Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Blaðsíða 18
Krumminn á skjánum Valdemar og Maria Landslag og spenna Kvikmyndin Foxtrot verður á dagskrá Sjónvarpsins á sunnu- dagskvöldið. Hálfbræðurnir Tommi og Kiddi standa í peningaflutningum milli lands- hluta, átökum, karpi og drykkju. Á leið þeirra veröur stelpuræfillinn Lisa og kynnin við hana verða bræðrunum örlagarík eins og gengur. Myndin var á sínum tíma aug- lýst sem fyrsta íslenska spennu- myndin, en skoðanir eru mjög skiptar um það hversu spennandi hún er. Eins í flestum íslenskum myndum leikur landslagið eitt að- alhlutverkið, og á það er svo sem alltaf hægt að góna. Höfundur handrits er Sveinbjöm I. Baldvins- son, Karl Oskarsson kvikmyndaði, en leikstjóri er Jón Tryggvason. Með aðalhlutverk fara þeir Valde- mar Öm Flygenring og Steinar Ól- afsson. Með hlutverk Lísu fer hin gullfallega leikkona María Ellings- en sem nú ku gera það gott sem Austur-Þjóðverji í sápuóperunni Santa Barbara í Kalifomíu. Þá ber þess að geta að Norðmenn hafa rænt Foxtrot eins og öðmm menn- ingarverðmætum. A þýskri kvik- myndaleigu sem Kmmminn rakst inn á var myndin á áberandi stað í hillu og stóð skýmm stöfum á spóluhulstrinu: Norsk spennu- mynd. Úr draumaverksmiðjunni Eina kvikmynd Sjónvarpsins í kvöld er ekki af verri endanum ef menn eru fyrir breskar sakamála- myndir. Þeir félagar Wexford og Burden reyna að leysa dularfullt morðmál, sem höfundur þeirra, Ruth Rendeli, hefur lagt þeim í hendur. Ekki em merkilegar kvikmynd- ir kvöldsins á Stöðinni. Þær skreyta engar stjömur eða þekktir leikstjórar. Ekki er samt úr vegi að telja þær upp hér fyrir þá sem eiga afmglara. Götudrottningar er fyrst á dag- skránni. Lífið er sagt hafa aldeilis leikið við hana Katarínu þar til betri helmingurinn finnst myrtur í rúmi gleðikonu. Kata hefur upp á drósinni og taka kellumar höndum saman og ákveða að leysa málið. Til þess að það megi verða telja þær stöllur nauðsynlegt að breyta húsmóðurinni Kötu í drottningu næturinnar. A eftir Götudrottning- unum tekur myndin Fallinn engill við og virðist heiti hennar gefa í skyn að efnisþráður hcnnar sé ekki ósvipaður og þeirri fyrri. Fallinn engill segir frá dularfullu hvarfi stúlku nokkurrar. Hálftíma eftir miðnætti fara ýmsar kynjaverur á stjá í myndinni Skrímslasveitin. Segir þar af hugrökkum krökkum sem reyna að bjarga heimabæ sín- um frá blóðsugum og forynjum. Allar myndir Stöðvarinnar í kvöld eru bannaðar bömum, líka sú um krakkana, enda löngu komið fram yfir háttatíma. Blaðasnápar er fyrri mynd Sjónvarpsins á laugardag. Snápam- ir eru breskir og starfa fýrir gulu pressuna, og svífast að sjálfsögðu einskis í sorafréttaleit sinni. A eflir pressunni fáum við hvíta hrafna á skjáinn. Þar er á ferðinni frönsk verðlaunakvikmynd eftir Maurice Pialet, sem kallast Æska og ástir (A nos amours). Segir þar frá hinni 15 ára, bráðþroska Suzanne og vin- konum hennar. Lítum þá yfir bíómyndir Stöðv- arinnar annað kvöld. Líf að láni um jakkafatamann í Afríku og undur- fagra, fáklædda górilluáhugakonu lofar vissulega góðu. Lokaáminn- ing er næst, þar er einkaspæjarinn Harry Stoner á ferð í bókasafni. Vitfirring er sögð vera bresk sál- fræðihrollvekja og er hún, eins og hrollvekjum ber, á dagskrá eftir að klukkan slær tólf. í myndinni em sagðar íjórar dularfullar sögur, sem fá hárin til að rísa á höfði sófakart- aflna. Síðasta mynd Stöðvarinnar (Kræfir kroppar!) fjallar um karla sem komnir em af léttasta skeiði, en lenda heldur betur í heitum æv- intýmm með ungum og fagurlega sköpuðum gellum á strönd í Kali- fomíu. Eins og allir vita em gaml- ir, feitir karlar ómótstæðilegir í augum ungra, fallegra kvenmanna. Mynd sem eflaust er hin besta skemmtun fyrir miðaldra konur. S j ó n v a r p Ljúfsárar minningar Manstu gamla daga er á dagskrá Sjónvarpsins annað kvöld. Gestgjafi er gamli Ríó-tríarinn Helgi Pé, en í þættinum er fortíöarþráin í fyr- irrúmi og tónlist gömlu, góðu daganna rifjuð upp. Að þessu sinni verður blómatíminn allsráðandi og söngkonumar Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Mjöll Hólm og Anna Vilhjálms syngja sín ljúfustu lög. Þá verða í þættinum sýndar mynd- ir frá ámnum kringum 1970 af ungu fólki í útvíðum buxum með túberað hár, og munu þær eflaust vekja kátínu þeirra sem tímann lifðu, en aðdáun tán- inga. Föstudagur 18.00 Paddington (1) 18.30 Beykigróf (5) Nýr, breskur myndaflokkur þar sem segir frá uppátækjum unglinga í félags- miðstöð í Newcastle á Englandi. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Hundalíf (5) 19.30 Shelley 20.00 Fréttir og veður 20.35 Kastljós og veður 20.35 Fjársjóður hefur tapast, finn- andi vinsamlegast hafi samband (4) Félagar úr Flugbjörgunar- sveitinni og hjálparsveit skáta á Akureyri leita að verðmætum úr sögu þjóðarinnar. Umsjón Jón Bjórgvinsson. Kynnir ásamt hon- um Jón Gústafsson. 22.10 Samherjar (7) 22.35 Klækjavefur Bresk sjón- varpsmynd frá 1990 byggð á sakamálasögu eftir Ruth Ren- dell. Hér eru á ferð góökunningj- ar sjónvarpsáhorfenda, lögreglu- mennirnir Wexford og Burden, og leysa enn eina dularfulla morðgátuna. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 13.45 Enska knattspyrnan Bein út- sending frá leik Manchester Un- ited og Arsenal I fyrstu deild ensku knattspyrnunnar. Umsjón Bjarni Felixson. 16.00 Iþróttaþátturinn I íþróttaþætt- inum verður að vanda fjölbreytt efni úr ýmsum áttum, þar á með- al: 16.00 Manarrallið 1991 Öku- þórinn Steingrímur Ingason var á meðal keppenda. 17.00. Al- þjóðlegt fimleikamót. 17.50 Úrslit dagsins. Umsjón Samúel Öm Eriingsson. 18.00 Múminálfarnir (1) Teikni- myndaflokkur um álfana í Múm- índal þar sem allt mögulegt og ómögulegt getur gerst. Leikradd- ir Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.25 Kasper og vinir hans (26) (Casper & Friends) Bandarískur myndaflokkur um vofukrílið Ka- sper. Leikraddir Leikhópurinn P anlacía 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Poppkom Glódis Gunnars- dóttir kynnir tónlistarmyndbönd af ýmsu tagi. Dagskrárgerð Þið- rik Ch. Emilsson. 19.30 Úr rlki náttúrunnar Risakol- krabbar Bresk fræöslumynd um leiðangur sem farinn var út af vesturströnd Norður-Ameriku. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Lottó 20.40 Manstu gamla daga? Annar þáttur: Á útvíðum buxum með túberað hár i þættinum koma fram fimm söngkonur sem voru i sviðsljósinu um og eftir 1970. Þær eru Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Erla Stefánsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Mjöll Hólm og Anna Vilhjálms. Úmsjónarmenn eru Jónatan Garðarsson og Helgi Pétursson sem jafnframt er kynnir. 21.20 Fyrirmyndarfaöir (2) 21.50 Blaðasnápar Bresk/kanadisk sjónvarpsmynd frá 1990. Grá- glettnisleg mynd um líf og störf slúöurblaöamanna í Fleet Street. Leikstjóri Les Blair. 23.25 Æska og ástir Frönsk bíó- mynd frá 1984. I myndinni segir frá Suzanne, 15 ára stúlku, og vinkonum hennar sem styðja hver aðra þegar foreldranna nyt- ur ekki við. Þær hafa hugann all- an við stráka og loks kemur að því að ástin knýr dyra. Myndin vann til Césarverðlaunanna i Frakklandi 1984. 01.15 Útvarpsfréttir i dagskráriok Sunnudagur 14.00 Rudolf Serkin leikur Beethov- en (Klavierabend - Rudolf Serk- in) Upptaka frá tónleikum hins heimsfræga pianóleikara Rud- olfs Serkins i Vinarborg í októ- ber 1987. Verkin sem hann leik- ur eru sónötur ópus 109, 110 og 111 eftir Ludwig van Beethoven. 15.15 Tónlist Mozarts Salvatore Accardo og Bruno Canine flytja sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 15.45 Bak við grindverkið ( - og bak gjerdet bor Claudia) I mynd- inni segir frá Claudiu, 15 ára stúlku sem á heima i smáþorpi i regnskógum Norður-Brasiliu. Myndin er sýnd i tengslum við söfnun sem sérskóla-, fram- haldsskóla- og iðnnemar standa fyrir 24. október ásamt Hjálpar- stofnun kirkjunnar, en söfnunar- fénu á að verja til að auka menntunarmöguleika barna og unglinga i Brasiliu og Chile. (Nordvision - Norska sjónvarpið) 16.20 Svipmynd úr lífi gleriista- manns Þáttur um Leif Breiðfjörð. Umsjón Bryndís Schram. Stjórn upptöku Viðar Vikingsson. Aður á dagskrá 30. apríl 1983. 16.40 Ritun Þriðji þáttur: Ritgerðir Hvernig skrifa á ritgeröir og greinar. Umsjón Ólina Þorvarð- ardóttir. Áður á dagskrá í Fræðsluvarpi 16. 11. 1989. 16.50 Nippon - Japan síöan 1945. Þriðji þáttur: Efnahagsundrið og byrðar þess. Breskur heimilda- myndaflokkur í átta þáttum um sögu Japans frá seinna stríði. I þessum þætti er m.a. fjallaö um fólksflutninga úr sveitum i borgir, tilstandið í kringum Ólympiuleik- ana 1964 og efasemdaraddir þeirra sem töldu þjóðina of háða Bandaríkjamönnum. Þulur Helgi H. Jónsson. 17.50 Sunnudagshugvekja Ármann Kr. Einarsson rithöfundur flytur. 18.00 Sólargeislar (26) Blandaöur þáttur fyrir börn og unglinga. Umsjón Bryndís Hólm. 18.30 Babar (4) Frönsk/kanadisk teiknimynd um filakonunginn Ba- bar. Leikraddir Aöalsteinn Berg- dal. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Vistaskipti (7) Ný syrpa um nemendur Hillman-skóla. 19.30 Fákar (10) Þýskur mynda- flokkur um fjölskyldu sem rekur búgarð með íslenskum hrossum í Þýskalandi. Leikstjóri Christian Kabisch. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Gull í greipar Ægis. Annar þáttur af þremur um sokkin skip við strendur landsins og lifríkið i kringum þau. Að þessu sinni er kafað niður að breska olluflutn- ingaskipinu El Grillo sem liggur á 40 meta dýpi i Seyðisfirði. Um- sjón Sveinn Sæmundsson. Dag- skrárgerð Björn Emilsson. 21.15 Ástir og alþjóöamál (7) Franskur myndaflokkur. 22.10 Foxtrott Islensk bíómynd frá 1988. Tveir bræður taka að sér að flytja peninga frá Reykjavík austur á land. Á leiöinni taka þeir unga stúlku upp I bílinn og hún á eftir að hafa afdrifarík áhrif á lif þeirra. Leikstjóri Jón Tryggva- son. Aðalhlutverk Valdimar Örn Flygenring, Steinarr Ólafsson og María Ellingsen. 23.45 Listaalmanakið Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 23.50 Útvarpsfréttir í dagskráriok. Mánudagur 18.00 Töfraglugginn (24) 18.20 Drengurinn frá Andrómedu (6) Lokaþáttur. Breskur mynda- flokkur fyrir börn og unglinga. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Á mörkunum (44) Frönsk/kanadisk þáttaröð sem gerist í smábæ á landamærum Bandaríkjanna og Kanada um 1880. 19.30 Roseanne (10). 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Fólkið í Forsælu (6). 21.00 Iþróttahornið. 21.20 Hugsaö heim til Islands Seinni þáttur Þáttur um Vestur- Islendinga. Rætt er við Mæju Ár- dal leikhússtjóra, leikara og leik- stjóra og Pál Árdal heimspeking. Dagskrárgerö Marteinn St. Þórs- son. 21.55 Nöfnin okkar. Lokaþáttur I þessum siðasta þætti syrpunnar verður fjalað um nafnið Ingi- björg. Umsjón Gísli Jónsson. Dagskrárgerð Samver. 22.00 Hjónbandssaga (2) Annar þáttur. Breskur myndaflokkur sem gerist i byrjun aldarinnar og segir frá hjónabandi rithöfund- anna Vitu Sackville-West og Harolds Nicolsons. Aðalhlutverk: Janet McTeerog David Haig. 23.00 Ellefufréttir 23.00 Þingsjá 23.30 Dagskráriok Föstudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Gosi Falleg teiknimynd um ævintýri litla spytustráksins. 17.55 Umhverfis jörðina. . 18.20 Herra Maggú 18.25 Á dagskrá 18.40 Bylmingur. 19.19 19.19 20.10 Kænar konur. 20.40 Ferðast um tímann. 21.30 Götudrottningarnar Lifið lék við Catharine Cramer þar til dag- inn sem eiginmaöur hennar heittelskaður finnst myrtur á heimili gleðikonu. Aðalhlutverk: Cindy Wiliams og Markei Post. Leikstjóri Jack Bender. (1989) Bönnuð börnum. 23.05 Fallinn engill Spennumynd um föður sem leitar dóttur sinn- ar, en hún hvarf á dularfullan hátt eftir skotárás (1988)00.35 Skrímslasveitin Létt hrollvekja um krakkahóp sem reynir að bjarga heimabæ sínum þegar hópur blóðsuga og annarra kynjavera ætlar að raska ró bæj- arins. Aðalhlutverk: André Go- wer, Robby Kieger. (1987) Stranglega bönnuð börnum. 01.55 Dagskrárlok Stöðvar tvö En við tekur næturdagskrá Bylgj- unnar. Laugardagur 09.00 Meö afa 10.30 Á skotskónum. 10.55 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Fimm og furöudýrið. 11.25 Á ferð með New Kids on the Block Teiknimynd. 12.00 Á framandi slóðum Óvenju- legir staðir um víða veröld sóttir heim. 12.50 Á grænni grund Endurtekinn þáttur frá sl. miðvikudegi. 12.55 Tapað - fundið Myndin segir frá fráskilinni konu sem kynnist ekkjumanni í fjallshlið á skíða- svæði i Frakklandi. Þau fella hugi saman og gifta sig hið snar- asta. Aðalhlutverk: Glenda Jack- son, George Segal. Leikstjóri Melvin Frank. (1979) Lokasýn- ing. 15.00 Litli folinn og félagar hans. 16.30 Sjónaukinn Endurtekinn þátt- ur þar sem Helga Guðrún bregö- ur sér i leiðangur um heim hestamanna á höfuðborgar- svæðinu. 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók Tónlistarþáttur. 18.30 Bllasport Endurt. frá sl. mið- vikudagskvöldi. 19.19 19.19 20.00 Morðgáta Léttur spennu- myndaflokkur með Angelu Lans- bury I aðalhlutverki. 20.50 Á norðurslóöum Lífið og til- veran þarna i Cicely er ekki al- veg það sem hann bjóst við og gengur svona nokkurn veginn sinn vanagang með einhverjum undantekningum. 21.40 Llf að láni Rómantísk ævin- týramynd. Aðalhlutverk: Matt Sa- linger, Joanna Pacula og John Kani. Leikstjóri Camilo Vila. (1989) 23.15 Lokaáminning Einkaspæjar- inn Harry Stoner fær það verk- efni að leysa mál sem kemur upp á bókasafni. Aðalhlutverk Gil Gerard, Steve Landesberg og Melody Anderson. (1989) Bönnuð börnum. 00.45 Vitfirring Bresk sálfræðihroll- vekja þar sem sagðar eru fjórar dularfullar sögur sem virðast ekki eiga við neina stoð að styðj- ast í raunveruleikanum. Aðal- hlutverk: Donald Pleasence, Jack Hawkins, Joan Collins. Leikstjóri Freddie Francies. Stranglega bönnuð börnum. 02.15 Kræfir kroppar Það er ekki amalegt að vera innan um fallegt kvenfólk á strönd Kaliforníu. Sér í lagi þegar grái fiðringurinn er farinn að hrjá mann, eða hvað? Aöalhlutverk: Grant Cramer, Te- al Roberts og Gary Wood. Leik- stjóri Mark Griffiths. (1984) 03.45 Dagskráriok. Sunnudagur 09.00 Litla hafmeyjani. 09.25 Hvutti og kisi 09.30 Túlli 09.35 Fúsi fjörkálfur 09.40 Steini og Olli 09.45 Pétur Pan Teiknimynd. 10.10 Ævintýraheimur Nintendo . 10.35 Ævintýrin I Eikarstræti. (10) 10.50 Blaöasnápamir. 11.20 Geimriddarar. 11.45 Trýni og Gosi 12.00 Popp og kók Endurtekinn. 12.30 Anthony Quinn Þessi ein- stæða heimildarmynd fjallar um leikarann og listamanninn Ant- hony Quinn.. 13.25 ítalski boltinn Bein útsending. 15.15 Rikky og Pete Rikky er söng- elskur jarðfræðingur og bróðir hennar Peter er tæknifrík sem elskar að hanna ýmiss konar hluti sem hann notar siðan til að pirra fólk. Aðalhlutverk Stephen Kearney og Nina Landis. Leik- stjóri Nadia Tass. (1988) Loka- sýning. 16.55 Þrælastriðið I þessum þætti fylgjumst við með viöburöaríkum atburðum vorsins 1863. Þá vinn- ur Lee sinn áhrifamesta sigur, en kostnaðurinn reynist honum dýrkeyptur. 18.00 60 mínútur Fréttaskýringa- þáttur. 18.40 Maja býfluga Teiknimynd með íslensku tali. 19.19 19.19 20.00 Karpov - goðsögn í lifanda lífi - Þáttur um skáksnillinginn A- natoly Karpov, sem hefur verið ( fremstu röð skákmanna f mörg ár. Hallur Hallsson ræðirvið Kar- pov og skyggnist yfir farinn veg og jafnvel aðeins inn I framtíð- ina. Umsjón Hallur Hallsson. Dagskrárgerð Maria Mariusdóttir (1991) 20.30 Hercule Poirot Poirot og Hastings þýðast boð manns um að koma á korraveiðar. Veiöi- mennskan fær skjótan endi þeg- ar slysaskot særir einn veiði- manninn á hendi. En þetta skot er aðeins byrjunin á flóknu saka- máli. 21.25 Konumorð við Brewster stræti Átakanleg framhaldsmynd I tveimur hlutum um hóp kvenna sem tók höndum saman I barátt- unni gegn afskiptaleysi þjóðfé- lagsins gagnvart minnihlutahóp- um. Seinni hluti er á dagskrá annaö kvöld. (1989) 23.00 Flóttinn úr fangabúðunum Fimmti þáttur. 23.55 Allan sólarhringinn Gene Hackman er hér i hlutverki manns sem hefur ástarsamband við eiginkonu nágranna síns þegar hann er lækkaður I starfs- tign og látinn stjórna lyfsölu sem opin er allan sólarhringinn. 01.20 DagsLrárlok. Mánudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Litli folinn og félagar. 17.40 ( frændgarði Þessi einstaka fallega og vel gerða framhalds- mynd er byggð á samnefndri sögu rithöfundanna D. H. Lawr- ence og Mollie Skinner. Jack er átján ára gamall þegar hann er sendur á ástralskan bóndabæ. Þetta er fyrsti hluti af fjórum. 18.30 Kjallarinn 20.10 Dallas 21.00 Ættarsetrið Lokaþáttur. 21.50 Konurnar við Brewster stræti Seinni hluti þessarar átakanlegu framhaldsmyndar sema fjallar um einstaka baráttu kvenna, sem tilheyra minnihlutahópnum, fyrir rétti sínum sem konur og samfélagsþegnar. Það er einnig athyglisvert að myndin er gerð af konum um konur. (1989). 23.10 italski boltinn Mörk vikunnar. 23.30 Fjalakötturinn. Maður með myndavél Þetta er mynd frá ár- inu 1929. I myndinni koma ekki fyrir neinir leikarar. Myndin er sérstæð að þvl leyti að áhorf- andinn fylgist með daglegu lifi venjulegs fólks með kvikmynda- tökuvélinni. Myndin er án tals en tónlist skipar í staðinn töluverð- an sess. Myndin þykir vera af- burða vel gerö, og á sínum tlma nýjung I kvikmyndagerö og hefur markað spor sin I kvikmynda- söguna. Leikstjóri Dziga Vertov. 00.35 Dagskrárlok NÝTT HELGARBLAÐ 1 8 FÖSTUDAGUR I8. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.