Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 3
Myndasögur Jóla-Gisp! Gisp! lofar lesendum sínum geispalausum jólum með spánnýju myndasögublaði með jólabragði. í blaðinu er að fínna fjölbreytt efni að vanda. Útlendir og innlendir jóla- sveinar láta sig ekki vanta; Grýla, Leppalúði, guð, englar og djöfull- inn eru meðal sögupersóna og fjöl- margir nýir höfúndar eiga efni í blaðinu, s.s. Erró, Guðjón Ketils- son, Lára Valentino og Stígur Steinþórsson. Sigurður Öm Brynjólfsson (SuB) er í Gispl-viðtali og birtir hluta úr dagblaðsseríunni Bísa og Krimma sem Sigurður gerði fyrir DV á sínum tíma. Þá er í tímarit- inu einnig greint frá úrslitunum í verðlaunasamkeppni þeirri sem efnt var til í síðasta Gispi! Ekki má gleyma að geta þess að hinni ný- stárlegu Hetjuþjónustu er hleypt af stokkunum og Unglingasíðan hef- ur göngu sína. Ristjóm Gisp! lofar því að ekki sjái fyrir endann á Gisp!-bylgjunni. Á nýju ári mun tímaritið koma sjaldnar út en í staðinn verður það stærra og ör- ugglega vandaðra. Til viðbótar við birtingu myndasagna er ætlunin að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefir verið í tveimur síð- ustu blöðum; að birta greinar og fréttatengt efni, einnig um skyld málefhi s.s. tölvugrafík og mynd- bönd. Þá verða einnig kynntir teiknarar með viðtali og birtar þýddar sögur erlendra höfunda. Ritstjómin vill einnig hvetja les- endur til að senda myndasögur, lo- frnllur, níðbréf og annað skemmti- legt sem þeim dettur í hug til blaðsins. Flestir ættu nú fyrir löngu að hafa sent öll jólakort, en þeir sem eiga það eftir geta fest kaup á jóla- kortum eftir teiknara blaðsins í Hlaðvarpanum og Kolaportinu. Þetta fjórða tölublað Gisp! er 68 síður og kostar 420 krónur. Það má fá í öllum helstu bókabúðum og sölutumum landsins. HEtrAR N/tVIQ H£fíE Wf CotAE... I NÆ’ÍIA 6ÍSPJ: HPlTAR NÆ1<JR KAFFI MARINO góða kaffið <fonmxa*wt« eo. í rauðu dósurjum vj* Skútuvogi 10a - Sími 686700 frá MEXÍKO TÓMAS R. EINARSSON f M ISLANDSFOR TÓMAS R. EINARSSON bassi FRANK LACY básúna/flygilhorn/söngur SIGURÐUR FLOSASON altó/baritónsaxófónn EYÞÓR GUNNARSSONpíanó PÉTUR ÖSTLUND trommur ELLEN KRISTJANSDÓTTIR söngur UMMÆLI GAGNRÝNENDA: “íslendingar eru orðnir gjaldgengir í djassútflutningi” Vernharður Linnet Morgunblaðið. “þetta er áreiðanlega besta djassplata okkar til þessa” Guðmundur Andri Thorsson Þjóðviljinn. “er það skoðun margra að þar sé að fínna bestu djasstónlist sem komið heíur út eftir íslenskan kómpónista” Hilmar Karlsson DV. "En glimrende rytmegruppe" Boris Rabinowitsch Politiken

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.