Þjóðviljinn - 29.11.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.11.1991, Qupperneq 8
Helgarvagg Fá&' ér snarl 3! Það er óbeytt ástand á jóla- plðtumarkaðinum í ár. Sðmu „stórfyrirtækin“ gefa út sömu flytjendurna sem alltaf selja jafn mikið. Undantekningin sem sannar regluna er plata Sororici- de og safnspólan Snarl 3 sem kom út í vikunni hjá „skúffufyr- irtækinu“ Erðanúmúsik. Snarl 1 og 2 komu út á árínu 1987 og gerðu það gott. Þær hlúðu að því merkilegasta á útkjálkum ís- lenska rokkbransans og kynntu sveitir eins og Sogbletti, S.H. Draum og Daisy Hill Puppy farm. Nú, þegar íslenkst rokklíf er i enn einni lægðinni, þótti kominn tími á Snarl 3. Miðað við íjölda hljómsveita á spólunni er líf í bil- skúrum landsins, þó sjaldan hafi það líf farið jafii hljótt. Snarl 3 er um 90 minútur og hljómsveitimar era 26. Megnið era sveitir úr höf- uðborginni, en landsbyggðin lætur samt í sér heyra: Exit frá Akureyri eiga góðan hard-core sprett og Sauðfé á mjög undir högg að sæskja í landi Reykjavíkur frá Sel- fossi syngja um apahöfuð. Þetta ótrúlega langa hljómsveitamafn hefur nú verið stytt niður i „Sauð- fés“ í tilefni af mannabreytingum hjá sveitinni. Snarl 3 fer ekki var- hluta af Húsavikurbylgjunni: B.R.A. og Ræsið flytja óheflað unglingapönk, Rotþróin sitt rasl- rokk og kassagítardúóið Down & Out djamma stuðlag. Hljómsveit- ina Saktmóðígur má líka telja sem utanbæjarsveit því meðlimimir hittust á Laugarvatni. Á Snarli 3 renna þeir í gegnum sitt magnaða verk „pervetinn". Hin 19 tóndæmin era ættuð úr höfuðborginni. Nokkur gamalgróin nöfn láta í sér heyra: Jonee Jonee eiga upphafslag spólunnar, en frá þeim hefur ekki heyrst síðan 1982. Plata er nú tilbúin frá sveitinni, en útgefendur eru tregir að venju. Risaeðlan með Dóra Wonder inn- anborðs sprettir úr spori, og Bless og Daisy Hill flytja lög. Báðar sveitimar hafa nú lagt upp laupana. Tilraunadúóið Reptilicus ber bumbur, Dralla pönkast, Dr. Gunni blæs, Paul og Laura rokka og Sor- oricide hræra í vitum hlustenda með snaróðu dauðarokki. Strang- elove (áður Rosebud) á nett verk úr nýlegu „sessjóni" og Leiksvið Fá- ránleikans, sem starfað hafa all lengi neðanjarðar, rokka stffl. Rut+ klóra sig í gegnum dúndur stykki og kvennasveitin Dritvík flytur dúndur rokk-bongó-stykki. Dritvík er eina kvennarokkið á Snarlinu (fyrir utan Risaeðluna kannski) sem er því miður vottur um rokk- leti eða -hræðslu íslenskra kvenna. Nokkrar Snarl-sveitir hafa ver- ið nær ósýnilegar: Opp Jors hafa að vísu gefið út tvær spólur en aldrei spilað opinberlega. Sveitin er reyndar hætt núna, og ný sveit, Grútur, hefur tekið við starfinu. The Human Seeds komu ný- lega fram á Smekkleysukvöldi og vöktu óspilta athygli með tveimur lögum, Valhalla og Vaselini. Á Snarli 3 flytja þeir hið þroskaða víkingárokklag Valhalla. No Comment úr Kópavogi spila dauðadiskó, en hafa nú lagt upp laupana. Áðalmaðurinn Hlynur Áðils er þó sem fyrr í dauðarokk- Gunnar L. Hjálmarsson skrifar Bjöm i Ný Dönsk i stuði. Mynd: Kristinn bandinu ógurlega Strigaskór Nr. 42. Majdanek er tölvuvætt trió sem hefur verið lengi í felum. Það era uppi hugmyndir um að gefa þá út og verður spennandi að sjá hvemig það æxlast. Graupan hefur spilað einu sinni opinberlega og olli stór- feldum heilaskaða hjá hlustendum. Tónlist Graupunnar tekur á, en sælan er margföld að lokum. Lághjú hafa nýbyrjað að spila saman og era til alls líklegir. Gleð- in er lausnarorðið hjá Lághjú eins og heyrist í laginu „Vinur“, ffam- lagi þeirra til Snarlsins. Hér hefur verið hlaupið yfir efni Snarls 3 á hundavaði. Fjöl- breytnin er í fyrrirúmi og rokkvænt fólk ætti að kanna málið: Það er óþarfi að svelta í jólaplötuflóðinu, fáið ykkur Snarl 3! Lúxus delluxe NV DÖNSK-DELUXE, Steinar 1991. Ný Dönsk hafa verið í sí- felldri uppsveiflu frá því fyrst fór að heyrast í sveitinni. Núverandi mannaskipan gæti varla verið pottþéttari, það er valin maður í hverju rúmi, eins og segir á fót- boltamáli. Aðkomumennirnir Stefán og Jón hafa vanist vel inn í bandið. Andlit sveitarinnar út á við, þeir Daníel og Björn, geta farið að sækja um listamanna- laun og Ólafur Hólm trommari heldur þessu öllu saman eins og taktfast galdragrip. Á „Regnbogalandinu" voru góðir sprettir, „Kirsuber" sem kom út í sumar er eitt besta lag ársins og sýndi að einhvað mikilfenglegt væri í vændum og nýja platan „Deluxe“ er biðarinnar virði. Hún er langbesta plata N.D., og ég Ieyfi mér að fullyrða, án þess að blikna, lang skemmtilegasta popp- platan sem komið hefur út á árinu. Aldrei áður hafa drengimir í N.D. verið jafn uppteknir af ís- lenskri dægurtónlist frá um 1970. Þeir stunda þó engin tónlistarleg lí- krán, heldur fara af alúð með áhrif- in og bæta við frá eigin höfði. Þannig kemst hinn Ný Danski-fi- lingur alltaf til skila þó umgjörðin sé útvíð og háhæluð. Deluxc er kraftmesta plata N.D. til þessa. Ballöðumar sem alltaf hafa verið í mcirihluta eru hér á undanhaldi og við hefur tekið „moderato" tempo sem hæfir sveit- inni afar vel. Lögin eru ellefu og hafa allir Iagt hönd á plóginn við gerð þeirra nema Ólafur trommari sem lætur sér bumbusláttinn nægja. Ekki eru öll lögin meistarverk, en mörg ansi nálægt því og ekkert sem getur talist lélegt og skemmd á plötunni. A.m.k. sex lög á Deluxe era við meistaraverks-staðalinn, „Sól“ sem viðrar alla bestu takta N.D., „Landslag skýjanna“ sem er þyngra en menn eiga að venjast frá N.D., ballaðan „Stjömuryk" efiir Jón, „Alelda“ sem er alllaf í út- varpinu, titillagið og „Nautn“, þar sem Daniel hljómar eins og Björk Guðmundsdóttir þegar hún var í Tappanum. Restin er ekkert rusl, Stefán á tvö ágætis lög, ballöðuna „Gyðjan" og „Riki konunganna“ sem á köflum svipar til Lifunar. „Ást mín á þér“ eftir Bjöm er eig- inlega hálfgert stef frekar en lag og því tilvalið B-hliðar lag ef litlar plötur kæmu út á Islandi. Daníel á heiðurinn af „Erfitt en gaman" þar sem N.D.- menn reyna að „rokka stíft“ en tekst hálf blöðrulega upp. „Svefninn laðar“ heitir svo loka- lagið, önnur ballaða eftir Jón sem hreyfir minna við manni en „Stjömurykið" hans. „Svefninn“ sýnir þó hver er bersýnilega kon- ungur popporgelsins í dag. Það var stefna N.D. að taka þessa plötu upp án allra nýtísku hljóðtóla og á sem stystum tíma. Þetta kemur ágætlega út hjá þeim, platan er mátulega hrá og hin nátt- úrlegu rokkhljóðfæri (wah- wah- pedali Stefáns, Farifisa og Hamm- ond Jóns) njóta sín vel. Það er samt eins og maður sakni fágunarinnar sem ríkti á „Kirsuber“. Ef þessi ný- móðins tól liggja á lausu, því ekki að nota þau? Það er þó spuming hvemig mikil slípun hefði farið með Deluxe, það er vandratað meðalhófið og allt það. Ný Dönsk geta verið í skýjun- um með Deluxe. Þeir hafa fundið sinn sanna tón og pottþéttan stað í popp-tilverunni. Til hamingju með frábæra plötu! Bubbi bregst ekki BUBBI - ÉG ER, Steinar 1991 ÉG ER heitir annar Bubbinn i ár. GCD.var rokkdúndur sumars- ins, en ÉG ER höfðar meira til rökkursins. Á plötunni fáum við Bubba og félaga bráðlifandi inn í stofu og fáum að njóta töfranna sem Bubbi galdrar úr gítamum beint í æð. Þetta er fyrsta tónleikaplata Bubba, þó hluti af „Blús fyrir Rikka“ hafi verið tekin upp á tón- leikum. ÉG ER var tekin upp í Púlsinum um miðjan nóvember í fyrra um það leyti sem Bubbi hélt nokkra tónleika til að kynna plöt- una „Sögur af landi“. Bubba- fólk hefur eflaust beðið lengi eftir tón- leikaefni, því Bubbi er allt annar á svið en í hljóðveri. Og á ÉG ER leikur hann á alsoddi. Það er mjög góð stemmning í salum, Bubbi er í góðum filing og kynningar hans á milli laga er góður bónus. Hann gantast við áhorfendur og leiðir þá skemmtilega inn í efni laganna. Eins og kemur fram í góðum inngangi Jónatans Garðarssonar spilaði Bubbi átján lög þetta kvöld, en á ÉG ER eru þau tólf. Við fylgjum Bubba í gegnum dag- skrána, frá byrjunarlaginu Syneta, til uppklöppunarlagsins Segul- stöðvarblús. Bubbi spilar einn á kassagítarinn fyrstu sex lögin, en fær síðan til liðs við sig skemmti- lega aðstoð: Kristján Kristjánsson á gítar, Þorleif Guðjónsson á bassa og Reyni Jónasson á harm- óníku. Þessi aðstoð reynist Bubba ákaflega vel, lögin fá á sig angur- væran blæ; sérstaklega kallar snilldarlegt harmóníkuspil Reynis fram mið- evrópska stemmningu sem hæfir lögum Bubba vel. Þannig fá gamalkunnug bubba-lög nýjan svip, t.d. ísbjamablúsinn, sem Bubbi ljær auk þess nýjan texta, sem hann hefur líklega sam- ið og rabbað um leið og lagið spil- aðist: lifandi og skemmtilegt. Tvö, ný lög eru á EG ER. Rómantík nr. 19, hefðbundið Bubba-Iag sem hann flytur einn á kassagítarinn og Þarafrumskógur sem bandið spilar undir í, mjög óvenjulegt lag frá Bubba með lík- lega stysta texta sem frá honum hefur komið. Hljómleikahljómurinn á ÉG ER er góður, umbúðimar smekk- legar, stemmning og flutningur frábær, og enginn efast lengur um snilligáfu Bubba. Því er EG ER ómissandi í safnið“ og enn ein valan í óhaggandi vörðu Bubba á íslensku dægurlaga-heiðinni. Bubbi með kassagitarinn NYTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.