Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 4
BÆKDMÍS Bókmennta- kenninaar fyrri alda Út er komin hjá Heims- kringlu, háskólaforlagi Máls og menningar, bókin Bók- menntakenningar fyrri alda eftir dr.Ama Sigurjónsson bókmenntafrasðing. Bókin er fyrsta íslenska yf- iriitsritið sem lýsir þróun og tengslum vestrænna bók- menntakenninga frá upphafí og fram til um 1500. Lögð er áhersla á valda texta sem skipt hafa sköpum í sögu bók- menntakenninga og er efni þeirra útskýrt og endursagt, auk þess sem talsvert er fjallað um skyldar greinar, einkum mælskulist. Verkið er samið fyrir íslenska lesendur og þess vegna er fjallað um rit Snorra Sturlusonar og annarra ís- lenskra höfúnda sem ekki er getið í sambærilegum inn- gangsritum á erlendum mál- um. Dr. Ámi Siguijónsson nam bókmenntaffæði m.a. í Reykjavík og Stokkhólmi. Hann hefur um árabil kennt bókmenntaffæði við Háskóla íslands og er nú ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar. Áður hefúr hann sent frá sér bækur um verk Halldórs Laxness. Bókin er 240 blaðsíður. A R H I Stou R J O NSSON | BókmermíakerUTÍngar - fýrrialda Gamansemi Snorra Sturlusonar BÓKAÚT GÁFAN SKUGGSJÁ í Hafnarfirði hefur gefið út bókina Gam- ansemi Snorra Sturlusonar eftir Finnboga Guðmunds- son landsbókavörð. 23. september síðastliðinn voru liðin 750 ár frá því að Árni beiskur veitti Snorra Sturlu- syni banasár á heimili hans í Reykholti. Það voru hroða- legar aðfarir. I þessari bók er hins vegar minnst gleði- mannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþættir í verkum hans, því að það væri eflaust meira að skapi Snorra en að menn syrgi grimmd og vonsku heims- ins. I'itinbo^i (riiúiinnnls>oir Gamansemi Inorra Sturlusonar Nokkur valin dæmi Fkéthk Iðnaðarmenn telja ekki rétt að lækka vexti með því að knýja bankavexti niður með valdboði. Iðnaðarmenn styðja niðurskurð ríkisútgjalda Landssamband iðnaðarmanna hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er í meginatriðum stuðningi við ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og þær taldar sanngjarnar aðhaldsaðgerðir. Iðnaðarmenn leggja megináherslu á lækkun vaxta og mót- mæla jafnframt fyrirætlunum um áframhaldandi starfsemi atvinnu- tryggingadeildar Byggðastofnunar sem þeir telja að feli í sér óeðli- lega millifærslu og niðurgreiðslu á fjármagni og stríði gegn því markmiði að jafna starfsskilyrði atvinnugreina. Iðnaðarmenn telja ekki rétt að lækka vexti með því að knýja bankavexti niður með valdboði heldur sé hallalaus rekstur hins op- inbera leiðin til að ráðast að rótum vandans. I ályktuninni er einnig vikið að tekjuöflun ríkissjóðs og bent á að æskilegast hefði verið að loka fjárlagagatinu með niður- skurði einum saman svo ekki hefði þurft að grípa til tekjuöflunar. Slikt sé þó ásættanlegt í ljósi aðstæðna. Sú fyrirætlun að gera tekjur Iðnlánasjóðs að fúllu skattskyldar er harðlega gagnrýnd þar sem þessara tekna sé aflað að hluta með skatti á iðnaðinn. Landssamband iðnaðarmanna telur slíka tvísköttun ekki koma til greina og krefst leið- réttingar á þessari fljótaskrift. Sambandið telur einnig að fyrir- huguð allsherjar skuldbreyting á lánum atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar sé framlenging á „þeirri vafasömu starfsemi“, eins og segir í ályktuninni. Útstrikun skulda fyrirtækja er harðlega mót- mælt þar sem slíkt stríði algjörlega gegn því ákvæði í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar að jafna skuli starfsskilyrði atvinnugrein- anna og draga úr afskiptum hins opinbera af atvinnulífinu. -ag Island verði kjamorku og eiturvopnalaust Lagt hefur verið fram á Al- þingi, í þriðja sinn, frum- varp til laga um friðlýs- ingu íslands fyrir kjarn- orku- og eiturefnavopnum. Flutningsmenn eru úr öllum flokkum utan Sjálfstæðisflokks en fyrsti flutningsmaður er Steingrímur J. Sigfússon Abl. Verði frumvarpið að lögum felur það í sér að bannað verður koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla á nokkurn annan hátt kjarnorku- eða eitur- efnavopn á Islandi. Fmmvarp þetta byggir á ný- sjálensku frumvarpi sem nýlega var samþykkt sem lög þar í landi. I þessari þriðju útgáfu frumvarpsins hcfur eiturefnavopnum verið bætt inn. Frumvarpið var áður fiutt vet- urinn 1986-87 og síðan aftur í fyrra. I greinargcrð segir að einmitt vegna atburða í afvopnunarmálum og alþjóðastjórnmálum síðastlið- inna missera sé nú auðveldara fyrir íslendinga að ganga á undan með góðu fordæmi. „Því ber að fagna að nú er betra lag en nokkm sinni fyrr til að festa í sessi þá afstöðu að afvopnun verði að taka til haf- svæðanna ekki síður en til lands og Iofts. Nýjustu fréttir um einhliða Breytt gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur hefur í för með sér allt að 2,6 prósenta lækkun á raforkuverði til heimila og smærri fyrirtækja. Orkuverðið hækkar hins vegar nokkru meira tii stærri fyrirtækja og verður meðaltalshækkun gjald- skrárinnar því engin. Um er að ræða fimmta og næst síðasta áfangann í aðlögun að nýrri gjaldskrá Landsvirkjunar, svo og breyttum kostnaðarforsendum við ákvarðanir stórveldanna um stór- felldan niðurskurð kjamorkuvopna ættu að sannfæra þá sem enn kynnu að hafa efasemdir um að aðagerð af því tagi að friðlýsa ís- orkudreifmgu. Borgarráð sam- þykkti gjaldskrárbreytinguna á fundi sínum 10. desember og tekur hún gildi um áramótin. Algengasta iækkun til heimila verður um 2,3 prósent. Raforku- verð til meðalstórra og minni fyrir- tækja lækkar um 2,4-2,6 prósent. Stór fyrirtæki kaupa um 39 prósent af seldri orku frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og verðið til þeirra mun hækka um 3-5 prósent. -ag land fyrir kjamorku- og eiturefiia- vopnum er raunhæft og tímabært skref af okkar hálfú í takt við þró- un mála umhverfis okkur,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Valdníðslu mótmælt Stjórn og trúnaðarmanna- ráð verkalýðsfélagsins Jökuls í Olafsvík mótmælir harðlega þeirri valdníðslu sem fyrir- huguð er af stjórnvöldum gegn sjómönnum með skerð- ingu sjómannaafsláttar. Að mati félagsins Iætur nærri að laun sjómanna muni skerðast um þriðjung ef boðað- ar breytingar á sjómannaaf- slættinum ná fram að ganga. Áður hafa sjómenn mátt þola kjararýmun með vaxandi afla- samdrætti og þegar hefúr verið boðaður enn frekari samdráttur í veiðum. -grh Rafmagn til heimila lækkar ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.