Þjóðviljinn - 17.01.1992, Síða 3
S k ó I a m á
Foreldrarnir
baka og
föndra
Samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur (Samfok) hef-
ur gert ítarlega könnun á foreldrastarfi. Spumingalistar voru sendir
til stjómar í hveiju félagi og svör bárust ffá 65% grunnskóla. Þar
kemur ffarn að andstætt því sem löggjafinn ætlast til, og foreldr-
amir vilja, hafa foreldrar lítil sem engin áhrif á stjóm skóla.
En hver eru helstu verkeíni mál sem lúta að innri málefnum
foreldrafélaga í Reykjavík? (sjá skólans eins og til dæmis þátttöku í
súlurit um helstu verkefiii gerð stundaskrár, val á námsgögn-
foreldrafélaga) um og setu á kennarafundum. Þó
1. Úrbœtur í umferðarmálum.
2. Úrbætur á skólalóð.
3. Þrýstingur á yfirvöld.
4. Jólaföndur og laufabrauðsgerð
5. Samkomuhald.
6. Ferðalög.
7. Frœðslufundir
8. Fjáröflun fyrir skólann
9.Seta á almennum kennarafund-
um.
10. Þátttaka i gerð skólanámsskrár.
11. Þátttaka i gerð stundaskrár.
12.Samráð um val á námsgögnum.
13. Aðstoð foreldra í kennslu.
14. Aðstoð við félagsstörf.
Samkvæmt því sem hér kemur
fram virðist minnst áhersla lögð á
hefiir ákvæði um setu á almennum
„ kennarafundum verið i grunnskóla-
lögum frá 1974. Foreldrafélög nýta
þennan rétt sjaldan en þó er oft tek-
ið ffam í starfsreglum þeirra að þau
vilji koma ffam með óskir um
breytingar á starfi skólans.
í könnun Samfoks var spurt um
helstu hindranir í starfi foreldrafé-
laga og þar ber langhæst skort á
virkni og tregðu til stjómarþátttöku.
Þetta er auðvitað hægt að túlka
þannig að íslenskir foreldrar nenni
hreinlega ekki að sinna bömunum
sínum en líklegra verður að teljast
að vinnutíminn geri þeim ómögu:
legt að starfa í foreldrafélagi. í
svömm stjómarmanna foreldrafé-
laga var lítið sem ekkert kvartað
Bannað
að hlæja
Uppselt er á laugardagssýningu
Leikbrúðulands á brúðuleikritinu:
„Bannað að hlæja“. Hins vegar em
til fáeinir miðar á sýninguna sem
verður á sunnudaginn, 19. jan. kl.
15.00. Sýnt er í kjallara hússins að
Fríkirkjuvegi 11.
Þessi sýning Leikbrúðulands
fékk góða dóma. Hún þótti sam-
eina skemmtun og uppeldisgildi á
einstaklega fallegan hátt.
-kj
NÝTT HELGARBLAÐ 3 FÖSTUDAGUR 17. janúar 1992
Á leið i skólann. Miðað við könnun Samfoks œttu foreldrar að geta knúið fram stórbætt umferðaröryggi Jyrir bömin sin '.
Mynd: Jim Smart.
undan peningaleysi, aðstöðuleysi,
verkefnaskorti og neikvæðri af-
stöðu skólastjómenda.
Þá var í könnun Samfoks einnig
spurt um sex mismunandi verk-
efnaflokka sem foreldrafélög ættu
að sinna og fólk beðið að raða þeim
eftir mikilvægi. Þar kom ffam að
jólafondrið, sem flest foreldrafélög
sinna, er ekki það sem þau vilja.
Efst á óskalistanum um sameig-
inleg verkefni foreldrafélaga era
einsetinn skóli, samfelldur lengdur
skóladagur, betri skólalóðir og úr-
bætur í umferðarmálum.
Mikilvægustu viðfangsefni ein-
stakra félaga að mati þeirra sem
spurðir vom em: Hagsmunamál
foreldra og bama í skólahverfinu,
það er að segja umferðaröryggi,
umbætur í félagsaðstöðu og
fræðslufundir fyrir foreldra. Listinn
yfir helstu verkefni sem foreldrafé-
lög ættu að sinna lítur þá svona út:
1. Standa að fræðslufundum og
námskeiðum fyrir foreldra.
2. Hafa umsjón með jólajondri,
laufabrauðsgerð og þess háttar
samkomum.
3. Hafa umsjón með ferðalögum og
annarri félagsstarfsemi þar sem
böm og unglingar koma saman.
4. Koma með tillögur að úrbótum á
skipulagningu skólastarfsins, til
dæmis um stundaskrá, fjölda í
bekk, námsgögn, kennslutæki,
aðbúnað og húsbyggingar.
5. Hagsmunamál bama ogforeldra
i skólahverfinu, t.d. umferðarör-
yggi ogfélagsaðstöðu.
6. Taka í auknum mæli þátt í innra
starfi skólans, þ.e. sitja kennara-
fundi, taka þátt í stefnumótun og
skólanámsskrárgerð, vettvangs-
ferðum og fylgjast með kennslu.
(sjá súlurit um helstu verkefhi
sem foreldrafélög ættu að sinna)
Samfok hefur ákveðið að koma
til móts við óskir félaganna með
ýmsum hætti. Stofnað hefur verið
fulltrúaráð Samfoks og hafinn sam-
eiginlegur skrifstofurekstur að Bol-
holti 4 með Foreldrasamtökunum
og Foreldrafélagi misþroska bama.
Þangað geta áhugasamir for-
eldrar snúið sér alla virka daga kl.
10.00-13.00.
-kj
KOTASÆLA
fitulítil og freistandi
Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi