Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 Spurningin Átt þú gæludýr? Guðný Steingrlmsdóttir, vinnur í banka: Já, kött sem sonur minn eig inlega þröngvaði inn á mig en ég myndi sakna hans. Hólmfríður Pétursdóttir, vinnur í ÁTVR: Nei. Pétur Þór Benediktsson nemi: Já, hund sem heitir Muggur. Áslaug Hulda Jónsdóttir, nemi: Nei, en ég átti hund sem hét Lady. Anna Lena Halldórsdóttir nemi: Nei, og hef aldrei átt. Ég fæ mér kannski hund. Ingveldur Kristinsdóttir, vinnur á barnaheimili: Nei, ég á ekki gæludýr en það er páfagaukur á heimilinu og það er gaman að hon- um. Lesendur Bruggframleiðslan í algleymingi kemur ekki við ÁTVR Er betra að einkaframtakið sjái um bruggun og sölu áfengis með þeim hætti sem nú tíðkast? Kristinn Jónsson skrifar: Sífellt færist í vöxt að lögreglan uppgötvi framleiðslu á bruggi víðs vegar um land. Nú síðast í Mosfells- bæ þar sem bruggverksmiðju var lokað um sl. helgi. - „Það leynir sér aldrei þegar framleiðsla þessara manna kemur á markaðinn," var haft eftir aðalvarðstjóra lögreglunn- ar í Reykjavík í tengslum við þessa lokun. Og auðvitað stöðvast fram- leiðsla þessara bruggara með aðgerð lögreglunnar. En af nógu er að táka því að bruggarar eru um allt land og markaðurinn er hvergi mettaður, allra síst um helgar og fyrir hátíðar og ferðahelgar sumarsins. Og þá kem ég að þætti hins opin- bera, ríkisvaldsins, sem rekur einu löglegu áfengisverslunina í landinu. ÁTVR hefur ekki enn lagt í það „stórvirki", sem allir væru löngu búnir að framkvæma í frjálri sam- keppni, að lengja afgreiðslutíma út- sölustaða áfengis; hafa opið á laug- ardögum, jafnvel sunnudögum líka. Og loka ekki útsölustöðunum í fjöl- mennum verslunarkjörnum eins og t.d. í Kringlunni og á Eiðistorgi hér í Reykjavík. Það verður að flokkast undir meiri háttar skringilegheit þeirra ráðamanna, t.d. í fjármálaráöuneyt- inu, sem þó hafa yfirumsjón með ÁTVR, að hafa ekki fyrir löngu gef- ið úr nýja reglugerö um afgreiðslu- tíma ÁTVR-verslananna. Því ekki þarf annað til en reglugerðarbreyt- ingu. Það hafa áður verið gerðar reglugerðarbreytingar á fram- kvæmd áfengislaganna svipaðs eðl- is. Það var t.d. í tíð Steingríms Her- mannssonar sem afnam miðviku- dagslokun áfengissölu á veitinga- húsum, og svo aftur þegar Sighvat- ur Björgvinsson afnam bann á kaup- um áfengs öls fyrir komufarþega í fríhöfn Keflavíkurflugvallar. Og í dag hamast bruggarar við að framleiða sinn görótta drykk og selja opinberlega hvar sem þeir þora, og græða mest á því að „ríkið“ skuli ekki vera virkari söluaðili á áfengi en það er. Hatursmenn víns og vímuefna telja líklega að betra sé að einkaframtakið sjái um bruggun og sölu á áfengi með þeim hætti sem nú tíðkast - sem sé ólöglega - en að ríkið sé að vasast í þessu! - En því þá ekki að gefa áfengissöluna, inn- flutning og dreifingu frjálsa í þess orðs fyllstu merkingu? Kjaradómur úrskurði um launin Guðni Jónsson skrifar: Mörgum launþegum þessa lands finnst nú nógu langt gengiö í skrípa- leiknum um kaup og kjör. Eftir síð- ustu ákvörðun Kjaradóms um launahækkun til handa alþingis- mönnum, svo og sjálftöku þeirra um skattfrelsi sér til handa, verður ekki unað lengur við það að forysta laun- þegasamtakanna semji enn einu sinni um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði. Skynsamlegast væri að Kjaradómur úrskurðaði laun á vinnumarkaðinum í framtíðinni. Það getur aldrei orðið verra að una við en núverandi ástand, sem verka- lýðsleiðtogar hafa manna mest stuðlað að. Þannig er þessu varið í EES-lönd- unum og einnig í ESB. Maður heyr- ir ekki um sifelldan barning al- mennra launamanna í Þýskalandi, Hollandi, Sviss eða í Lúxemborg og stríð um launakjör sín. Vissulega er þar efnt til verkfalla (þó sjaldan eða aldrei í Lúxemborg eða í Sviss) vegna ágreinings í einstaka tilfelli, en það er afar sjaldan. I þessum löndum er gjörla fylgst með verðlagsþróun og vísitöluhreyf- ingum og launin síðan jöfnuð með tilliti til þeirrar þróunar. Einhverjir segja nú sem svo að hér á landi sé þetta ekki hægt, þar sem við búum við „sveiflukennt ástand" eins og sí- fellt er klifað á. Ég er þess fullviss, að sjávarafli hér og afkoma útgerða og fískvinnslustöðva er ekki jafn mikilvæg í þjóðarbúinu og áður var. Það eru komnar nýjar atvinnugrein- ar, alls óskyldar, og það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem er háður sjávarútvegi. Ég er ekkert viss um að það sé rétta leiðin að hvetja þingmenn, eft- ir allt saman, til að draga til baka sínar hækkanir, heldur eigi að knýja á um að Kjaradómur haldi sig við sinn steðja, að dæma öðrum starfsstéttum í landinu laun eftir þeim forsendum sem notaðar voru í Opið bréf til forseta ASÍ, Benedikts Davíðssonar: Verkalýösforysta á villigötum Einar Gíslason (071144-2839) skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar baráttu sem þú og aðrir verkalýðsleiðtogar standa í þessa dagana gegn úrskurði Kjaradóms um launahækkun til handa þing- mönnum og ráðherrum þessa lands. Sjálfur hefði ég kosið að verka- lýðshreyfingin lýsti yfir ánægju sinni með þennan úrskurð og við- brögð ráðamanna við honum, en þau sýna, svo ekki verður um villst, að nú er af einhverjum ástæðum meira svigrúm til kjarabóta en ver- ið hefur síðustu misseri. í ljósi þessa tel ég fulla ástæðu til að blása í herlúður og krefjast sam- bærilegra launahækkana láglauna- fólki til handa. Hlýtur það enda að vera hlutverk stéttarfélaga að berj- ast fyrir kjarabótum, en ekki gegn þeim. Sama hver í hlut á. Ég hvet því verkalýðsforystuna til að einbeita sér áfram að því hlut- verki að berjast fyrir bættum kjör- um þeirra sem lægst hafa laun í stað Frá útifundi verkalýðsfélaganna á Ingólfstorgi í síöustu viku. þess að sóa tíma og kröftum í að fulla ástæðu til að endurskoða til- vinna gegn bættum kjörum hjá öðr- gang og markmið verkalýðshreyf- um, sem telja sig heldur ekki of ingarinnar. sæla af sínu! - Að öðrum kosti tel ég DV „Almannaróm- ur“ Stöðvar 2 Sigurður Einarsson hringdi: Ég fagna nýjum þætti Stöðvar 2, Almannarómi, þætti um samfé- lagið og málefni líöandi stundar. - Sjálfsagt væri að taka fyrst fyrir mál málanna; kauphækkun al- þingismanna og nýjustu skatta- lög þeirra sér til handa, en ekki eitthvert mál sem er orðið úr sér gengið. Vonandi verður þessi þáttur opinn öÚum áhorfendmn, líkt og Bingólottó Ingva Hrafhs. Trygg- inga„kúpp“ Gæslunnar Guðlaugur skrifar: Nýjasta „kúppið“ í trygginga- málum hér er nú það sem Land- helgisgæslan gerði við Sjóvá-Al- mennar vegna nýju þyrlunnar. Þrátt fyrir úrskurð fjármálaráðu- neytis um rof trygginga milli vá- tryggingamiðlara, samningsrof á grundvelli hraðútboðs og upplýs- ingaskort í útboðslýsingum, hliðrar sama ráðuneyti sér hjá að rifta samningum, en mælir með samningum milli Ríkiskaupa og hins erlenda tryggingaraðila. Rikissjóður mun tapa fé með þessum hætti. Ráðuneytið vill sem sé að trygginga„kúppið“ standi. Hneykslan sjálfstæðis- manna Hildur skrifar: Borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna eru fullir vandlætingar yfm hækkun fargjalda SVR og álögðu holræsagjaldi. Ekki mæli ég hækkununum bót, en ágætir borgarfulltrúar ættu að líta til Garðabæjar, en þar í bæ, undir áratugastjórn sjálfstæðismanna, er hvorki ungum né öldnum hllft í fargjöldunum. Þeir höfðu fima fmgur við að leggja „klósettskatt- inn“ (hans Áma Sigfússonar) á íbúana. - Ágætu hneyksluðu borgarfulltrúar, horfíð á samherj- ana og leggið af hneysklunarsvip í fjölmiðlum. Hann klæðir ekki, í ljósi staðreynda, og er í besta falli sprenghlægilegur. Ríkið bruðlar ótæpilega Guömundur Haraldsson skrifar: Alþingismenn og ráðherrar tala um hagvöxt eins og ekkert sé að. Flestir þeirra segja allt á upp- leið og kjörin fari batnandi. En fjármunirnir skila sér ekki til fólksins. Á meðan þeir tala um spamað eyðir rikið peningum í launahækkanir alþingismanna og kaupir bíla handa ráðherrum fyrir 10 milljónir króna. Þetta er ekki sparnaður. Þetta er eyðsla, ótæpilegt bruðl. Það þarf skatta um 200 verkamanna í ASÍ til að borga launahækkun þingmanna, sem þeir ákváðu að greiða sjálf- um sér. Nú er tími til að menn hugsi sinn gang. Gott þú fylgist með, Davíð Lárus Sigurðsson hringdi: Alvarleg staða hefur nú skap- ast á milli þings og þjóðar í launamálum og með setningu einkalaga um skattamál. f svo litlu þjóðfélagi sem okkar má vel líkja því við að uppreisn hefði verð gerð á Puerto Rico og Bandaríkjaforseti færi í frí í miðj- um klíðum. Það hefur tíðum ver- iö háttur sumra íslenskra ráöa- manna og forstjóra stærri fyrir- tækja að smella sér i utanlands- reisu ef eitthvað á bjátar sem til þeirra friðar heyrir. - Því er ég feginn að heyra að forsætisráð- herra okkar, er brá sér utan, er mjög meðvitaöur um þetta alvar- lega mál okkar. Gott að þú fylgist með úr fjarlægð, Davíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.