Þjóðviljinn - 29.10.1991, Blaðsíða 12
Hærri vextir
og aukið ríkis-
framlag lausnin
Fbrtíðarvandanefnd ríkisstjórnarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að
tíl þess að leysa uppsafnaðan vanda Byggingarsjóðs verkamanna
komi aðeins tvennt til greina, að auka ríkisframlag og/eða að hækka
vextí af þegar veittum lánum. Fortíðarvandi Byggingarsjóðs ríldsins
er talinn leystur, en vextir á lánum teknum eftir 1984 voru hækkaðir í 4,9
prósent í sumar og stefnt er að því að loka kerfinu með lagasetningu í vet-
ur. Þannig dugir eigið fé sjóðsins fyrír núverandi skuldbindingum.
Vandi Byggingarsjóðs verka-
manna felst í því, að ríkisframlag í
sjóðinn hefúr ekki dugað til að greiða
vaxtamuninn á teknum lánum og
veittum. Lán sjóðsins bera eitt prósent
vexti, en Húsnæðisstoínun tekur lán
með með 6,5-7 prósent vöxtum, mest-
megnis frá lífeyrissjóðunum. Utlánin
hafa aukist mikið á undanfömum ár-
um meðan rikisffamlagið hefur staðið
í stað og minnkað. Fyrir þetta gagn-
rýnir nefndin félagsmálaráðherra.
, j>að ætti að vera hlutverk félagsmála-
ráðherra að laga starfsemi sjóðsins að
því sem ffamlög úr rikisjóði á hveijum
tíma leyfa,“ segir í skýrslunni. Arið
1981 vom framlög ríkissjóðs í Bygg-
ingarsjóð verkamanna um 70 prósent
af útlánum, en þetta hlutfall var árið
1990 komið niður í um 12 prósent
Samkvæmt útreikningum um
stöðu sjóðsins sem Ríkisendurskoðun
hefiir metið telur nefhdin að fortiðar-
vandi sjóðsins hljóði uppá 8,4 mil-
jarða króna þegar gengið er útfrá þeirri
forsendu að sjóðurinn væri gerður upp
Drukknun í
Homafjarðarósi
Einn maður drukknaði og
annars er saknað eftir að að-
komubáti hvolfdi í Horna-
fjarðarósi. Lík þess sem
drukknaði fannst rekið í gær en
leit stóð fram á kvöld að hinum.
Fimm drengir á 16. aldursári,
sem voru um borð í bátnum, kom-
ust í gúmmíbát í land. Þeir voru
allir í björgunarvestum. -Sáf
í dag. Þá er búið að draga frá eigið fé
sjóðsins upp á 7,4 miljarða króna.
Fortíðarvandaneffidin undir for-
ystu Hreins Loftssonar aðstoðarmanns
forsætisráðherra telur að eina leiðin til
að koma í veg fyrir vanda sem þennan
sé að árlegt ffamlag úr ríkissjóði standi
undir vaxtamun tekinna og veittra lána
út lánstimann.
Tillögur nefndarinnar um úrbætur
hljóða upp á að ffekari skilyrði verði
sett fyrir lánveitingum með þvi að
endurmeta tekju- og eignamörk fyrir
lánveitingum. Lagt er til að sjóðurinn
sjálfur meti þörfina fyrir félagslegar
íbúðir, en ekki sveitarfélögin einsog
nú er. Nefhdin telur að hætta sé á þvi
að sveitarfélögin ofmeti þörfina.
Þá leggur nefndin til að lánskjörin
verði endurskoðuð, en mögulegt er að
hækka vexti á lánum teknum eftir
1984 þegar á skuldabréfin vom prent-
uð ákvæði um breytilega vexti. Vext-
imir eru endurskoðaðir efhr sex ár og
þá tekið tillit til tekju- og eignastöðu
lántakandans, hafi hagur hans batnað
nægilega em vextimir hækkaðir í 4,5
prósent.
Fortíðarvandanefhdin leggur einn-
ig til að reynt verði að lækka kostnað-
arverð íbúða með virkri áætlanagerð
þannig að þriðja hvert ár verði byggt
fjölbýlishús með sex íbúðum í stað
þess að byggja eitt parhús á hverju ári,
svo tekið sé dæmi nefhdarinnar. Þá er
lagt til að meira verði gert af því að
kaupa eldra húsnæði inn í félagslega
kerfið í stað þess að byggja nýtt. Að
lokum er lagt til að hagrætt verði svo
minnka megi kostnaðinn við að reka
kerfið. -gpm
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ávarpar 50. fiskiþing við setningu þess (gær. Mynd Jim Smart.
Fjölgun frysti-
togara stoppuð af
Þegar EES-samningurinn er kominn að fullu tíl framkvæmda
lækka áriegar tollgreiðslur í sjávarútvegi um tæpa 1,9 miljarða.
Tollgreiðslur til EB- landa voru á síðasta ári 2,1 miljarður, þar af
tæplega einn miljarður vegna útflutnings á söltuðum þorski og
söltuðum flökum.
Þetta kom fram í ræðu Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra á
Fiskiþingi í gær. Þorsteinn rakti þýð-
ingu EES-samninganna en ræddi
síðan um endurskipulagningu stjóm-
sýslu á sviði sjávarútvegsins. Hug-
myndir ráðherra felast í því að stofha
stjómsýsluembætti sem kennt yrði
við fiskimálastjóra og færa þangað
verkefni frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu, Veiðieftirlitinu, Fiskifélagi Is-
lands, Hafrannsóknastofhun og Rík-
ismati sjávarafurða. Alyktað verður
um þessar hugmyndir í lok þingsins
og búast má við að þær fái mótbyr.
Marías Guðmundsson hjá Fiskifélagi
Islands segist álíta að stofnun þessa
embættis þýði einungis nýtt stjóm-
sýslubákn með á annað hundrað
starfsmenn.
Þorsteinn sagði m.a. frá þvf f
ávarpi sínu að hann hygðist leggja
fram frumvarp fyrir ríkisstjómina í
þessari viku um vinnslu afla um
borð í skipum með það að tilgangi
að draga úr fjölgun skipa sem full-
vinna afla um borð. Þorsteinn sagð-
ist gera ráð fyrir að frumvarpið yrði
að lögum fyrir áramót. Það ætti að
tryggja að f hóp skipa sem stunduðu
fullvinnslu um borð bættust ekki
önnur skip en þau sem væm fær um
að fullnægja eðlilegum kröfum til
nýtingar, vömgæða og vinnuað-
stöðu.
Þorsteinn ræddi einnig um með-
ferð sjávarafla og eftirlit með fram-
leiðslu afurða og sagði brýnt að sett
yrði ný Iöggjöf þar um á þessum
vetri, sérsíaklega vegna aðildar að
evrópsku efhahagssvæði.
-vd.
Iðnnemar mótmæla stórauknu
launamisrétti og stéttaskiptingu
Þeirri stefnu ríkisstjórnar Daviðs Oddssonar sem birtist í stór-
auknu launamisrétti og aukinni stéttaskiptingu er harðlega
mótmæjt í kjaramálaályktun 49. þings lðnnemasambands Is-
lands. A þinginu voru einnig samþykktar veigamiklar skipu-
lagsbreytingar á INSI, ályktun um ástand iðnfræðslu og áskorun til
stjórnvalda um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samn-
1 kjaramálaályktuninni lýsa iðn-
nemar yfir vilja sínum til ao samið
verði um áframhaldandi stöðug-
leika í islensku efnahagslífi en
árétta jafhframt að sá stöðugleiki
megi ekki verða á kostnað þeirrar
kaupmáttaraukningar sem íslensku
verkafólki var heitið við gerð þjóð-
arsáttarinnar.
Iðnnemar segjast reiðubúnir til
viðræðna um lagfæringar á Lána-
sjóði íslenskra námsmanna en
hafna þeim hugmyndum sem
stjómvöld hafa sett fram því þær
muni gera nám að forrettindum
hinna efnameiri, ásamt því að gera
ungu fólki ókleift að stofna heimili
að námi loknu.
Skólagjöldum er harðlega mót-
mælt í samþykktum iðnnema og
vakin athygli á því misrétti að nem-
ar í verknámsskólum þurfi í dag að
greiða mun hærri gjöld en bók-
námsnemar til að geta stundað sitt
nám.
Framkvæmd reglugerðar um
iðnfræðslu er ekki sem skyldi að
mati iðnnema og í samþykktum
þingsins gera þeir þá kröfu til
menntamálaráðuneytisins og allra
hlutaðeigandi aðila að reglugerð-
inni verði framfylgt. MeðaT annars
er bent á að fyrir komi að nemar fái
ekki námssamning fyrr en eftir 6
mánuði. Þetta gerir stöðu þeirra
mjög ótrygga því ef þeim er sagt
upp eftir þann tíma standa þeir efhr
án námssamnings eftir að hafa unn-
ið i hálft ár sem nemi með 25.000
krónur í mánaðarlaun.
Nýtt skipulag INSI, sem sam-
þykkt var á þinginu, gerir ráð fyrir
ao aðild iðnnema verði með tvenn-
um hætti: A meðan þcir eru í skóla
verði aðildin að INSI í gegnum
nemendafélögin en úti í atvinnulíf-
inu verði aðildin í gegnum stéttarfé-
lög, ýmist sveinafélög eða stéttarfé-
lög íðnnema. Jafnframt þessu var
sambandsstjóm INSÍ heimilað að
sækja um aðild að Alþýðusambandi
íslands fyrir hönd INSÍ. í framtíð-
inni gæti INSI því orðið,eitt af sér-
samþöndunum ínnan ASI.
A þingi INSI var einnig sam-
þykkt eftirfarandi ályktun um evr-
ópsl^a efnahagssvæðið: „49. þipg
INSI krefst þess að rikisstjóm Is-
lands láti fara fram öfluga kynningu
á öllum þeim þáttum sem snúa að
samningsdrögum um EES. Að
þeirri kynningu lokinni verði efht til
þjóðaratkvæðagreiðslu um samn-
íngsdrögin".
-ag
2000
| |fe
Nýir áskrifendur Þjóðviljans
eru nú komnir á 15. hundrað.
1000
Nýir
óskrifendur
Tökum öll á
og tryggjum
trausta stööu
Þjóöviljans