Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 8
Cagl ios tro
Saga
ævintýra-
manns
og galdra-
manns á
upplýsinga-
••11* *
oldmni
í Evrópu
Sumirtöldu hann loddara
og dára, aðrir töldu hann
heilagan mann.
Hann var einn helsti tals-
maður frímúrarareglunn-
ar í Evrópu á 18. öldinni,
og margir telja hann fyrir-
myndina að Sarastro í
Töfraflautu Mozarts.
Hann var eftirlýstur af
Lúðvík XVI. og Rann-
sóknarrétturinn dæmdi
hann til ævarandi fanga-
vistar fyrir trúvillu og guð-
last.
Hann storkaði kirkjuvald-
inu fram í andlátið.
Hver var Cagliostro?
Yfir Marecchiadalnum 32 km
frá baðstrandarborginni Rimini
á Italíu rís þverhnýptur kletlur úr
kalksteini nærri 700 metra yfir
sjávarmál og vcitir þeim er þangað
fara stórbrotið útsýni yfir sveitir
Marche-héraðs og Romagna. Ofan
á klettinum er lítill miðaldabær
sem á sér 1700 ára sögu og skáld-
ið Dante og heilagur Frans frá
Assisi hafa meðal annars gert
frægan, og yfir bænum Irónir virk-
isborg og kastali Montefcltrcæltar-
innar scm er svo einstakur meðal
miðaldakastala í Evrópu, að um
hann var sagl á romagnamállýsku:
„Un sol Pepa, un sol Dia, un sol
Fort d’San Lia“: Þrennt er örugg-
lega einstakt í veröldinni: Guð,
páfinn og virkisborgin í San Leo.
Mig langar til að leiða ykkur
upp undir þvcrhnýpt bjargið í San
Leo, inn einstigið sem liggur að
borgarhliðinu, inn þrönga götuna
að Dante-torgi þar sem dúfur sitja
á barmi kringlóltrar steinþróar og
væta gogg sinn t vatninu scm
seytlar úr steinsúlu yfir miðri
þrónni. Við torgið er vinalcg krá
sem býður upp á volgt flatbrauð,
heimatilbúinn sauðaost og vín,
handverksmenn höndla með lisl-
muni úr Ieir, jámi og útskomum
smjörviði, og gegnt brunninum
stendur hlaðin rómönsk sóknar-
kirkja frá 10. öld helguð Himnafor
Heilagrar Jómfrúr. Á bak við
brunninn andspænis ráðhúsinu,
sem kennt er við Medici-ættina,
stendur álmurinn sem sagan segir
að heilagur Frans hafi gróðursett
þegar hann kleif þennan klett á
fyrrihluta þrettándu aldar og stofn-
setti þar klaustur. Ef við horfum til
Kastalinn á bjargbrúninni í San Leo, þar sem Cagliostro var fangi Páfastóls.
hægri sjáum við inn götu sem
liggur upp að brattri hlíð þar sem
kastalinn trónir yfir. Við göngum
þessa götu og upp skreipan kráku-
stíg sem liggur í gegnum skógar-
þykkni þar til við komum að
sjálfri virkisborginni sem er svo
rammgerð, að við þurfum að
ganga inn um þrenn hlið og upp
margar tröppur og framhjá mörg-
um varðstöðum áður en við kom-
umst í innsta hringinn á torg með
stórbrotnu útsýni til suðurs og
austurs. Á miðju torginu er gamall
og djúpur brunnur, en höfuðvígi
kastalans með vistarverum höfð-
ingja og þjóna, fjársjóðsklefum,
dýflissum og pyntingaklefum, um-
kringir torgið frá norðri og vestri.
Við leiðum undurfagurt útsýnið að
mestu hjá okkur, en öndum að
okkur tæru Qallaloftinu áður en
við göngum inn í kastalabygging-
una, upp þröngan stiga og inn um
lágar dyr til vinstri þannig að við
þurfiim að beygja okkur og kom-
um skyndilega niður i þröngan og
dimman klefa, dyralausan en með
hlera í loftinu. Klefaveggimir eru
hlaðnir úr óreglulega löguðum
gulum kalksteini, sem er orðinn
blakkur af raka, myglu og sóti,
svo skúmið hangir hvarvetna úr
hvelfdu loftinu. Megna stækju af
myglu, þvagi, saur, rotnuðum mat-
arleifum og svita ber fyrir vit okk-
ar og í skímunni af ljóslugtinni
sem við berum með okkur sjáum
við að þessir veggir eru kvikir af
rauðri veggjalús. Blóðið sem þær
hafa sótt næringu sína til er nú
senn á þrotum, því á eina tré-
bekknum í klefanum liggur
hlekkjaður maður upp við vegg og
er að gefa upp öndina eftir að hafa
boðið þessum snýkjudýmm upp á
samfellda veislu sem staðið hefur
samanlagt í 4 ár, 4 mánuði og 5
daga. Það er 26. ágúst árið 1795
og gluggaboran gefur ekki lengur
skímu inn í klefann svo heitið
geti, því klukkan á 15 mínútur
ógengnar í ellefu að kvöldi. Mað-
urinn á fletinu er ófrýnilegur:
hann er íklæddur vaðmálsserki
sem er storkinn og blakkur af svita
og óhreinindum. Hár hans er grátt
og kleprað og sömuleiðis skeggið
sem hylur að miklu leyti búlduleitt
og afmyndað andlitið. Maðurinn
snýr sér til veggjar um leið og síð-
ustu krampaflogin fara um búk-
mikinn líkamann áður en hann
gefur upp öndina. Undan kuflinum
djarfar í krímugar iljar og við sjá-
um í daufri skímunni síðustu
krampateygjurnar fara um illa
þefjandi krepptar tær sem bera
blakkan og bleikan lit dauðans.
Við þennan ömurlega dánarbeð
standa fangavörður og hempu-
klæddur maður, sem án árangurs
reynir að bjóða þessu deyjandi
hræi hinsta sakramenti. Af ljós-
glætunni sjáum við hryllings-
glampann í augum þeirra. í tvær
nætur og þrjá daga hafa þeir vakað
yfir þessari glötuðu sál og horft á
hana taka út sínar hinstu kyalir í
stöðugum krampaflogum. I þrjá
daga og tvær nætur hafa þeir án
árangurs boðið henni að meðtaka
náðarfaðm hinnar heilögu róm-
versku kirkju en ekki fengið annað
svar en foragtugt augnaráð,
krampakenndar grettur og froðuna
sem vellur án afláts úr afmynduð-
um munni ofan í kolgrátt og úfið
skeggið.
Urvinda af þreytu ganga þeir
til hvílu sinnar, guðsmaðurinn og
böðull hans. En áður en klerkur-
inn, don Luigi Marini frá Urbino,
gengur til náða, ritar hann eftirfar-
andi í gjörðabók sína:
„Loksins yfirgaf Guð þennan
mann í synd sinni og lét hann
deyja í eymd sinni eftir að hafa
réttilega hafnað því lastafulla líf-
emi, sem gekk gegn öllum helgum
lögum og var hræðilegt fordæmi
allra þeirra sem játast undir heims-
ins nautnir og óra nútíma heim-
speki.“
Dánarvottorð
trúvillings
Og tveim dögum síðar gaf don
Luigi Marini út eftirfarandi dánar-
vottorð:
„Giuseppe Balsamo, kallaður
greifi af Cagliostro, fæddur í Pal-
ermo, skírður en trúlaus, trúvill-
ingur, frægur en af illu einu, haf-
andi útbreitt vítt um Evrópu hina
ómenguðu egypsku frímúrarak-
ennisetningu og tælt til liðs við
hana með lævíslegum blekkingum
ótalinn fjölda fylgismanna og
komið sér í ómælt klandur sem
hann af slægð og hroka losaði sig
úr án skaða. Loksins, vegna dóms
hins heilaga Rannsóknarréttar, var
hann hnepplur í ævarandi fanga-
vist í virkisborg þessa bæjar í
þeirri von að hann sæi að sér. Haf-
andi þolað af staðföstum hroka og
þvermóðsku harðræði fangavistar-
innar í 4 ár, 4 mánuði og 5 daga
hlaut hann með sínum illskufulla
huga og grimma hjarta skyndilegt
heilablóðfall og án þess að sýna
hið minnsta merki iðrunar dó hann
möglunarlaust og án þess að hafa
neytt sakramentis hinnar heilögu
móðurkirkju eftir að hafa lifað 52
ár, 2 mánuði og 18 daga. Hann
fæddist ógæfusamur, lifði í enn
meiri ógæfu og dó í algjörri ógæfu
hinn 26. ágúst kl. 22.45. Við dán-
arbeðinn var fiult opinber bæn, ef
vera kynni að Guð viki sjónum
sínum að handarverkum þessa
manns. Sem bannfærðum trúvill-
Alexander Cagliostro greifi,
faeddur Giuseppe Balsamo.
Marmarabústa eftir Jean-
Antoine Houdon.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur21. desember 1991
Síða 8