Þjóðviljinn - 18.10.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Side 8
Fönnin í Gunnlaugsskarði Grœnu reitirnir beint yfir tilteknu ártali tákna að Jonnin i Gunnlaugsskarði hafi horfið það ár, en hvítu reitimir tákna að hún hafi ekki eyðst. - Það er nánast regla að fönnin hverfi ef Reykjavikurhitinn á kvarðanum vinstra megin er meiri en 6,6 gráður. Skýringar i texta. Haustið er farið að setja svip sinn á landið, en í minningu sumarblíðu geymist myndin af blámistruðum og snjólaus- um fjöllum. í Skarðsheiði voru ekki nema fáeinar fannarákir og dílar og í Esjunni var að- eins eftir ein fönn í septem- ber, sú sem þar er lífseigust, í Gunnlaugsskarði vestan við Kistufell. En fyrir miðja öldina gerðist það oft að hún hvarf eftir að hlýindaskeiðið mikla hófst upp úr 1920. A teikningunni er það táknað með svörtum depli beint upp af viðkomandi ári á línunni fyrir neðan, en hvítu reitimir sýna að fonnin hafi verið við lýði þangað til vetrarsnjóa tók að leggja. Um önnur ár en þau sem eru merkt á þennan hátt er ekki vitað með vissu á þessu tímabili. Mest af þessum fróðleik tók Jón Eyþórs- son saman í tímariti veðurfræð- inga, Veðrinu, árin 1960 og 1965, en Jón bóndi Erlendsson á Mó- gilsá sem þar hafði búið um lang- an aldur sagt sér að fönnin í Gunnlaugsskarði mundi aldrei hafa horfið að sumarlagi fyrr en 1923 - í fyrsta lagi - en eftir 1930 hafi hún mjög oft horfið. Enn hafði Jón Erlendsson það eftir Kolbeini Eyjólfssyni sem bjó í Kollafirði frá 1863 og fram undir aldamót að fonnin í Gunnlaugs- skarði hefði aldrei horfið á því tímabili. Þetta er merkileg hegðun og vekur forvitni um hvað ræður því hvort þessi fonn heldur velli eða hjaðnar. Þrjár orsakir koma helst til greina: hiti, sólskin og snjókoma. Of\ em talsverð tengsl milli sum- arhita og sólskins og því ætti sum- arhitinn einn að geta sagt bæði söguna af sjálfum sér og sólskin- inu. Og svo eru snjóalög venju- lega því meiri á þessum slóðum sem veturinn er kaldari, þíðumar færri. Þess vegna getur vetrarhit- inn líka lagt orð i belg um lífsskil- yrði skaflsins í Gunnlaugsskarðí. Til að reyna þessa kenningu skulum við líta afhar á teikning- una. Deplamir sýna ekki aðeins árið sem þeir eiga við, heldur líka hitann það árið, en hann er merkt- ur á kvarðann vinstra megin. Hér er ekki átt við meðalhita almanak- sársins, heldur hitann í október til september. Og i meðaltalinu er hver vetrarmánuður, október-apr- íl, látinn vega helmingi minna en sumarmánuðimir, því að með því móti sýnist hilinn verða bestur mælikvarði á afkomu fannarinnar í Gunnlaugsskarði. Árangurinn er furðu sannfær- andi. I hvert sinn sem fonnin hef- ur lifað af sumarið hefur þessi meðalhiti reynst minni en 6,6 gráður, en í öll skiptin sem hún hefur horfið hefur meðalhitinn verið meiri en 6,6 gráður, þó með einni undantekningu árið 1950, en þá vantaði ekki nema 0,27 stig að hitinn næði þessu marki. Póll Bergþórsson skrifar í sumar skorti ekki mikið á að þessi fönn eyddist, því að hún var aðeins rúmlega 100 metra löng í september, enda var vegni meðal- hitinn í Reykjavík nú sá mesti í 27 ár. Þetta er auðvitað engin sönnun fyrir hlýnandi loftslagi. En miðað við meðalhitann á jarðarkringl- unni undanfarinn áratug sýnist ekki of djarflega ályktað að skafl- inn í Gunnlaugsskarði kunni að hverfa að minnsta kosti einu sinni næstu þrjú ár. Af þessu má samt ekki draga of víðtækar ályktanir. Þó má vera að athuganir af þessu tagi auð- veldi mönnum að áætla vöxt og bráðnun jökla á tímum loftlags- breytinga. Það er áhugavert í allri umræðunni um gróðurhúsaáhrif. Þess vegna væri fróðlegt að þeir létu til sín heyra sem hafa fylgst með lífseigum fönnum í íjöllum undanfama áratugi, ekki aðeins í Gunnlaugsskarði, heldur sem víð- ast um land. Hér á undan var þess getið að ekki þekktust þess dæmi að snjór- inn í Gunnlaugsskarði heföi horfið frá 1863 til aldamóta og jafnvel ekki fyrr en eftir 1923. En áreið- anlega hefúr gengið mikið á hann sumarið 1880, því að þá var ein- staklega hlýtt á landinu og vafa- laust hafa þá horfið margar fannir sem annars héldu velli ár frá ári. Veturinn eftir var hins vegar grimmasti frostavetur frá því að mælingar hófúst hér á landi. Af þessu mun hafa sprottið sú trú gamalla manna að það boði harð- an vetur ef fjölærar fannir hverfa. En þetta sýnir glögglega að eitt dæmi er ekki nóg til að byggja á því reglu, því að sannanlega hafa sjaldan verið hér mildari vetur ár eftir ár en einmitt þegar fönnin í Gunnlaugsskarði hvarf sem oftast á fjórða áratugnum. L j ó ö abókarýni Langt áb komin Ijob Lisi og tár Höf: Goran Þcss vcgna hefur Jón frá Pálmholti ort íslenska bragarhætti á sum Ijóðanna og það er í ýmsum tilvikum ansi fallega gert. Kvæðið „Nafnlaus fegurð", sem er of Iangt til þess að birta það í heild, hefst á þessum erindum: á I : '., Þýð: Jón frá Pálmhoiti n Dimmur söngur úr sefi Ýmsir höfundar Þýð: Geir Kristjánsson Þú stúlka með blik í auga og brúnlitt hár ii blómrauðar varir og kihnar sem vekja þrár Jón frá Pálmholti Útg: Hringskuggar Þú ert hœglát ifasi mcð heitan og njúkan róm og Inið þín ilmar sem fegursta sumarblóm. Geir Kristjánsson Það er skemmtilegt að Jón frá Pálmholti skuli hafa valið kúrdísk Ijóð til þýðingar. Kúrdar cm gömul og merk menn- ingarþjóð sem á mikilvægt erindi við umheiminn - bæði vegna menningar sinnar og sögu. Rcyndin hefur hins vcgar orðið sú að Kúrdar haf'a Icngst af vcrið 15-20 miljóna huldu- þjóð og í gangi einhvcrs konar þegjandi samkomulag um að segja fátt um örlög þeirra. Þcir komust í sviðsljósið um stund vegna Persaflóastríðsins en nú er það búið. I formála að bók Jóns er sagt nokkuö frá þjóðskáldinu Goran sem réttu nafni hét reyndar Ebdulla Suleiman cða Ab- dulla Suléman, eftir því hvaða rithátt mcnn kjósa að nota. Hann var fyrsta mikilvæga nútímaskáldið scm orti á lungu Kúrda. Skáldanafnið Goran þýðir bóndi, cða sá scm býr búi sínu á ákveðnum stað. Goran var frelsishcíja og lcnti þrisvar í fangelsi vegna skoðana sinna. Ljóð sem komin cru úr fjarlægri mcnningu cins og ljóðin í: „List og tár“ og mciri hluti Ijóðanna í Dimmum söng úr sefi, verða alltaf torskilin að einhverju leyti en jafnframt heillandi. Það er auðvitað erfitt aö átta sig á því hversu trú frumtextanum þýðingin cr, en cftir stcndur hins vegar spum- ingin um það hvort kvæðin vinna sér hylli eins og þau koma til okkar. Þýðingar Jóns eru misjafnar að þessu leyti. Sums staðar renna þær mjög ljúflega en annars staðar verður varl við þýðingabrag. Til dæmis um hann má taka kvæði sem heitir Dapur klukknahljómur (bls.35). Þar segir svo í fyrsta erindi: „Frá brjósti mínu, þess dauða hólfi“. Hér hlýtur lesandi að spyrja sem svo: Hvað er dautt hólf? Eru þau vön að vera lifandi? Hvers vegna e_r notað þetta klúðurslega eignarfall: „...þess dauða hólfi"? í næsta erindi er talað um: .. mitt skjálfandi hjarta". Nú hafa kvæðin í þessari bók verið þýdd úr sænsku að því er virðist og orðaröðin kannski lituð af því. j formálanum er frá því sagt að ljóð Gorans hafi að öðru jöfnu verið í heföbundnum búningi sem ekki er haldið í sænska úrvalinu sem lagt er til grundvallar þessu ljóðakveri. Kúrdíska þjóðskáldið Goran hefur ort töluvert um fanga- vist sína og viðhorf fólksins til þcss sem er dæmdur. En hann yrkir cinnig um ást karls á konu sem er honum mótvægi við allt það sem illt cr. í fyrsta kvæðinu í bók þeirra Gorans og Jóns frá Pálmholli er kvæði sem heitir „Konan" og þar í er þetta crindi: EJ'engin kona á sér bústað í hjarta mínu mun ég ahlrei njóta J'egurðarinnar og myrkrið mun breiða vœng sinn yfir attðn himindjúpa, því bros vonar- stjörnunnar hefur slokknað. Dimmur söngur úr scfi cr fimmta bók Geirs heitins Krist- jánssonar og kom út skömmu áður en hann andaðist. í henni cru þýðingar á ljóðum rússncskra og vestrænna skálda. Allar bækur Geirs bera vott um frábæra natni við texta og þessi er þar cngin undantekning. Fyrri bækur hans eru:Stofnunin (sögur) scm út kom 1956 og þýðingar á eftirtöldum bókum: Tilraun til sjálfsævisögu og Ijóð cftir Boris Pastemak, 1961, Ský í buxum og fleiri kvæði, eftir Vladímír Majakovskí, 1965, Hin græna eik, safn ljóða el'tir marga höfunda, 1971, og Undir liælum dansara, Ijóðaþýðingar úr rússnesku,1988. Það hefur lítið uppá sig að ræða einstök kvæði í þessari bók. Þetta eru þýðingar á verkum ólíkra skálda en ég læt fijóla með hér upphaf kvæðis sem heitir „Striptease“ til þess að minna á óbilandi myndvísi Gcirs Kristjánssonar: Á gólfnu a/klœðist dansmœrin, ftjlast... Öskra ég með?... Eða ent það bara kastljósin sem skera mig í augun? Þar rifur hún af sér slæðu, sjal og glingur - einsog menn flysja börk af appelsinu. 1 augunum samskonar sorg og i augum fugla. Þennan dans kallaþeir „striptease" Ljóðabókin: „Dimmur söngur úr sefi“ er verulega athygl- isverð og vel unnin. Aftan við kvæðin er eftirmáli um skáld- in. Hér verður gripið niður í hann en margir munu reyndar kannast við sum þessara Ijóðskálda: Anna Akhmatova (1889-1966) tilheyrði upphaflega skáldahópi sem kallaði sig akmeista, af gríska orð- inu:“akme“ sem þýðir toppur eða tindur. Leiðtogi hópsins var eiginmaður hennar, skáldið Gúmiljov, sem tekinn var af lífi 1921. Anna Akhmatova sætti lengi ofsóknum stalínista en þeim linnti þó þegar hún var komin á efri ár. Sergej Esénín (1895-1925) tilheyrði sem skáld þeim hópi er kallaði sig imagista. Fyrir þeim var myndin meginatriði ljóðsins. Esénín batt sjálfur enda á líf sitt og skildi eftir stutt kveðjukvæði sem endar á þessum línum: „Eg veitþað að deyja er ekki neitt sem er nýtt, en að lifa er nú ekki svoýkja frumlegt heldur. “ Um Marínu Tsvétajevu, Boris Pastemak, Vladimír Ma- jakovskí, Evgéní Evtúsjenko, Andrej Voznésénskí, ígor Hol- ín og Genrikh Sabgír geta menn lesið í skemmtilega skrifuð- um eftirmála Geirs Kristjánssonar. Vestrænu skáldin F. Garcia Lorca, Rafael Alberti, Paul Eluard, Marie Luise Ka- schnitz og Esra Pound eru aðeins nefnd þar enda eiga þau ekki nema eitt smákvæði hvert í bókinni, nema Ezra Pound en eftir hann eru tvær þýddar Cantóur. Titill bókarinnar vísar sennilega til þeirra annars vegar og líkir hins vegar rödd ljóðlistarinnar við lágværan en eilíf- an þyt langförulla vinda í sefi. ■ Ki NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER ! 991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.