Þjóðviljinn - 29.10.1991, Blaðsíða 3
9
VlÐHORF
29. október
er þriðjudagur.
302. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík
kl. 8.59 - sólaríag kl.
17.22.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Tyrk-
lands. Alþýðublaðið hefur
göngu sina 1919.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Roosevelt ræðst á nazis-
mann og skýrir frá fyrirætl-
unum Hitlers um Ameríku.
Ræðu forsetans vel tekið í
Bandaríkjunum og Eng-
landi. Rauði herinn gerir
áköf gagnáhlaup á Mos-
kvavígstöðvunum.
fyrir 25 árum
Landsfundur settur í gær:
Alþýðubandalagsfélögin
nú orðin 38 að tölu og fé-
lagsmenn um 2000. De
Gaulle ítrekar gagnrýni
sína á Bandaríkin: Banda-
ríkjaherinn verði á brott frá
Vietnam - loftárásimar
andstyggð.
Sá spaki
Það sem maður ýtir aftur
fyrir sig finnur hann fyrir
framan sig.
(Finnskur málsháttur)
Hvemig líst þér á
íslandmótið
í körfubolta til þessa?
Kolbeinn Pálsson
formaður Körfu-
boltasambands
Islands
Það sem af er mótinu er hægt að
fullyrða að það verður jaín
spennandi og undanfarin ár.
Það virðist sem svo að öll liðin
geti unnið hvert annað, það er
helst að Snæfell og Skallagrím-
ur eigi erfitt uppdráttar nú í
byijun móts, en það er of
snemmt að dæma þau lið úr
leik. Keflvíkingar virðast vera
feikna sterkir og hafa byijað
mótið mjög vel, en það hefur
sýnt sig að lið sem byija með
slíkum krafti eiga oft erfitt með
að halda fengnum hlut.
Hveijir það verða sem komast í
úslitakeppni er alveg útilokað
að spá fyiir um.
Opið bréf til stjómvalda frá
Bandalagi íslenskra listamanna
yslenskir listamenn fagna þeim
I áfanga sem náðst hefur með lög-
Xum um listamannalaun sem sam-
þykkt vom á síðasta þingi og tóku
gildi þann 1. september siðastíiðinn.
Það er engum vafa undirorpið að
starfsskilyrði listamanna á Islandi
munu batna vemlega þegar lög
þessi koma til framkvæmda en
hingað til hafa þeir orðið að sætta
sig við kiör og vinnuaðstæður sem
em mikiu verri en þekkjast hjá
starfsbræðrum þeirra og systrum í
nálægum löndum. Markmiði lag-
anna um listamannalaun verður þó
ekki náð nema staðið verði við þau
ákvæði þeirra sem kveða á um það,
að framlög til starfslaunasjóðanna
skuli aukast jafnt og þétt á næstu
fimm árum. Það verður þvi ekki fyrr
en að þeim tíma liðnum sem sést
endanlega hvort stjómvöld hafi í
þessu mikilvæga máli látið athafhir
fylgja orðum eður ei.
I fjárlagafrumvarpi rikisstjómar-
innar fyrir árið 1992 kemur fram að
framlög til listastarfsemi og lista-
stofnana í lándinu munu í flestum
tilfellum annað hvort hækka mun
minna á þessu ári til hins næsta en
sem nemur almennum verðlags-
hækkunum, eða að þau muni standa
í stað, þ.e.^.s. framlögin lækka að
raungildi. I þessu sambandi má
benda á stofnanir eins og Kvik-
myndasjóð, Listasafn Islands, Sin-
fóníuhljómsveit Islands, Listskreyt-
jngasjóð, Leikfélag Reykjavikur og
Islenska tónverkamiðstöð. Allar
þessar stofnanir munu skv. fjárlaga-
frumvarpinu búa við skertan fjárhag
á næsta ári. Þá em skv. frumvarpinu
ffamlög rikisins til einstakra stofn-
ana og sjóða, sem sinna listsköpun,
skorin beinlínis niður og er vandséð
hvemig starfi þessara stofhana og
sjóða verður sinnt í framtíðinni ef af
þessum niðurskurði verður. I þessu
sambandi má benda á stórfelldjin
niðurskurð til Kvikmyndasafns Is-
lands, Menningarsjóðs og til Banda-
lags íslenskra leikfélaga. Framlag til
Eeirrar blómlegu starfsemi sem fram
efur farið innan veggja Listasafhs
Sigurjóns
Olafssonar
er skorið ...
niður um
h v o r k i
meira né
minna en
62 prósent.
Alþyðuleik-
húsið er
svipt fjár-
veitingu til
starfsemi
sinnar og er
því ætlað að
keppa við
atvinnuleik-
hópa um
fjarmögn-
un. Þjóð-
leikhúsið
fær skv.
fj árlaga-
frumvarp-
inu ekki 1 mr.T-jss
bættan þann
stórfellda niðurskurð sem varð á
ftamlögum til listsköpunar í húsinu
á þessu ári, en eins og allir vita þá
var sá niðurskurður réttlættur með
þvi að starfsemi hússins væri um-
fangsminni en í venjulegu ári vegna
Eeirra breytinga sem þurfli að gera á
yggingunni.
Islendingar standa nú á þrösk-
uldi nýrra tíma hvað varðar sam-
skipti þeirra við aðrar þjóðir. Um
þessar mundir er rætt í pingsölum
um þátttöku okkar í evrópsloi efna-
hagssvæði og mun sá samningur
Þvert á móti endurspeglar það
sinnuleysi stjómvalda gagn-
vart þeirri staðreynd að ís-
lensk þjóðmenning mim aldrei
dafna óstudd í heimi þar sem
landamæri em ekki lengur til
vamar og skilningsleysi á því
að nú frekar en nokkm sinni
fyrr er stórátaks þörf ef Island
á ekki að verða sviplaus og
menningarsnauður útkjálki.
hafa í íor með sér grundvallarbreyt-
ingar á lífsskilyrðum og menningar-
lín í landinu. Hvort sem verður af
fullgildingu þessa samnings eða
ekki þá er ljóst, að samskipti okkar
við aðrar þjóðir munu stóraukast og
eflast á næstu áratugum. Þetta á ekki
síst við sam-
skipti á sviði
— lista og
menningar.
Fjölmargir
óttast að
þessi auknu
samskipti
grafi undan
í s 1 e n s k r i
þjóðmenn-
mgu og leiði
til þess að ís-
lensk tunga
eigi undir
högg að
sækja. Þessi
ótti er ekki
ástæðulaus
þegar litið er
til þess að fá-
mennar þjóð-
ir hafa hmgað
til átt erfitt
..m með að halda
lit í þeirri
sambræðslu þjóðmenninga, sem nú
má sjá um víða veröld. Hins vegar
skal á það bent að íslensk mennmg
hefur blómgast hvað best þegar hún
hefiir óhindrað getað sótt ser nær-
ingu til annarra menningarsvæða og
Sgar menningarlífinu er ögrað með
imboði á því besta sem aðrar
menningarþjóðir hafa haft ffarn að
fasra. Umræðan um þessi mál hefhr
til þessa einkennst um of af tepru-
skap og feimni, og fyrir bragðið nef-
ur ekki enn skapast sá þrýstingur
sem einn getur knúið stjómvöld og
fólkið i.landinu til nauðsynlegra að-
gerða. Islenskir listamenn telja að
Islendingar verði nú þegar að bregð-
ast við pessum miklu breytingum,
sem era að verða og hafa nú þegar
orðið á samskiptum þjóðanna, með
því að marka framsækna menning-
arstefhu sem felur í sér stórátak sem
styrkir þær stoðir sem íslenskt
menningarlíf hvilir nú á. Slíkt átak
ætti ekki síst að beinast að skóla og
ffæðslumálum og að því að efla
með öllum ráðum sem við þekkjum
nýsköpun á sviði vísinda og lista.
Því miður er ekki hægt að greina
neina mntalsverða tilburði í þessa átt
í því fjárlagafrumvarpi sem nú hefur
verið lagt fram. Þvert á móti endur-
speglar það sinnuleysi stjómvalda
gagnvart þeirri staðreynd að íslensk
pjoðmenning mun aldrei dafna
óstudd í heimi þar sem landamæri
era ekki lengur til vamar og skiln-
ingsleysi á því að nú ffekar en
pokkra sinni fyrr er stórátaks þörf ef
Island á ekki að verða sviplaus og
menningarsnauður útkjálki.
Aðaífundur Bandalags íslenskra
listamanna skorar á ráðamenn þjóð-
arinnar að sýna ffumkvæði, sem eft-
ir verður tekið, á þessu sviði, t.d.
með margföldum fiárffamlögum ffá
því sem nú er til dagskrárgerðar í ,
sjónvarpi. Slíkt ffunucvasði mundi
vafalaust efla trú fólksins í landinu á
því að landsfeðumir séu til þess
næfir að leiða islensku þjóðina til
nýrra tíma. Þá værirslíkt trúverðug
vísbending um að íslendingar ætn
að nesta sig með stórtækum hætti til
þeirrar vegferðar sem bíður þeirra í
óljósri ffamtíð.
Samþykkt á
Bandalags íslenskra listamanna
haldinn íViðey
þann 26. október 1991
Án þess að þurfa að mæta á staðinn
K
Fyrir margt löngu var á dögum
í Mið-Austurlöndum sá maður sem
öllum öðram ffemur hefur sett
mark sitt á mannlíf vesturlandabúa
undanfamar aldir. Af lifsstarfi hans
og kenningum spruttu trúarbrögð
sem milljarðar manna_ um allan
heim iðka enn, og eru Islendingar
þar á meðal. Þetta var Jesús ffá
Nasaret sem boðaði fyrirgefningu
syndanna, amaðist við rikidæmi
hinna fáu, „og hann steypti niður
smápeningum vixlaranna og hratt
um borðum þeirra,“ eins og segir
orðrétt í þeirri bók sem er öðram
útbreiddari og nefnd er Heilög
ritning. Sjálfur var ffelsarinn mað-
ur fátækur og afar frábitinn þeim
auði sem er þessa heims: „Hversu
torvelt mun verða fyrir þá, sem
auðæfin eiga, að ganga inn í guðs-
ríkið! Því að auðveldara er fyrir
úlfaldann að ganga gegnum nálar-
augað en fyrir rikan mann að
ganga inn í guðsríkið," er haft eftir
honum í ritningunni. Hann haföi
með öðrum orðum samúð með lít-
ilmagnanum og taldi síðasta pen-
ing fátæku ekkjunnar margfalt
meira virði en öll auðæfi ríka
mannsins.
Við búum við ákaflega traust
fyrirkomulag í trúarlegum efnum
hér á landi. Þjóðin er svo að segja
öll í einni kirkju, þar sem boðend-
ur fagnaðarerindisins era opinberir
starfsmenn. Þetta er líklega skyn-
samlegt fyrirkomulag þvi trúmálin
era nú einu sinni þannig að hæfi-
legt skikk á hlutunum er áreiðan-
lega af hinu góða, annars getur svo
farið að mannskapurinn leiðist út í
ótímabært ratl.
í þjóðfélagi nútimans er kaup-
skapur og umsýslan með peninga
sjálfur grundvöllur mannlífsins.
Nafn: Bragi Bencdiktsson
Starf: Sóknarprestur
Mitt álit; Jig á Kjarabréf, Mnrkbréf ug Skyiulibréf.
Það erþægilegt fyrir mig nem bý úl á landi að geta
keypt og selt bréfin með einu símlali. Þannig nte ég
hámarksávöxtun án þess að þurfa að mreta á staðinn ‘
Markaðurinn, með sínum sjálf-
stæðu lögmálum framboðs og eft:
irspumar, á að leysa allan vanda. I
slíku þjóðfélagi er heppilegt fyrir
boðendur fagnaðarerindisins að
eiga leið til að taka þátt í því sem
boðið er upp á án þess að þurfa að
ganga um of á svig við hugmyndir
meistarans frá Nasaret. Dæmi um
þetta mátti sjá í auglýsingu í Morg-
unblaðinu sl. fimmtudag. Þar
gengur Bragi Benediktsson, sókn-
arprestur á Reykhólum, privat og
persónulega ffarn fyrir þjóðina og
segir nokkuð af högum sinum í
þágu Verðbréfamarkaðar Fjárfest-
ingafélagsins. Séra Bragi segir frá
því í auglýsingunni að hann sé 55
ára, eigi nýjan bíl af gerðinni Dai-
hatsu Applause. Hann segist hafa
áhuga á landbúnaðarmálum og fé-
lagsmálum, en áhugi hans á öðrum
málum kemur ekki fram. Síðan
segir hann: „Ég á Kjarabréf, Mark-
bréf og Skyndibréf. Það er þægi-
legt fyrir mig sem bý út á landi að
geta keypt og selt bréfin með einu
símtali. Þannig næ ég hámarks-
ávöxtun án þess að þuifa að mæta
á staðinn.“
Þetta finnst Þrándi merkar upp-
lýsingar frá manni sem hefur tekið
að sér að boða kenningar meistar-
ans sem „steypti niður smápening-
um víxlaranna og hratt um borðum
þeirra,“ og hélt því blákalt ffarn að
auðveldara væri fyrir „úlfaldann að
ganga gegnum nálaraugað en fyrir
ríkan mann að ganga inn í guðsrik-
ið.“ Nú er öldin önnur. Með nú-
tímatækni má auðveldlega komast
inn í helgidóm víxlaranna með
einu símtali. Háþróuð tækni nútím-
ans gerir presti með áhuga á „land-
búnaðarmálum og félagsmálum"
kleifl að glíma á tvennum víg-
stöðvum samtímis, helgidómi víxl-
arans og helgidómi kirkjunnar.
Þetta er auðveldlega hægt „án þess
að þurfa að mæta á staðinn,“ sem
höfundi kenninganna sem hann
boðar heföi ekki þótt par fínn, svo
ekki sé nú meira sagt. Til hvers
þetta hagræði leiðir er svo annað
mál, en samkvæmt kenningunni
verður gangan um nálaraugað
þeim mun erfíðari sem „hámarks-
ávöxtunin" er tilkomumeiri og má
um það segja: den tid, den sorg.
- Þrándur.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. október 1991