Þjóðviljinn - 29.10.1991, Blaðsíða 5
FKÉniR
INN í 21. ÖLDINA
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróöherra
bo&ar til almennra borgarafunda um EES-
samninginn sem hér segir:
ísafjör&ur, mónudaginn 28. okt. kl. 20:30
í Stjórnsýsluhúsinu.
Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt.
kl. 20:30 ó Höf&anum.
Siglufjör&ur, föstudaginn 1 . nóv. kl.
21:00 ó Hótel Höfn.
Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 1 1:00
í félagsheimilinu.
Dalvík, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00
í félagsheimilinu Víkurröst.
A& loknu inngangserindi svarar rá&herrann spurningum
fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Olafsson
UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ
Náttúruvemdarráð sakað um fölsun
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að umsögn Náttúru-
verndarráðs um skýrslu sérfræðinganefndarinnar um Mý-
vatnsrannsóknir sé byggð á hreinum fölsunum og að sumum
túlkunum og staðhæfingum þess sé ekki hægt að finna stað í
skýrslunni. Arnþór Garðarsson, prófessor í líffræði við Háskóla ís-
lands og formaður Náttúruverndarráðs, segir að þau vísindalegu
gögn, sem sérfræðinganefndin byggði á, séu flókin og því varla hægt
að ætlast til þess að menn átti sig á því hvað þau þýða í fljótu bragði.
Spurningin um áframhaldandi kísilnám í Mývatni virðist meðai
annars snúast um það hvort óvissa um afleiðingar kísiltökunnar á
iífrfki vatnsins verði túlkuð lífríkinu í hag, eða verksmiðjunni.
Stjóm Náttúrurannsóknastöðv-
arinnar við Mývatn lagðist i um-
sögn sinni gegn útvíkkun kísil-
námsins og taldi skýrslu sérfræð-
inganefndar um Mývatnsrannsókn-
ir sýna ffam á breytingar sem valdi
verulegri hnignun undirstöðulífs-
skilyrða í Mývatni. Náttúmvemd-
arráð komst að þeirri niðurstöðu að
stöðva beri kísilgúrtöku úr Mý-
vatni hið fyrsta og Landvemd hef-
ur tekið undir það álit. I samþykkt
sveitarstjómar Skútustaðahrepps er
lýst furðu á þessum niðurstöðum
ofangreindra aðila og sagt að í
skýrslu sérfræðinganefndarinnar
hafi ekki tekist að sanna tengsl
milli sveiflna í Hffíki Mývatns og
starfsemi Kisiliðjunnar.
Amþór Garðarsson segir Nátt-
úruvemdarráð ekki vera hags-
munaaðila í þessu máli heldur
reyni ráðið að túlka niðurstöður
rannsókna á sem skynsamlegastan
hátt. Hann bendir á að sérfræð-
inganefndin geri sér ekki far um að
túlka niðurstöður sínar heldur beri
þær einungis á borð svo að þeir að-
ilar sem málið varðar geti metið
þær. Samkvæmt núgildandi náma-
leyfi Kisiliðjunnar ber Náttúru-
vemdarráði beinlínis að leggja mat
á niðurstöður rannsókna á líffíki
Mývatns. Amþór segir að ffam-
setning á slíku mati hljóti alltaf að
vera einfolduð en meginatriðið fel-
ist í þeim breytingum á líffíki
vamsins sem sýnt er ffam á í
skýrslunni og séu rækilega skjal-
festar.
Á aðalfundi Landvemdar í
október síðastliðnum var því beint
til Náttúruvemdarráðs, umhverfis-
ráðuneytis og annarra opinberra
aðila að hafa í heiðri svonefnda
varúðarreglu sem verður æ meira
ríkjandi í alþjóðlegri umhverfis-
vemd. I varrúðarreglunni felst að
ef líkur eru á að framkvæmdir
valdi umhverfisspjöllum, beri að
túlka allan vafa umhverfi og líffíki
i hag. Enn ffemur er lögð áhersla á
að framkvæmdaaðilum beri að
sanna að athafhir þeirra valdi ekki
spjöllum.
Amþór Garðarsson segir að við
túlkun á skýrslu sérfræðinganefnd-
arinnar um Mývatn beri að hafa
Hvatt til sam-
einingar samtaka
lífeyrissjóða
Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, spurði þeirrar spurningar á
aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða hvort ekki væru
rök fyrir því að draga stóru lífeyrissamböndin saman í meiri
heild og einnig stóra lífeyrissjóði sem hvorki eru í SAL né Lands-
sambandi lífeyrissjóða. Hann beindi þvi til framkvæmdastjórnar
SAL að kanna málið frekar. Þorgeir Eyjólfsson, formaður LL, tekur
ekki vel í hugmyndir um ein stór samtök.
Fulltrúar á aðalfundi SAL tóku
vel í hugmyndir um sameiningu
lífeyrissjóða og hugsanlega sam-
einingu heildarsamtakanna, en á
sama tíma gagnrýndu ýmsir full-
trúar, sérstaklega sjóða utan af
landi, tilhneigingar SAL til mið-
stýringar. Eins var gagnrýndur
kostnaðurinn við rekstur sjóðanna
og samtakanna. Samþykkt var til-
laga þess efnis að árgjald lífeyris-
sjóðanna til SAL yrði 0,3 prósent
af tekjunum líkt og hefur verið síð-
ustu tvö ár.
„Ljóst er að einungis kostnað-
urauki myndi hljótast af samruna
sambandanna fynr lífeyrissjóði í
Landssambandinu þar eð aðildar-
gjald að SAL er þrisvar sinnnum
hærra en hjá LL í dag,“ sagði Þor-
geir um sameiningarhugmyndir.
„Einnig kemur til ólíkur uppruni
sambandanna og að reglugerðir
sjóða innan LL eru mismunandi.
Þeir myndu því ekki falla inn í
þann miðstýringarramma sem SAL
er rekið eftir þar sem aðilar vinnu-
markaðarins, VSÍ og ASÍ, hafa öll
tögl og hagldir,“ bætti hann við og
vildi líka taka fram að gott og
gæfuríkt samstarf hefði verið á
milli sambandanna.
Þórarinn V. Þórarinsson, ffarn-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði á aðal-
fundinum að nauðsynlegt væri að
fækka sjóðum og auka þannig hag-
kvæmni og bæta samkeppnisað-
stöðuna. Hanh sagði að SÁL yrði
að koma að þessu sjálft enda hing-
að til ekki verið sameinaðir sjóðir
nema vegna þess að þeir hafi verið
tilneyddir vegna fjárhagsstöðunnar.
Benedikt Davíðsson tók undir
með Ásmundi og og taldi jafnvel
rétt að mynduð yrðu ein samtök.
Hann benti á að meðferð fjármuna
væri sífellt stærra verkefni innan
sjóðanna, það er hvemig sjóðimir
ávaxta fé sitt. Hann sagði að leggja
þyrfti meira i þetta verkefni og og
mikilvægt væri fyrir sjóðina að
sameina kraftana þess vegna.
Staða lífeyrissjóðanna hefur
batnað mikið eftir tíma neikvæðra
raunvaxta á ámnum 1970-79 og
gefur góð raunávöxtun hin seinni
ár tilefni til bjartsýni, sagði Gunnar
J. Friðriksson, ffáfarandi formaður
SAL. Raunávöxtun SAL- sjóðanna
var 7,9 prósent 1989 og 7,3 prósent
1990 miðað við hækkun lánskjara-
visitölu.
Fram kom á aðalfundinum að
brýnt væri að umræða um fjárfest-
ingar með hlutabréf færi ffam inn-
an sjóðanna. Gunnar benti á að
vöxtur íslensks hlutabréfamarkaðar
á næstu ámm færi að vemlegu leyti
eftir því hve mikið lífeyrissjóðimir
fjárfestu i hlutabréfum.
Skortur á heildarlöggjöf um líf-
eyrissjóði var gagnrýnd á fundin-
um en ffumvarp til laga var samið
og tilbúið 1987. Ekkert hefur hins
vegar gerst í málinu í tíð þriggja
fjármálaráðherra utan að frumvarp-
ið var lagt ffam til kynningar vorið
1990. Ekki er talin von til þess að
ffumvarpið verði að lögum á þessu
þingj-
Á aðalfundinum var samþykkt
tillaga um að tengja lífeyri og líf-
eyrisréttindi við lánskjaravísitölu.
Ekki þykir rétt að miða lífeyrisrétt-
indin við taxtalaunin ein.
-gpm
Kfsiliðjan við Mývatn.
þessa varúðarreglu í heiðri enda
séu menn ekki að tala um hvaða
tjamarpoll sem er, heldur ómetan-
lega náttúmperlu. Sveitarstjóm
Skíátustaðahrepps hafnar varúðarT
reglunni óbeint í samþykkt sinni. í
samþykktinni er óvissan um bein
áhrif kísilnámsins á líffíkið túlkuð
verksmiðjunni í vil, þó með fyrir-
vörum um að fyllstu varúðar sé
gætt við kisiltöku í framtíðinni.
Andspænis varúðarreglunni
bendir sveitarstjómin á félagslegar
hagrænar afleiðingar þess ef Kisil-
iðjunni yrði lokað. Orðrétt segir í
samþykkt hennar: „Réttur fólks til
að lifa í landinu og nýta gögn þess
og gæði hlýtur að vera til staðar.
Verið er að fjalla um og ráðskast
með líf og tilveru einstaklinga. Ef
skerða á réttinn til að lifa í landinu
verður að gera mjög strangar kröf-
in- til sönnunar á réttmæti slíkra
ákvarðana.“
Magnús Jóhannesson, aðstoð-
armaður umhverfisráðherra, vildi
ekki svara því hvort varúðarreglan
yrði höfð í heiðri við ákvörðun um
áffamhaldandi námaleyfi Kísiliðj-
unnar. Hann sagði aðeins: „Við
munum ekki taka neina áhættu
með líffíki Mývatns“.
-ag
VEGABRÉF
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. október 1991