Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 NBA-deiIdin í körfuknattleik um helgina: Áföll hjá Orlando Hardaway og Grant meiddust gegn Miami - Houston áfram á sigurbraut Orlando tapaði öðrum leik sínum á keppnistímabilinu í fyrrinótt þegar liðið heimsó'tti Miami. Það var ekki bara leikurinn sem tapaðist fyrir Orlando heldur meiddust tveir af lykilmönnum liðsins, Penny Hardaway og Horace Grant, og þurftu þeir að yfirgefa völlinn þegar 3 mínútur voru eftir. Þeir tveir bæt- ast því á sjúkralistann hjá Orlando þar sem fyrir er Shaquille O’Neal. Þaö var Bimbo Coles sem tryggði Miami sigurinn, 93-90, en hann skor- aði þriggja stiga körfu 20 sekúndum fyrir leikslok. Reggie Miller lék besta leik sinn á tímaþilinu og skoraði 35 stig fyrir Indiana í sigri liðsins á Seattle. Shawn Kemp var með 27 stig fyrir Seattle, 12 fráköst og 9 stoðsending- ar. Indiana leiddi með fjórum stigum í hálfleik en gerði út um leikinn í þriöja leikhluta. Toronto Raptors vann fyrsta útisig- ur sinn í NBA þegar liðið vann sigur á Washington. Nýhðinn Damon Sto- udamire var með 23 stig fyrir Tor- onto og Alvin Robertson 22. Meistararnir í Houston eru enn á sigurbraut og Uðið státar af besta árangri í deUdinni á þessu keppnis- tímabili, átta sigurleikir og eitt tap. Clyde Drexler kom inn í Uð Houston eftir meiðsl og skoraði 21 stig gegn Denver, þar af 17 í síðari hálfleik. Sean ElUott tryggði San Antonio Spurs sigur á Charlotte Homets með því að skora úr tveimur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. David Robinson var að vanda stigahæstur mrð 27 stig. Weslay Person kom af varamanna- bekknum og skoraði 26 stig fyrir Phoenix gegn Portland en Charles Barkley lét sér nægja aö skora 20 stig. Utah Jazz er á góöri siglingu með Karl Malone í broddi fylkingar. Mal- one setti niöur 31 stig gegn Minne- sota og hitti úr síðustu 12 skotum sínum í leiknum. Eftir góða byrjun í vetur tapaði Dallas þriðja leik sínum í röð þegar liið heimsótti Golden State. Fyrsti sigurinn hjá Cleveland Cleveland vann fyrsta sigur sinn á keppnistímabilinu þegar liöið lagði Phdladelphia 76’ers aðfaranótt laug- ardagsins en Cleveland hafði fyrir leikinn tapað fyrstu sjö leikjum sín- um. Eftir að hafa leikið sjö leiki án sig- ur tókst Toronto að innbyrða sigur á Minnesota. Nýliðinn Damon Sto- udamire skoraði 20 stig og tók 13 frá- köst. LA Lakers vann þriðja sigur sinn í röð og í leiknum gegn Vancouver átti Nick Van Exel mjög góðan leik og hann var stigahæstur með 25 stig. Vancouver tapaði þar með sjöunda leiknum í röð en liðið vann tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Lið Sacramento hefur komið á óvart, er efst í Kyrrahafsriðlinum, og liðið vann góðan sigur á Phoenix. Brian Grant skoraði 24 stig fyrir Sacramento sem er persónulegt met hjá honum en Charles Barkley fór fyrir Phonix, skoraði 31 stig og tók 9 fráköst. LA Clippers vann fimmta leik sinn í röð þegar Uðið fékk Dallas í heim- sókn en heldur hefur haUað undan fæti hjá DaUas eftir góða byrjun. Tapleikurinn var sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Micahel Jordan hafði frekar hægt um sig í sigurleik Chicago gegn New Jersey. Hann var með 18 stig eins og Scottie Pippen en Króatinn Toni Kukoc var stigahæstur með 19 stig. Þetta var sjötti sigur Chicago í jafn- mörgum heimaleikjum. Clyde Drexler var drjúgur með Houston gegn Denver en hann lék á ný með meisturunum eftir meiðsl. Heimamaður sigraði Japaninn Masashi Ozaki sigr- aði á Dunlop-Phoenix golfmótinu sem lauk i Miyazaki í Japan í gær. Ozaki lék á 273 höggum, Brandt Jobe og Robert Gamez frá Bandaríkjunum og Peter Senior frá Ástralíu léku á 274 og síðan komu Tom Watson frá Banda- ríkjunum og Graham Marsh frá Ástralíu á 276 höggum. Webb í Hong Kong Gary Webb frá Bandaríkjunum . sigraði á opna Hong Kong mótinu í golfi sem lauk i gær. Webb lék á 271 höggi, Rafael Alarcon frá Mexíkó á 273 og Yeh Chang-ting frá Taiwan á 274. Japönsk sigraði Japanska stúlkan Junko Asari sigraði í alþjóðlegu maraþon- hlaupi kvenna í Tokyo í gær. Hún rann skeiðið á 2 tímurn, 28,46 mínútum og varð tveimur mínút- um á undan Valentinu Jegorovu, rússneska ólympfumeistaranum, sem varð önnur. Engiand meistari England varð heimsmeistari í liðakeppni í skvassi á laugardag- inn með því aö sigra fráfarandi meistara Pakistans, 2-1, í úrslita- leik í Kairó. Egyptar unnu Ástr- ali, 2-1, í leik um þriðja sætið. SnjóbrettiáÓL Gestgjafar vetrarólympíuleik- anna 1998, sem verða í Nagano í Japan, tilkynntu um helgina að keppt yrði á snjóbrettum á leik- unum. Heimsmet í lyftíngum Guan Hong frá Kína setti heimsmet í 46 kg flokki kvenna í ólympískum lyftingura um helg- ina þegar hún lyfti 81 kg í snörun á heimsmeistaramótinu sera fram fer í Guangzhou í Kína. Fjögur vatin úr England, Danmörk, Þýskaland og Spánn verða í fyrsta styrk- leikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu í næsta mánuði. England sem gestgjafi, Danmörk sem Evrópumeistari og hinar tvær þjóðimar voru valdar þar sem þær vora með bestan árangur í undankeppninni. íþróttir NBA-úrslit Aðfaranótt laugardags: Toronto - Minnesota......114-96 Stoudamire 20, Murray 19. Atlanta - Miami.........88-91 - Owens 24, Mourning 23. Boston - Washington....110-100 Montross 19 - Charlotte - Seattle.....96-98 Curry 20, Rice 17 - Payton 19, Hawkins 15, Schrempf 14, Kemp 13. Philadelphia - Cleveland.82-114 Wright 17 - Majerle 21, Brandon 19, Sura 17. Detroit - Utah..........81-86 - Stockton 21, Hornacek 20. Chicago - New Jersey.....109-94 Kukoc 19, Jordan 18, Pippen 18 - Williams 14, Fleming 14. Vancouver - LA Lakers...92-114 Anthony 17, Gattison 16 - Van Exel 25. Denver - New York......94-103 Williams 27 - Ewing 20, Starks 18. LA Clippers - Dallas...101-90 Williams 28 - Mashburn 26. Sacramento - Phoenix.....105-96 Grant 24 - Barkley 31. Aðfaranótt sunnudags: Cleveland - Detroit.......93-90 Brandon 26, Mills 20 - Hill 24, Ho- uston 15. Indiana - Seattle...1188-104 Miller 35 - Kemp 27. Miami - Orlando...........93-90 Owens 20, Mourning 19, Willis 16 - Scott 22, Wolf 16. Washington - Toronto....102-103 Howard 25, Pack 20 - Stoudamire, Robertson 22. Minnesota - Utah........102-126 Rider 24, Williams 14 - Málone 31, Morris 21. New Jersey - Philadelphia... .95-79 Gilliam 24, Edwards 13, Brown 11 - Weatherspoon 17, Stackhouse 16. Houston - Denver.......101-97 Horry 22, Drexler 21 - Stith 17, Mutombo 15. Milwaukee - Boston......93-99 Baker 26, Robinson 22 - Radja 21, Williams 18, Douglas 18. San Antonio - Charlotte ...109-107 Robinson 27, Elliott 21 - Johnson 28, Curry 21, Gill 11. Phoenix - Portland.107-102 Person 26, Barkley 20 - Robinson 30, McKie 19. Golden State - Dallas.121-108 Hardaway 27, Sprewell 27, Mullin 23 - Mashburn 32, Jackson 20. Staðan Atlantshafsriðill: Orlando 7 2 77,8% New York 7 2 77,8% Miami 5 2 71,4% New Jersey 4 4 50,0% Boston 3 4 42,9% Washington 3 5 37,5% Philarielnhia 2 6 25,0% Miðriðill: Chicago 7 1 87,5% Atlanta 5 3 62,5% Indiana 5 3 62,5% Detroit 3 5 37,5% Charlotte 3 7 30,0% Toronto 3 7 30’0% Milwaukee 2 6 25,0% Cleveland 2 7 22,2% Miðvesturriðill: Houston 7 1 87,5% Utah 8 2 80,0% San Antonio 6 2 75,0% Dallas 5 4 55,6% Vancouver 2 7 22,2% Minnesota 1 7 12,5% Denver 1 8 11,1% Kyrrahafsriðill: Sacramento 7 2 77,8% LA Clippers 6 3 66,8% Seattle 6 4 60,0% LALakers 5 4 55,6% Phoenix 4 5 44,4% Portland 3 6 33,3% Golden State 3 6 23^3% Vonandieru þeirjafnsárir „Það var sætt að sigra þá á sama hátt og þeir unnu okkur um dag- inn. Það var gifurlega sárt að tapa þannig og vonandi eru þeir jafn sárir eftir þetta tap,“ sagði Bimbo Coles eftir aö hafa tryggt Miami sigur á Orlando. Þann 11. nóv- ember mættust liðin einnig og þá skoraði Penny Hardaway sigur- körfu Orlando þegar ein sekúnda var eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.