Þjóðviljinn - 17.12.1991, Qupperneq 1
242. tölublaö
Þriðjudagur 17. desember 1991
56. árgangur
Mjólkurverkfalli aflýst
kaupskipin stöðvast
Skyndiverkfalli Dagsbrúnar hjá Mjólkursamlagi Reykjavíkur
hefur verið aflýst. Samkomulag náðist, síðla í gær, milli trún-
aðarmanna félagsins í Mjólkursamlaginu og forsvarsmanna
fyrirtækisins um sérkjaramál starfsmanna. Þessi lausn kom
þó ekki í veg fyrir verkfall hafnarverkamanna, en þeir hófu þriggja
daga skyndiverkfall á miðnætti.
1 samkomulagi Mjólkursam-
lagsins og Dagsbrúnarmanna i fyr-
irtækinu, byggist á svokölluðu
ábótakerfi þar sem báðir aðilar
eiga að hagnast á hagræðingu inn-
an fyrirtælasins.
Að öðru leyti er samkomulagið
mikið til á sömu nótum og Mjólk-
ursamlögin fyrir norðan gerðu við
sitt starfsfólk.
Auk ábótakerfisins náðist sam-
komulag um veikindaréttindi, þar
sem sérstaklega er horft á þá
starfsmenn sem eiga við langvar-
andi veikindi að stríða. Einnig var
samið um að fyrirtækið láti starfs-
mönnum, sem þess þurfa, í té ör-
yggisskó.
Þrátt fyrir að samkomulag
hafði náðst í Mjólkursamlaginu,
hófst þriggja daga verkfall hafhar-
verkamanna á miðnætti. Þar hafa
engar viðræður átt sér stað milli
trúnaðarmanna og forsvarsmanna
skipafélaganna.
Mikil örtröð myndaðist í af-
greiðslum skipafélaganna í gær,
þar sem fólk kærði sig greinilega
ekki um að brenna inni með vörur
næstu þijá daga.
Sigurður Bessason, starfsmað-
ur Dagsbrúnar, sagði að með sam-
komulaginu í Mjólkursamlaginu
hafi eining Vinnuveitendasam-
bandsins um að semja ekki um sér-
kjaramálin verið rofin.
- Mjólkursamsalan hefur sem
hluti af Vmnuveitendasambandinu
séð ástæðu til að kljúfa sig út úr
stífhi þeirra til samninga. Þetta er
sigur Dagsbrúnar, því Vinnuveit-
endasambandið hefúr reynt allt
hvað það getur til að koma í veg
fyrir þennan samning. Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, skrifaði undir samkomulagið
fyrir hönd VSI. Hann sagði það
langt í frá að þeir væru ósáttir við
þetta samkomulag.
- Við höfúm verið að stikla í
kringum samkomulag Mjólkur-
samlaganna við starfsfólk sitt fyrir
norðan. Að vísu fannst Dagsbrún-
armönnum framkvæmdaratriði
þess samning vera til baga, þar
sem allt er í óvissu hvenær það
kemst á. Við erum hins vegar vissir
um að undirbúningurinn við ábóta-
kerfið sé það vel á veg kominn að
hægt sé að setja það í gang 1. júní,
sagði Þórarinn.
Aðspurður hvort þama væri
um brest hjá VSÍ að ræða, sagði
Þórarinn það rangt.
- Þetta samkomulag er í anda
þess sem við höfum viljað. Við
höfúm sagt að við viljum ekki
auka útgjöld fyrirtækjanna vegna
launakostnaðar. Taki starfsmenn
hins vegar þátt í hagræðingarmál-
um er sjálfsagt að semja þannig að
þeir njóti þess eins og fyrirtækin.
Þessi samningur felur þetta í sér,
því þama er verið að tala um
ábataskipti, sagði Þórarinn.
Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
sagði að sérkjaraviðræður deilda
innan sambandsins hafi gengið illa.
Nú séu menn famir í jólafrí og því
ekki líklegt að sainkomulag náist
fyrir jól. Hvað samkomulagi Dags-
brúnar og Mjólkursamlagsins við-
kemur sagðist Bjöm Grétar vera
ánægður með að einhversstaðar
væri hægt að finna lausnir.
Aðspurður hvort þetta hafi
brotið ísinn í sérkjaraviðræðunum,
sagði hann að svo væri ekki.
Isinn er þykkur og félögin em
með mismunandi áherslur á borð-
inu. Þó það sé búið að semja á ein-
um stað þýðir það ekki að búið sé
að semja á linuna. Það þarf að
leysa marga hnúta áður en það
verður gert, sagði Bjöm . -sþ
Starfsmenn Ríkisskipa unnu höröum höndum I myrkrinu f gær við aö koma vörum um borð I skipiö Heklu áöur en verk-
fall hafnarverkamanna kæmi til framkvæmda á miðnætti. Mynd: Kristinn.
Sj ávarútvegsrisi
í Vestmannaeyjum
Fyrirtækin Fiskiðjan og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
samþykktu á laugardag að sameina fyrirtækin í eitt. Sam-
anlagt mun nýtt fyrirtæki ráða yfir rúmum 10.000 þorsk-
ígildistonnum, þremur togurum, tveimur loðnuskipum og
fimm tog- og línubátum.
Náttúrufræðingar
hóta verkföllum
Allsherjaratkvæðagreiðsla
mun fara fram hjá Félagi ís-
lenskra náttúrufræðinga um
timabundin verkföll í janúar og
desember ef ekkert miðar í
samningsviðræðum. Forsvars-
menn félagsins telja að með
þessu megi vænta stigharðnandi
aðgerða af hálfu félagsins.
Fjölmennur félagsfúndur Fé-
lags íslenskra náttúruffæðinga í
gær, þar sem staða „eða stöðnun"
samningsmálanna var rædd, sam-
þykkti að hefja allsheijaratkvæða-
greiðslu innan félagsins um verk-
fóll.
Þungt hljóð var í fúndarmönn-
um og undirrituðu flestir við-
staddra mótmælaskjal til Starfs-
mannaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins vegna einhliða ákvörð-
unar hennar um að neita félaginu
um samstarfsneíndarfúndi, sem
halda skal einu sinni í mánuði. í
mótmælaskjalinu var fúnda í
nefndinni krafist strax. -sþ
Starfsmenn fyrirtækisins eru
samanlagt 470 talsins. „Islands-
banki er mjög jákvæður gagnvart
þessu,“ segir framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar, Guðmundur Karls-
son, en vill ekkert um það segja
hvort að bankinn hafi beitt fyrir-
tækin miklum þrýstingi í þessa
veru, en skuldastaða þeirra hefúr
verið slæm. Stefnt verður að því að
byggja upp og endumýja gamla
fiskimjölsbræðslu sem fyrirtækin
hafa átt saman, en bankinn hefur
fram að þessu ekki samþykkt lán-
veitingar til nýrrar. Bæði félögin
boða til hluthafafunda 30. desem-
ber. Hraðfrystistöðin og Isfélagið í
Eyjum hafa einnig verið í viðræð-
um um sameiningu en óljóst er enn
hvernig þeim mun ljúka.
I raun sameinast fjögur fyrir-
tæki. Það eru Fiskiðjan, Vinnslu-
stöðin, Fiskimjölsverksmiðjan í
Vestmannaeyjum og Lifrarsamlag-
ið. Togarar hins sameinaða fyrir-
tækis em þrir: Breki, Klakkur og
Sindri. Loðnubátamir era tveir,
Krapi og Sighvatur. Togbátar og
línubátar eru fimm: Styrmir, Krist-
björg, Sleipnir, Sigurfari og Frigg.
Guðmundur Karlsson fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar segist
sjá fyrir sér mikla hagræðingu í
framhaldinu. Fiskvinnslustöðvam-
ar tvær verði sérhæfðar, kvótar
sameinaðir og færðir til eflir þörf-
um. Eftir hagræðingaraðgerðir er
gert ráð fýrir að einhvetjar eignir
verði seldar. Guðmundur segir að
uppsögnum verði haldið í lág-
marki, en ljóst sé að fækka verði í
yfirbyggingunni, sérstaklega í
stjómunarstöðum. Almennum
starfsmönnum verður hins vegar
ekki fækkað. -vd.
/1\