Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.12.1991, Blaðsíða 13
iQLáBLáÐ MÓHVW JAWS . . s Jf>l?nynds SSa-sSSw^^^ vjro \°"' 1 s °g 4i- jóií drauma smiðiunni Þegar líða tekur að jólum kætast bíófíklar líkt og önnur mannanna börn yf- ir veisluföngunum sem í þá eru borin vfir hátíðarnar. Það hefur lengi tíðkast að bíóhúsin í höfuðborginni skarti svokölluð- um jólamyndum, sem undan- tekningarlítið eru bandarískar stórmyndir sem eru prýddar stórstjörnum í aðalhlutverkum, kosta vanalega einhver lifandis býsn, og er leikstýrt af helstu sérfræðingum í vinsældaefna- fræði bíóheimsins. Um þessi jól verður engin breyting á þessu, og bíóin í borg- inni keppast um þessar mundir við það að frumsýna jólakonfektið og er listinn langur, og á köflum lyst- vekjandi. Regnboginn er með þrjár jóla- myndir í ár. Þar eru þegar hafnar sýningar á hinni frönsku „La gloire de mon Pére“ sem útleggst á ís- lensku „Heiður foður míns“. Þessi mynd var sú aðsóknarmesta í Frakklandi á þessu ári, og er það vafalítið merki um gæði, því fáar þjóðir eru vandfýsnari á bíómyndir en Frakkar. Regnboginn mun einn- ig sýna bandarísku grínmyndina City Slickers eða fjörkálfa um jól- in. I aðalhlutverkum eru Billy Crystal, Daniel Stem og Bruno Kirby. Þessi mynd hefur notið gríðarlegra vinsælda á Bandaríkj- unum á þessu ári, og er raunar sú íjórða aðsóknamiesta á árinu þar á bæ. Ansi áhugaverð teiknimynd verður jafnframt sýnd um jólin í Regnboganum, en það er The Nutcracker Prince, sem byggð er á jólaævintýrinu gamla. Myndin inniheldur einnig hina frægu ballett- tónlist Tjækofskís sem hann samdi við þetta gamla ævintýri. Teikni- myndin með íslenska tal- inu Fuglastríðið í Lumbruskógi verður einnig sýnd áfram Regnboganum. 1 Laugarásbíói eru sýningar hafnar á myndinni Promblem Child 2, sem er fram- hald jólamyndar bíósins frá því í fyrra. Þar kemst leikarinn John Ritt- er í hann krappan í viðureign við ill- vígt vandræða- bam. Önnur jóla- mynd Laugarásbíós Barton Fink, nýjasta bræðranna bandarísku. Þessi mynd hlaut gullpálmann í Cannes í ár og átti það svo sannarlega skilið. I að- alhlutverkum em John Torturro, sem einnig hlaut verðlaun í Cannes fyrir leik sinn í myndinni, og John Goodman sem líklega er þekktast- ur fyrir leik sinn í gamanmynda- þáttunum um Roseanne hina feitu. í Háskólabíói verður sýnd ansi áhugaverð mynd sem byggð er á persónum úr hinni ævafomu bandarísku sjónvarpsþáttaröð um Addams fjölskylduna. Leikstjóri er verður mynd Coen Barry Sonnenfeld, og í aðalhlut- verkuin eru úrvalsleikaramir Anj- elica Huston og Raul Julia. Mynd- inni hefur verið hælt fyrir napran gálgahúmor og ágætan leik. Önnur jólamynd Háskólabíós er Regarding Henry, sem skartar einhverjum alvinsælasta leikara samtímans í aðalhlutverki, Harri- son Ford. Myndin segir frá Henry Þeir Jeff Bridges og Robin Williams í jólamynd Stjörnubíós, The Fisher King. Tumer, lögfræðingi i New York sem í kjölfar alvarlegs áfalls neyð- ist til að endunneta líf sitt. Þriðja jólamynd Háskólabíós að þessu sinni er myndin „Það sem ég vil í jólagjöff Þetta er fjölskyldumynd sem segir frá tveimur systkinum sem reyna að koma fráskildum for- eldrum sínum saman. Aðaljólamynd Stjömubíós í ár er gamanmyndin The Fisher King. Myndinni er leikstýrt af hinum hæftleikaríka Tcrry Gilliam, fyrr- um meðlimi Monty Python hóps- ins. I aðalhlutverkum eru Jeff Bridges og Robin Williams, og ef dæma má af aðstandcndum mynd- arinnar má búast við stórskcmmti- legri mynd, og það má gcta þess að gagnrýnendur erlcndis hafa hælt myndinni á hvert reipi. Risinn í islensku bíómenning- unni, Sam-bíóin, býður upp á margar gimilregar kræsingar um jólin. Jólamynd Bíóborgarinnar verð- ur grínmyndin Hot Shots. Að- standendur myndarinnar eru þeir sömu og stóðu að Airplane grininu hér um árið, og er það haft fyrir satt að þessari mynd kippi í kynið. Gert er grín að ormstuflugvéla- myndum eins og hinni geysivin- sælu Top Gun. Leikstjóri er Jim Abrahams, og í aðalhlutverkum em Charlie Sheen, Lloyd Bridges og Jpn Cryer. I Bíóhöllinni verður Dutch, jólamyndin í ár. Myndin kemur úr smiðju John Hughes, sem skapaði einhveija alvinsælustu mynd allra tíma, Home Alone. Þetta er að sögn bráðíjörug grínmynd um flutningabílstjóra sem fær það verkefni að flytja hrokafullan og ofdekraðan son vinkonu sinnar frá Atlanta til Chicago. Leikstjóri er Peter Faiman, en hlutverk flutn- ingabílstjórans er leikið af Ed O’Neill, en í hlutverki stráksins er Ethan Randall. Jólamynd hins nýopnaða Saga- bíós er önnur mynd úr smiðju hins geysiafkastamikla John Hughes. í þetta sinn gerir hann allt sjálfur, hann leikstýrir, framleiðir og skrif- ar líka handritið. Þessi mynd fjall- ar um ferðalag lítillar stúlku og fósturfoður hcnnar frá örbirgð til allsnægta. I aðalhlutverkum em James Belushi, Kelly Lynch og Alison Porter. Fyrir bömin sýna tvö Sambíóanna teiknimynd frá Walt Disney fyrirtækinu sem heitir „The rescuers down under“. Hún fjallar um tvær hugrakkar mýs sem ferðast um heiminn og bjarga mannfólki úr ýmsum hættum sem það ratar í. 1 þetta sinn em mýsnar sladdar í Astralíu. Fyrir utan hinar hefðbundnu jólamyndir bíóhúsanna, má einnig minnast á nokkrar úrvalsmyndir, sem enn er verið að sýna í bíóhús- unum. Þeir sem ekki em búnir að sjá hina stórgóðu mynd Tvöfalt líf Veróniku í Háskólabiói, ættu að drífa sig sem fyrst, og einnig verða sem flestir að sjá Bemardo Berto- lucci myndina The Sheltering sky sem nú er sýnd í Bíóhöllinni. Regnboginn er enn að draga fram úr pússi sínu þær myndir sem mesta athygli vöktu á kvikmynda- hátíðinni í haust. Þar er nú verið að sýna þýsku myndina Homo Faber og hina spænsku Ay Carmela, og er óhætt að mæla með þeim báð- um. BCóðBanCðnn óskar öCCum btóðgjöfum og veCunnurum sínum gkðikgmjóla og góðs kprnnái árs með þökjffyrir fijáCpina á Ciðnum árum. Regnboginn sýnir jólateikni- mynd sem byggö er á ævintýri H.C. Andersens um tindátann staöfasta, The Nutcracker Prince. Tónlistin er að sjálfsögðu eftir Tjækofskí. V ___________________________________/ ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1991 Síða 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.