Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, Sl'MI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir:_550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritátjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Vörn ísókn Kominn er tími til að snúa vörn í sókn í tilveru þjóð- arinnar. Við þurfum að öðlast markmið að nýju og kjark til að sækja fram til þeirra. Við þurfum að breyta lág- launasvæði vonleysis í hálaunasvæði tækifæranna. Við þurfum að hætta við að gefast upp í lífsbaráttunni. Mjög margir muna enn fyrri blómaskeið í sögu aldar- innar, til dæmis það, sem var fram eftir nærri öllum sjö- unda áratugnum. Þá hrundu hlekkir íhaldskurfanna af þjóðinni og hún sótti fram á öllum sviðum. Peningavelta jókst ár frá ári og fólk sá tækifærin blasa við. Á þeim árum datt fólki, sem menntaði sig, ekki annað í hug en að þörf væri fyrir menntun þess og að greitt yrði fyrir hana. Atvinnuleysi' og lág laun var eitthvað, sem fólk hafði lesið um í sjálfsævisögum, að hefði einkennt landið á fjarlægum kreppuárum fyrir stríð. Allt frá dögum Hannesar Hafstein lét þjóðin sig ekki muna um að ráðast í stórvirki. Stórfljót voru fyrst brúuð og síðan virkjuð fyrir morð íjár á þeirra tíma mæli- kvarða. Reistir voru hátimbraðir skólar um allt land. Nýjasta tækni hélt innreið í gamla atvinnuvegi. Ekki er heill áratugur síðan enn eimdi af þessu fram- faraæði. Þjóðin var orðin vel menntuð og var að því leyti undir það búin að taka við atvinnuvegum framtíðarinn- ar. En hún þekkti ekki sinn vitjunartíma og lagðist í þess stað í misheppnaða loðdýra- og laxarækt. Undir forustu stjómmálamanna og fyrrverandi stjóm- málamanna í peningastoftiunum var komið á skefjalausu rugli, sem leiðir til þess, að verðmætum þjóðarinnar er sóað í margvíslega fyrirgreiðslu til gæludýra, sem ekki geta ávaxtað það pund, sem þeim er trúað fyrir. Á sama tíma hætti þjóðin að telja sig hafa efni á því, sem þótti sjálfsagt áður. Hún hætti að borga vísinda- mönnum mannsæmandi laun. Hún átti í mesta basli við að koma yfir sig þjóðarbókhlöðu og virðist ófær um að vinna ný stórvirki á slíkum sviðum eða öðrum. Á sama tíma er þjóðin í vaxandi mæli að verða leiksoppur draumóra um happdrættisvinninga, til dæm- is þann, að útlendingar komi hingað og reisi verksmiðj- ur, helzt álver, nú síðast Kínverjar. Heilu stjórnmálafor- ingjarnir byggðu feril sinn á sölu slíkra draumóra. Liðin er sú tíð, að unga fólkið telji ísland vera land tækifæranna. Menn fara í langt nám, en efast um, að nokkur vilji nota það. Menn eru hættir að byggja hús, af því að þeir telja sig ekki geta selt þau. Menn eru að laga sig að stöðnun varanlegs láglaunaþjóðfélags. Auðvitað þarf almenningur að verða ríkur í þessu landi, eins og hann varð til dæmis í Bandaríkjunum. Það er nauðsynlegt, svo að hringrás komist í peningakeríið og kaupendur fáist að vörum og þjónustu. Þegar allir hörfa inn í skel, hægir á hjólum tilverunnar. Svo virðist sem hugarástand íhaldskurfa hafi breiðzt út meðal þjóðarinnar. Kjósendur vilja helzt treysta þeim, sem engu vilja breyta og ekkert gera, heldur láta áfram reka á undanhaldinu í átt til sífellt lakari lífskjara og meira atvinnuleysis og aukins niðurskurðar réttlætis. Þjóðin áttar sig vonandi á þessu, þegar í svo mikið óefni er komið, að það er orðið augljóst. Kannski viljum við allt í einu fara að taka í alvöru þátt í evrópsku og al- þjóðlegu samstarfi um efnahagslega framþróun og kannski förum við að innleiða atvinnuvegi framtíðar. Þjóðin er enn vel menntuð og hlýtur einhvers staðar að búa enn yfir gömlum neista hugmynda, átaka og áræðis. Nú er kominn tími til að snúa vöm í sókn. Jónas Kristjánsson ifpS BP! Hii SBL Jk V l. f g iw.cmmimjs fíiiiiSriíÍMw úlHIIM mt L 8 Stimm i. i Hil T ' ' . / „Ef sjómenn á krókabátum eiga að fá að veiða meira af takmörkuðum heildarafla þarf að taka þær veiðiheimild- ir, fisk fyrir fisk, af öðrum sjómönnum." Af hverjum á að taka? Að undanfórnu hafa birst tvær kjallaragreinar um fiskveiði- stjómun eftir Örn Pálsson, fram- kvstj. Landsambands smábátaeig- enda, sem ganga út á það að rétt sé að auka enn frekar hlut króka- báta í hinum fastákveðna heildar- afla. Örn svarar hins vegar ekki spurningunni um það af hverjum eigi að taka þessar aflaheimildir. Hvaða sjómenn það eru sem eiga minni rétt til vinnu sinnar en þeir sem hann ber fyrir brjósti. Krókabátar hafa aukið hlut sinn Auk þess að leggja mikið út af eigin útúrsnúningi á ummælum forsætisráðherra um veiðar krókabáta umfram viðmiðunar- mörk á síðasta fiskveiðiári, held- ur Öm því ranglega fram í fyrri grein sinni að veiðiheimildir krókabáta hafi verið skertar með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða i júní sl. Það rétta er að leyfilegur þorskafli er áfram 21.500 tonn eins og ákveðið var með lögum vorið 1994, þegar leyfi- legur afli krókabáta var stórlega aukinn, en veiðar krókabáta á öðmm tegundum en þorski eru nú frjálsar á þeim tímum sem þeir mega stunda veiðar. Meginbreytingin sem varð á reglum um krókaveiðar sl. vor var hins vegar að nú er þeim hluta tæplega 1.100 krókaleyfis- báta, sem hafa veiðireynslu síð- ustu misserin, gefinn kostur á að velja ákveðið hlutfall af sinni bestu reynslu (almennt nálægt 70%), sem einstaklingsbundið aflahámark, í stað þess að stunda veiðar án hámarks en með ströng- Kjallarinn Ari Edwala aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra um dagatakmörkunum. Þessi breyting er gerð tif að treysta stöðu þeirra sem hafa haft fífsviðurværi af þessum veiðum, gagnvart þeim sem hafa verið að auka hlut sinn í sameiginlegum potti krókabáta, t.d. með kaupum og/eða endurnýjun á krókabátum sem hefur lítið verið haldið til veiða en hafa haft gilt leyfi. Veitt úr sama heildarafla Vandinn við að auka veiðiheim- ildir krókabáta í heild er hins veg- ar sá sami og varðandi veiðar annarra útgerðarhópa. Heildarafl- inn er takmarkaður. Áætlaðar veiðar krókabáta eru dregnar frá hinum ákveðna heildarafla áður en aflamarki er úthlutað til ann- arra útgerðarhópa. Það er ákvörð- unin um heildarafla sem hefur áhrif á atvinnustig í sjávarútvegi, en það er blekking að auka megi atvinnu með því að færa afla frá einum til annars. Ef sjómenn á krókabátum eiga að fá að veiða meira af takmörk- uðum heildarafla þarf að taka þær veiðiheimildir, fisk fyrir fisk, af öðrum sjómönnum. Þróunin síð- astliðin fjögur fiskveiðiár hefur raunar verið sú að á meðan krókabátarnir hafa aukið afla sinn um tæplega 72%, með því að fara fram úr viðmiðunarmörkum, hefur orðið u.þ.b. 40% samdráttur i þorskafla togara og báta á afla- marki. Með hliðsjón af því að þessi aflamarksskip veita um fimm þús- und sjómönnum atvinnu er skilj- anlegt það viðhorf til aukins hlut- ar krókabáta, sem kemur fram hjá Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómannasambands Islands, í við- tali við Ægi (5. tbl. 1995). Hann segir: „Þessi aukning kemur nið- ur á mínum umbjóðendum og þetta verður að stöðva. Við getum ekki sætt okkur við að einn hópur búi við aðrar reglur. Það verður að setja þak á afla þeirra." Haqstætt að úrelda lítið nýfta krókabáta Örn virðist tortryggja nýja heimild til að úrelda krókabáta. Það kemur á óvart, t.d. vegna þess að enn eru einhver hundruð krókabáta, af þeim tæplega 1.100 sem hafa leyfi, lítið nýtt til veiða. Verði þessi „sofandi leyfi“ nýtt til aukinnar sóknar þrengir það að þeim sem nú stunda þessa at- vinnu. Eigendur „sofandi leyfa“ geta nú fengið greidd 45% af tryggingarverðmæti bátsins með því að afsala sér leyfi til veiða í at- vinnuskyni og haldið áfram að nota bátinn til tómstundaiðju, t.d. sjóstangaveiði. Þetta er hagstætt tilboð til eigenda þessara báta og eykur svigrúmið fyrir þá króka- báta sem eftir verða. Ari Edwald „Það rétta er að leyfilegur þorskafli er áfram 21.500 tonn eins og ákveðið var með lögum vorið 1994, þegar leyfilegur afli krókabáta var stórlega aukinn . . .“ Skoðanir annarra Siðblinda „Því miður virðist sem siðspilling og margvíslegur þjófnaður og ofbeldi aukist einnig hér á landi .ö.ö. Mikilvægt er að trúverðugir og traustir stjórnmála- menn hér á landi tjái sig um þessi mál og beiti sér fyrir umbótum. Fyrir stjómendur fyrirtækja og stofnana er þetta jafnframt áminning um að skoða eigin rekstur og setja starfsreglur fyrir sjálfa sig og starfsmenn. Skortur á skráðum eða óskráðum regl- um, virðingarleysi og agaleysi leiðir til spillingar og óráövendni." Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 20. sept. Hrein glæpamennska „Mýmörg dæmi 'eru um að menn komist upp með að stunda atvinnurekstur, jafnvel árum og áratug- um saman, byggðan á kennitöluskiptum, gjaldþrot- um og vanskilum. Jafnvel frnnast þess dæmi að menn hefji rekstur í þeim eina tilgangi að ná til sín umtalsverðu íjármagni með því að afla lána, fá lán- aðar vörur og selja. Skattar og gjöld eru ekki greidd en reksturinn gerður gjaldþrota og lánardrottnar og birgjar sitja uppi með sárt ennið. Háttsemi af þessu tagi er hrein glæpamennska.“ Jón Steindór Valdimarsson, lögfr. Samtaka iðnaðarins, í Mbl. 19. sept. Tilefni til efasemda „Þingmenn eiga ekki sjö dagana sæla í kjölfar ákvörðunar Kjaradóms um verulega hækkun á laun- um þeirra og ýmissa embættismanna ríkisins .ö.ó. Ekki einasta mega þingmenn una því að vera kall- aðir „þjófar" í forystugreinum heldur tókst verka- lýðshreyfingunni að halda fjölmennasta útifund í áraraðir til að mótmæla .ö.ö. Viðbrögð margra þing- manna við gagnrýnisöldunni gefa vissulega tilefni tU efasemda um að þeir þekki raunverulega kjör fólksins, sem þeir eiga að starfa fyrir." Úr forystugrein Alþbl. 20. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.