Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Síða 3
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
17
Ofurbyssan
Tiltölulega stuttu áður en Persaflóastríðið skall
á var írak talið meðal vinveittra ríkja Bandarikja-
manna. Það þarf því engan að undra að heimsku-
nnur, bandarískur vopnasmiöur, sem Bandarikja-
menn höfðu svikið í tryggðum, tekur tilboði íraka
um að smíða stærstu fallbyssu sem hefur verið
smíðuö. Vopnasmiðurinn Gerald Bull er ekki
smíða byssuna peninganna vegna eða vegna ein-
hverrar hollustu við Iraka heldur eingöngu sjálfs
sin vegna, en hans heitasta ósk er aö eftir hans dag
verði hann skráður sem mesti vopnasmiður sem
uppi hefrnr verið. Þessi þráhyggja reynist honum
dýrkeypt. Meðan á smíðinni stendur fylgjast þrjú
stórveldi með framgangi mála, Bandaríkjamenn,
sem enn eru ekki búnir aö afskrifa Saddam, Bret-
ar, sem vita varla í hvom fótinn þeir eiga að stfga
og ísraelar, sem segja útsendara CIA að frekar
drepi þeir Bull en hann fái að ljúka við byssugerðina. Doomsday Gun, sem
byggð er á staðreyndum, er vel gerð, raunsæ, en um leið spennandi njósna-
drama og skörp lýsing á manni sem átti sér stóran draum.
DOOMSDAY GUN - Útgefandl: Bergvík.
Lelkstjóri: Robert Young.
Aðalhlutverk: Frank Langella, Alan Arkln og Kevln Spacey.
Bandansk, 1995. Sýnlngartíml 95 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -HK
Parísartískan
Eftir tvær frábærar kvikmyndir, The Player og
Short Cut, magalendir Robert Altman í nýjustu
mynd sinni, Pret-a-Porter en þar tekur hann á
tiskuheiminum í París. Pret-a-Porter er mun veik-
ari heldur en tvær fyrmefndar myndir. Altman
tekur, eins og við mátti búast, ekki á því neinum
silkihönskum hvemig kaupin ganga í tískuheimin-
um. Hann hefur sagt aö þegar hann fór fyrst á
tískusýningu í Paris hafi honum fundist hann vera
í sirkus og út frá þessari staðreynd gerir hann
mynd sina og það er skondinn heimur sem áhorf-
andinn kynnist. Eins og oft áður segir Altman
margar sögur i einu, en nú bregöur svo við að
hann á í erfiðleikum með að tengja þær og hefði að
ósekju mátt sleppa sumu, til að mynda þætti Juliu
Roberts og Tim Robbins. Mest er dvalið við
Marcello Mastroianni, sem leikur ítalskan kaup-
anda tiskuvara sem býr í Rússlandi. Á meðan á tískuhátíðinni stendur er leitað
að honum vegna morðs og er góður húmor í þeirri sögu, en hún eins og aörar
sögur missir marks og verður þreytandi í öllum hamaganginum.
PRET-A-PORTER - Útgefandl: Skffan.
Leikstjórl: Robert Altman.
Aðalhlutverk: Marcello Mastroiannl, Sophia Loren og Julia Roberts.
Bandarfsk, 1994. Sýnlngartími 127 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK
Heimsmeistarinn
Mike Tyson er yfirleitt flokkaður með þeim
allra mestu i hnefaleikaíþróttinni. Þegar horft er á
Tyson, sem lýsir ferli hans frá því hann hóf að æfa
hnefaleika og þar til hann er dæmdur í fangelsi
fyrir nauðgun, er ekki hægt að verjast þeirri hugs-
un að það nægir ekki að vera sterkur til að takast
á við frægðina, það þarf að hafa vit í kollinum, en
það virðist Tyson vera nokkuð laus við. í raun er
ekki hægt að undrast snöggan endi hnefaleikafer-
ilsins þegar haft er í huga að áður en Mike Tyson
var orðinn þrettán ára hafði hann verið handtek-
inn 38 sinnum. Hæfileikar hans til að herja á sam-
borgurum sínum björguðu honum frá fleiri glæp-
um. Tyson var orðinn heimsmeistari rúmlega tví-
tugur og var þá vemdaður af mörgum. Einfeldni
hans og skapofsi gerði það þó að verkum að hann
var stanslaust í vandræðum. Tyson er raunsæ lýsing á lifi þessa einstæða
hnefaleikakappa. Gallar hans koma vel í ijós, en um leið er verið að rembast
við að kenna aðstæðum um hvemig haim var orðinn. Michael Jai White er
sannfærandi í hlutverki Tysons.
TYSON - Útgefandi: Warner-myndlr.
Lelkstjórl: Ull Edel.
Aðalhlutverk: Mlchael Jal Whlte, George C. Scott og Paul Wlnfteld.
Bandarisk, 1994. Sýnlngarb'ml 92 mín. Bónnuð bömum Innan 16 ára.-HK
Riddari kölska
Tales from the Crypt er hryllingsmyndaflokkur
sem þeir ágætu leikstjórar Richard Donner, Walter
Hill, Joel SUver og Robert Zemeckis em ábyrgir
fyrir. Þrátt fyrir óhugnaðinn hefur oftar en ekki
verið gráglettinn húmor í stuttum myndum sem
em byggðar á teiknimyndasögum. Demon Knight
er í þessum flokki, en nú bregður svo við að um er
að ræða kvikmynd i fuUri lengd og satt best að
segja hefði hálftíminn alveg dugað. Söguþráðurinn
um baráttu kölska og hans sveina um að ná yfír-
ráðum á jörðinni er ýktur á nokkuð skemmtUegan
máta, en öfugt við hálftímaformið, sem leyfði eng-
ar endurtekningar, verður Demon Knight fljótt
þreytandi vegna endurtekninga. Það er ekkert í
sögunni sem kemur á óvart eftir fyrsta korterið,
aðeins endurtekningar á baráttu „lykUberans“ við
útsendara kölska, en þá í neðra vantar einn lykU
af sjö tU aö geta athafhað sig að vUd á jörðinni. TæknUega séð er myndin vel
gerð og emstaka atriði spennandi, en þegar á heUdina er litið er þreytandi að
horfa á óijósa óskapnaði væflast um dimma ganga í 90 mínútur.
DEMON KNIGHT - Útgefandi: ClC-myndbönd.
Lelkstjóri: Ernest Dlckerson.
Aöalhlutverk: Billy Zane, William Sadler og Jada Pinkett.
Bandarísk, 1995. Sýnlngartíml 89 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK
Jeff Daniels í hlutverki Harry Dunne í Dumb and Dumber.
Jeff Daniels:
Gaf ekkert eftir í sam-
leiknum við Jim Carrey
Jeff Daniels leikur á móti Jim
Carrey í Dumb and Dumber, sem er
í efsta sæti myndbandalistans þessa
vikuna, og verður að segjast eins og
ér að leikur hans er mikiU sigur fyr-
ir hann, þar sem flestir áttu von á
því að Jim Carrey myndi kaffæra
hann í hvelli, en samleikur þeirra
er með miklum ágætum og þótt hin-
ir miklu gamanhæfdeikar Carrey
séu mun meira áberandi þá á Dani-
els mörg góð atriði. Það sem aðskU-
ur þá fyrst og fremst er að Carrey
getur gert nánast allt með andlitinu
og setur oft upp stórkostlegan svip.
Jeff Daniels segir að hann hafi
hlakkað mikið að leika á móti Car-
rey: „Það er ekki aðeins að hann er
einstakur gamanleikari, heldur er
einnig mjög lærdómsríkt að sjá
hann vinna, tímasetning hans er
einstök og svo er hann mjög upp-
tektarsamur. Það var oft tii lítils að
læra handritið. Við komum tU
vinnu að morgni ög Peter FarreUy
(leikstjórinn) spurði strax hvort það
væri eitthvað sem hægt væri að
bæta við þau atriði sem átti að fara
að filma og það brást ekki að Jim
Carrey var búinn að fá nýja hug-
dettu. Það má segja að heili hans
starfi á meiri hraða en þekkist."
Jim Carrey er heldur ekkert að
spara hrósið um Jeff Daniels og seg-
isr að samstarf þeirra hafi verið
með miklum ágætum og hann hafi
lært margt af Daniels, sem hafi mun
víðtækari reynslu en hann.
Jeff Daniels hefur lengi verið
þekktur leikari, en aldrei slegið al-
mennUega í gegn í kvikmyndum og
hefur takmarkaðan áhuga á því. Eft-
ir frammistöðu sína í Dumb and
Dumber hefur hann snarlega hækk-
að í verði, en er ekkert að fiýta sér
að þiggja launahá hlutverk og hefur
því síður í hyggju að hætta að leika
á sviði, en aUan hans kvikmyndafer-
U hefur hann jöfnum höndum leikið
í leikritum.
Höfundur
tveggja leikrita
Jeff Daniels er ekki dæmigerður
HoUywoodleikari, býr þar ekki og
hefur aldrei búið þar. Hann á heim-
Ui í borginni Chelsea í Michigan,
þar sem hann hefur meðal annars
stofnað sitt eigið leikhús The Purple
Rose Theater Company, sem er rek-
ið á jafnræðisgrundvelli og án
ágóða. Þar gefur hann leikurum,
leikritahöfundum, leikstjórum og
hönnuðum, sem eiga rætur sínar að
rekja tU miðvesturríkjanna tæki-
færi tU að búa tU leikrit, leika og
sýna. Skýrði hann leikhús sitt eftir
einni kvikmynd, sem hann lék aðal-
hlutverki í, The Purple Rose of
Cairo, sem Woody AUen leikstýrði.
Aðrar kvikmyndir sem hann hefúr
leikið stór hlutverk í eru, Somet-
hing WUd, Terms of Endearment,
Speed, Arachnophobia, The
Butchers Wife og nú síðast Gettys-
burg, löng, söguleg kvikmynd, sem
sýnd var í kvikmyndahúsum í
Bandaríkjunum, en gefin út á mynd-
bandi hér á landi og er stutt síðan
hún kom út. Fyrsta kvikmyndin
sem Jeff Daniels lék í var kvik-
myndaútgáfa af hinni frægu skáld-
sögu E.L. Doctorow, Ragtime, sem
MUos Forman leikstýrði.
Jeff Daniels hefur mikið látiö að
sér kveða í leikhúslífinu. Auk þess
að stýra fyrrnefndu leikhúsi er
hann tíður gestur á leiksviðum í
New York og hefur hann verið með-
limur New York’s Circle Repertory
frá árinu 1976. Hann fékk Obie verð-
launin fyrir leik sinn í Johnnie Got
his Gun, sem sýnt var utan Broad-
way. Á þeim vettvangi lék hann í
tveimur verkum eftir Lanford WU-
son, Lemon Sky og Fifth of July, en
síðamefnda leikritið var síðan flutt
yfir á Broadway, þar sem Daniels
lék aftm- í því. Þá lék hann á Broad-
way í Redwood Curtain og var það
verk kvikmyndað fyrir sjónvarp í
fyrra. Tvö leikrit hefur Jeff Daniels
samið, The Kingdom’s Coming, sem
sýnt var í Purple Rose leikhúsinu
hans og gamanleikinn, The Vast
Diffemce, sem sýnt var fyrr á þessu
ári í New York. Þá hefúr Jeff Danii-
els leikið í nokkrum sjónvarpsmynd-
um, má þar nefna The Caine Mutiny
Court Martial, sem Robert Altman
leikstýrði og No Place Like Home,
þar sem hann lék fjölskyldufoöur,
sem verður að fara með fjölskyldu
sína á vergang þegar íbúð þeirra
brennur. Sú mynd hefúr komið út á
myndbandi hér á landi. -HK
Sölumyndbönd frá Bergvík:
Þekktar teiknimynda-
persónur á íslensku
Bergvík hefur verið að senda frá sér teiknimyndir
á sölumyndbönd að undanfómu og er um að ræða
ævintýri og teiknimyndapersónur sem öU böm
þekkja. Þessa vikuna er að koma Ævintýralandið,
sem er á tveimur spólum, og fer þessi mynd einnig á
myndbandaleigur. Um er að ræða ævintýrið um Pét-
ur og Önnu sem fara í ferð með hr. BjaUvarði og
lenda í ýmsu, þau hitta meðal annars Óla lokbrá,
Vinda Lindu, Stormrisann, Þrumuskelfi og Skýja-
móðuna en þau tilheyra fjölskyldu Veðurfólksins.
Um leikraddir sjá Magnús Ölafsson, Sigurður Sigur-
jónsson, Stefán Karl Stefánsson, Sonja Maggý Magn-
úsdóttir og Linda Gísladóttir.
Myndbandið Rauðhetta og fjögur önnur ævintýri
inniheldur auk Rauðhettu Hans og Grétu, Gæsa-
mömmu, Rapunzel og Mídas konung. Sögumaður er
Magnús Ólafsson. Sigurður Sigurjónsson og Magnús
Ólafsson sjá um leikraddir á Kalla kanínu og vinum
hans og Kalla kanínu á fullri ferð og Magnús Ólafs-
son, Linda Gísladóttir og fleiri um leikraddir á
Stjána bláa og vinum hans og Stjána bláa bregður á
leik. Þessar myndir eru eingöngu til sölu. Á spól-
unum um Kalla kanínu og Stjána bláa eru margar
stuttar teiknimyndir en hver spóla er í kringum
klukkutími að lensd.
Kalli kanína talar íslensku á myndböndunum frá Bergvík.