Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 7
Frábærir Finnar afturá ferö Todomobile: heimsfrægð í Norrköping? Sumar plötur eru sumarplötur... en þær tvær sem hér verður íjallað um lifa þó langt ffam á haustið. Mér fannst fyrirsögnin bara svo sniðug. Ýmsir flytjendur - Bandalög 4 (Steinar 1991) Sumarsafnplata Steinars í ár gefur okkur þverskurð á tónlistar- fólki fyrirtækisins. Þetta er stór og fjölbreyttur hópur og því ber að líta á plötuna sem yfirlit fremur en samsteypta afurð. Kannski er hóp- urinn alltof fjölbreyttur; það eru tónlistarleg ljósár á milli Todmo- bile og Ríó Triósins. Lítum á það besta á Bandalög- um 4: Sálin hans Jóns míns er orð- in súperþétt og búin að koma sér upp sínum eigin stíl. Guðmundur Jónsson gítarleikari á hér tvö lög: Ábyggilega og Brostið hjarta, bæði gripandi popparar sem hljóma eins og blanda af gítarrokki The Cult og hvítu souli. Guðmundur er slung- inn í rokkpoppinu og Stefán Hilm- ars hás, vælinn og póttþéttur i rokkinu. Todmobile eru miklu ffekar poppverksmiðja en popp- hljómsveit. Stafræn tækni og tölvuforritun gera tónlistina þó langt í ffá niðursoðna. Eyþór sem- ur „Eilíf ró“, en Þorvaldur á „Ró- bót“. Bæði eru þetta grípandi tölvupopplög og greinilegt að danstónlistaráhrif heija á sveitina. Andrea er að venju fersk í gaulinu og hún og Eyþór skipta lögunum vel og skipulega á milli sín. Mannakom á fínan blúspopphund sem Ellen Kristjáns syngur vel. „Litla systir“ nefnist lagið og er effir Magnús Eiríksson. Þetta er nostursamlega samið hjá Magnúsi og maður sér hann fyrir sér bauk- andi við að semja gitarsólóana ein- hvem rigningardaginn þegar lítið er að gera í Rín. Galíleó er eitt besta pöbba- bandið í bransanum í dag og hér eiga þeir eitt lag, „Það ert þú“, effir Bubba Morthens. Handbragð Kóngsins leynir sér ekki, en útsetn- Gunnar L Hjálmarsson ingin er frábmgðin venjulegum Bubba-lögum. Gamla Spilafíflið Sævar Sverrisson er líka skemmti- lega ffábrugðinn Bubba í söngstíl. Annað á Bandalögum 4 er ekki jafn skemmtilegt. Loðin rotta og Karl Örvarsson em enn á Duran Duran stiginu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, Upplyfting hefðu aldrei átt að heyrast annarsstaðar en í Bif- róvision, og Sú Ellen hljóma alltaf jafn hallærislega útkjálkalegir. Tvær leifar ffá síðustu Eurovision- keppni dagar uppi á Bandalögum 4: ágætis lag effir Friðrik Karlsson sem Ellen Kristjáns syngur og „I dag“ effir Hörð Ólafsson, sem er „Eitt lag enn“ með nýjum texta. Hörður kom þessari endurtekningu í annað sæti í síðustu júná-undan- úrslitakeppni, sem sýnir betur en margt annað „háþróaðan" tónlistar- smekk landsmanna. Ríó Tríóið er alltaf Rió Tríóið hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Þeir bæta þó litlu við Litlu flugu Sigfúsar Halldórssonar, en ömmur landsins taka eflaust heilshugar undir. Ýmsir flytjendur - lcebrea- kers (Steinar 1991) Það hefur löngum veri stærsti draumur íslenska popparans að slá í gegn í útlöndum, sem er vel skilj- anlegt miðað við þá smádrauma sem hægt er að dreyma hérlendis. Hér geta menn gefið út, spilað í sjónvarpinu og þrætt krummaskuð- in hring effir hring fyrir sömu ball- gestina ár eftir ár því sem menn endast og vasamir tæmast. Já, það Fyrir þá sem eiga ekki mikinn pen- ing, en hafa höfiiðið fúllt af tónlist- arpælingum og vilja koma þeim ffá sér, er langbest að gera að gefa út snældu. Ólíkt plötu- og geisladisk- útgáfú er ekkert lágmarksupplag hjá snælduíjölfoldurum. Það er þess vegna hægt að gefa út bara eitt eintak. Hljóðriti er eini snældu- fjölfaldarinn á íslandi í dag. Þar er verðlagt effir lengd, gæðum þráðar og eintakafjölda. Það má gera ráð fyrir að hver spóla kosti um 250 kr. í framleiðslu. Þeir sem eiga ekki í önnur hús er von að útlöndin togi í poppara- greyin. Nú stendur yfir skipulögð markaðssókn hjá Steinum og er herjað í fyrstu á Norðurlönd. Gömlu íslensku sveitimar em komnar með framandi ensk nöfn og textunum hefúr verið snúið yfir á ensku. I byrjun sumars kom út safnplatan Icebreakers og í septem- ber spiluðu nokkrar hljómsveitir í Danmörku, fyrir fullu húsi af Is- lendingum, er mér tjáð. Fyrir Islendinga er platan Ice- breakers aðallega tilvalin til að gefa vinum erlendis. Platan dregur upp góðan þverskurð af því vin- sælasta úr hinum svokölluðu frjálsu útvarpsstöðvum síðustu misseri. Ferskustu bönd Steina: Arctic Oranges (Ný Dönsk), Bea- ten Bishops (Sálin hans Jóns míns) og Todmobile eiga öll ágætis leik á Icebreakers. Enskir textar hljóma misjafnlega vel við tónlist sveit- anna, einna best hjá Todmobile, sem gefúr kannski tilefni til bjart- sýni um frægðarséns hljómsveitar- innar. Nokkuð er gengið út frá því vísu að Skandinavar muni enn effir Mezzoforte. Sveitin á tvö lög og tvö koma úr sólósmiðju Friðriks Karlssonar. Bubbi á ekki í vand- ræðum með að fóta sig á enskunni og sýnir gott fordæmi með því að fá enskukennara úr Háskólanum, J. M. Darcy, til að snúa textunum með sér yfir á ensku. Eric Hawk á tvö lög á plötunni, hörmulegt vísi- tölupopp og þokkalegt rokklag, að venda gefa því út spólur og vafra um og reyna að koma fram- leiðslunni á framfæri. Plötubúðin og Þruman við Laugaveg hafa ver- ið duglegastar við að koma þessum smáútgáfúm á framfæri og á dög- unum bættist ný spóla við á hillum búðanna, ónefnt verk með sex hljómsveitum, útgefið af „Gallerý Krúnk“. Krúnk-menn eru „allir í pönkinu“, skreyttir og með hug- sjónimar á hreinu, eins og ný- komnir af Crass-tónleikum. Hljóm- ur spólunnar er hrikalega hrár á köflum, en að öðm leyti er nostrað „Taken by storm“ sem hann semur sjálfúr. Angels and Devils (Riks- haw) em með lögin „This is Ámer- ica“, sem hljómar tilgerðarlegt og Duran Duran-legt, og „Celestial garden“ sem er fínt popp, og það besta sem ég hef heyrt úr sarpi R. Scobie hingað til. Það er vonandi dæmi um það sem koma skal hjá hljómsveitinni. Framtak Steinars manna er auðvitað lofsvert og vonandi að draumar einhvers popparans rætist i beinu ffamhaldi. Þó er mér til efs að „frændur okkar“ í Skandinavíu hafi mjög mikinn áhuga á íslensku poppi í miðri hringiðu upplýsinga- streymisins og mötunarinnar. við útgáfiina. Hver hljómsveit gerir síðu í meðfylgjandi bæklingi, það er vandað við að líma spóluna á bæklinginn, og ef menn em heppn- ir fá þeir klósettpappírsræmu með í kaupbæti. Hljómsveitimar Cazbol, Horver, Indiana og Kjaftæði em greinilega allar mnnar frá sama meiði: sömu krakkamir að glamra og pönkast inni í herbergi. Af þeim er Cazbol langbesta dæmið, „al- vöm“ hljómsveit með skásta hljóminn. Dritvík heitir „kvenna- band“ sem slefast skemmtilega í gegnum nokkur lög, þ.á m. meist- Hljómsveitina 22 Pistep- irkko þarf ekki að kynna fyrir þeim heppnu sem sáu og heyrðu í henni í mars s.I. Hing- að komu þeir þá og léku þrisv- ar á 2 Vinum og einu sinni í M.H. Aðsóknin var þá frekar dræm, en þeir sem létu sig vanta og hafa lifað í eftirsjá og öfúnd við þá sem sáu Finnana, geta nú tekið gleði sína. Já, 22 Pistepirkko koma aftur í næstu viku: spila í M.H. þriðjudags- kvöldið 22., í M.S. miðviku- dagskvöldið 23., á Hótel Sel- fossi fimmtudagskvöldið 24., á 2 Vinum fostudagskvöldið 24., á 1929 á Akureyri laugardags- kvöldið 26., og á 2 Vinum sunnudagskvöldið 27. og mánudagskvöldið 28. Hljóm- sveitin Bless spilar með Finn- um 23., 24., 27. og 28., en Risaeðlan þann 25. Fyrir þá sem koma af fjöll- um leikur 22 Pistepirkko mjög ferskt og skemmtilegt rokk undir rækilegum áhrifúm af flestum rokkstefnum s.l. þijátíu ára. Þó þeir syngi á ensku leyn- ir ffamburðurinn ekki þjóðem- inu og tónlistin er mettuð finnskri útkjálkastemmningu og vodkaþambi. Hljómsveitin spilar mest ffumsamin lög, en ef vel liggur á þeim keyra þeir í sígilda rokkstandarda eins og Wild Thing og Louie Louie. Hljómsveitin er tríó: PK syng- ur og spilar á gítar, Aske leikur á bassa og hljómborð og Espe trommar. PK og Aske eru bræður. Hljómsveitin hefur verið starfandi í um tíu ár, gef- ið út slatta af plötum, en þeitra síðasta verk, breiðskífan „Bare bone nest“ var sú fyrsta sem fékk alþjóðlega dreifingu. Hingað koma Finnamir ferskir eftir að hafa verið á haus við að taka upp nýja plötu sem kemur út bráðlega. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki samband við hljómsveitina til Finnlands og því bíður viðtal við 22 Pistepirkko til næsta Helgarvaggs. araverkið „On the road to Lesbos" - Áffam stelpur! Samkvæmispönk- hljómsveitin Dralla á nokkur lög sem menn ættu að kannast við af tónleikum. Piltamir þeysast t.d.í gegnum hin klassísku pung-stykki „Hestar“, „Drallustuð" og „Límið á Hlemmi“. Eins og áður segir fæst snældan í Þramunni og Plötubúðinni, en einnig í póstkröfu frá Gallerý Krúnk/Álakvísl 54/110 Reykjavík. Á meðan Krúnk-menn krúnka sitt pönk þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku hugsjóna-pönki. 22 Pistepirkko á 2 Vinum i mars. Mynd: Kristinn. Pönk fró Gallerý Krúnk NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.