Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 15
- „Þetta var klókur skratti i
suður og þegar hann bað um
spaðagosann úr blindum leyndi
eimyrjan í loftinu sér ekki.“
Hjartalækninum var ekki rótt.
Oráð? eða hélt öldungurinn að
hann væri prestur?
- „Ég fór upp með ás og skil-
aði trompi til baka. Félagi minn
kom út með tromp, sérðu. Vani.“
Snorri þagnaði um leið og sír-
enuvælið dó út, ískrið í hemlun-
um var lokatónninn í þessum
flutningskonsert.
Sjúkrabifreiðin hvarf inn í ið-
ur Borgarspítalans.
Hjartaslæknirinn varpaði önd-
inni léttar. Hann kunni ekkert í
Bridge. Það korraði í Snorra á
börunum. Læknirinn tók við-
bragð. —“Spilið var samt auð-
velt... þú tókst kannski eftir því?“
Sjúkrakastalinn mikli gleypti
ógnvald bridgespilara, ... en með
afleitum meltingartruflunum;
Heimsmeistaramótið i Yokohoma
var vel á vegi þótt Bermudabros-
ið sjálft væri enn bara í munnvik-
unum.
(Meðan verið er að innrita
Snorra Sturluson skulum við
skoða spilið sem botninn datt úr.
♦ G943
♦ KD75
♦ 106
♦ AKD
♦ A865
♦ 43
♦AD9
♦G983
♦ K
♦ A862
♦K542
♦10742
Sagnir voru einfaldar 1-Gr
(15-17) í norður, 2-laufí suður,
og 2- hjörtu hækkuð í fjögur.
Vestur spilaði út trompi, kóngur
úr borði og spaðagosi. Snorri óð
upp með ás og spilaði meira
trompi, hleypt á drottningu. Tí-
gull úr blindum og aftur stakk
Snorri upp réttu spili, drottningu!
Sagnhafi drap á kóng. Fór inná
blindan á lauf og spilaði meiri
tígli. Snorri lét níuna duga.
Vestur velti vöngum en komst
ekki hjá því að rata á framhaldið,
yfirtók með gosa og spilaði síð-
asta trompinu. Þegar laufið féll
ekki var ekki nema níu slagi að
hafa uppúr krafsinu.
Eftirá að hyggja sé ég ekki
betur en vestur hafi spilað út frá
rangri hendi og staðfestir það
þráhyggjukenningu Snorra mæta
vel.
En þar sem ég sé ekki vinn-
ingsleiðina, svona í fljótu góðu
bragði að sjálfsögðu, nenni ég
ekki að leita til hennar.)
Kerfissvindl
- „Það var uppselt á hjarta-
deildinni."
Sagði Snorri mér þegar ég
furðaði mig á að honum hafði
verið holað niður á skurðlæknis-
deild.
Hið rétta var að Snorri hafði
unnið orustu við deildarhjúkrun-
arfræðing, fyrstu nóttina.
Þannig:
- „Þetta er G-J-Ö-R-sam-l-e-
gAAA ...óþolandiástand!
- Þau stóðu sjö þétt saman
kringum rúm Snorra. Svala deild-
arhjúkrunarfræðingur hafi orðið.
Klukkan var tvö að nóttu,
morgunn í Youkohama.
- „Við höfum reglur hér á
spítalanum sem ætlast er til að
farið sé eftir,“ lauk hún máli
sínu.
- „Helgi! HELGI!! Hvað er
að gerast?"
Röddin var Bjama Fel., þótt
hún hljómaði kæfð undan sæng
Snorra. 5. lotu gegn Svíunum var
að ljúka og Bjarni var með beina
lýsingu á rás 2. „Strákarnir okk-
ar“ voru vel yfir.
- „Við erum að mala andskot-
♦ D1072
♦ G109
♦G873
♦ 65
JÓ1ABLA3Ð WÓPVn JAWS
stingur sér niður
ans baunana!“
Sjúklingur í næsta rúmi
reyndi að rísa upp við dogg en
valt í ákefðinni úr rúminu ofan á
gólf.
Það hnussaði í Snorra. -
„Getið þið ekki hlustað annars
staðar svo einhver lifl til morg-
uns?“
- ...“Fóru þeir i sex..? ... og
unnu. AUÐVITAÐ! Eru það ekki
13 impar til okkar?“ Bjami aftur.
- „Flott," hraut út úr ungum
kandidat í þyrpingunni, en hann
náði ekki að beygja sig nógu
skjótt, enda höfðinu hærri en aðr-
ir, undan eyðandi augnaráði
Svölu.
En fylkingin lét undan síga,
enda hafa engar reglur verið
sniðnar sérstaklega til að halda
aftur af Snorra. í versta falli
beygði hann sig fyrir náttúmlög-
málum og sér betri spilurum.
En þeir fundust vart. Og ef
dauðinn var á hans dyrabjöllu...
„var hann ekki heima í augna-
blikinu."
„Strákarnir“ virtust óstöðv-
andi og á meðan ætlaði Snorri
ekki að sleppa takinu.
Hvað sem það kostaði!
Snorri var i skyndi fluttur á
aðra deild. Með mestu leynd, og
fyrir áverkan yfirlæknis sem var
forhertur bridgeari, vom þrír aðr-
ir sjúklingar í hasti fluttir milli
deilda. (Reyndar vom þeir fjórir,
sagði Snorri mér síðan í trúnaði,
því einn þoldi ekki flutninginn.)
- „Ég var búinn að eyða
drjúgum tíma á hann í kerfís-
kjaftæði," kvartaði Snorri.
Með einfaidri brellu hafði
Snorra tekist að stórbæta aðbún-
að bridgesjúklinganna á stofunni.
Hann skoraði yfirlækninn og
Svölu (sem orð fór af sem
,,heimaspilara“). - „Hún er of
hrokafull til að keppa. Þolir ekki
að tapa spili,“ fullyrti Snorri.
Svala átti að baki tvö rústuð
hjónabönd og þrjá beygða spila-
félaga (tvo fyrrverandi) á hólm.
Þau bitu á agnið.
♦ 1087
♦ AK104
♦A94
♦A62
Deildarhjúkrunarfræðingurinn
stóðst ekki brýninguna.
Þau urðu ásátt um skilmálana
og afleiðingamar gat nú að líta
um alla stofuna.
(Yfirlæknirinn kom út með
tromp. Snorri hleypti heim og
spiiaði tíguldrottningu. Atti slag-
inn. Tígulgosi, lagt á og drepið á
ás. Laufás hirtur og bæði fylgdu
lit með lægsta spili. Þá tigulnia
og laufi kastað heima. Trompið
hirt af vestri, lauftvistur trompað-
ur. Tromp á ásinn og loks var
laufsexunni spilað. Svala fylgdi
lit með áttunni, en yfirlæknirinn
fann ekkert lægra spil en tíuna,
sem átti slaginn því Snorri hafði
gefið af sér spaða. Læknirinn gat
nú valið hvomm láglitnum hann
spilaði í þefalda eyðu; trompað
yrði í blindum og síðari spaðinn
hyrfi að heiman.)
Það var af þessum sökum að á
stofunni voru nú nokkur sjón-
varpstæki af stærstu gerð, tvö
myndbandstæki og póstfax, bein-
tengt við Bridgesambandið.
Allt var klárt fyrir úrslitaleik-
inn við Pólverja.
Deilan á
skurðstofunni
Á 3. degi mátti heita að óreið-
an sem fylgdi legu Snorra væri í
sæmilega fðstum skorðum. Það
bar þó við að sjúklingar sem bún-
ir vom undir aðgerð hyrfu, en
það vandist. Þeir vom framseldir
jafnharðan af stofu 5.
Það var verra með læknana.
Þeir vom vansvefta. F.n eins og
sönnum bridgemm sæmir ýttu
þeir úr hugskotinu misheppnuð-
um tilfellum og tóku til við ný.
Úrslitaleikur íslands og Pól-
lands var taugaslitandi. I miðri
kviðarhols skurðaðgerð hitnaði í
kolunum.
Ástæðan var þetta spil: Af
rúmstokk Snorra. Svæfingar-
læknirinn hafði verið i vöminni
ásamt Snorra.
Svala hafði orðið að játa sig
sigraða í 6-gröndum, þrátt fyrir
hetjulega baráttu.
En það var athugasemd
Snorra eftir spilið...
♦AK952
♦AKI03
♦4
♦K84
4 D876 ♦ G43
♦ DG86 ♦ 954
♦G10 ♦8765
♦G7 ♦ D62
♦ 10
♦ 72
♦AK932
♦A10953
Svala fékk út tiguldrottningu
gegn 6-gröndum og gaf eftir slag-
inn!
- „Ég var alveg sofandi, hélt
bara áfram með litinn," sagði svæf-
ingarsérfræðingurinn afsakandi,
„en ég bjargaði mér fyrir hom síð-
ar. Karlinn var ánægður með mig.
Þegar hún fór í hjartað stakk ég
upp drottningu. Bingó!“
Flestir vom með á nótunum,
enda var mikið búið að ræða þetta
spil á spítalanum. Vestur hafði
eyðilagt samganginn á hárréttu
augnabliki.
- „Svala ar of flott á því.“
Unga skurðstofuhjúkkan var
ákveðin.
Hendur stöðvuðust. (Ekki gátu
ÞEIR vitað að hún þekkti Snorra
vel, enda var hún ekki félagi í 5-
klúbbnum.) Karlrembur!
Vafinn þykknaði í loftinu.
- „Spaði út er betri byrjun fyrir
vömina.“ (Snorri hafði fullyrt að
þeir myndu gleypa beituna. Svæf-
ingalæknirinn var umdeildur.)
- „Jæja?“ Svæfingasérfræðing-
urinn var þrjóskur að eðlisfari.
„Útspilið skiptir annars litlu
máli, nema það sé lauf,“ laug hún
bláköld. „Með tígli út svínum við
strax í hjarta og dúkkum lauf til
vesturs. Það er nægur samgangur
við blindan."
(Blekking 2: Hjarta til baka frá
vestri eyðilagði tímasetninguna.)
- „Nú, nú,“ úrskurðaði yfir-
læknirinn. „Út kemur spaði og
svo?“
- „Vestur fær á laufgosa í öðr-
um slag. Spilar meiri spaða, sama
hvað hann gerir.“ (Satt; hjúkmnar-
fræðingurinn ungi var kominn yfir
þröskuldinn.) „Drepið. Tígull á ás
og hjarta á tíuna Síðan snúum við
okkur að laufinu. Þegar við spilum
því siðasta í 5- spila lokastöðu á
vestur hjarta DG8 og tígull DG.
Hann er 1 kastþröng. Tígulnían
heima er lykilspilið eins og Svala
raunar sá.“
Bakstur á bmnasár. Þær störf-
uðu á sömu deild.
- „Stórkostlegt! Tvöföld kast-
þröng!“ Skipun frá yfirskurðlækni.
Einfold, leiðrétti Helgi aðstoð-
arlæknir, í huga. um,
- „Ékki satt?“ Augu skurð-
læknisins hvildu á sjúklingnum. -
„En hvað meinti karland.... þá með
því að 7-lauf væm miklu léttara
spil?“
Kliður á stofúnni. Aðgerðin
hélt áfram. Tókst eftir atvikum.
En Spilið yrði tekið til 2. um-
ræðu. Undir botnlangaskurði.
Og það er ekki mitt að rekja
hvað fór úrskeiðis.
- „Einkennilegt,“ varð mér að
orði.
Það var komið undir morgun og
sigurinn á Pólverjum var í höfn,
eftir ólýsanlega lokalotu. Mann-
mergð á stofunni. Algjört írafár. -
„Þama moka þeir upp stigum með
„Qöldjöflinum" og á sama tíma...“
„Á þessi ári ekki að snúast aft-
ur á bak?“ Snorri sat upp í rúminu
og beindi fjarstýringu útí bláinn.
„Ég ætlaði að kíkja aðeins aftur á...
allt klabbið."
Ég kveikti á fjarstýringunni, en
það vom of margir í veginum.
„...eins og ég var að segja, svo ger-
ir þú allt...“
- „SÁSTU sagnimar?"
Enginn hafði frætt hann um
passkerfið, svo hann kenndi kann-
ski blekkisögnum um öll ósköpin
sem fyrir augu höfðu borið.
En það gat beðið. Hitt var
heimsblaðamatur.
- „DJÖFLABRAGÐIÐ." Ég er
ekkert sérstaklega þolinmóður.
- „Ha?“
- „Það em allir að segja mér
frá þessum 7-laufum sem þú spil-
aðir og vannst og...?“
Ég einblíndi á Snorra.
- Hvað þá?“
Snorri dæsti.
- „Ááá. Þ-A-ÐÐÐ. Varla frá-
sagnarvert? Ha?“ Augngotur.
Þögn. Smáglott.
„Er það meinið... og þú kall-
aðir það, ... djöfuls hvað?“
- H.L. - Ó.L.
4 - ♦ AKDG6432
♦ 97 ♦-
♦ K76532 ♦108
♦ KD1097 ♦ 843
4 95
♦ DG86532
♦DG
♦ G5
Snorri hafði raðað upp þess-
um höndum.
- „Skoðið þau vel. Félagi
minn í fyrrakvöld, áður en ég var
narraður hingað, gaf, og vakti á
grandi (15-17). Við erum á gegn
utan. Þú,“ Snorri otaði fingri að
Svölu, „stekkur í 4-spaða.“
- „Vitaskuld".
- „Ég segi 5-hjörtu...“
- „Góð fóm á öfugum hætt-
um,“ greip yfirlæknirinn fram í.
- „...þvæla,... En félagi minn
hækkar i 6-hjörtu.“ Snorri dæsti.
Áhorfendur, sem voru all-
margir nú, skelltu uppúr.
- „Sagnmiðinn hafði límst
undir kaffibolla hans, hann sá
bara það sem við blasti og lyfti
vitanlega."
Hláturinn hækkaði.
- „Ekki að undra að þú fengir
hjartaáfall." Yfirlæknirinn var
ekki annálaður fyrir viðkvæmni.
- „Og boðskapurinn?“ spurði
Svala.
- „Boðskapur?" Snorri
hneggjaði. „Þetta var bara spil
sem ég spilaði. Vann. Nú ætla ég
að veðja að sagan endurtekur
sig.“
Snorri glotti.
- „Hvað er lagt undir?“
JOLIN
eru tími hvíldar og friðar.
í dlefni þeirra sendir
Alþýðusamband íslands launafólki
og samherjum þess óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári.