Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 7
efiiahagslegrar uppbyggingar núna. - En hefúr kreppan í áliðnaðin- um í heiminum ekki komið niður á ykkur eins og fleirum? - Við erum með 5 mjög stórar álverksmiðjur i Venesúela og áform um að byggja fleiri. Við höfum getað staðist verðhrunið betur en aðrir vegna þess að fram- leiðslukostnaðurinn er hvergi lægri en hjá okkur. Spillingin - Þær fréttir sem okkur berast hingað til íslands frá S-Ameríku snúast oft um stórfellda spillingu í efnahagslífi og stjómmálum. Er fjármálaspillingin ekki vandamál í Venezúela? - Jú, spillingin er fyrir hendi hjá okkur eins og annars staðar. Var það ekki Napóleón sem sagði að enginn herforingi myndi stand- ast ígildi fallbyssunnar í gulli? En í umtalinu um spillinguna er sjaldn- ast talað um þá sem spillingunni valda, sem í flestum tilfellum eru hin stóru fjölþjóðlegu fyrirtæki sem búa yfir mesta efnahagslega valdinu. En það hefúr líka verið barist gegn spillingunni í Venesú- ela„ og sú barátta hefur skilað viss- um árangri. En spillingarvaldamir hafa líka þrengt sér inn í stjóm- málaflokkana, og það má segja að þótt almenningur trúi á lýðræðið, þá sé traust hans á stjómmála- flokkunum minna. Utanríkisstefnan - Hvaða áherslur hafa stjóm- völd í Venesúela í utanríkismál- um? — Við höfum virka utanríkis- stefnu sem miðar að því að þau grundvallaratriði sem bundin em í stjómarskrá okkar um fulltrúalýð- ræði og mannréttindi séu virt á al- þjóðavettvangi. Við vinnum að því að ná alþjóðlegri samstöðu um fé- lagslegt réttlæti og réttlátari skipt- Rodolfo Molina-Duarte sendiherra: Fjölþjóðafyrir- tœkin eru stærstu spilling- arvaldamir í Rómönsku Ameriku. Mynd: olg. ingu hagnaðar af fjárfestingum. Tímar heimsvaldastefnunnar em liðnir undir lok. Við viljum að komið verði á nýrri heimsskipan með réttlátari skiptingu auðsins, og við beitum áhrifúm okkar til þessa innan Sameinuðu þjóðanna og i GATT-viðræðunum. Við áttum á sínum tíma frumkvæði að norður- suður viðræðunum, við áttum frumkvæði að stofnun OPEC, sam- tökum olíuffamleiðenda, og við áttum á sínum tíma víðtæka sam- vinnu við Island á sviði hafréttar- mála, en Hafréttarráðstefnan var haldin í Caracas árið 1975. Og það mun koma í ljós á stóm umhverfis- ráðstefnunni sem halda á í Rio á þessu ári, að stjómvöld í Venezú- ela hafa svipaðan skilning á um- hverfisvandanum í heiminum og Norðurlöndin. Það er því hægt að segja að Venezúela hafi haft mjög virka utanríkisstefnu og beitt sér með sjálfstæðum hætti á alþjóða- vettvangi í samræmi við stærð þjóðarinnar. Menningin - En hvað með menninguna? Hver er þróun menningarmála í Venezúela? - Við höfúm búið við þau for- réttindi meðal ríkja Rómönsku Ameríku að veita hæst hlutfall þjóðartekna til menningarmála, að Mexíkó einu undanskildu. Þetta hefúr skilað árangri sem við sjáum meðal annars hér á þessari sýn- ingu. Það er komin upp ný og öfl- ug kynslóð lista- og menntamanna, sem við væntum mikils af. Þessi kynslóð er mótuð af þeirri fjöl- breytni sem einkennir Venezúela í blöndun kynþátta, án þess þó að vanrækja þann menningararf og það umhverfi _sem við eigum öll sameiginlegt. Ég get fullyrt að það hefúr orðið mikil gróska, ekki bara í myndlist, heldur líka í tónlist og bókmenntum í Venezúela á síðustu árum. Og þannig kvöddum við þenn- an bjartsýna sendiherra með bros á vör. Hann var á forum til Osló, þar sem hann hefur aðsetur. Hann seg- ist ætla að beita frumkvæði sínu til þess að efia menningartengsl á milli íslands og Venezúela í fram- tíðinni. -ólg. LANDVERND LAND5RÆÐSLU - OG NATTURUVERNDARSAMTÖK ÍSLANDS Styrkir til umhverfismála Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóði Landverndar. 1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofnanir og ein- staklingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, vemd- un, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rann- sókna. Skilyrði er að verkefnin séu í þágu almenn- ings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Land- verndar, Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík, sími 25242 og 625242. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mót- framlag, sem getur falist í Ijárframlögum, vélum, tækj- um, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutun- arárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land- verndarfyrir kl. 17:00 þann 29. febrúar 1992. Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að endumýja þær í samræmi við þessa auglýsingu. Landvernd Skólavörðustíg 25 101 Reykjavík Sími: 25242 Myndsendir: 625242 ■$• Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók i-irwrt,- —- 1 KAT0K PLATON Ríkið FfiibWi Ríkið Siðara bindi i RIKIÐ efdr PLATON Eitt helsta heimspekirit sögunnar. ✓ Islensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Kristján Ámason þýddi bundið mál. í þessu elsta stjómspekiriti vestrænnar menningar setur Platon (427-347 f. Kr.) fram hugmyndir um fyrirmyndarríkið, hvemig því skuli stjómað og fyrir komið. Hann leitar eftir heilladrýgsta fýrirkomulagi fyrir heildina fremur en að samfélagi þar sem hver og einn fær að njóta sín að vild. Þar með skipar Platon sér í sveit þeirra sem era andsnúnir lýðræði. Ríkið er viðamesta ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, tæpar 800 bls. í tveimur bindum með öskju. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlÐUMÚU 21 • PÓSTHÓLF 8935 • 128 REYKJAVlK • SlMI 9W79060 M 1816 1991 NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.