Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 6
„Þeir hreyfast." Oft er þröng á þingi ffaman viö glugga Rammageröarinnar ( Hafnarstræti eftir aö jólasveinarnir eru komnir. Þessi siður lifir góöu lifi þótt hann sé kominn til ára sinna. Mynd: Jim Smart. Jólasaga úr gamla miðbænum Gamla klukkan meö Westminster-slættinum og jólabjall hangandi yfir Vesturgötunni þar sem Gisli I Raforku se upp. Mynd: Kristinn. an meö hátalaranum setti skreytinguna fyrst Gamli miðbærinn býr alltaf yfir sérstæðum töfrum, en þegar kem- ur fram í desember og hann hefur skrýðst jólaskartinu getur stemmningin þar orðið al- veg einstök. í sögufrægum hús- unum er margt að finna, sérstætt kaffihús, listmunamarkað, nafn- togaðar verslanir. A laugardög- um býðst fólki að aka í hundrað ára gamalli danskri lystikerru í fylgd jólasveina, grýla kemur í heimsókn og hefðbundnar sögu- frægar jólaskreytingar setja svip sinn á umhverfið: Jólabjalla Gísla í Raforku og jólasveinarnir i Rammagerðinni. Meðal horf- inna skreytinga sem margir minnast með söknuði eru hin sögufræga Rafskinna Gunnars Bachmanns og kaffikonurnar í Kaaber. Neðst við Vesturgötuna standa verslunar- og pakkhús frá því fyrir aldamót og er útlit þeirra óbrcytt frá upphafi. Þau eru nú í eigu ís- lenskra kvenna og kallast Hlað- varpinn, menningarmiðstöð kvenna. Þessi gömlu hús og portið lraman við þau iða af Iífi í desem- ber. Þama er listmunamarkaður sem selur verk yfir tvö hundruð aðila af_ öllu landinu, aðallcga kvenna. I kjallaranum er svokall- aður jaðarbókamarkaður sem sclur allar þær bækur sem ekki sjást í sjónvarpsauglýsingunum. K.affihús Hlaðvarpans er innréttað í stíl við þessi gömlu hús og þann andblæ sem þeim fylgir. í Hlaðvarpanum eru alls kyns uppákomur á laugar- dögum. Grýla kíkir á bömin, kórar og einsöngvarar syngja, skáld og rithöfundar lesa úr verkum sínum og tvær kvennahljómsveitir: Jar- þrúður og Hver þekkir þær? spila. Helga Thorberg, leikkona og framkvæmdastjóri Hlaðvarpans, segir að í desember finnist þeim Hlaðvarpakonum mikilvægast að laða að gott mannlíf og glæða mið- bæinn lífi. „Þannig byggjum við upp miðbæinn og um leið byggjum við upp kvennamiðstöðina okkar,“ segir Helga. Sá siður hefur skapast að fyrir utan Hlaðvarpann er ætíð flaggað öllum íslensku fánunum í desem- ber. Þama blakta þeir allir, allt frá Dannebrog að íslenska fánanum í dag. Fálkafáni Jömndar Hunda- dagakonungs fær meira að segja að fljóta með, enda hafði Jömndur að- setur sitt við Grófina í Gamla mið- bænum sinn stutta valdaferil hér- lendis. Lamson-kerfið í Haraldarbúð Mannlífið i Gamla miðbænum er mörgum hugleikið. í fyrra var sctt upp sýning á Geysisloflinu. Þar voru til sýnis ýmsir munir tengdir jólahaldi í miðbænum. Ein- ar Egilsson, formaður Náttúm- verndarfélags Suðvesturlands, hafði veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar og hefur því kynnt sér margt sem tengist jólahaldinu á þessum slóðum á einn eða annan hátt. Mcðal munanna á sýningunni var „Lamson-kerfið“ svokallaða úr Haraldarbúð. Þctta kerfi vakti mikla undrun og ekki að ástæðu- lausu. Þegar viðskiptavinirnir höfðu greitt fyrir vöruna tók gjald- kerinn peningana, rúllaði þeim upp og síakk inn í málmsívalning. Síð- an var sívalningnum troðið inn í rör sem saug hann upp á næstu hæð. Sögur herma að sumum hafi brugðið mjög við þetta þegar þeir höfðu ekki fengið neitt greitt til baka. En brátt kom þó annar hólk- ur svífandi í gegnum rör frá efri hæðinni og endaði í lítilli málm- körfu. Þar var skiptimyntin komin. Einar segist sjálfur muna stemmninguna úr Gamla miðbæn- um frá því hann var strákur. Þá var aðal jólaskreytingin grenibjalla sem Gísli Jóhann Sigurðsson í Raf- orku smíðaði og setti upp fyrir hver jól. Bjallan var fyrst sett upp á stríðsárunum og Einar telur þetta vera fyrstu alvöru útiskreytinguna í Reykjavík. Jólabjalla með Westminster'slætti Bjallan var mikið listaverk, greniklædd grind og Ijósum prýdd. Aðalundrið var þó að inn í henni var hátalari sem Gísli hafði tengt við forláta klukku á búðarloftinu hjá sér. Þessi klukka sló reglulega svokölluðum „Westminster-slætti“, en það var hljómur að fyrirmynd Big Ben í London. Frá 1. desember hljómaði því klukkusláttur um miðbæinn. Einari er sérstaklega minnistætt að á aðfangadag tengdi Gísli spiladós með jólalögum við bjölluna. Líklega var það í fyrsta sinn sem jólalögum var „útvarpað“ út ágötu á þennan hátt. I fyrra var jólabjalla Gísla í Raforku endurbyggð af Rafveitu Reykajvíkur og er nú komin á sinn upphafiega stað. Þegar blaðamaður fór með Einari upp á Geysisloftið sá hann sér til undrunar að bjallan er enn tengd við sömu gömlu Westminsterkiukkuna, svo meira að segja klukknahljómurinn er sá sami. Rafskinna í skemmuglugganum En það voru fieiri skrcytingar sem settu svip á jólin í Gamla mið- bænum. Einar nefndi sérstaklcga tvennt til viðbótar: kaffikerlingam- ar í glugganum hjá Kaaber, sem stóðu og helllu kaffi reglubundið allan daginn og svo náttúrlega Raf- skinnu. Rafskinna var mikið ver- aldarinnar undur á sínum tíma: risastór bók, full af litskrúðugum auglýsingum, sem fietti sér sjálf. Jón Kristinsson, bóndi á Lambey í Fljótshlíð, teiknaði auglýsingar í Rafskinnu í fimmtán ár og kann margar sögur tengdar þessari sér- stæðu útgáfu. Það var fyrir stríð sem Gunnar heitinn Baehmann, loftskcytamað- ur, sá svona auglýsingabók í glugga í París. Honum þótti hug- myndin svo góð að þegar hann kom heim fékk hann blikksmið á Skólavörðustígnum til að smíða svona fyrir sig. Rafskinna var tals- vert mikill kassi, hver auglýsinga- síða var 47x52 scntímetrar og þar utan um var álrammi. Alls voru 64 auglýsingar sem fiettust fram og til baka. Rafskinna var alltaf sett upp 1. desember fyrir jólin og svo 11. maí fyrir vertíðarlokin. Hún var stað- sett í svokölluðum skemmuglugga í Haraldarbúð við hlið Hressingar- skálans í Austurstræti. Oft var þröng á þingi fyrir framan skemmugluggann og margir Reyk- víkingar minnast þess að hafa stað- ið þama tímunum saman og horft á bókina fiettast aftur og aftur. Jón Kristinsson, eða „Jóndi“ eins og hann undirritaði auglýs- ingamyndimar, segir að alltaf hafi verið fullt af fólki við skemmu- gluggann að horfa á Rafskinnu. Jóndi telur að sjálft nafnið Raf- skinna sé hugarsmíð Gunnars Bachmann og skylt bókamöfnun- um Rauðskinna og Gráskinna. Beinagrindin auglýsti tannkrem Þegar Rafskinna er fyrst sett upp fyrir strið var fátt um auglýs- ingateiknara í Reykjavík. Jóndi minnist sérstaklega Tryggva Magnússonar sem lengi teiknaði Spegilinn. Tryggvi teiknaði aug- lýsingamar í Rafskinnu fyrstu átta eða níu árin en þá tók Jóndi við. Jóndi og Gunnar Bachmann höfðu þann háttinn á að Gunnar lagði til hugmyndir og texta en Jóndi teikn- aði. „Gunnar var mjög hugmynda- rikur en enginn teiknari,“ segir Jóndi. Þeir félagar réðu alveg hvemig auglýsingin var og segist Jóndi ekki minnast þess að við- skiptavinur hafi nokkum tíma sagt nei við auglýsingu. „Eg neitaði heldur ekki oft að teikna hugmynd frá Gunnari, en þó kom það fyrir," segir Jóndi og hlær. Ein hugmynd sem Jóndi hafnaði var að auglýs- ingu fyrir Opal. Þá vildi Gunnar hafa prest við opna gröf og átti hann að vera að kasta Opali ofan í gröfina í stað þess að kasta rekun- um. Þetta þótti Jónda fulllangt gengið. Aðrar auglýsingar voru svo sem á „gráu svæði“, samanber tannkremsauglýsingin þar sem beinagrind brosti holdlausu en skjannahvítu tannkremsbrosi. Það vom mikið fastir viðskipa- vinir sem auglýstu í Rafskinnu. Jóndi man eftir bönkunum öllum, Agli Skallagrímssyni, Fiskhöllinni með hið fieyga slagorð: „Ýsa var það heillin“, Opal, Fossberg kúlu- legum, Hörpu og Ragnari Blöndal. „Mig minnir endilega að Þjóðvilj- inn hafi einhvem tíma auglýst hjá okkur,“ segir Jóndi. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur21. desember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.