Þjóðviljinn - 16.11.1991, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1991, Síða 12
X . w. Þjópviijinn Laugardagur 16. nóvember 1991 Formaður VSI: Herfileg mistök ríkisstjómarinnar Orsök efnahagsvandans er fyrst og fremst sú að ríkisstjórn- inni mistókst herfilega að minnka lánsfjárþörf ríkisins í ár um 20 prósent, eða sex miljarða króna, einsog fyrirheit voru um, að áliti Einars Odds Kristjánssonar formanns Vinnuveitendasambands Islands. Þegar ríkisstjórnin tók við í vor hækkaði hún vextina á ríkisvíxlum og spariskírteinum sínum mikið til þess að ná í lánsfé innanlands. Þetta var gert samhliða fyrirheit- um um að draga úr lánsfjárþörfinni á sama tíma. „Það er ríkissjóð- ur, þessi stjórn, sú sem var á undan henni og sú á undan þeirri og svo áfram sem er aðalsökudólgurinn,“ bætti Einar Oddur við. Þar sem ekki verður af álvers- framkvæmdum á næsta ári, og vegna aflasamdráttar, auk þess sem ríkisstjóminni hefúr ekki tekist á slá á lánsfjárþörfina í ár, er öll efnahagsstefnan í uppnámi. Þjóð- hagsstofnun vinnur að gerð nýrrar þjóðhagsáætlunar og þarf til þess nokkum tíma. Fjármálaráðherra situr einnig við og endursmíðar fjárlagafrumvarp, en allt heildar- dæmið þarf að skoðast upp á nýtt. Einar Oddur gagnrýnir harkalega tregðu banka og ríkis við að ná niður vöxtum í landinu. „Tregða bankastofnana til að lækka vexti er svo skelfileg að það verður ekki við það unað,“ sagði Einar Oddur. „Ef þeir halda áfram að tregðast svona við hlýtur að koma til nýrra viðhorfa," bætti hann við, þó hann vildi ekki viður- kenna að hér ætti hann við hand- aflsaðgerðir í vaxtamálum. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hafnar ekki neinni leið í þeim efnum að ná niður vöxtum. Hann sagði ríkið tilbúið til þess að ræða ný viðhorf í þeim efnum við aðila vinnumark- aðarins. Landsbankinn fer sér hægt í nafnvaxtalækkunum þrátt fyrir lága verðbólgu. Bankinn hefur boðað eins prósent lækkun 21. nóvember á útlánsvöxtum en 11. nóvember síðastliðinn lækkaði Búnaðarbankinn sína vexti um tvö prósent og er hann banka lægstur. Einar Oddur sagði að fyrst og fremst væri við ríkissjóð að sakast og siðan allt heila kerfið. „Þetta ógnar öllu viðskiptalífi þjóðarinn- ar, bæði fólki og fyrirtækjum," sagði hann um hina háu raunvexti. Friðrik sagði þjóðina komna inn í vítahring. Vítahring þar sem halli á rikissjóði og aðstoð ríkisins við atvinnulífið skapaði gífurlega lánsfjárþörf hjá ríkinu sem síðan spennti upp vextina. Háir vextir viðhalda síðan vanda atvinnulífsins sem skapar þörf fyrir aðstoð hins opinbera sem leiðir til aukinnar lánsfjárþarfar og hærri vaxta, og þannig heldur dæmið áfram. Hann sagði að ekki yrði tekið á lánsljár- þörfinni án þess að taka á stórum útgjaldaliðum ríkissjóðs í heil- brigðiskerfmu, í menntakerfinu og hinu félagslega kerfi. Friðrik telur ákvörðunina um að hækka vextina í vor hafa verið rétta. Hann sagði að rétt væri að draga hefði átt úr lánsfjárþörfinni samhliða því, en að það hafi ekki gengið eftir vegna þess að fram hafi komið útgjalda- liðir sem hafi breytt stöðunni. Hann nefnir Lánasjóð íslenskra námsmanna í þessu sambandi, auknar útfiutningsbætur, tapaðar kröfúr Atvinnutryggingasjóðs og aukinn halla í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Þá benti hann á að með vaxtahækkuninni í vor hefðu ekki eingöngu orðið straum- hvörf i lánamöguleikum ríkissjóðs, heldur hefði heildarsparnaður landsmanna aukist. Dregið hafi úr innflutningi sem innflutningstölur frá september og október bendi til. „Viðfangsefnið í dag er að draga úr þessu mikla hungri ríkisins í láns- fé, það er að segja draga úr um- svifum ríkisins, minnka lánsfjár- þörfina og fá þannig vexti niður,“ sagði Friðrik. -gpm Öll mjólkurframleiðsla gæti stöðvast innan tíðar Ef ekki finnst lausn á deilu ófaglærðs starfsfólks I mjólkursamlögunum á Akureyri og Húsavík vegna námskeiösálags, er hætta á að mjólkurfram- leiðsla stöðvist vfða um land síðar I mánuðinum Kristín Hjálmarsdóttir, for- maður lðju, sagði að allar dyr virtust lokaðar vegna ágreinings starfsfólks Mjólkur- samlags KEA á Akureyri og Mjólkursamlags KÞ á Húsavík við Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna. Verkfall í mjólkurbúunum tveimur skall á í gær og stendur það yfir í þrjá daga. Ef samningar hafa ekki náðst fyrir 25. nóvember telur Kristín að til víðtæks verkfalls geti komið hjá starfsfólki í mjólkuriðnaðinum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari boðaði deiluaðila til fundar í Reykjavík. Astæðuna fyrir því að boða fólkið suður sagði Guðlaugur vera tímaskort hjá sér vegna fjölda samninga- funda. Það verður enginn fundur haldinn fyrr en þessu þriggja daga verkfalli er lokið. Hann verður fyrir norðan i það skiptið, sagði Kristin. Verkfall ófaglærðs starfsfólks hjá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri og Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík, er til komið vegna náni- skeiða er haldin hafa verið. Starfsfólkið vill fá launahækkun vegna þess eins og tíðkast víða í matvælaiðnaðinum. Samningsað- ilar mjólkursamlaganna hafa neit- að rétti starfsfólksins til launa- hækkana, en eru þó tilbúnir að greiða 12 þúsund króna ein- greiðslu fyrir námskeiðið. Kristín sagði að Iðja myndi ekki hnika frá sinni kröfu og ef samningamenn mjólkursamlaganna gæfu ekki eft- ir væri útlit fyrir langt verkfall frá 25. nóvember. Verkalýðsfélög í öðrum lands- hlutum hafa íhugað að styðja verkalýðsfélögin fyrir norðan í kröfum sínum. Verkalýðsfélagið Þór á Sclfossi hefur t.d. aflað sér verkfallsheimildar og Dagsbrún veltir fyrir sér að stöðva vinnu í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, ná- ist samningar ekki fyrir 25. nóv- ember. Hin umdeildu námskeið hafa aðeins verið haldin í tveimur verkalýðsfélögum og segir Kristín það vera ástæðuna fyrir því að verkfall sé ekki víðar þessa stund- ina. - Hugmyndir um verkföll í öðrum mjólkurbúum eru til komnar vcgna þess að námskeið- in, sem haldin hafa verið hér, eiga eftir að fara víðar, sagði Kristín. -sþ Félagar I Landvarðafélagi (slands með Helgu Einarsdóttur, formann sinn, I fararbroddi, yfirgefa Hótel Sögu eftir að þeim hafði verið vísað út af orku- þingi 91. Mynd: Kristinn. Línulögn mótmælt á orkuþingi Allir þeir sem ekki senda inn mótmæli við fyrirhug- uðu línustæði Fljótsdals- línu yfir ósnortin landsvæði fyrir 5. desember næstkomandi teljast því sammála. Til að vekja at- hygli á þessu mættu félagar í Landvarðafélagi Islands á orku- þing í gær og afhentu þingfull- trúum dreifirit og mótmæla- eyðublað til að senda. Landverð- ir vildu einnig benda á hve lítið fer fyrir sjónarmiðum náttúru- verndar á orkuþinginu. Mót- mæli þeirra stóðu stutt því að forsvarsmenn orkuþings vísuðu þeim út af þinginu. Háspennulínan á að liggja frá Fljótsdal um Jökuldalsheiði, Krepputungu, upp að Dyngjufjöll- um og þaðan í Suðurárbotna og til Akureyrar. Um er að ræða stærsta óbyggða svæði Evrópu. „Línunni er ætlað að liggja um stórt land- svæði sem er að mestu ósnortið af mannanna verkum. Þar ríkja enn ómælisvíddin og kyrrðin. Þar mynda fjöll og jöklar tilkomumik- inn hring um veröldina" segir í dreifiriti Iandvarða. Þar er einnig bent á þann möguleika að leggja línuna með núverandi byggðalínu. „Okkur finnst að hér fari ekki mikið fyrir sjónarmiðum náttúru- vemdar og viljum benda á að þrátt fyrir allt sé það ekki þess virði að leggja allt undir í kapphlaupinu um orkunýtingu,“ sagði Sigurborg Rögnvaldsdóttir landvörður. 1 máli landvarða kom fram að engum áhugasamtökum um náttúruvemd var boðin þátttaka í orkuþingi og að Landvarðafélag Islands hafi frétt af þinginu í fjölmiðlum. Svan- hildur Skaftadóttir, framkvæmda- stjóri Landvemdar, staðfesti að Landvemd hefði ekki borist boð um þátttöku á orkuþingi. Land- verðir töldu einnig að gífúrlega hátt þátttökugjald - 20 þúsund krónur - útilokaði marga frá því að sitja þingið. Framkvæmdastjóri orkuþings, Ómar Bjarki Srnárason, mótmælti þeirri staðhæfmgu að sjónarmið náttúmvemdar kæmu ekki fram og minnti á erindi þeirra Amþórs Garðarssonar, framkvæmdastjóra Náttúmvemdarráðs, og Kristínar Halldórsdóttir, formanns Ferða- málaráðs. Landvörðum þótti það lítið hlutfall af 80 fyrirlesumm. Ómar Bjarki og Eiríkur Þor- bjömsson úr undirbúningsnefnd orkuþings vildu vísa landvörðum út úr húsakynnum þingsins þar sem þeir höfðu ekki gert boð á undan sér. Landverðir sögðust hafa haldið að þingið væri öllum opið. Lyktir málsins urðu þær að einum landverði var boðið að sitja þá fjóra tíma sem eftir vom af þinginu en öðmm var gert að yfirgefa Hót- el Sögu. -ag Ríkisstjómin sýknuð Nefnd um félagafrelsi á veg- um Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO, tekur ekki undir kæm BHMR um að rík- isstjómin hafi brotið alþjóðasam- þykktir um félaga- og samninga- frelsi með bráðabirgðalögunum frá því í ágúst 1990. BHMR sendi Alþjóðavinnu- málastofnuninni kæm í nóvember í fyrra, þar sem segir að bráða- birgðalögin frá þvi í ágúst séu í ósamræmi við alþjóðasamþykktir um félagafrelsi og vemdun þess. í kæmnni er beitt svipaðri rök- semdafærslu og í máli sem BHMR höfðaði fýrir bæjarþingi Reykja- víkur. Nefndin um félagafrelsi tek- ur ekki undir það með BHMR að með bráðabirgðalögunum frá 1990 hafi ríkisstjómin brotið samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um félagafrelsi og samningafrelsi. Þar sem ísland hefur fullgilt al- þjóðasamþykktirnar um félaga- frelsi og samningafrelsi, verður kæmmálið sent sérfræðinganefnd ILO um framkvæmd alþjóðasam- þykkta til umfjöllunar. Gera má ráð fyrir að sérfræðinganefndin taki málið fyrir í febrúar nk. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði í útvarpsfréttum í gærkvöld að hann teldi víst að sér- fræðinganefndin kæmist að því að bráðabirgðalögin væm ógnun við ftjálsan samningsrétt. -áþs 4 'i T

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.