Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 9
BækimK Skemmtileg skýrslugerð Vilhjálmur Hjálmarsson nHann er sagður bóndi“ Útgefandi Æskan Ekki mun það algengt hérlend- is að stjómmálamenn gerist mikil- virkir rithöfundar þegar þeir hverf'a af opinberum vettvangi þjóðmála- baráttunnar. Þó eru þeir til, eða hvað segja menn um hann Vil- hjálm okkar Hjálmarsson frá Brekku? Hann hafði ekki fyrr látið af farsælli þingmennsku og ráð- herradómi en hann hóf að skrifa bækur, - og hefur ekki slegið slöku við. Sú fyrsta kom út árið 1981 og heitir því skemmtilega nafni „Raupað úr ráðuneyti“. Síðar koma, hvert árið eftir annað, þijár þykkar og efnismiklar bækur um Eystein Jónsson, fyrrverandi al- þingismann og ráðherra. Næst koma svo „Mjófirðingasögur" í tveimur bindum. Þá „Konráð frændi, - foðurbróðir minn“. Síðan þriðja bindið af „Mjófirðingasög- unum“. Og loks er það bókin ,4Jann er sagðtir bóndi“, sem nú er nýkomin út hjá Bókaforlagi Æsk- unnar. Undirtitill bókarinnar er .Æviferilsskýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar, rituð af honum sjálfum“. Þetta eru mikil afköst á ekki lengri tíma og þó í engu kast- að til höndum. Vilhjálmur segir í formála fyrir æviferilsskýrslunni að hann hafi reynt að „hlíta þröngu formi „ævi- ferilsskýrslu" og draga upp eins- konar sjálfsmynd af strjálbýlis- þingmanni á tímabili, sem óðum þokast í átt til fortíðar og þó eink- um með því að segja noldcuð ffómt ffá bjástri hans á mörgum ólíkum póstum“. Og það verður ekki betur séð en stijálbýlisþingmanninum takist þessi myndgerð með miklum ágætum. Og „póstamir" em svo sannar- lega bæði margir og margvíslegir því Vilhjálmur hefur ekki verið við eina fjölina felldur í athöfnum sin- um um dagana. Allir vita væntan- lega að hann var alþingismaður um árabil og virtur og vinsæll mennta- málaráðherra. Menn vita það einn- ig, að hann rak árum saman búskap á föðurleifð sinni, Brekku í Mjóa- fírði, og er þar raunar ennþá með annan fótinn þegar við verður komið. Margir vita einnig, að hann hefur stundað kennslustörf í fjölda- mörg ár. Hitt vita færri, að hann hefur einnig gegnt oddvitastörfum, bókavörslu, blaðamennsku og rit- stjóm, verið sáttasemjari, unnið við vegagerð, fiskaðgerð og sílar- söltun. Hann hefur verið formaður Útvarpsráðs og skólaráðs hús- mæðraskóla, setið í ótal nefhdum og stjómum á vegum þess opin- bera og bændasamtakanna. Meðal annars hefur hann annast ferming- arundirbúning bama. Og loks hefur hann, á effi ámm, gerst mikilvirkur rithöfundur. Hann hefur í raun og vera fengist við flest nema að drekka brennivín. Það hefiir hann alfarið látið öðram eftir. Frá öllu þessu veraldarvafstri segir Vil- hjálmur í bók sinni, á þann skemmtilega og launkímna hátt, sem honum er einkar laginn. Gegnir raunar mikilli furðu hversu miklu efni hann fær komið fyrir í þó ekki stærri bók, en þar kemur það til hvað honum lætur vel að segja mikið með fáum orðum og er þó sannarlega enginn þurr skýrslu- bragur á „æviferilsskýrslunni“. Vilhjálmur byijar bókina auð- vitað á því að segja ffá ættmönnum sínum, bemsku- og æskuslóðum, leikjum og bamaskólanámi. Þá kemur verknám á sjávaijörð. Næsti kafli ber yfírskriftina Brekka - Seyðifjörður - Laugarvatn, en þar segir m.a. frá dvöl Vilhjálms í Laúgarvatnsskóla, hjá þeim mæta og merka skólastjóra Bjama Bjamasyni og hinum góðu sam- starfsmönnum hans. Þegar þama er komið sögu er Vilhjálmur 21 árs. Síðan kemur tímabilið frá 1935- 1949 og skiptist í þijá meginkafla: Heima á ný, Með margt í taki og Frá fjölskyldunni. Næst koma árin ffá 1949-1956, en þá verða þau þáttaskil í ævi Vilhjáms, að hann tekur sæti á Alþingi. Kaflamir nefnast: Þingmannaleið, Sjö ár á Alþingi, „Þeir, sem eiga á þingi sess“ og Enn úr verkahring alþing- ismanns. Lýkur svo þingmennsku í bili, en á árunum 1956-1967 era það aftur á móti Hreppsmál í Mjóafirði - Vegarraðsla, Búskapur og bamakennsla og Út og suður. Og enn kemur þingmennska við sögu, og á árabilinu 1967-1979 nefhast kaflamir: Tólf ár á Alþingi, Utan þingsala, I ráðherradómi og Síðasta vertíðin. Loks era það svo árin ffá 1979-1991: „Gaman og óvænt æra“, Eins konar ástríða og Þar er nú komið sögu. Hér eru að- eins nefndir aðalkaflar bókarinnar, en hver þeirra um sig skiptist svo i fleiri og færri undirkafla eftir eðli ffásagnarinnar. I bókinni er utan þessa fjölda mynda og nafnaskrá, þar sem koma hátt á sjötta hundrað manns við sögu, meira að segja Páll postuli. Og lýkur þar með „æviferilsskýrslunni“ þótt vonandi endist Vilhjálmi enn um sinn aldur til að setja saman bækur. Jæja, um þessa bók mætti skrifa langt mál og lofsamlegt og ýkja þó í engu. Hún er bæði ffóð- leg og skemmtileg. Hún er í senn saga manns og moldar, saga Vil- hjálms sjálfs og saga þeirrar sveitar og þess lands, sem hefur alið hann og fóstrað. Ef að vanda lætur munu margar „minningabækur" koma út fyrir þessi jól. Eg ætla, að „ævifer- ilsskýrsla“ Vilhjálms frá Brekku muni í engu standa þeim bókum að baki, nema síður sé. Lesendur hennar munu við leiðarlok þakka höfundinum fyrir „samfylgd góða“. -mhg Fi Aamarkaðpr Þtóðvilians Ýmisiegt Vandaður buffetskápur til sölu fyr- ir 5000 kr. Ennfremur útvarpstæki með innbyggðu segulbandi og tveir Ijóskastarar. Auk þess er til sölu fjöldi bóka á mjög lágu verði. Allar nánari uppl. er að fá á Lang- holtsvegi 112a eftir kl. 20.00. Til sölu Fender Stratocaster rafmagnsgít- ar með tösku, verð kr. 35.000 og Pioneer plötuspilari og hljóm- tækjaskápur og Fidelity skák- tölva. Uppl. í síma 688194 á kvöldin og um helgar. Eldhúsborð og kerra Góð barnakerra, án skerms, eld- húsborð (sporöskjulaga) og svefnbekkur með rúmfata- geymslu til sölu. Selst ódýrt. Vinnusími 681333, heimasimi 627218. Vilborg. Stórtónleikar I eigin húsi Nú getur þú samið eigin verk á hljómborð, því ég hef til sölu Ro- land 5-10 sampling hljómborð og TX 81Z tone generator/sound module. Endilega hringið í síma 674263 til þess að svala forvitni ykkar um undratæki þessi eftir kl. 17 alla daga. Spyrjið um Pétur Öm. Lopapeysur Ódýrar handprjónaðar lopapeys- urtil sölu. Uppl. í síma 32413. Ýmislegt Fallegt hvítt messingrúm 1,5x2,0 m. með góðum dýnum fæst í skiptum fyrir dýnu sem er 1,4x2,0 m. eða selst á kr. 25.000. Á sama stað er til sölu Philips uppþvotta- vél, 3ja ára á kr. 20.000 og Lada Station árg. 87 í góðu lagi á kr. 180.000. Sími 621746. Skíði óskast Óska eftir að kaupa skíði, stærð 120 sm. Uppl. í síma 22631 e.kl. 17. Píanó til sölu Til sölu Röster píanó 7-10 ára gamalt. Mjög lítið notað, hæð 110 sm. Uppl. í síma 35054. Ritvél til sölu. Uppl. í síma 689614. Pottofnar óskast Vantar nokkra miðstöðvarofna úr potti. Sími 95-12435. . Husnæöi Húsnæði óskast 5 manna fjölskylda sem er að flytja heim frá Svíþjóð óskar eftir húsnæði til leigu næsta vor, 3-5 herbergja íbúð eða litlu húsi í Reykjavík eða nágrenni. Uppl. í síma 674263 á kvöldin. fbúð óskast Einstæð móðir með 3 mánaða barn óskar eftir 2 herb. íbúð til leigu í Hafnarfiröi. Sími 674263. íbúð óskast Tveggja til þriggja herb. ibúð ós- kast til leigu. Má þarfnast við- gerðar. Sími 685762. Til leigu Rúmgóð 3ja herb. íbúð til leigu á góðum stað í Reykjavík í jólafrí- inu. Sími 621737. fbúð óskast Óska eftir litilli 2 herbergja íbúð til leigu í miðbæ eða vesturbæ fyrir miðaldra hjón utan af landi. Uppl. í síma 14304. Marta. Húsgögn Oskast Skrifborð óskast. Uppl. í síma 625809. Kojur Óska eftir notuðum kojum. Sími 98/61185. Lítið borðstofusett óskast, helst gamalt. Sími 625809. Til sölu Svartur húsbóndastóll á kr. 5.000 og 3ja sæta sófi ásamt stól með lausum púðum á kr. 10.000. Sími 814023. Til sölu skrifborðsstóll. Uppl. í síma 689614. Heisniiis- og raftæki Er ísskápurinn þinn of lítill? Til sölu er 3ja ára gamall Gram ísskápur m/stórum kæli og frysti af venjulegri stærð. Vil taka minni ísskáp uppí. Uppl. í sima 681331 kl. 9-17 og 675862 á kvöldin. Tölva-prentari Til sölu Victor VPC II með 20 mb hörðum diski, mús, forritum og einlitum skjá ásamt prentara, Cit- izen LSP 10. Selst allt á kr. 50.000. Hjörtur í síma 10563 e. kl. 17.30. Uppþvottavél óskast Óska eftir nýlegri, lítilli uppþvotta- vél. Til greina kemur að skipta á lítilli og minni stóru vél. Sími 42849. Tölva til sölu Amstrad 128K með litaskjá og 30 leikjum og mús. Verð ca. 23.000 kr. Uppl. í síma 52977. Hljómtæki Fisher hljómtækjasamstæða til sölu, 10 ára gömul, á aðeins kr. 5.000,-. Uppl. í sima 17731. Þvottavél Bráðvantar ódýra þvottavél. Uppl. í síma 17731. Frystikista - ísskápur Óska eftir lítilli frystikistu eða is- skáp með stórum frysti. Sími 72360 e. kl. 19. Dýrahald Búr Óska eftir búri fyrir hamstur. Uppl. í síma 12951 á kvöldin. Kanínubúr Óska eftir kanínubúri fyrir innik- anlnu. Uppl. í síma 688119. Fyrir hörn 3 kerrur Til sölu 3 kerrur á kr. 1000, 2000 og 3500,-. Uppl. í síma 688119. Bílar og varahlufir Virðisaukaskattsbíll til sölu Suburban jeppi, árg. '78 með 6 strokka Perkins vél, lítiö ekinn á vél, beinskiptur. Ný 35“ mudder dekk á 8 gata felgum. Mjög góður bill. Simi 98/61185. Snjódekk Ný snjódekk til sölu ódýrt. Uppl. í síma 34523. Kennsla og námskeið Áttu von á barni? Taijiquan - kínversk leikfimi. Nú bjóðum við upp á taiji-námskeið sérstaklega ætluð barnshafandi konum. Æfingar sem veita innri ró, styrkja öndun og innri líffæri. Búðu þig og barnið þitt undir framtíðina. Innritun og uppl. í síma 629470. Hreyfilistahúsið. Atvinna Heimilishjálp Kona óskast til aðstoöar eldri konu. Létt heimilisstörf. Vinnutími kl. 9-17. Uppl. í síma 34523. Þjönusta Spákona Spái í spil og bolla. Pantið tíma eftir kl. 19. Sími 674945. Þrif Tek að mér þrif í heimahúsum. Vanur maður. Sími 79396 e. kl. 17. Viðgerðir Tek að mér smáviðgerðir á hús- munum. Hef rennibekk. Uppl. í síma 32941. Dúkastrekkingar Stífum og strekkjum dúka, fljót og góð þjónusta. Uppl. í síma 91- 71499 og 91-27928. Geymið auglýsinguna. Viðhald og nýsmíði Alhliöa trésmíðavinna úti og inni. Vönduð vinna. Ólafur Viðar, sími 985-27111. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins I Reykjavlk að Laugavegi 3 er opin á mánudögum frá klukkan 17-19. Stjórnin Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Rafmagns- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 1.680 Ijós- búnaði til götulýsingar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. janúar 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 Sími 25800 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991 Síða 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.