulegasta tímabil í sögu Rússlands, innrás nasista 1941, í gegnum augu ungs drengs. Svipuð aðferð er notuð í myndinni sem kvikmyndahátíðargestir fá að beija augum nú. Böm eru í aðalhlutverki í mynd sem lýsir hálfgerðu helvíti ájörð. Sögusviðið er fangabúðaþorp í Síberíu á árunum rétt eftir síðari heimsstyijöld. Lífskjör eru öll hin ömurlegustu á þessum hjara ver- aldar. Matur er af skomum skammti, húsakostur niðumíddur, og ffosthörkur hins alræmda rúss- neska vetrar nísta merg og bein. Mitt í öllum ömurleikanum heyja bömin Valerka og Galia sína hörðu lífsbaráttu. Valerka býr hjá lauslátri móð- ur sinni við mjög kröpp kjör. Móð- irin heldur litlum aga á drengnum, og hann gengur nánast sjálfala um þorpið, ffemjandi allskyns prakk- arastrik. Vinkona hans Galia er mun jarðbundnari, oftar en ekki bjargar hún Valerka úr þeim klíp- um sem hann kemur sér í. Það kemur að því að Valerka ffemur einu prakkarastriki of mikið, og er hann þarmeð kominn inn í hring- iðu atburða, sem hann hefur litla stjóm á og hafa alvarlegar afleið- ingar i för með sér. 1-2-3-4-5 Dimmalimm er óhemju sterk mynd. Hún fjallar um það sem ofl vill gleymast, að þeir sem þjást mest vegna styijalda og ógnarstjóma em bömin. Myndin dregur upp sannfærandi mynd af því hörmungarlífi sem fólk hefur lifað í og við fangabúðir í Síberíu. Ognarhrammur Stalíns er alls stað- ar nálægur, hvort sem er i bama- skóla staðarins eða í danssal þorps- búa, og fólkið býr í stöðugum ótta við grimmilegar refsingar stjóm- valda. Bömin Valerka og Galia em miðpunktur myndarinnar. Þau em stórkostlega leikin af þeim Pavel Nazarov og Dinara Droukarova. Það er ótrúlegt hvað leikstjóranum hefur tekist að ná fram hjá krökk- unum. Ef hægt er að tala um ein- hvem leiksigur á kvikmyndahátíð- inni í ár, em það þau tvö sem hann vinna. Ymsar skemmtilegar aukaper- sónur koma við sögu, og er hinn ástsjúki og drykkfelldi Vic, sem rennir hým auga til móður Valerka eftirminnilegur, sem og hinn tra- gíkómíski menntamaður frá Moskvu sem sendur hefur verið í útlegð og misst hefur vitið í kjöl- farið. Kvikmyndatakan er hrá og á einkar vel við kuldalegt umhverfið. Myndin er tekin á svart-hvíta filmu, sem er mjög viðeigandi stíl- bragð, sem fellur vel að mögnuðu inntaki myndarinnar. Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Vitali Kanevski hefur með þessari mynd skapað litið meistaraverk, sem er enn ein skrautfjöðrin í myndarlegum hatti kvikmyndahátíðarinnar 1991. -ÁK FARVIS TÍMARIT FERÐAMANNSINS ÁSKRIFTARSÍMI 68 06 99 - 68 06 49 ■ B Skútuvogi 10a - Sími 686700 Vttrarfatnilnr f úi ali Samfestingur kr. 5.990,- Ulpa kr. 7.950,- Buxur kr. 4.590, Samfestingur kr. 10.990,- Þessi fatnaður er til íýmsum litum og stærðum. Opið laugardaga frá kl. 10 - 14 Úlpa kr. 4.995,- Ulpa kr. 4.995,- » hummel SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. NÝTT HELGARBLAÐ 3 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.