Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 6
VIÐHORF Áfram blindgötuna . Art Trausti Guðmundsson skrifar Stjórnmál í einni vídd; eins konar sírennsli undan brekku „tækni- skynsemishyggju“ og fullkomin virðing fyrir gildum kapítalism- ans og þvi lýðræði sem honum hentar; þetta er einn helsti þáttur- inn í kreppu sósíaldemókratískra og sósíalískra flokka. Þessi er kjarni þarfrar greinar Einars Ólafssonar rithöfundar í Þjóðviljanum, 7. des. sl. Margir menn á þessum væng stjómmálanna telja hreyfingu sína ekki í kreppu. Þeir láta glepjast af flöktandi fylgi eftir þvi hvort flokkur er i stjóm eða stjómarandstöðu og halda að 13- 23% kjörfylgi i hálfa öld segi eitthvað um styrk og pólitísk gæði. Sömu menn halda að stjóm- málakenningar og reynsla af þeim verði afgreidd líkt og matamppskrift. Ef grauturinn reyn- ist sangur á tiltekn- um stað er hvorki hugað að hráefhinu, kokkunum, aðstæð- um, göllum upp- skriftarinnar og reynslu af grautnum á ólíkum tímum, heldur öllu hent á „ruslahaug sögunnar“ (sem hefur aldrei verið til!) og hendur þvegnar. Svo eru þeir til sem viðurkenna kreppu stjómmálasamtaka sinna en haida að hún stafi af ytri aðstæðum. Stefnan er góð og gild á hveijum tfma en aðstæður ráða að ekki gengur sem skyldi: Sinnuleysi fólks, mikil viima, efnahagsástand o.s.frv. Skiptir engu þótt stefhunni sé sífellt breytt, jafiivel „miðað við aðstasður". Orsök að kreppu stjómmála- hreyfingar er oftast sú sama: Hugmyndafræðin er gölluð eða röng. Og vísbendingar um kreppu er einkum tvær: Skortur á saniheldni og virkni innanflokks en Iítil varanleg fylgisaukning og fjölda- virkni á vegum hreyfmgarinnar utan- flokks. Fagleg og pólitísk alþýðu- hreyfing á Islandi er í kreppu. Ymsar afleiðinganna em líka ljósar: Of mik- ið vinnuálag, gmnnlaun langt undir framfærslukostnaði, lítil stjóm alþýðu á eigin velferð og lítil áhrif á ftam- vindu þjóðmála en þau em auðmagn- inu hagfelld. Aðalorsök kreppunnar er að finna í hugmyndafræði alþýðuhreyfmgar- innar, jafnt í þeirri faglegu sem pólit- ísku. Ekki er um að ræða svik ein- hverra eða vöntun á hugmyndafræði. Hugmyndafræði atvinnurekenda, hagfræði og siðfræði auðmagnsins, ræður í alþýðuhreyfmgunni. Þessi stefna tók að sækja á fyrir alvöru inn- an hreyfmgarinnar upp úr 1940 og um 30 ámm síðar var forysta faglegu hreyfingarinnar og meirihluti stjóm- málahreyfingarinnar orðinn sammála hugmyndum um hagkerfi, kaup og stjómmál sem em vinnandi alþýðu bæði ónýt og andstæð. Talsmenn þessarar hugmyndafræði kalla sig jafhaðarmcnn. Mikið af hugmyndafræðinni er heldur íslenskri alþýðu í böndum kristallast í drögum að nýrri stefnu- skrá Alþýðubandalagsins. Eg ætla að skoða hér hluta hennar. Flest sem hér fer á eftir má einnig herma upp á Al- þýðuflokkinn og stefnu verkalýðs- hreyfmgarinnar. Með þessu vil ég bæta við grein Einars Olafssonar og kvitta fyrir eigin skrif í Þjóðviljann í 22 ár, þar sem nú stefnir í þrot hans ef að líkum lætur. Aðeins er rúm til að skoða þijú lykilatriði í plaggi AB: Hagkerfið, stjómkerfið (lýðræði) og jafnréttið; allt er þetta auðvitað samtengt. AB vill gróskumikið atvinnulíf, aukin áhrif launafólks í þvi; að arður- inn af helstu auðlindum renni til allra landsmanna; það vill leiðrétta starf- semi markaðarins og vinna gegn mis- skiptingu auðs og tekna og loks tryggja mannsæmandi lífskjör. Hér slær ýmist hvert atriði stoð- um undan hinum eða það er sam- hljóða hátíðaryfírlýsingum hvaða auðmagnseiganda eða atvinnurek- anda sem er. AB vill auðsjáanlega óbreytt samskipti þeirra sem eiga fyr- irtæki, stjóma þeim og hafa megin- tekjur sínar af annarra vinnu (í einn stað) og þeirra (í annan stað) sem þéna á eigin vinnu. Skiptir þá engu hvort 10% eða 40% fyrirtækja eru í ríkiseign eða ekki. Ahrif launafólks í fyrirtækjarekstri breyta ekki þessu mynstri fyrr en áhrifin eru orðin völd- um hinna yfirsterkari. Markmið al- þýðuhreyfingarinnar var og á að vera að allir lifi af eigin vinnu og umfram- góssið sem til verður falli almenningi og þeim sem þurfa samfélagsaðstoð í skaut. „Bæði og“-stefha AB er í kjama sínum andsnúin þessu og óður til hagkerfisins í landinu; það þarf bara að slípa betur. Arðurinn af auðlindunum rennur nú þegar til allra landsmanna. Ójöfn skiptingin er sjálfúr grunnur hagkerf- isins. Hún ræðst af gangverki þess; þeir fá langmest sem eiga fjármagn eða atvinnutæki eða ráðstafa slíku. Af AB vill vinna gegn misskiptingunni, hvað kemur þá i veg fyrir að stöðva hana alveg? Auðvitað sú ósk AB að varðveita hagkerfið. Það telur slíkt best þótt reynsla af 100-200 ára kap- ítalisma (50-70 ár hérlendis) sé varla vonarpeningur handa striturum jarð- ar. Þessi hugsjón AB, um endastöð allrar hagskipanar, er auðvitað sú sama og hugsjón Vinnuveitendasam- bandsins. Takmarkanadútl AB eða annarra sósíaldemókrata, veldur stundum vandræðum í VSI en ekki alvarlegum. Talið um að leiðrétta starfsemi markaðar eða láta hann þjóna al- menningi er venjulegt hagtal frá VSI. Það lætur líta svo út að markaður og hagkerfi séu ópólitísk og óstéttbundin fyrirbæri sem beina má til „góðra verka“. Markaður getur í raun aðeins þjónað, þegar á heildina er litið, kaupum á vöru, vinnuafli o.fl. á þann veg að einn hópur græðir en annar tapar. Meðan hagkerfið byggir á sókn einstaklinga (sem eiga fyrirtæki) eftir hámarksarði, getur hópurinn er skap- ar arðinn (en á ekki fyrirtæki) alls ekki snúið taflinu við. AB vill þjóðfélag sem tekur mið af hagsmunum alls almennings og mannsæmandi lífskjör. Óvíða er rugl- andi þeirra sem vinna framandi hug- myndaffæði sess i alþýðuhreyfing- unni ljósari en í svona frösum. Þama eru skáldaðir sameiginlegir hagsmun- ir 20-30 þús. manna sem lifa af vinnuffamlagi annarra og 100-150 þús. launamanna: Hagsmunir al- mennings. Eða ber að skilja svo að almenningur AB sé öll þjóðin með sín ffamleiðslutæki i samrekstri? Nei, varla; það sprengir ramma AB. Og það sem kallast mannsæmandi lífs- kjör eru þá væntanlega tvenn grunn- laun pr. fjölskyldu er duga til óskil- greinds lífsviðurværis: Hin göfuga hugsjón kapítalismans, verkafólki til handa. Ekkert vildi VSI ffemur en geta klárað sig af þessu og fengið svolítinn stéttaffið. AB býður aðstoð- ina, líklega ásamt Alþýðuflokki. AB hefúr aldrei útskýrt hvemig blandað hagkerfi býr til jöffiuð, eða þá í hveiju jöfnuðurinn felst. Minni tekjumunur er vissulega kleifúr án breytinga á hagkerfinu svo um mun- ar, en varla er átt við dálitlar lagfær- ingar, eingöngu. Jafhaðarhugsjónin felst í raun og sannleika í því að vinuffamlag og samfélagsábyrgð einstaklinga er leið- beinandi um efnahag, ekki fé fólks eða eignarhald á atvinnutækjum; hún felst í þvi að samfélagið opnar öllum þegnunum svipaðan rétt til gagna þess og gæða, til menningar og lífs. Núverandi hagkerfi er reist i mót- sögn við hugsjónina og er útilokað að samræma jafnaðartal og gjaldþrota- og samkeppnisóreiðu hinna blönduðu kapitalísku hagkerfa. Svipuð mglandi er yfir lýðræðinu sem AB nefnir ofl í stefhuskrárdrög- unum. Talað er um valddreifingu, virkari þátttöku almennings og fyllstu mannréttindi. Nefnd em fimm atriði sem öll em umbætur á núverandi kerfi er nær allir geta stutt en snerta hvergi kjama þess. Lýðræði er nefni- lega ekki hlutlaust stjómtæki heldur em til ólíkar gerðir lýðræðis, bæði áður brúkaðar og óbrúicaðar (og nán- ast ófúndnar) og þjónar hver þeirra ákveðnum þjóðfélagshópum öðmm fremur: fomgriskt lýðræði, borgara- legt lýðræði... o.s.ffv. Megingalli borgaralegs lýðræðis er algjör aðskilnaður löggjafar- og ffamkvæmdavalds og svo sú stað- reynd að það byggir ekki á virkum fúlltrúa- og fjöldasamtökum alþýðu manna. Fyrra atriðið leyfir valda- miklu fólki að hagræða, tefja og stöðva ffamkvæmd lagaákvarðana en síðara atriðið hindrar eftirlit og skil- virkni. Þetta lýðræðisform varð enda til samfara þróun kapítalismans og samsvarar honum. Önnur form, svo sem kommúnulýðræðið í Frakklandi byltingarinnar og ráðin í Sovétríkjun- um fyrstu árin urðu jafn skammlíf og hagkerfin sem vom þá í burðarliðn- ttm. Virkt lýðræði almennings getur aldrei orðið til nema með nýju hag- kerfi þar sem vinnandi fólk slalgrein- ir sína hagsmuni og sitt eignarhalds- fyrirkomulag í ffamleiðslu og þjón- ustu og raungerir hvort tveggja. Þess vegna vantar a.m.k. tvö atriði i upp- talningu AB á einkennum betra lýð- ræðis: Nýtt og miklu víðtækara full- trúakerfi og alþingismenn sem bera mikla ábyrgð á f.amkvæmdum laga- ákvæða. Gmnninn, nýtt hagkerfi, vantar líka. Þessi stuttara- lega gagnrýni á sósíaldemókratíska stefnu AB er marg- tuggin fyrrum. Hún á sér ekki marga formælendur. Og það sem verra er: Flestir virkir félag- ar AB geta ekki annað en vísað henni á bug án raka, eða þá með tilvísunum i skipbrot ríkiskapitalismans og hjá- lendustefnu austurblokkarinnar. Það vantar umræðu um hugmyndaffæði og það vantar stéttarlega fræðslu í al- þýðuhreyfingunni. í þessu og undir- tökum Ícapítalískrar hugmyndafræði þar felst einmitt vond vígstaða hreyf- ingarinnar. Sennilega líða allmörg ár þar til þetta breytist. Ef til vill draga kjósendur AB lærdóm af því að gengi flokksins batnar lítt þrátt fyrir blán- andi stefnu. Ef til vill taka þeir sem geta nú byrjað á að endumýja hug- myndafræði alþýðuhreyfingarinnar saman höndum. Höfundur er jarðeðlisfræðing- ur og áhugamaður um stjórnmál. Mikið af hugmyndafræðinni er held- ur íslenskri alþýðu í böndum kristall- ast í drögum að nýrri stefnuskrá Al- þýðubandalagsins. AB hefur aldrei útskýrt hvemig blandað hagkerfi býr til jöfnuð, eða þá í hverju jöfnuðurinn felst. * / / ÍHA- SWHWBIOI fimmtucCaginn 12. cCesemBer kl. 19.00 Garóabæjar, Kársness syngja ásamt öllum tónleika gestum og nemendur úr Tónmennta- skólanum í sledabjöllur Siguröur Rúnar Jonsson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari SINFÓNÍUHLJÓMS VEIT ÍSLANDS Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 BækorK Skáldsaga um Geirfinnsmál s Ut er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Aminntur um sannsögii, skráð af Þor- steini Antonssyni. í bókinni er rakin alh'tarlega atburðarás svo kallaðra Guðmundar- og Geir- finnsmála, er skóku íslenskt þjóð- Uf fyrir rétt rúmlega hálfum öðr- um áratug. Sagt er frá þessum málum ffá fleiru en einu sjónarhomi og allir þættir þessara mála tíundaðir, allt frá fyrsta aðdraganda til þess, að nokkur ungmenni em dæmd fyrir hæstarétti árið_1980, sökuð um tvö mannsdráp. í niðurlagi bókarinnar segir sögumaður m.a. eflirfarandi: „Engin skýring á þessum málum er einhlít. Loka niðurstaðan er hughrifamynd sem þá aðeins er skiljanleg heild sé hún séð úr hóflegri fjarlægð. Þar með verður engum einstaklingi né hagsmunaaðila kennt um ffamgang mála né heldur stendur nokkur klár og kvittur af þessari löngu og marg- brotnu hrakfarasögu. Ef nokkur at- burðarás hefúr kallað á sameiginlega ábyrgð þjóðar þá er það þessi þáttur þjóðarsögunnar sem fengið hefúr heitið Geirfinnsmál. Hlutskipti hvers manns um sig er að virða, skilja og ábyrgjast þá fortíð sem við blasir. Lokið heftir verið upp dyrum að heimi fordæmdra. Þangað á að beina sjónum, ekki til þess að benda á ávirðingar eins fremur en annars, heldur til að nema þau sannindi að frávik mannlífsins eru sannleikur þess og kraftur." Játningar, lygaspuni, söguburður um saklaust fólk breytir ekki þeirri staðreynd að þjóðin á sakbomingum í Geirfinnsmáli skuld að gjalda. Út- gefandi er Skjaldborg. ÞJÓÐVILJINN Miðvikdagur 11. desember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.