Þjóðviljinn - 11.12.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Side 4
Skipulagsbreytingar ríkisstofnana undir smásjá verka- lýðsfélaganna í óþðkk stjórnar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins mættu fuUtrúar Starfsmannaféiags ríkis- stofnana og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja i starfs- mannafund ÁTYR sem haldinn var i fimmtudag. Sigríður Kríst- insdóttir, formaður SFR, sagði að með tilliti til ikvarðana ríkisstjórn- arinnar um að segja upp 600 hundruð opinberum starfsmönn- um, myndi félagið fylgjast grannt með starfsmannafundum þar sem skipulagsbreytingar væru i dag- skrá. Sigríður sagði að i fundarboðun- inni hefði staðið að ræða ætti um skipulagsbreytingar og tillögur svo- kallaðrar niðursetningamefndar sem hefði flallað um möguleika á einka- væðingu ÁTYR. - Það var því eðlilegt að við svör- uðum kalli okkar félaga um að mæta á fundinn. Hald manna var að þama ætti að ræða um fækkun starfsfólks, ekki síst í ljósi ákvarðana ríkisstjóm- arinnar um að fækka opinberum starfsmönnum um 600 manns, sagði Sigríður. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að þama hefði verið um hefðbundinn innanhússfund að ræða. — Það kom beiðni frá SFR um að hafa fúlltrúa á þessum fúndi. Eg get ekki séð að fúlltrúar stéttarfélaga eigi er- indi á innanhússfúndi stofhunar þar sem fjallað er um fagleg mál hennar, sagði Höskuldur. Aðspurður um hvort hann teldi óeðlilegt að fúlltrúar starfsfólksins væm viðstaddir þegar rætt væri um skipulagsbreytingar og tillögur um einkavæðingu ÁTVR, sagði Höskuld- ur að í þessu tilfelli hefði svo verið. - Við rasddum um breytt skipulag í fyrirtækinu sem hefúr engar upp- sagnir í for með sér. Hvað varðar til- lögur niðursetningamefndar má geta þess að þama er eingöngu um tillögur að ræða. Ef menn ætla að einkavæða ÁTVR verður að breyta lögum og það fer þá fyrir þingið, sagðí Hösk- uldur. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að fúndurinn í gær- moigun hefði verið til fyrirmyndar. - Það er eðlilegt að fúlltrúar stétt- arfélaga mæti á starfsmannafúndi ef starfsmenn óska eftir nærvero þeirra. Hugmyndir ríkisstjómarinnar um uppsagnir fólks í opinberum störfum gera það að verkum að við munum fylgjast mjög vel með. I dag vitum við ekki hvar borið verður niður, en ljóst er að einhversstaðar munu þeir byrja, sagði Ögmundur. Bömin Tvöhundruð og fimmtíu börn úr fimm barnakórum voru búin að koma sér fyr- ir á sviðinu í Háskólabíói bakvið Sinfóníuhljómsveit íslands í gærmorgun. Eftirvæntingin lá í loftinu enda aðeins tveir dagar til Jólatónleika Sinfóníunnar. Hljóð- færaleikarar stilltu hljóðfærí sín og barnakórarnir fimm skvöldruðu. En svo lyfti Petri Sakarí hljóm- sveitarstjórí sprota sínum og allt datt í dúnalogn. Sakari sagði frá næsta lagi sem var mjög gamall gregoríanskur söng- ur. Síðan flæddi tónlistin yfir salinn. Þar sátu stjómendiu- kóranna, kóra Austurbæjarskóla og Öldutúnsskóla og skólakóra Árbæjar, Garðabæjar og Kársness. Tónlistin hreif alla með; Þóronn Bjömsdóttir, stjómandi Skólakórs Kársness, stóð á fætur og söng með. Sakari var byrjaður að stýra öll- um út í næsta erindi þegar kórstjór- amir stoppuðu hann, erindin voro víst bara þijú. Meðan Sakari átti orða- skipti við kórstjórana kallaði Þóronn og Sinfónían Stund milli stríða á æfingu. Um 250 börn syngja með Sinfóníunni á fimmtudag- inn. Mynd: Kristinn. „Hallelúja". Þórunn Bjömsdóttir stýrir slnu liði á æfingu fyrir Jólatónleika Sinfón- fuhljómsveitar Islands. Mynd: Kristinn. upp á sviðið: „Þið eroð æðisleg krakkar, frábær!" í hléinu, þegar krakkaskarinn hafði dreifst um allan salinn, voro menn að gantast með það við Sakari hljómsveitarstjóra að eftir þessa reynslu myndi hann annaðhvort ákveða að eignast aldrei böm eða þá tiu. „No comment," svaraði hann hlæjandi. Sakari sagði mjög gott að vinna með bömunum því að böm væro alltaf heil í því sem þau gerðu. Hann sagði kórana einnig mjög vel undirbúna. Birgir Tryggvason og Guðmund- ur Valdimarsson hafa báðir sungið í nokkur ár með kóronum í Kársnes- skóla. Þótt þeir séu aðeins tólf ára hafa þeir tekið þátt í fveimur ópero- uppfærslum. Sakari hljómsveitarstjóri talar enga íslensku og strákamir sögðust eiga erfitt með að skilja hvað hann segði á æfingum, „en hann er svo góður í að gera sig skiljanlegan með allskyns bendingum og pati“ sagði Birgir. Þegar þeir voro spurðir af hveiju svona fáir strákar væru í þessum kórom töldu þeir að strákar hefðu bara minni áhuga. Kórfélagi þeirra, Marin Manda Magnúsdóttir, skaut inn í að það væri ekki eina skýringúi: „Sumir þeirra geta bara ekkert sungið, þeir fara í mútur og svoleiðis“. Þóronn Bjömsdóttir sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem þorri þessara kóra fengi það einstæða tæki- færi að syngja með sinfóníuhljóm- sveit. Slíkt er á við vítamínsprautu fyrir krakkana, að sögn Þóronnar: „Þau taka þetta mjög alvarlega og hafa æft daglega undanfarið“. Fyrir kórana er þetta laun margra ára vinnu og erfiðis. Sumir þeirra hafa starfað í 15 ár án þess að fá svona tækifæri. „Við vonum að það verði árlegur við- burður að bamakórar komi ffam með Snfóníunni. Þetta er stórkostlega gaman og það er alveg óhætt að hvetja alla til að koma,“ sagði Þór- unn. Jólatónleikamir verða á fimmtu- dagskvöld og hefjast klukkan 19. Kynnú; verður Sigurður Rúnar Jóns- son. Á efnisskránni ero eftirtalin verk: Troika úr „Lieutenant Kije“ eft- ir Prokofíeff; ‘s kommt em Vogel geflogen eftú Ochs og syngja kórar Austurbæjar- og Öldutúnsskóla og skólakór Árbæjar með; úr Söngva- seiði eftir Britten og þar syngja skóla- kórar Garðabæjar og Kársness með; Tónlistarsleðaferð eftir Mozart með þátttöku nemenda úr Tónmennta- skóla Reykjavíkur. Eftú hlé verður fluttur Snjókomavalsinn úr Hnotu- bijótnum eftir Tsjajkovskíj og þá taka allir kóramir þátt. Einnig verður lesið úr jólaguðspjallinu og sungin jólalög. Góða skemmtun. -ag Jólasöfnun fyrir bágstadda G ATT í andstöðu við vilja þjóðarinnar Frjálsari verslun með landbún- aðarvörur og þar af leiðandi inn- flutningur þeirra hingað til lands er eitt af því sem stefnt er að í GATT viðræðunum. Samkvæmt niður- stöðum þjóðmálakönnunar sem Fé- lagsvísindastofnun vann fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins eru sjö af hverjum 10 íslendingum andvígir slikum innflutningi. í Ijósi þessarar niðurstöðu hlýtur sú spuming að vakna hvort stefnan í GATT-viðræðunum sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Sigurgeú Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra, sagði að svo virtist vera hvað landbúnaðinn varðaði þar eð þjóðin vildi ekki innflutning landbún- aðarvara. Sigurgeú benti hins vegar á að landbúnaðarmálin væru bara hluti af GATT- viðræðunum. Helga Guðrún Jónasdóttir hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins sagði að margt annað en landbúnaðar- mál héngi á spýtunni í GATT-viðræð- unum, til dæmis bæði trygginga- og bankamál. Hins vegar væri landbún- aðurinn notaður sem keyri í viðræð- tmum og þvi mest áberandi. Hún sagði að nú í desember réðist hvort samkomulag næðist í þessum viðræð- um eða hvort GATT væri úr sögunni. Þetta er spuming um það hvort heimsviðskipti aukast eða dragast saman um miljarða dollara, að sögn Helgu. -ag Yfir jólahátíðina reyna flestir að gera sér dagamun. En víða er þröngt í búi og ekki ráða allir við að kaupa hátíðamat, færa börnum sínum gjafir eða ný fót. Til að hjálpa þessum samborg- urum okkar verður efnt til söfnun- arátaks á morgun, fimmtudag. Ef til vill er besta jólagjöfin að geta hjálpað öðrum til að halda gleðileg jól. Mæðrastyrksnefnd, Rauði kross íslands, Hjálpræðisherinn og Rás 2 standa saman að söfnuninni. Ólafúr Oddsson hjá Rauða krossinum segist finna að þörfin fyrir svona aðstoð fari vaxandi. Um er að ræða bæði fjölskyldur með böm og einstak- linga. Það er sérstaklega sárt fýrir bömin þegar þau skynja þann van- mátt sem felst í litlum Qárráðum yfir svona hátíðar. Ólafur segir að ómagaviðhorfið sé svo ríkjandi hér að mörgum finnist erfitt og kannski niðurlægjandi að þurfa að leita sér aðstoðar en eitt af markmiðum þessa söfnunarátaks sé einmitt að hvetja alla þá sem þurfa aðstoð, til að gefa sig fram. Hjálpsemi og örlæti er sjálfsagður samborgarabragur. Öll félögin sem standa að úthlut- un aðstoðarinnar fara eftir svipuðum reglum. Ólafur segir að ýmist sé um að ræða peninga, gjafakort, matvæli eða fatnað - allt eftir aðstæðum hvers og eins. Flestir sem fá slíka aðstoð gefa sig ffam en að sögn Ól- afs fá þau líka ábendingar frá öðrom. I fyrra voro óskir um aðstoð mun fleiri en búist hafði verið við og í ár ætla félögin að vera undir það búin að jafhvel enn fleiri leiti hjálpar. Á morgun ætlar Rás 2 að leggja fram húsnæði og vinnu dagskrárgerðar- manna en sjálfboðaliðar Rauða krossins munu sjá um skipulagingu og framkvæmd ásamt fulltrúum Mæðrastyrksnefndar og Hjálpræðis- hersins. Tekið verður við framlögum í síma Rásar 2; 687123 á morgun. Hlustendur um land allt ero beðnir að leggja sitt af mörkum. Útvarps- söfhunin stendur bara í einn dag en einnig er hægt að styrkja samtökin sem að henni standa með beinum framlögum. I öllum bönkum og sparisjóðum er hægt að leggja inn á gíróreikning Hjálparsjóðs Rauða kross íslands, nr. 90000-1 í Póstgíró- stofunni, eða tékkareikning nr. 12 í SPRON. í tilkynningu frá söfhunaraðilum segir: „Takmarkið er að enginn fari í jólaköttinn, allir fái notið einhvers góðgætis til hátíðabrigða um jólin og allir fái tækifæri til að láta í ljós ör- læti í garð samborgaranna á jóla- fostu.“ -ag ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.