Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Qupperneq 24
Ljónin jarma á Islandi. nn Sækjum ísland heim „Sækjum ísland heim, land ljónanna sem jarma inn til dala, út viö sæ, í borg og bæ. Ljón sem jarma á öllum sviðum eru hvergi nema á íslandi.“ Guðbergur Bergsson í DV. Forsetaembættið og vínið „Mér finnst það ósmekklegt að draga umræður um vin inn í málefni forseta íslands." Sveinn Björnsson forsetaritari í DV. Fölsku smáfuglarnir „Vonandi gætir ritstjóri Al- þýðublaðsins þess næst þegar smáfugla blaðsins langar til að kvaka nafn mitt á flögri sínu milli greina, að tónninn í þeim verði ekki falskur um of.“ Pjetur Hafstein Lárusson í Alþýðublaðinu. Ummæli Rétt þarf ekki að vera rétt „Það sem kann að vera rétt í þessu máli er hugsanlega alls ekki rétt og getur þess vegna verið rangt, ef menn semja um ranga niðurstöðu með réttan málstað." Dagfari í DV. Að tala og þegja „Tvennt gefur til kynna veik- leika, að þegja þegar rétt er að tala og að tala þegar rétt er að þegja.“ Hilmar Þorbjörnsson i DV. Kalle Randalu leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands. Fyrstu áskriftar- tónleikarnir Fyrstu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða i kvöld og eru þeir í rauðri áskrift- arröð. Það er aðalhljómsveitar- stjórinn Osmo Vanská sem stjórnar hljómsveitinni í Rímu eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Pí- anókonsert nr. 24 eftir Mozart og Rómeu og Júlíu, þætti úr svitum eftir Prokofiev. Það er nýbreytni hjá Sinfóníunni að beina sérstak- lega kastljósi að einu íslensku tónskáldi á hverju starfsári. Tón- skáld ársins verður Þorkell Sig- urbjörnsson. I vetur verða leikin þrjú af verkum hans, þar á með- Tónleikar al verður frumfluttur á Islandi nýr konsert fyrir horn og hljóm- sveit. Rímu samdi hann þjóðhá- tíðarsumarið 1974. Einleikarinn Kalle Randalu er fæddur í Tallin í Eistlandi og hóf ungur tónlistarnám. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars í Tsjaikovskíkeppninni í Moskvu 1982. Randalu býr nú í Þýskalandi og er prófessor við tónlistarháskóla. Hann hefur komið víða fram í heiminum, bæði sem einleikari og kamm- ermúsíkleikari. 36 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 Skúrir og rigning I dag verður suðvestan hvassviðri suðvestanlands en víða stinnings- kaldi í öðrum landshlutum. Skúrir suðvestanlands, rigning á Vestfjörð- um en léttskýjað austan til. Lægir talsvert síðdegis og fer að snúast til Veðrið í dag norðvestanáttar vestanlands. í nótt verður norðan stinningskaldi eða allhvasst með éljum norðanlands en vestan strekkingur með suður- ströndinni og slydduél suðvestan til. Hiti 5 til 10 stig í dag. Á höfuðborg- arsvæðinu dregur úr veðurhæðinni þegar líður á daginn og áttin verður vestlægari. Norðvestankaldi eða stinningskaldi og lítils háttar slydd- uél í nótt. Hiti 2 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.34 Sólarupprás á morgun: 7.09 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.33 Árdegisflóð á morgun: 4.56 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaó 10 Akurnes skýjaö 8 Bergsstaóir léttskýjaö 7 Bolungarvík rigning 6 Egilsstaðir léttskýjaó 7 Keflavíkurflugvöllur skúr 7 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 6 Raufarhöfn léttskýjaó 5 Reykjavik skúr 7 Stórhöföi skúr 7 Bergen súld 10 Helsinki hálfskýjaö 5 Kaupmannahöfn léttskýjaö 11 Ósló þokuruön. 5 Stokkhólmur þoka 5 Þórshöfn rigning 12 Amsterdam léttskýjaö 10 Barcelona þokumóöa 15 Berlin skýjaö 12 Chicago alskýjaö 10 Feneyjar heiöskírt 13 Frankfurt skýjaó 13 Glasgow súld 12 Hamborg þokuruön. 6 London léttskýjaó 8 Los Angeles þokumóöa 17 Lúxemborg skýjaó 7 Madríd léttskýjaó 9 Malaga léttskýjað 15 Mallorca léttskýjaö 17 New York alskýjaö 19 Nice hálfskýjaó 14 Nuuk snjókoma 1 Orlando heióskírt 24 París alskýjaö 12 Valencia léttskýjaó 14 Vín rigning 13 Winnipeg skúr 3 6=.#v> .. //,< 1 // ') 10° r 1/ 2° vT. V, if / yo V f y l/-Æ ;_r Veðrið kl. 6 í morgun Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri: Tónlistin er góð hvíld frá lögreglustarfinu Gylíi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér hefur verið mjög vel tekið hér og hef ekki yfir néinu að kvarta í þeim efnum. Ég get ekki sagt að neitt sérstakt hafi -komið mér á óvart hér í nýju starfi nema þó helst það að hér er tæknivæðing ekki eins mikil og á Húsavík þar sem ég starfaði áður. Þar er tölvu- væðing lengra á veg komin en Maður dagsins þetta stendur sem betur fer til bóta hér,“ segir Daníel Guðjónsson, nýráðinn yfirlögregluþjónn á Ak- ureyri. Daníel er fæddur og uppalinn í Kjörvogi í Ámeshreppi á Strönd- um. Eftir menntaskólanám í MR og þriggja ára nám í viðskiptafræð- um viö Háskóla íslands lá leið hans til Húsavíkur þar sem hann ílentist, fyrst vió smíðar, þá stutta Daníel Guðjónsson. viðkomu í sjómennsku, sem hann þoldi illa vegna sjóveiki, og loks lá leiðin í lögregluna árið 1979. Daní- el hefur sótt ótal námskeið sem tengjast starfi lögreglumannsins, m.a. hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, enda þekkist sérhæfing lög- reglumanna ekki á stöðum eins og Húsavík. „í frístundum reyni ég að sinna útiveru, bæði gönguferðum með hundinn og skíðagöngu á vetuma. Þá hef ég mikinn áhuga á tónlist og hef stundað nám í orgel- og pl- anóleik. Ég er aðallega að þessu mér til ánægju en tónlistin er góð hvíld frá lögreglustarfinu." Daníelk er kvæntur Önnu Har- aldsdóttur húsmóður og eiga þau eina uppkomna dóttur, Mörsu Hrönn, sem er nemandi. Tekur upp þráöinn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Pastelmynd- ir á Axa í Ögri Kristín Andrésdóttir sýnir um þessar mundir 24 pastelmyndir á veitingastaðnum Ára í Ögri, Ing- ólfsstræti 3. Kristín er fædd 1960. Sýningar Hún stundaði nám við MHÍ frá 7 ára aldri, fram að landsprófi. Tók hún stúdentspróf af lista- sviði FB 1978 og myndmennta- kennarapróf frá MHÍ 1987. Þetta er sjötta einkasýning hennar. Sýningin er opin frá kl. 11 á daginn og þar tU veitingastaðn- um er lokað. Þetta er sölusýning og stendur út septembermánuð. Skák Sterkt, opið mót fór fram í Österskár, nærri Stokkhólmi, í ágúst- mánuði, skömmu fyrir Friðriksmótið. Helgi. Ólafsson var þar meðal þátttak- enda og hlaut 5,5 v. af 9 mögulegum - tapaði ekki skák. Sigurvegari á stigum var ungverski stórmeistarinn Ivan Farago, sem fékk 6,5 v. ásamt 9 öðrum skákmeisturum. Þessi staða er frá mótinu. Sammalvuo, FIDE-meistari frá Finn- landi, hafði svart og átti leik gegn sænska stórmeistaranum Thomas Ernst. Svartur hefur fórnaö manni og fann nú þvingaða vinningsleið: 30. - Bh3 31. Re3 Dd3! 32. Rg2 Dbl+ 33. Rel a3! og hvftur gafst upp. Bridge Þetta spil úr úrslitakeppninni í bik- arkeppni BSf um síðustu helgi vakti mikla athygli. Það kom fyrir í tveimur leikjum í undanúrslitum. Annars veg- ar í leik VÍB og Samvinnuferða - og hins vegar í leik Hjólbarðahallarinnar og +Film þar sem það réö úrslitum um niðurstööu leiksins. Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson náðu 6 spöðum á hendur NS, en samningur- inn var 4 spaðar á hinu borðinu í leik Samvinnuferða og VÍB. Sagnir gengu hins vegar þannig í opnum sal í hinum leiknum, AV á hættu og vestur gjafari: 4 K7 44 K10852 -+ KD64 * D5 4 G109 44 DG6 ♦ 109732 * 96 4 ÁD86532 4» Á43 ♦ ÁG 4 K Vestur Norður Austur Suður Einar Valur Jónas Guðmundur 3* pass pass 44 p/h Guðmundur valdi að stökkva í 4 spaöa og Valur átti erfitt með að finna framhald með ásalausa hendi og tvö spil í laufi. Sagnir gengu á annan hátt í lokuðum sal: Vestur Norður Austur Suður Jakob Hjalti Sigurður Eiríkur 3* 3» pass 4G pass 5 ♦ pass 6+4 p/h Hjalti ákvað að koma létt inn á á þremur hjörtum og Eiríkur fór beint í ásaspumingu og sagði síðan hjarta- slemmuna sem óhjákvæmilega fór einn niður. Spilið skapaði 22 impa sveiflu í leiknum (síðasta spilið í leiknum) en sveit Hjólbaröahallarinn- ar tapaði leiknum meö 19 impa mun. Spurningin er hvort 3 spaðar hefðu ekki verið betri sögn hjá Eiríki (eðli- legt aö það sé kröfusögn) og þá hefði hugsanlega veriö hægt að stýra spilinu i 6 spaða. Ef þrjú lauf eru pössuð yfir til suðurs, er dobl sennilega besta sögnin til að segja síðar fjóra spaða og eiga þannig möguleika á að ná réttri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.