Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 14
F r é t t i r
Lítið um samkomulag
Hægt gengur að þoka málum
fram á Alþingi. Þriðja umræða
fjárlaga var á dagskrá í gær, en
stjórnarandstaðan var ekki sátt
við þá tilhögun. Hún var heldur
ekki sátt við ummæli Geirs H.
Haarde, þingflokksformanns
Sjálfstæðisflokksins og Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra, en
báðir töldu litla þörf á annars-
vegar nefndarálitum minnihlut-
ans og hinsvegar samráði ;við
stjórnarandstöðuna. Kristín Ast-
geirsdóttir, Kvl., talaði um um-
mæli beggja sem algera óhæfu.
Halldór Asgrímsson, Frfl., og
Svavar Gestsson, Abl., auglýstu
báðir eftir því samkomulagi sem
átti að hafa náðst með stjórnar-
liðum um breytingar á ýmsum
liðum. Þetta var rætt undir utan-
dagskrárliðnum Gæsla þing-
skapa.
Davíð sagði í útvarpsfréttum í
hádeginu í gær að búið væri að
ganga frá meirihluta um allar til-
lögur ríkistjómarinnar og því gæti
stjómarandstaðan talað að vild. Þó
stóðu viðræður við hagsmunaaðila
vegna breytinga á skerðingu á
sjómannaafslætti í allan gærdag.
Samkomulag náðist seint og um
síðir.
Þá á stjómin í vandræðum með
löggunefskattinn svokallaða á
sveitarfélögin. A Alþingi barst í
gær í upphafi fundar minnisblað
frá fjármálaráðuneytinu þar sem
kom fram að þær 700 miljónir sem
um er að ræða er ekki hægt að inn-
heimta í gegnum útsvarið og með
tilfærslu á staðgreiðslu skatta. Því
þarf að færa þessar tekjur ríkis-
sjóðs undir liðnum aðrir skattar.
Stjómarandstaðan leit á þetta sem
efnisbreytingu og vildi fund í ijár-
laganefnd og breytingartillögu frá
nefndinni. Það þýddi að fjárlaga-
frumvarpið kæmi varla til þriðju
umræðu fyrr en í dag. Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra sagði að
þetta væri aðeins tæknileg breyting
og því í raun nóg að prenta breyt-
ingartillögumar upp á nýtt. Það
sættir minnihlutinn sig ekki við og
til stóð að halda fund í fjárlaga-
nefhd til að kynna málið, sagði
Karl Steinar Guðnason, formaður
nefndarinnar. Hann átti þó von á
að breytingartillagan kæmi síðan
frá íjármálaráðherra, sem sjálfúr
sagði að flutt yrði breytingartillaga
ef minnihlutinn vildi það. Seint í
gærdag var enn ekki farið að ræða
fjárlögin.
Allan þennan tíma hefur ekkert
samkomulag verið gert við stjóm-
arandstöðuna og ekkert samráð við
hana haft heldur. Þannig hefur það
verið síðan kiukkan tólf á hádegi á
miðvikudag. Þó stóð til að halda
samráðsfund seint í gær.
Þannig að í gærdag vom rædd
mál sem samkomulag er um, en til
stóð að ræða Bandorminn í gær-
kvöld, en það mál var einnig til
umræðu í fyrrakvöld til klukkan
fimm um morguninn.
Inni í Bandorminum er löggu-
nefskatturinn og var hann mikið
ræddur í fyrrinótt. Steingrímur J.
Sigfússon, Abl., benti á gífúrlegt
ósamræmi í skattheimtunni. En
ráðgert er að sveitarfélög með
færri en 300 íbúa greiði 1700 krón-
ur á mann til löggæslu, en önnur
sveitarfélög greiði 2850 krónur á
Afram
útgáfu
A fundi stjórnar Nýmælis í
gær kynnti Islenska útvarpsfé-
lagið þá ákvörðun sína að tengj-
ast ekki með beinum hætti fyrir-
hugaðri stofnun hlutafélags um
rekstur nýs dagblaðs. Undirbún-
ingi verður samt sem áður haldið
áfram af hálfu Þjóðviljans, Tím-
ans, Odda og Hvíta hússins.
Gunnar Steinn Pálsson, stjórnar-
formaður Nýmælis, er enn jafns-
annfærður og fyrr um að nýtt
blað verði til á fyrstu mánuðum
næsta árs. Hætt er við að fyrir-
stefnt áb
nýs dagblaás
huguðum útgáfudegi um miðjan
febrúar eða 1. mars geti seinkað
um nokkrar vikur vegna ákvörð-
unar Útvarpsfélagsins.
Beðið hafði verið eftir ákvörð-
un þess í tvær vikur. A fundinum
lýsti Islenska útvarpsfélagið jafn-
framt áhuga sínum á samstarfi við
nýtt dagblað ef af stofnun þess
verður og áunnu eignarhaldi sam-
kvæmt nánara samkomulagi.
Þátttaka Útvarpsfélagsins í
væntanlegu hlutafélagi verður því
ekki með þcim hætti sem hug-
Leiga lækkar í fyrsta
sinn í mörg ár
Húsaleiga fyrir íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði lækkar um 1,1% í
janúar og helst óbreytt í febrúar
og mars. Þetta er í fyrsta sinn
sem húsaleiga lækkar í þeim út-
reikningum sem miðað hefur
verið við síðan árið 1983. Leiga
hækkaði ekki í nóvember og des-
ember.
Orsökin er sú að launavísitala
hclst sú sama milli mánaða. Fyrir
desembermánuð er hún 127,8 stig.
Samsvarandi launavísitala, sem
gildir við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána, er einnig óbreytt
og verður því 2,795 stig í janúar
1992.
-vd.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Opið hús
að Laugavegi 3 laugardaginn
21. des. kl. 15-18
Söngur - upplestur - kaffmitingar
Gestir:
Einar Gunnarsson
Guðrún Helgadóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir
Reynir Jónasson
ABR
myndir hafa verið reifaðar um á
undanfomum vikum.
Upphaflega hugmyndin var sú
að áskrifendum Stöðvar 2 yrði
boðið myndarlegt helgartímarit
blaðsins, þar sem allri útvarps- og
sjónvarpsclagskrá yrðu gerð jöfn
skil, á lægra verði en öðrum.
Nú hefur Islenska útvarpsfélag-
ið lagt til að Stöð 2 leggi fram
áskrifendalista sína og nýja blaðinu
fylgi mánaðarlega Sjónvarpsvísir
stöðvarinnar í smækkaðri mynd,
t.d. 16 síður í dagblaðsbroti. Ovíst
er með öllu hvemig þessum tillög-
um verður tekið.
Þrátt fyrir þá ákvörðun að taka
ekkýþátt í stofnun hlutafélags hef-
ur íslenska útvarpsfélagið lýst
áhuga á að breyta verðmætum sem
Iiggja í áskrifendalistum síðar meir
i hlutafé, verði afkoma blaðsins
jafngóð og spáð er. Að sögn Gunn-
ars Steins Pálssonar verður tekin
afstaða til þessara tillagna innan
skamms.
Hann kveðst enn sannfærður
um að af nýju blaði verði. Ástæðan
sé einföld, menn viti að markaður
er fyrir hendi og útgáfa nýs stönd-
ugs blaðs verði ábatasöm. „Von-
andi verður það blað afsprengi þess
hóps sem hefur verið að starfa inn-
an Nýmælis,“ segir hann.
-vd/áþs.
Vitlaust
reiknað
Eins og glöggir lesendur
Þjóðviljans tóku eftir í gær var
vitlaust reiknað í frétt um skerð-
ingu á, nýframkvæmdum vega-
mála. Á fjárlögum eru áætlaðir
rúmir tveir miljarðir króna til
nýframkvæmda.
Þetta verður skert og einsog
bent var á í blaðinu í gær gæti nið-
urskurður á þessum lið numið allt
að 515 miljónum króna. Það var
hinsvegar alrangt að það jafngilti
40 prósentum. Hið rétta er að þetta
jafngildir um fjórðungi eða 25 pró-
sentum.
Blaðamanni urðu einnig á þau
mistök að segja að niðurskurðurinn
yrði skertur. Þótt ýmislegt breytist
í meðförum Alþingis eru þingmenn
ekki enn famir að skera niður nið-
urskurðinn. Lesendur eru beðnir
velvirðingar á þessu hvorutveggja.
-gpm
mann. Steingrímur sagði þetta
þýða að 300. fbúinn í sveitarfélagi
væri óhemju dýr. Væm 299 manns
búandi í hreppnum kostaði nef-
skatturinn sveitarfélagið 508.300
krónur. Ef hinsvegar svo vildi til
að gamall íbúi flytti til baka í
plássið þá myndi kostnaður sveit-
arfélagins verða 855.000 krónur.
Þannig myndi þessi einstaklingur
kosta sveitarfélagið 346.700 krón-
ur. Með þessu vildi hann benda á
hvað skatturinn væri óréttláttur.
Hann sagði í gær að þessi skattur
væri það óréttlátasta sem hann
hefði komist í kynni við og að það
væri einungis sýndarmennska að
miða þetta við löggæslu. Þetta væri
hreinlega ný tegund af skattheimtu,
sem hugsanlega stangaðist á við
jafnræðisregluna, auk þess sem
þetta leggðist ekki einungis á fram-
teljendur, heldur einnig ungaböm
og aðra sem ekki em skattskyldir.
Þá sagði Steingrímur að þessi
breyting sem stjómin yrði að gera
á þvi hvar skatturinn væri færður í
fjárlögin sannaði að um nefskatt
væri að ræða og ekkert annað.
Sveitarfélög þau sem ekki hafa
fullnýtt útsvarsprósentu sína geta
hækkað hana upp í 7,5 prósent til
að vega upp á móti þessum nýja
skatti. Það þýðir að þau geta þá
fengið greitt til baka úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Þannig getur
það gerst bæði með Mosfellsbæ og
Hafnarfjarðarbæ. Hinsvegar mun
vera nú unnið að nýrri reglugerð
um sjóðinn til að tryggja hag
smærri sveitarfélaga sem fengju
þeim mun minna úr sjóðnum en
sem nemur því sem þessi tvö sveit-
arfélög eiga nú rétt á. -gpm
ísland við-
urkennir
Króatíu og
Slóveníu
Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra
sendi stjórcvöldum Króa-
tíu og Slóveníu yfirlýsingar
í gær þess efnis að Island
viðurkenni lýðveldin sem
sjálfstæð og fullvalda ríki.
ísland er fyrst vestrænna
ríkja til að veita slíka við-
urkenningu. Jafnframt
sagði Jón Baldvin íslensk
stjórnvöld reiðubúin til að
taka upp stjórnmálasam-
band við Króatíu og SIó-
veníu.
Tilhögun stjómmálasam-
bandsins verður nánar
ákveðin á næstu dögum. I
fréttum sjónvarps í gær-
kvöldi kom fram að ríkis-
stjómin tók þá ákvörðun síð-
asta sunnudag að stíga þetta
skref ef sýnt væri að stjóm-
völd Króatíu og Slóveníu
gætu axlað þær skuldbind-
ingar sem til þarf.
Evrópubandalagið hefur
ákveðið að viðurkenna sjálf-
stæði lýðveldanna 15. janúar
á nýju ári. Jón Baldvin sagði
ástæðuna aðallega vera frið-
arráðstefnuna sem enn er í
gangi. Hann taldi hins vegar
að friðarviðleitni á slíkum
nótum skilaði engu héðan af
og að allur frestur úr því sem
komið væri gæfi árásaraðil-
anum einungis lengri tíma til
að styrkja stöðu sína og auka
við landvinninga.
-ag
GUÐS KIRKJA ER BYGGÐÁBJARGI
El__
-.7^ ' W
JÓN Þ0RSTEINSS0N K
HÖRÐUft ASKELSSOH LEIKUR UNUR A ORGEL
Guðs kirkja
er byggð á bjargi
Okkur langar til að minna fólk á plötuna
"Guðs kirkja er byggð á bjargi"
Á henni syngur Jón Þorsteinsson, óperusöngvari, sálma
við undirleik Harðar Áskelssonar.
Úr umsögnum gagnrýnenda:
"Hún einkennist af einlœgni og trúarjátningu... Samvinna þessara
ágœtu listamanna hefur getið af sér mjög eigulegan grip fyrir þá sem
unna góðum sálmaflutningi."
Haukur Ágústsson, Degi.
"Þótt litið látiyfir sér, er hljómplatan "Guðs kirkja er byggð á bjargi"
sigurfyrir íslenska kirkjumúsik almennt
ogJón Þorsteinsson sérstaklega... falleg lög, góðurflutningur og tœr
upptaka... Hér hefur islenskum sálmasöng
verið settur nýr gæðastaðall..."
Rikarður Öm Pálsson, Rás 1.
Fœst i hljómplötuverslunum um land allt
Dreifing í síma 96-62220 (Svavar), 96-62382 (Matthías)
og 91-688796 (Bergþóra)
Útgefandi: Ólafsfjarðarkirkja.
NYTT HELGARBLAÐ
14 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER I99I