Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 18
B æ k u r_
Veruleiki
stríðsins
Læknir á vígvelli
Reynslusaga Gísla H. Sig-
urðssonar iæknis frá her-
numdu Kúveit
Ólafur E. Friðriksson skráði
Bókaútgáfan Iðunn 1991
Eftir lestur lífsreynslusögu
Gísla H. Sigurðssonar læknis frá
Kúveit er það einkum þrennt sem
eftir situr í huga lesandans: ógnir
styijaldarinnar eru þess eðlis að
þeim verður seint með orðum lýst,
svo að jafnvel í þessari reynslu-
sögu „beint frá skurðarborðinu"
birtist okkur veruleiki stríðsins
eins og martraðarkennt óráð sem
erfitt er að trúa eftirá að hafi átt
sér stoð í raunveruleikanum. Svo
brjálaður getur veruleikinn orðið,
að hann fer langt fram úr villtustu
draumórum mannsins.
í öðru lagi er það sú bitra stað-
reynd, að Saddam Hussein og það
ómennska valdakerfi sem hann
hefur skapað, skuli eftir allt sem á
undan er gengið fá að halda áfram
að bjóða þegnum sínum og þjóð-
um heimsins birginn með sömu
lífslyginni og eitra þannig allt
mannlíf í kringum sig.
1 þriðja lagi er lýsing Gísla á
þeirri þraulagöngu sem það kost-
aði hann, fjölskyldu hans, vini og
velgerðarmenn að losna úr prí-
sundinni í Bagdad, einhver þyngsti
áfellisdórnur um dómgreindarleysi
og mér liggur við að segja hug-
leysi, sem ég minnist að hafa lesið
um íslenskt stjómvald, en af þeirri
frásögn kcmur i Ijós að myrkviðir
íslcnska utanríkisráðuneytisins við
Hverfisgötuna virðast í cngu auðr-
ataðri fyrir venjulegt fólk en
myrkviðir utanríkisráðuneytisins í
Bagdad: á meðan Henrik Amneus
sendiherra Svíþjóðar í Irak fór
óteljandi erindisleysur í ráðuneyti
Tarik Aziz í Bagdad til að greiða
fyrir heimfararleyfi Gísla Sigurðs-
sonar gekk Bima Hjaltadóttir eig-
inkona hans álíka margar erindis-
leysur í sama tilgangi í ráðuneyti
Jóns Baldvins Hannibalssonar við
Hverfisgötuna, og fékk engu skýr-
ari svör, nema síður væri. Þó var
öllum ljóst sem málinu tengdust,
að eitt bréf eða skeyti frá ráðu-
neytinu á Hverfisgötunni til ráðu-
neytisins í Bagdad hefði leyst mál-
ið á svipstundu. Lyktir þessa
„gíslamáls“, í tvöfaldri merkingu
þess orðs, em íslenska stjómkerf-
inu einfaldlega til vansa og bera
vott um vítaverða vanrækslu sem
verður þeim mun augljósari þegar
haft er í huga að brottfararleyfi
Gísla Sigurðssonar frá Bagdad var
orðið að alþjóðamáli þar sem
Hussein Jórdaníukonungur hafði
falið sendiherra sínum að reka á
eftir málinu í utanríkisráðuneytinu
í Bagdad fyrir beiðni Vigdísar
Finnbogadóttur og Jassir Arafat
hafði tekið málið upp í Bagdad
fyrir beiðni Steingríms Hermanns-
sonar. Einnig hafði sendiherra
Sovétríkjanna í Bagdad beitt sér
fyrir lausn málsins og fleiri sendi-
fulltrúar auk sendiherra Svíþjóðar,
sem eins og áður er getið fór ótal
erindisleysur í utanríkisráðuneytið
í Bagdad vegna Gísla, og fékk
jafnan þau svör, að það vantaði til-
mæli eða beiðni frá íslenskum
stjómvöldum milliliðalaust.
Gisli Sigurðsson lceknir.
Mynd: Jim Smart.
Til að kóróna þátt íslensku ut-
anrikisþjónustunnar í málinu, þá
kemur í ljós að íslenska sendiráðið
í Stokkhólmi tekur á móti neyðar-
skeyti frá sænska sendiherranum í
Bagdad þann 1. desember 1990,
þar sem bent er á að ísland eitt
ríkja hafi ekki komið tilmælum til
stjómvalda í Bagdad um lausn
gisla, en slík tilmæli væri forsenda
Ólcxfur
Gíslason
skrifar
lausnar Gísla Sigurðssonar. Sendi-
herra íslands í Stokkhólmi sat á
þessu neyðarskeyti í sex daga áður
en hann sendi það áfram til
áfangastaðar á Hverfisgötunni
með venjulegum pósti. Þegar
skeytið barst loks á Hverfisgötuna
þann 10. deseinber var það hunsað
eins og önnur hliðstæð tilmæli.
Eins og flestum er nú kunnugt
var málið á endanum leyst þannig
að íraskir embættismenn tóku það
upp á sitt eindæmi að gera Jó-
hönnu Kristjónsdóttur blaðakonu á
Morgunblaðinu að sérstökum er-
indreka íslenskra stjómvalda í
málinu, og má það vera íslenska
utanríkisráðuneytinu til ævarandi
hneisu og háðungar að embættis-
menn Saddams Hussein þyrftu
þannig að hafa vit fýrir íslensku
utanríkisþjónustunni.
Gísli bendir á það í bókinni, að
Bandaríkjastjóm hafi lagt ríka
áherslu á það um þessar mundir,
að vestræn ríki stæðu ekki i nein-
um samningaviðræðum við Sadd-
am Hussein eða ríkisstjóm hans,
og að flest vestræn ríki hafi viður-
kennt þá stefnu. Telur Gísli að Jón
Baldvin hafi túlkað þessa stefnu
þannig, að ekki kæmi einu sinni til
greina að senda Saddam Hussein
bréf þar sem farið væri fram á að
Irakar stæðu við skuldbindingar
sínar gagnvart Genfarsáttmálanum
og slepptu eina Islendingnum í Ir-
ak úr landi. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra virðist
hins vegar hafa túlkað málið öðm-
vísi, því ágreiningur mun hafa
orðið um málsmeðferðina á milli
utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra, bæði vegna sambands hins
síðamefnda við Jassir Arafat og
einnig vegna tilboðs forsætisráð-
herra um að senda Jón Sveinsson
aðstoðarmann sinn til Bagdad.
Agreiningur þessi verður ekki síst
furðulegur í ljósi þess, að mörg
vestræn ríki höfðu sína sendifull-
trúa i Bagdad og vom þannig í
daglegum tengslum við írösk
stjómvöld, auk þess sem háttsettir
stjómmálaleiðtogar íjölmargra
ríkja höfðu gert sér sérstaka ferð
til Bagdad til að fá gísla leysta úr
haldi. Svo virðist því sem Jón
Baldvin hafi túlkað stefnu Banda-
ríkjanna í þessu máli svo bókstaf-
lega, að réttara væri að beita ætt-
ingja Gísla Sigurðssonar blekking-
um með því að segja þeim að „allt
væri gert“ til að fá hann lausan, á
meðan stefnan í raun væri sú, að
ekkert mætti gera.
Meginefni frásagnar Gísla
varðar þó ekki brottfórina, heldur
er það lýsingin á því martraðar-
kennda ástandi sem ríkti í Kúveit á
meðan á hemámi íraka stóð, þar
sem Gísli var eitt örfárra vitna ífá
Vesturlöndum að því er þar gerð-
ist. Vitnisburður hans er yfirveguð
og einstök heimild, laus við alla
tilfinningasemi. Frásögnin birtir
okkur um leið mynd af manni sem
bregst við ómanneskjulegum að-
stæðum stríðsins af óvenjulegu
hugrekki og þrjóskast við að
standa sína plikt á sjúkrahúsinu
allt þar til iraska leyniþjónustan
setti honum úrslitakosti um að fara
burt frá Kúveit síðastur Vestur-
landabúa. Eftir á að hyggja hlýtur
það að teljast sambland af heppni
og yfirveguðu hugrekki að Gísli
skyldi sleppa lifandi frá þessari
reynslu.
I síðasta kafla bókarinnar lýsir
Gísli endurkomu sinni til Kúveit í
september síðastliðnum og afleið-
ingum stríðsins. Þar blasir ekki
bara við honum land í rúst, heldur
líka ný og breytt þjóð. Stríðið hef-
ur að mati Gísla haft varanleg
áhrif á þjóðina, gert hana grimm-
lyndari og tillitslausari í umgengni
og svipt hana því umburðarlyndi
sem hún hafði gagnvart siðum og
trúarbrögðum annarra þjóða. Sú
velferðarparadís allsnægtanna þar
sem glæpir og afbrot voru fátíð og
enginn leið skort er liðin undir lok.
Yfir rústum þessa samfélags
stendur Saddam Hussein í reynd
sem sigurvegari, segir Gísli:
„Hann rændi kúvæskt þjóðfélag,
lagði efnahagslífið í rúst og komst
nálægt því að skapa það þjóðfélag
grimmdar og mannfyrirlitningar,
sem hann hefur skapað undir sinni
stjóm í Irak. Hann kippti þróun-
inni í Kúveit aftur um nokkra ára-
tugi án þess að þurfa sjálfúr að
bera á því nokkra ábyrgð.“
Bókin „Læknir á vígvelli“ er
einstök heimild, samvinna þeirra
Gísla og Olafs E. Friðrikssonar
við skrásetningu bókarinnar hefur
tekist vel í flestu, þótt sums staðar
beri á þarflausum endurtekning-
um. Þetta er bók sem á erindi til
allra er láta sig málefni samtímans
varða.
S j ó n v a r p
Föstudagur
17.40 Jóladagata! Sjónvarpsins
Stjömustrákur eftir Sigrúnu Eld-
járn (20).
17.50 Paddington Teiknimynda-
flokkur um bangsann Padding-
ton.
18.20 Beykigróf Breskur mynda-
flokkur.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Tíðarandinn Þáttur um vand- ,
aða dægurtónlist. Umsjón Skúli
Helgason.
19.20 Magni mús Bandarísk teikni-
mynd.
19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins
(20) Endurs.
20.00 Fréttir og veöur
20.40 Kastljós
21.10 Jól á íslandi. Jólatréð i stofu
stendur Þáttur um jólahald á ís-
landi fyrr og nú. Lokaþátturinn í
syrpunni verður sýndur laugar-
daginn 21. desember. Umsjón
Hallgerður Gísladóttir.
21.40 Derrick Þýskur sakamála-
þáttur. Aðalhlutverk Horst Tapp-
ert.
22.45 Upptaktur. Lokaþáttur Sýnd
verða ný tónlistarmyndbönd
með íslenskum tónlistarmönn-
um. Kynnir Björn Jr. Friðbjörns-
son. Dagskrárgerð Erna Amar-
dóttir.
23.10 Norðurljós Bandarisk bíó-
mynd frá 1979. Hér er sögð
saga af harðri lífsbaráttu bænda
í Noröur- Dakóta i byrjun þess-
arar aldar. Leikstjóri: John Han-
son. Aðalhlutverk: Rob Nilsson,
1 Robert Behling og Susan Lynch.
00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
14.45 Enska knattspyrnan Bein út-
sending frá leik Liverpool og
Manchester City á Anfield Road
I Liverpool. Fylgst verður með
öðrum leikjum og staðan í þeim
birt jafnóöum og til tíðinda deg-
ur. Umsjón Bjarni Felixson.
17.00 íþróttaþátturinn Fjallað verð-
ur um íþróttamenn og iþróttaviö-
burði hér heima og erlendis.
Boltahornið verður á sínum stað
og kl. 17.35 verða úrslit dagsins
birt. Umsjón Logi Bergmann
Eiðsson.
17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins
Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eld-
járn.(21)
17.50 Múmínálfarnir Finnskur
teiknimyndaflokkur, byggður á
sögum Tove Jansson.
18.32 Kasper og vinir hans. Banda-
riskur teiknimyndaflokkur.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Poppkorn Glódis Gunnars-
dóttir kynnir tónlistarmyndbönd
af ýmsu tagi.
19.20 Úr ríki náttúrunnar. Skrifarinn
Bresk fræðslumynd um arnar-
tegund í Afriku. Þýðandi og þul-
ur Jón O. Edwald.
19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins 21.
þáttur endursýndur.
20.00 Fréttir og veöur
20.40 Lottó
20.50 Jól á Islandi Ljós í myrkri
Þáttur um jólahald á íslandi fyrr
og nú. Umsjón Hallgeröur Gisia-
dóttir.
21.10 Fyrirmyndarfaðir Bandarlsk-
ur gamanmyndaflokkur.
21.40 Raunir jólasveinsins Banda-
rísk sjónvarpsmynd. Jóla-
sveinnninn er ósáttur við það að
fólk skuli hafa gleymt hinum
sanna jólaanda og ákveður að
þetta árið verði engin jól. Hann
veröur samferða átta ára stúlku
yfir þver Bandaríkin og á leiöinni
hitta þau fjölda fólks sem hefur
misst trúna á jólin.
23.20 Perry Mason og slefberinn
Sjónvarpsmynd frá 1988 þar
sem lögmaðurinn Perry Mason á
f höggi við afkastamikla og út-
smogna fjárkúgara.
00.55 Utvarpsfréttir í dagskrárlok
Sunnudagur
12.50 Meistaragolf Svipmyndir frá
heimsbikarkeppni í höggleik
sem fram fór í Róm. Umsjón
Logi B. Eiðsson og Páll Ketils-
son.
13.55 Hljómleikar æskunnar Ungir
hljóðfæraleikarar leika verk eftir
Mozart, Gershwin og fleiri. (Evr-
óvision - Austurriska sjónvarpið)
15.25 Tónstofan - Hilmar Örn
Hilmarsson Hilmar Örn Hilmars-
son, sem nýverið fékk Felix-
verðlaunin fyrir tónlist sína í
kvikmyndinni Börn náttúrunnar
eftir Friðrik Þór Friðriksson, er
gestur í Tónstofu að þessu sinni.
(Endurt.)
15.50 Flauturnar óma. Seinni hluti
Kristil.egi ungmennakórinn á
Sunnmæri I Noregi flytur tónlist
frá Andesfjöllum við undirleik
hljóðfæraleikara frá Ekvador.
(Nordvision - Norska sjónvarp-
ið)
16.25 Lífsbarátta dýranna. Fjórði
þáttur: Sókn og vörn. Breskur
heimildaflokkur i tólf þáttum.
Þýðandi og þulur Öskar Ingi-
marsson
17.15 I uppnámi Skákkennsla I tólf
þáttum. Höfundar og leiðbein-
endur eru stórmeistararnir Helgi
Ólafsson og Jón L. Árnason.
17.30 Jóladagatal Sjónvarpsins
Stjörnurstrákur eftir Sigrúnu Eld-
járn (22)
17.40 Sunnudagshugvekja Flytj-
andi er Guðrún Edda Gunnars-
dóttir guðfræðingur.
17.50 Stundin okkar (9) Börn úr
Lúðrasveit Mosfellsbæjar taka
lagið. Ungt par sýnir dans. Kín-
verskir töframenn leika listir sín-
ar. Börn úr Hamraskóla syngja.
Edda Heiðrún Backman syngur
um jólaveininn og börnin verða
frædd um fílinn. Umsjón Helga
Steffensen.
18.20 Sögur Elsu Beskow Jól hjá
Pétri og Lottu - fyrri hluti Lesari
Inga Hildur Haraldsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Vistaskipti Bandarískur gam-
anmyndaflokkur.
19.20 Fákar Þýskur myndaflokkur.
19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins 22.
þ. endursýndur.
20.00 Fréttir og veður
20.40 Jóladagskráin I þættinum
verður kynnt hið fjölbreytta efni
sem Sjónvarpiö synir um hátíð-
imar. Umsjón og dagskrárgerð:
Þorsteinn Ulfar Björnsson.
21.05 Siðasta blómið Leikhópurinn
Perlan flytur Ijóð James Thur-
bers í þýðingu Magnúsar Ás-
geirssonar. Leikgerð og lestur:
Sigríður Eyþórsdóttir. Tónlist:
Eyþór Arnalds.
21.20 Fjör í Frans - jólaþáttur.
22.00 Jólahátíö flakkarans Banda-
rísk sjónvarpsmynd frá 1987.
Hér segir frá flakkara sem hittir
fjölskyldu sina aftur eftir tuttugu
ára aðskilnað.
23.35 Listaalmanakið Sænskur
þáttur um myndlist. Þýðandi og
þulur Þorsteinn Helgason.
23.40 Útvarpsfréttir og dagskrárlok
Fostudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Gosi Ævintýraleg teikni-
mynd.
17.50 Sannir draugabanar Spenn-
andi teiknimynd.
18.15 blátt áfram Endurtekinn þátt-
ur frá þvi í gær.
18.40 Bylmingur Þungt rokk
19.19 19.19
20.15 Kænar konur Lífiö er ekki
alltaf dans á rósum hjá þeim
stöllunum.
20.50 Ferðast um timann Tima-
flakkarinn Sam Beckett lendir í
ótrúlegustu ævintýrum í hverjum
ættí svo það er ekki að undra
ó að þetta séu einir vinsælustu
þættir sem sýndir eru hér á
landi.
21.45 Makleg málagjöld Meinfyndin
mynd þar sem gert er grín að
svertingjamyndum áttunda ára-
tugarins. (1989) Stranglega
bönnuð bömum.
23.20 Skæruliöarnir Sovéskur
skriðdreki veröur viðskila við
herfylki sitt í Afganistan. Áhöfn
drekans gerir örvæntingarfullar
tilraunir til aö komiast i örugga
höfn, en frelsisnermenn af-
göngsku þjóðarinnar veita þeim
eftirför. (1988) Stránglega bönn-
uð börnum.
01.10 Samningurinn Hörkuspenn-
andi sakamálamynd um lög-
reglumann Schimanski en hann
hefur einstakt lag á að koma sér
i vandræöi, hvort sem er með
glæpamönnum eða konum.
02.35 Dagskráriok Stöðvar 2
Laugardagur
09.00 Með afa Emanúel og Pási
eru orönir miklir vinir.
10.30 Á skotskónum Teiknimynd
um stráka sem finnst ekkert
skemmtilegra en að spila fót-
bolta.
10.55 Af hverju er himinninn blár?
Fræðandi þáttur fyrir börn á öll-
um aldri.
11.00 Dýrasögur Vandaður þáttur.
11.15 Lási og lögga Teiknimynd.
11.40 Maggý Falleg teiknimynd.
12.00 Landkönnun National Geo-
graphic er heimsþekkt fyrir
vandaða fræðslu um lönd og
þjóðir. Þessir sjónvarpsþættir
gefa þvl ekkert eftir.
12.50 Kærastinn er kominn Létt og
skemmtileg mynd um þrjár kon-
ur sem hittast og syngja saman
eftir 25 ára þögn.
14.20 Borð fyrir fimm Hugljúf og
falleg mynd um fráskilinn fri-
stundaföður sem ákveður að
taka sig á og fara með börnin
sin þrju i Evrópuferð, grunlaus
um hversu örlagarik þessi
ákvörðun hans reynist. (1983)
16.20 Eðaltónar
17.00 Falcon Crest
18.00 Popp og kók Hress þáttur I
skammdeginu. Þátturinn er einn-
ig sendur út ( steríó á Stjömunni,
FM 102,2 og FM 104. Umsjón
Marín Ulfarsdóttir og Sigurður
Ragnarsson.
18.30 Gillette sportpakkinn
Skemmtilegur og fjölbreytilegur
íþróttaþáttur.
19.19 19.19
20.05 Á norðurslóðum Sérstaklega
vel og skemmtilega skrifaður
þáttur um ungan lækni sem
stundar iðn sína á framandi
slóðum.
20.55 Glæpaspil.
21.50 Jólaleyfiö Rómantisk gaman-
mynd um ungan mann sem fer i
heimsókn til unnustu sinnar sem
býr í Kanada. Þegar þangað er
komiö kemst hann I fyrsta sinn í
kynni við fjölskyldu hennar og er
þar hveröðrum kyndugri. (1989)
23.25 Sendingin Hörkuspennandi
njósnamynd þar sem enginn er
þar sem hann er séður. (1989)
Stranglega bönnuð bömum.
01.10 Guð skóp konuna... Róman-
tisk og gamansöm mynd um
unga stúlku, Robin Shay, sem er
tilbúin að gera ýmislegt til að
losna úr fangelsi. (1988) Bönnuð
börnum.
02.45 Dagskráriok Stöðvar 2
Sunnudagur
09.00 Túlli
09.05 Snorkarnir Teiknimynd.
09.15 Fúsi fjörkálfur Teiknimynd.
09.20 Litla hafmeyjan Teiknimynd,.
09.45 Pétur Pan Ævintýraleg
teiknimynd.
10.10 Ævintýraheimur NINTENDO
Ketill og hundurinn hans, Depill
lenda I nýjum ævintýrum.
10.30 Magdalena Skemmtileg
teiknimynd.
10.55 Blaðasnáparnir Vönduð og
skemmtileg teiknimynd.
11.25 Herra Maggú Teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna.
11.30 Naggarnir Vönduð og frá-
bærlega vel gerð leikbrúðumynd
fyrir alla fjölskylduna.
12.00 Popp og kók Endurtekinn
þáttur frá þvl I gær.
12.30 Frið og fönguleg Þessi sér-
kennilegi nútlmadans er eftir
hinn kunna danshöfund Maguy
Marin.
13.25 Italski boltinn Mörk vikunnar
Endurtekinn þáttur frá sl. mánu-
degi.
13.45 Toyota Cup Endurtekinn
þáttur frá sl. mánudegi.
15.20 NBA-körfuboltinn Fylgst með
leikjum i bandarlsku úrvalds-
deildinni.
16.25 Stuttmynd
17.00 Listamannaskálinn I þetta
skiptiö er viðfangsefni þáttarins
amanleikarinn og háðfuglinn
teve Martin. Hann sló fyrst í
gegn sem skemmtikraftur þegar
hann flutti Bandarikjamönnum
rokkóperuna King Tut, um sam-
nefndan fomkonung sem fædd-
ist I Arizona og flutti slöan til Ba-
bylóníu.
18.00 60 mlnútur.
18.50 Skjaldbökurnar.
19.19 19.19
20.05 Klassaplurr.
20.40 Islandsmeistarakeppnin í
samkvæmisdansi Sýnt frá úrslit-
um keppninnar.
21.45 Á refllstigum Gamanmynd
um gleðikonu og flakkara sem
ákveða að fylgjast að þvert yfir
Bandaríkin til að komast til Kali-
forniu. Á leiðinni kynnast þau
ýmsum skrautlegum furðufugl-
um og verða ferðalok önnur en
áætlaö var. (1981)
23.15 Arsenio Hall Frábær spjall-
þáttur þar sem gamanleikarinn
Arsenio Hall fer á kostum sem
sþjallþáttarstjómandi.
00.05 Þegar jólin komu Tveir
ósamlyndT bræður eiga að flytja
ógrynni af gjöfum til afskekkts
staðar í Alaska. (1987) Lokasýn-
ing.
01.25 Dagskráriok Stöðvar 2
NYTT HELGARBLAÐ
1 8 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER I99l