Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 17
Helgarrúnturinn Ljóðadúett- ar og ein- songslog i Gerðubergi Ljóðatónleikar í Gerðubergi hefjast nú um helgina. A íyrstu tónleikum vetrarins á morgun kl. 17 og á mánudag kl. 20.30 syngja þær Ema Guð- mundsdóttir sópran og Sigríður Jónsdóttir mezzósópran. Á efnis- skrá þeirra em ljóða- dúettar og einsöng- slög. Má þar nefna Hljóma ffá Mæri eftir Dvorak og kunna dú- etta eftir Henry Purc- ell. Þá mun Sigríður syngja Bamagælur eft- ir Atla Heimi Sveins- son og Ema lagaflokk- inn Lög handa litlu fólki eftir Þorkel Sig- urbjömsson, svo eitt- hvað sé neíht af dag- krá þessara ungu söngvara. Að vanda leikur Jónas Ingi- mundarson með á pí- anó. Gerðuberg hefúr staðið fyrir ljóðatón- leikum í þijú ár og hefúr aðsókn að þeim farið ört vaxandi. Þeim sem ætla sér að mæta reglulega á tón- leikana býðst að kaupa áskriftarkort, sem er að sjálfsögðu mun hagstæðara. Ema Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir syngja dúetta og einsöngslög í Gerðubergi á morgun og á mánudag. Anna um hálsinn Á hverjum sunnudegi er hægt að ganga að sovéskum kvikmyndum i bíósal MIR við Vatnsstiginn. Næstkomandi sunnudag verður sýnd kvikmyndin Anna um hálsinn, byggð á samnefndri smásögu Antons Tsjek- hovs. Myndin er ffá árinu 1954 og segir ffá Önnu, dóttur drykkfellds kennara, sem ung var gift til fjár sér miklu eldri manni, embættismanninum Modest Aleksjeits. Saga Tsjekhovs birtist fyrst á prenti fyrir tæpum 100 árum, árið 1895. Myndin er með enskum skýringartextum og hefst sýning hennarkl. 16. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. „Vouíez vous diner avec moi?7/ -Menu- Helgin 17.-20. október Kokteillinn er borinn ffam í Eden Hveragerði um helgina og samanstendur af 18 „12 ára“ grafíkmyndum og fáum ferskum gróður- verkum. Ljúf blanda um helgina. Eden. Mánuðurinn 20. okt.- 20. nóv. í tískuversluninni 17 við Laugaveg er fram borinn í einn mánuð „Kaffi 17 for- réttur“ Olíumálverk að hætti Ástu Guðrúnar með ijúkandi kaffinu...Things that make you go ummmmm... Kaffi 17. Veturinn 27. okt. og fram á vor. Að gömlum og góðum sið tökum við allan þann tíma sem við þurfúm í aðal- réttinn á þessu „myndlista- menu“ því þar liggur jú kjami málsins, ekki satt? Á Bemhöftstorfúnni, þar sem andinn er „réttur“, þar sem hjartað slær, þar sem við- skiptin blómstra, þar sem lífið í iistinni er listin að lifa. Gjörið þið svo vel. Torf- an. Sigurður Einarsson listmálari er um þessar mundir að sýna verk sín í listasalnum á effi hæð Bókaverslunar Braga. Sýningin er opin virka daga á sama tíma og verslunin, á laugardögum kl. 10-17 og á sunnudögum kl. 14-17. Þeim sem vilja virða fyrir sér verk listamannsins er bent á að sýngingu hans lýkur síðasta dag sumarsins, þann 24. október næstkomandi. Mynd: Jim Smart. íslensk píanótónlist Öm Magnússon píanó- leikari heldur tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudag kl. 15. Hann mun leika íslenska píanótónlist eflir tónskáldin Hjálmar Ragnarsson, Misti Þorkelsdóttur, Jón Leifs, Hilmar Þórðarson, Pál Isólfsson, Sveinbjöm Svein- bjömsson og Þorkel Sigur- bjömsson. Efnis- skrá þessa mun Öm flytja á þriggja vikna tón- leikaferða- lagi um Jap- an nú í nóv- ember. Stiklað á stóru Göngum létt í lund Göngu-Hrólfa kallar sig hress hópur sem hittist hvern einasta laugardag, hvernig sem viðrar, í Ris- inu við Hverfisgötu á slaginu 10. Eftir að safnast hef- ur verið saman er þrammað af stað út um borg og bý til að hressa og létta vetrarlundina. í Kópavogin- um gefst Hana-nú hópurinn heldur ekki upp þótt kuldaboli ygli sig. Hópurinn hittist upp úr hálftíu á laugardagsmorgnum að Fannborg 4, skellir í sig kaffi og arkar af stað. Ferðafélagið og Útivist bjóða einnig upp á göngur um hverja helgi. Á sunnudag verður Póstgöngunni haldið áfram á vegum Útivist- ar. Genginn verður 21. áfangi og lagt af stað kl. 10:30. Svavar Sigmundsson dósent verður fylgdar- maður þeirra sem kynnast vilja leið landpóstanna um síðustu aldamót. Eftir hádegi á sunnudag verður farið í ferð að Stóra- Reykjafelli og lagt af stað kl. 13. Brottför er frá BSÍ, bensmsölumegin. Kl. 13 á sunnudag býður Ferðafélag íslands upp á ferð á Seltanga, sem ku vera einstakur staður milli Grinda- víkur og Krísuvíkur. Tendrað verður bál á ströndinni, hellar, byrgi og sérstætt hraunlandslag skoðað, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma verður farin önnur ferð. Liggur sú leið upp á Stórahrút, sem er rúmlega þrjú hundruð metra hátt fjall í nágrenni við (sólfs- skála. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, austanmegin. Rússnesk og íslensk verk á fjölunum Á ég hvergi heima eftir Galín verður sýnt í allra síð- asta sinn í kvöld á litla sviði Borgarleikhússins. Ann- að rússneskt leikrit er tekið við á litla sviði Þjóðleik- hússins, Kæra Jelena, og mun það ekki vera síðra. Það er sýnt bæði laugardag og sunnudag. í Þjóð- leikhúsinu er líka verið að sýna Búkollu blessaða og Gleðispilið hans Kjartans Ragnarssonar. Nýlega var frumsýnt nýtt, íslenskt leikrit eftir Sveinbjörn I. Bald- vinsson á litla sviði Borgarleikhússins. Þétting heitir jað og verður sýnt um helgina. Þá má ekki gleyma Oúfnaveislunni á stóra sviði Borgarleikhússins. ís- enska óperan er eins og kunnugt er að sýna Töfra- lautuna eftir Mozart við góðan orðstír, og er tæki- æri til að njóta hennar á laugardag og sunnudag. Þá má enginn láta hjá líða að bregða sér til Akureyr- ar og sjá Stálblómin hjá LA. Frá landi mannanna Grænlandsmánuður stendur nú yfir í Norræna hús- inu og gefst íslendingum þar kostur á að kynnast menningu nágranna sinna. Á morgun kl. 16 munu þau Benedikta og Guðmundur Þorsteinsson segja frá lífi og starfi á Grænlandsgrund. Þá mun Bene- dikta fjalla sérstaklega um stjórnmál á Grænlandi. Á sunnudag heldur Bodil Kaalund listmálari fyrirlestur með litskyggnum um grænlenska myndlist kl. 16. Kl. 17.30 sama dag heldur Christian Berthelsen fyrir- lestur um bókmenntir Grænlendinga. í sýningarsaln- um í kjallara Norræna hússins stendur yfir sýningin Grænlensk myndlist, og eru öll verkin úr safni Astri Heilmans. ( anddyrinu stendur yfir fræðslusýning um land og þjóð; Grænland samtímans, og í bókasafni hússins eru til sýnis grænlenskar bækur frá Lands- bókasafninu í Grænlandi og Det Grönlandske For- lag. Djasstrommarinn Charlie Watts Þar sem síðustu tveir sveiflupistlar voru upphaf- lega ein grein sem klippt var í sundur sakir óhóflegrar lengdar, rímuðu lokaorð þess fyrri ekki alveg við það sem á undan var gengið, og i þeim seinni var þess hvergi getið hvar geisladiskurinn með Johnny Hodges og fé- lögum fengist. Það skal hér með upplýst að hann fæst i Japis í Brautarholti ásamt fleiri endurútgáfúm frá Ver- ve. I októberhefli bandaríska tímaritsins DownBeat tekur Suzanne McElffesh viðtal við einn af kunnustu tromm- urum rokksins, Charlie Watts úr Rolling Stones. Það er tek- ið daginn eftir að hann lék með bebop-kvintett sínum á klúbbnum Blue Note í New York, en auk þess hélt sveitin tónleika í Lundúnum og Tók- íó. Það cr ekki óforvitnilegt að lesa hvað þessi fimmtugi rokkari hefúr að segja um sjálfan sig og djassinn og því birtist viðtalið hér á eflir, ei- lítið s,tytt. „I gærkvöldi var ég Kenny Clarke (frumkvöðull í bíboppskum trommuleik, aths. TRE). Um þetta hafði enginn annar hugmynd, en það sem ég gerði var að stæla tvo af mínum eftirlætis- trommuleikurum, Kenny Clarke og Max Roach,“ sagði Charlie Watts hógvær að vanda og bætti við: „þó hljómaói þetta að sjálfsögðu betur hjá þeim en hjá mér.“ Um leið og tónleikamir vom haldnir í New York kom út platan From One Charlie (Continuum 19104), í minningu Charlie Parker, og hefur að geyma sjö lög ásamt „bamabók“ ejns og Watts nefnir hana, Óður til fuglsins sem flýgur hátt (Ode To A High-Flying Bird - Bird var gælunafn Charlie Parker, aths. TRE). Þar er sagt frá lífi Parkers, tónlistargáfu hans og ótímabærum dauðdaga, en bókin var skrifúð og mynd- skreytt af Watts árið 1960, fimm ámm eftir lát Parkers. Charlie Watts hefúr nefnilega dáð bebop-tónlistina og Par- ker þar með að sjálfsögðu, síðan hann var 13 ára, en þá byrjaði hann að spila með 12 ára strák, David, sem bjó skammt frá honum. „U ppáhaldsbassaleikari Davids var Jimmy Blanton, bassaleikari Ellingtons (1939-1941), sem var fyrsti bassaleikarinn sem spilaði la- grænar bassalínur; hann var frábær," sagði Watts. Chico Hamilton var fyrsti trommu- leikarinn sem Charlie Watts heyrði í og það var á fyrstu hljómplötunni sem hann eignaðist, plötunni Walking Shoes með Gerry Mulligan. „Hún kom mér til að byrja að spila á trommur," og hann hófst handa jafnvel áður en hann eignaðist trommusett. „Ég átti banjó og ég tók háls- inn af og spilaði með burst- um á belginn.“ Charlie Watts veit sínu viti um djassmúsík og í plötusafni hans er að finna allar plötur Charlie Parkers. Árið 1985 kom hann á fót 36 manna stórsveit, þar sem mátti fínna flesta kunnustu djassmenn Breta og sú sveit hljóðritaði plötu og fór í tón- leikaferðalag. En skýringin á þessu ffamtaki hans nú er að kunningi hans fékk leyfi til að endurprenta bókina um Charlie Parker, sem upphaf- lega kom út 1964. Watts ákvað að bókinni skyldi fylgja plata og fékk altósax- ófónleikarann Peter King, 19 ára trompetleikara, Gerard Presencer að nafni, píanist- ann Brian Lemon og bassa- leikarann David sem hann spilaði með fyrstum manna, til að spila með sér tónlistina. Rokkarinn og djassarinn Charlie Watts sér ekki ástæðu til að hólfa niður tón- list. „Þú gegnir sama hlutverkinu. Þegar ég hlusta á tónlist, þá er ég ekkert að hólfa hana niður í djass, ryþmablús og svo framvegis." Hann notar sama trommu- settið hvort sem er í rokkinu eða djassinum, Gretsch ffá 1958. „Ég er ekki mikiíí tækja- kall og hef aldrei verið. Ég á ekki mikið af trommum og þær sem ég- á eru allar eldgaml- ar. Svona eins og fötin mín.“ '0 0 O) Charlie Watts þekkir vel til allra helstu trommuleik- ara djassins. „Að slá með kjuðanum á snerilinn er ein- fold líkamleg hreyfmg. En að heyra Tony Willi- ams gera það, er andleg upplifun. Að sitja fyrir fram- an Art Blakey og horfa á hann þyrla á snerilinn sló mann gjörsamlega kaldan.“ Og það sem Charlie Watts nam af trommuleikur- um djassins skilar sér líka þcgar hann spilar rokk. „Stundum þegar ég spila, hefúr mér dottið í hug að gera eitthvað í anda Elvins Jones - þyrla af fltons- krafti. Ég hcf gert það á plötum með Rolling Stones. Þú myndir aldrei heyra það, en ég sat þama og ímyndaði mér að ég væri hi nn. Þetta var Elvin - að spila gegnum mig.“ D C 0 0 > C/D Q1 o rn ro í2 E ™ 'O -E 1— LLI NÝTT HELGARBLAÐ 17 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.