Þjóðviljinn - 17.01.1992, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Síða 16
Helgarblað ÞJÓÐVIIJINN 130 menn berjast um tvö klósett Verkamenn og iðnaðarmenn við ráðhúsið í Tjörninni eru ekki öfundsverðir af starfsaðstöðunni. Fyrir 130 starfsmenn er boðið upp á tvö salerni og tvær hand- laugar, gólf í matsal er óryk- bundið og aðstaða til geymslu yf- irhafna er engin. Kapp er best með forsjá, segir málsháttur sem mörgum er tamur. Ekki er hægt að segja að þau orð eigi við um ráðhúsið í Tjöminni þessa dagana, því í flýtinum við að ljúka verkinu fyrir tilskilinn tíma i apríl á þessu ári hefur gleymst að huga að starfsaðstöðunni þegar undirverktakar koma með mikinn mannskap til að ljúka sínum verk- um. Verkamaður við ráðhúsið sagði að aðstaðan væri ekki mönnum bjóðandi. Mannskapurinn þyrfti að slást um að komast á klósettið en á efri hæðum væru salemi tilbúin til notkunar, aðeins þyrfti að skrúfa frá vatninu. „Ætli þessir háu herrar í borgarkerfinu hafi ekki bannað að verkalýður væri að nota þeirra postulín,“ sagði viðmælandinn. Annar starfsmaður sagði það kost að setjast á klósettsetuna volga, umgangurinn væri það mikill að þær næðu ekki að kólna. Nýtt Helgarblað hafði samband við Vinnueflirlitið og sagði Jens Andrésson starfsmaður þess að sér kæmi þessi ábending á óvart. Sam- starfið við Istak (yfirverktaka ráð- hússins) hefði ávallt verið til fyrir- myndar og þetta hlyti að stafa af hraðanum í verklok. „Þetta verður að sjálfsögðu tek- ið til athugunar og við munum senda menn á staðinn,“ sagði Jens. Jónas Frímannsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Istaks, sagðist ekki hafa heyrt að starfsaðstaðan væri ófullnægjandi. Istak hefði ávallt séð hag sinn í því að hafa hana góða. „Þetta verður athugað og lagað ef þurfa þykir,“ sagði Jónas. -sþ I maísalnum var veríð að vinna. Meðan starfsmenn fá sér kaffisopann er ver- ið að brjóta upp úr gólftnu með tilhevrandi hávaða og tyki. Lyktin á salerninu var vond, enda plássið lítið og notkunin mikil. Myndir: Kristinn. Hámarksgreiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu árið 1992 eru 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin 3000 kr. Öll börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru talin saman og er hámarksgreiðsla fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu þeirra samtals 12.000 kr. á ári. Munið að fá alltaf kvittun fyrir greiðslum Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu sjúklings. Fríkort Þegar hámarksupphæð á ári er náð, skal framvísa kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort, sem undanþiggur handhafa frekari greiðslum vegna læknisþjónustu til áramóta. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitjanir, en gjaldið lækkar við framvísun fríkorts. Gjald fyrir læknisvitjun er þá 400 kr. á dagvinnutíma og 900 kr. utan dagvinnutíma. Gegn framvísun fríkorts greiða elli- og örorkulífeyrisþegar 150 kr. á dagvinnutíma og 300 kr. utan dagvinnutíma. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu fá sameiginlegt fríkort, með nöfnum þeirra allra. í Reykjavík fást fríkortin í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28. Annars staðar eru þau afhent á skrifstofum sýslumanna og bæjarfógeta. TRYGGINGASTOFNUN^^RÍKISINS Geymið auglýsinguna Ríkissamningurinn er í nánd og er það mikið ánægjuefni að geta nú boðið menntaskólanemum að kaupa Macintosh-tölvubúnað með verulegum afslætti. Auk þeirra eiga aðgang að samningnum: Ríkisfyrirtæki, sveitarfélög landsins og starfsmenn þeirra, kennarar, nemendur á háskólastigi, nemendur VÍ og nemendur innan BÍSN. Lokadagur pantana er O SSffiSSS 30. janúar Borgartúni 7, Rvk. Sími: (91) 26844 Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: (91) 624800

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.