Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 7
Eelendar AUmsión Dagur Þorleifsson Sovéskir kjamaoddar á vopnamarkaði kriðja heims? Margir hafa eins og eðli- legt má kalla stórar áhyggjur af því hvað verða kann um og hvað gert kann að verða við kjarnaodda sovéska hersins, 27.000 talsins eða e.t.v. heldur fleiri, sumum heimildum sam- kvæmt. Erindi James Baker, ut- anríkisráðherra Bandarikjanna, til Moskvu nú síðast var áreiðan- lega ekki síst það að leggja fast að ráðamönnum þar eystra að tryggja að á þeim vettvangi yrði hvergi slakað á öryggi og eftir- liti. Það sýndi sig að þessi heim- sókn Bakers var fyrst og fremst til Jeltsíns Rússlandsforseta og kemur með því fram að Bandaríkjastjóm viðurkennir hann nú í raun sem hinn raunverulega húsbónda í Moskvu. Vesturlandaríki óttast að upp- lausn Sovétríkjanna kunni að leiða til þess að eitthvað af kjamavopn- um þeirra komist á vopnamarkaði þriðja heimsins, þar sem ýmis ríki gera sitt besta til að vera eða verða svæðisbundin stórveldi, eða jafn- vel að kjamavopnum kunni að verða beitt í illindum milli sovésku lýðveldanna. Mestur hluti sovésku kjama- vopnanna er_ í fjómm lýðveldum, Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rúss- landi og Kasakstan. En samkvæmt sumum heimildum er eitthvað af kjamaoddum ætluðum í skamm- dræg kjamavopn, vopn stórskota- og loftvamaliðs t.d., í öðmm lýð- veldum. Sú hætta er ekki útilokuð að einhver lýðveldanna reyni að tryggja sér ráð yfir þeim vopnum til að auka sitt pólitíska vægi í skiptum við önnur sovésk lýðveldi eða jaínvel önnur ríki. Mið-Asíu- lýðveldin kynnu að freistast til þess til að efla sig gagnvart slav- nesku lýðveldunum og illdeilur Armeníu og Aserbædsjan em áhyggjuefni í þessu sambandi. Jeltsín sagði í viðræðunum við Baker að öll sovésk kjamavopn yrðu áffarn í umsjá sovéska hers- ins. Lýðveldin í sovéska samveld- inu myndu gera með sér vamar- bandalag og ganga svo frá málum að herinn, og þar með kjamavopn- in, yrðu undir sameiginlegri yfir- stjóm. Gert er ráð fyrir að Mið- Asíu- lýðveldin fimm gangi á laugardag- inn formlega i samveldið sem Rússland, Úkraína og Hvíta- Rúss- land stofhuðu fyrir rúmri viku. Jeltsín segist eiga von á að fyrir áramót verði 10 sovésku lýðveld- Artur Lundkvist látinn Artur Lundkvist, einn af þekkt- ustu rithöfundum Svia á þessari öld og einn af meðlimum Sænsku aka- demíunnar, lést á þriöjudagsnótt í s.L viku, 85 ára að aldri. Faðir hans var fyrrverandi at- vinnuhermaður, efnahagur fjölskyld- unnar var ekki merkilegur og sagt er að hún hafi varla verið læs. En áhug- inn á að lesa og skrifa var Arturi nán- ast meðfæddur, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann var orðinn þekktur sem ljóðskáld þegar fyrir 1930 og komst fljótt í ffemstu röð meðal sænskra rit- höfunda. Var hann síðan mikilvirkur sem ljóðskáld og skáldsagna- og smá- sagnahöfundur, auk þess sem hann sknfaði fjölda ritgerða og ferðabóka, en hann ferðaðist mikið. Hann hafði forgöngu um að kynna erlendar bók- menntir í Svíþjóð og stundaði þýðing- ar ásamt með öðru. I Sænsku akadem- íuna var hann kjörinn 1968. Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús að Laugavegi 3 laugardaginn 21. des kl. 15-18 & Söngur Upplestur Kaffiveitingar ABR Kjarnavopn Sovétríkjanna Kjarnaoddar: samtals 27.000 1 Eldflaugastöövar (J) Kafbátastöðvar @Flugstöðvar Elstland 270 Lettland Eftlrtitið er sennilega best með langdrægum eldflaugum (sem hægt er að skjóta heimsalfa é milli), staðsettum á landi, langfleygum sprenqjuflug- velum sem bera kjarria- vopn og kafbátunum. Miklu erfiðara erað hafa nákvæmt eftiriit með kjamaoddum þeim ítiltðlulega skammdræg vopn sem eru á víð og dreif í öllum lýðveldunum I l J þúsundatali. * Þessar Goorgfa, Armenla, Asorfaaodsjan 820 __ f \ Usbokistan, kasakstan 1800 Túrkmenlstan, Kfrglsistan, 'Tadsilklstan .^fí^^ammdræg- ..um eldtlaugum. loft- ....vamaflaugum, sprengikúlum stórskotaliðs og jarðsprengjum. Kortið sýnir staðsetningu sovésku kjamavopnanna. Kjamavopn þau sem eru í Eystrasaltslöndum eru að sjálfsögðu I vörslu sovéska hers- ins þar, sem stjórnir ríkja þessara vilja ekkert frekar en losna við og þar með kjarnavopn hans. anna 12 í samveldinu, öll nema Aserbædsjan og Georgía. Jeltsín sagði ennfremur í við- ræðunum við Baker að engin hætta væri á öðru en að samveldisríkin stæðu í einu og öllu við afvopnun- arskuldbindingar Sovétríkjanna og óskaði eftir hjálp Bandaríkjanna til að tryggja að allt gengi í þeim efn- um samkvæmt áætlun. Hann sagði og að öll sovésku lýðveldin yrðu fljótlega kjama- vopnalaus, nema Rússland. Annað mál er hvort hin lýðveldin eru reiðubúin að samþykkja það. Mikið veltur í þessu sambandi á sovéska hemum. Enn er Gorbat- sjov formlega æðsti maður hans, en þess sjást merki að herforustan sé að halla sér að Jeltsin. Jevgenij Shaposhníkov, vamarmálaráðherra Sovétríkjanna, var þannig í þeim hópi undir fomstu Jeltsíns sem ræddi við Baker. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, lýsti sig fyrir skömmu æðsta mann alls herafla í Ukraínu (kjamavopn þó frátalin) og gekk þannig í berhögg við Gorbatsjov. Er helst svo að sjá að Úkraínu- stjóm ætli að koma sér upp eigin her, er lúti í einu og öllu forustu hennar, og taka í hann úkraínska hermenn í sovéska hemum. Ekki er óhugsandi að t.d. Mið-Asíulýð- veldin, sem vegna tiltölulega mik- ils fjölda manna á herskyldualdri þarlendis eiga hlutfallslega marga menn í sovéska hemum, kunni að reyna að fylgja þvi fordæmi. Við þetta aukast líkur á að sov- éski herinn leysist upp og þar með á því að eftirlit hans með kjama- vopnum fari úr böndunum. Nú þegar fer því fjarri að allt sé með felídu í þeim her. Herforustan er að visu sögð öll af vilja gerð til að halda hemum í horfinu, en mikil óánægja er meðal herforingja í mið- og lægri þrepum tignarstig- ans. Þeir óttast að atvinnuleysi taki við er þeir verða leystir fíá her- þjónustu með fækkun í hemum og bæði þeir og óbreyttir hermenn eru haldnir sámm áhyggjum út af því að lítið er til af húsnæði fýrir þá liðsforingja og hermenn, sem leystir em úr herþjónustu eða hafa verið og verða sendir heim frá fyrrverandi íylgiríkjum Sovétríkj- anna og Eystrasaltslöndum. Bandarísk kjamorkuvopn á brott úr Suður-Kóreu Suðurkóreanskur embættis- maður gaf í skyn í gær að Banda- ríkin hefðu nú flutt á brott úr Suð- ur-Kóreu öll þau kjamavopn sem þau höfðu þar. Bush Bandaríkja- forseti tilkynnti í sept. að Banda- ríkin myndu eyða öllum skamm- drægum kjamavopnum sínum á sjó og þeim sem gerð em til þess að þeim sé skotið af yfirborði jarðar. Kasakstan lýsir sig sjálfstætt ríki Stjóm Kasakstans lýsti lýð- veldið sjálfstætt í gær, eftir sam- þykkt þings þess þar að lútandi. Hafa þá öll sovésku lýðveldin lýst yfir sjálfstæði síðan í ágúst, er valdaránstilraunin var gerð, nema Rússland. Hátt á fimmta hundrað fórust á Rauðahafi Talið er að yfir 470 manns hafi farist er farþegaskip sigldi á kóral- rif á Rauðahafl á sunnudag og sökk. Langflestir farþeganna með skipinu vom Egyptar á leið heim úr pílagrímsferð til Mekka. Þetta er mesta slys í farþega- flutningum á sjó frá því að far- þegaskip sökk eftir árekstur við ol- iutankskip við Filippseyjar 1987. Endumýjuð vinátta Kína og Indlands Lí Peng, forsætisráðherra Kina, fór heim í dag eftir flmm daga heimsókn til Indlands þar sem hann ræddi við starfsbróður sinn þar, P. V. Narasimha Rao. í þeim viðræðum bættu þeir svo mjög upp á samskipti ríkja sinna, þeirra tveggja fjölmenn- ustu í heimi, að fréttamenn kalla heimsóknina timamót. Samið var um að ríkin legðu á hilluna deilu sína út af landamær- um, er lengi hefur staðið og tækju upp samstarf á mörgum sviðum. Viðskiptasamningur milli ríkjanna var undirritaður og annar samning- ur um sameiginlegar geimrann- sóknir. Svo er að sjá að Indlands- stjóm hafi lofað að gera ekki fram- vegis veður út af yfirráðum Kína í Tíbet. Kina og Indland áttust við í stuttu landamærastríði 1962 og voru síðan með þeim fáleikar þar til þiðna fór við heimsókn Rajivs Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, til Peking 1988. Ástæðan til þess að ríkin hafa nú tekið upp vináttu fullkomna sín á milli mun vera kviði beggja út frá stórfelld- um breytingum í heimsmálum, endalokum kalda stríðsins, hruni sovétkommúnismans og upplausn Sovétríkjanna. Eitt Pekingblaðanna komst svo að orði í gær að nú væri svo komið að Evrópa væri sá heimshluti þar sem stöðugleiki væri minnstur. Vinningstöiur laugardaginn FJÖLDi UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1. 2. 3. 123 4. 3af 5 4.445 2.790.493 161.667 6.801 439 Heildaivinningsupphæö þessa viku: 6.063.372 UPPLVSINGAR: SlMSVARl91-681511 LUKKULlNA991002 loginn brann Viötöl Haraidar Jóhannssonar viö ýmsa forystumenn sósíalisma og verkalýöshreyfingar, lífs og liöna Bókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR SÍMAR 91-641890 OG 93-47757 Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.