Þjóðviljinn - 11.12.1991, Side 1
238. tölublað
Miðvikudagur 11. desember 1991
56. árgangur
Kuldi og tvöfeldni
í garð foreldra og bama
Formaður Foreldrasamtakanna, Kristinn H. Þorsteinsson, segir
niðurskurð ríkisstjórnarinnar á ijárframlögum til skólakerfisins
og á barnabótum koma mjög illa við foreldra og börn, enda sé þar
um að ræða hóp sem sist megi við áföUum. „Með þessu er stigið
stórt skref aftur á bak,“ segir hann. Formaður Samfoks, samtaka for-
eldra og kennara, Unnur HaUdórsdóttir, segir þessar aðgerðir enn eitt
dæmið um þann kulda í garð foreldra og barna sem blási um samfélag-
ið. Stjórn Foreidrasamtakanna kom saman í gærkvöld og samþykkti
þar harðorða ályktun þar sem aögerðum ríkisstjórnarinnar er harðlega
mótmælt.
Unnur Halldórsdóttir bendir á að
bamafólk sé síst af öllum sá hópur
sem megi við tekjuskerðingu enda
langflest í þeirri stöðu að vera að
borga af húsnæðis- og námslánum á
sama tima og það berst fyrir tilveru
sinni á vinnumarkaðinum með mikilli
vinnu. Hún segir mikla tvöfeldni fel-
ast í því að á sama tíma og stjómvöld
boða foreldra til samráðs um hvemig
styðja megi við fjölskylduna sé boð-
aður niðurskurður á bamabómm.
,d>að er boðað til samráðs með ann-
arri hendinni en skorið niður með
hinni,“ segir Unnur. Hún kveðst búast
við þvi að fólk muni mæta skerðingu
á bamabótum með enn meiri vinnu,
og það muni síðan aftur bitna á böm-
imum. „Höggið kemur af fullum
þunga á meðan bömin em lítil. Ég
hef hins vegar ekki séð að það eigi að
gera neitt til að kroppa í tekjur stór-
eigna- og hátekjufólks," segir hún.
Samkvæmt tillögum rikisstjóm-
arinnar verður bamabótaauki hækk-
aður um 30 prósent á kostnað bama-
bótanna sem lækka þá um svipaða
prósentutölu. Nú eni bamabætur
greiddar út fjórum sinnum á ári og
bamabótaaukinn einu sinni á ári, 1.
ágúsL
í tillögunum er gert ráð fyrir að
fólk með eitt bam og með tekjur yfir
1,8 miljónir króna á ári fái engan
bamabótaauka heldur aðeins skertu
baraabætumar. Þau Kristinn og Unn-
ur segja bæði að þessi mörk séu alltof
lág og ættu a.m.k. að vera 2,5 miljón-
ir.
Hjón með tvö böm fá engan
auka, hafí þau tekjur yfir 2,1 miljón á
ári og ef bömin em þijú mega heild-
arlaunin á ári ekki vera yfir 2,4 milj-
ónum króna.
Bamabætumar taka mið af aldri
bama. Þar sem bamabætumar em
skertar um 30 prósent þýðir það að
þær lækka úr um 60 þúsund krónum
með einu bami undir sjö ára aldri í
um 41 þúsund krónur eða um 19
þúsund krónur á ári. Þetta þýðir að í
stað þess að fá um 15 þúsund krónur
fjómm sinnum á ári fá hjón með eitt
bam rúmar 10 þúsund krónur í hvert
sinn.
Bamabætur em ekki tekjutengd-
ar en það er bamabótaaukinn, þannig
að við breytinguna verður hærra
hlutfall tekjutengt en áður. Með
þessu lækka bætumar um 500 milj-
ónir króna í heild. Það em 10 prósent
af þeim fimm miljörðum sem greidd-
ir em út árlega.
-vd./-gpm.
Föndrað fyrir jólin. Hildur Ema, Sunneva Lind og Arnar Ingi í leikskólanum Álflaborg eru einbeitt á svip
við að mála jólastígvél og jólasveina. Mynd: Jim Smart.
Flati niðurskurðurinn
bitnar á þeim tekjuminnstu
Stjórnarandstaðan og formaður BSRB telja litlar sem engar líkur á þvi
að ríkisstjórninni takist að draga úr launakostnaði um fimm prósent
með flötum niðurskurði. Bent er á að þetta komi niður á þeim sem
minnst mega sín og næstum örugglega án þess að bera árangur öðruvísi en
að skerða þjónustu i ríkum mæli. Þá er bent á að svipaðar leiðir hafi veríð
reyndar án árangurs, einsog kom fram hjá Ólafi Ragnarí Grímssyni, fyrr-
um fjármálaráðherra, í Þjóðviljanum í gær. Ekki er von á nákvæmrí út-
færslu á niðurskurðinum fyrr en kemur fram á næsta ár.
,J>etta er hin versta ráðstöfun sem
hægt er að gripa til,“ sagði Ögmundur
Til áskrifenda
Nú fer að styttast f lokaskil-
in í Happdrætti Þjóðviljans, en
eins og kunnugt er voru vinn-
ingsnúmer innsigluð þann
fimmta þessa mánaðar.
Enn em að berast greiðslur
heimsendra gíróseðla og hafa
undirtektir verið mjög góðar.
Þjóðviljinn hvetur þá lesendur
sfna og velunnara, sém enn eiga
effir að greiða happdrættismið-
ana, að láta ekki sitt eftir liggja.
Góð þátttaka nú er blaðinu mikil-
vægari en nokkru sinni fyrr.
Hver miði kostar aðeins 300
krónur! Stefnt er að þvf að birta
vinningsnúmerin fyrir jól, þannig
að vinningshafar geti sótt vinn-
inga sína fyrir hátíðar. -grh
Jónasson, formaður BSRB. „Þetta
bitnar verst á þeim sem hafa minnstu
tekjumar. Stofiianir em misjafnlega f
stakk búnar til að draga saman seglin.
Víða er það ekki hægt nema með því
að skerða þjónustuna," sagði hann en
bætti við að hann og hans samtök
væm hlynnt hagræðingu í rekstri rík-
isstofnana. Hann telur þessar ráðstaf-
anir hinsvegar vanhugsaðar og það af
þeim sem væri hugsað væri illa hugs-
að og gengi i ranga átt.
,J>eir leita ofan í vasa sjúklinga að
hálfúm miljarði, annað eins á að
sækja til bamafólks. Þeir ætla að
hlaða verkefnum á sveitarfélögin en
það er eitt sem stendur óhaggað: við
vaxtamálum og tekjuskiptingu í þjóð-
félaginu má ekki hrófla. Hvergi er
minnst á hátekjuskatt, fjármagnsskatt,
cn á sama tima tala menn um að allt
samfélagið þurfi að taka höndum
saman og axla byrðamar i samein-
ingu,“ sagði Ögmundur. Hann sagði
að stjómin væri ekki að breyta i sam-
ræmi við þetta. „Við fiábiðjum okkur
svona tal, þessar ráðstafanir allar
verða meira og minna til þess að mis-
muna fólki,“ sagði Ögmundur sem
var á leið til fundar við stjómarand-
stöðuna á Alþingi. Stjómarliðar hafa
ekki rætt við BSRB einu orði um
þessar efnahagsráðstafanir, bætti hann
við.
Guðmundur Bjamason, fyrrum
heilbrigðisráðherra, sagðist hafa um
þetta efasemdir þar sem flatur niður-
skurður hefði verið reyndur áður. „Ég
hef reynslu af þessu frá 1989 og var
þá prósentan minni en núna er talað
um.“ Hann sagði einnig að þrátt fyrir
ftrekuð fyrirmæli yfirvalda um hið
gagnstæða hefðu heilbrigðisstofnanir
dregið úr þjónustu sinni í það sinn.
Ströng fundahöld um leiðir til hag-
ræðingar dugðu ekki til. „Ég er sann-
færður um að svo stór niðurskurður
sem nú er lagður til getur ekki náðst
öðmvisi en með því að draga úr
kennslumagni, þjónustu við fatlaða og
annaðhvort verður dregið úr starfsemi
á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv-
um eða þá að deildum verður lokað,“
sagði Guðmundur til að nefna nokk-
uð.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Kvennalista, tók undir með Guð-
mundi og taldi að þessi niðurskurður
myndi bitna á þeim sem síst skyldi.
Hún sagðist hafa áhyggjur af því að til
dæmis 59 stöður fyrir fatlaða, sem
lofað hefði verið, hyrfu i þennan nið-
urskurð. Hún sagði þó að það ætti eft-
ir að koma f ljós hvemig þessi flati
niðurskurður yrði útfærður. Hún
spurði til dæmis hvort málin stæðu
ekki þannig að stór hluti yfirvinnu
vasri samningsbundinn. En hugmynd-
ir ríkisstjómarinnar ganga út á fækkun
rikisstarfsmanna, að ekki verði ráðið í
ný störf og að dregið verði úr yfir-
vinnu.
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, sagðist
sannfasrður um að þessum niðurskurði
væri hægt að ná ffam. Hann taldi til
dæmis vel hægt að draga úr yfirvinnu,
sérstaklega þar sem stór hluti hennar
væri óunnin yfirvinna. Sighvatur
sagði að það yrði erfitt að framkvæma
þetta f sínu ráðuneyti en að sett yrði á
stofh samstarfsnefnd sins ráðuneytis
og fjármálaráðuneytisins þar sem far-
ið yrði yfir hvert mál i samráði við
forstöðumenn stofhana. Hann átti von
á þvi að þessi nefnd yrði stofnuð upp
úr áramótum. Þannig að ekki má eiga
von á nákvæmum niðurskurðartillög-
um fyrr en vel er liðið á næsta ár.
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, sagði i gær að hann
gæti ekkert sagt um þessar niður-
skurðarhugmyndir þar eð hann hefði
ekkert séð frá ríkisstjóminni um mál-
ið.
-gpm
Sovétríkin:
Annáll