Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
Neytendur
Samkeppnisstofnun:
Neytendalán
Þegar vara er keypt meö af-
borgunum geta kjörin verið mis-
munandi bæði á milli verslana,
greiðslukortafyrirtækja og
banka og þess vegna ætti fólk
alltaf að bera saman þau kjör
sem í boði eru. Samkvæmt nýj-
um ákvæðum í lögum um neyt-
endalán á fólk rétt á að fá, án
nokkurra skuldbindinga, upp-
lýsingar um staðgreiðsluverð,
vexti, allan kostnað af láninu og
greiðsluyfirlit. Það á enn fremur
rétt á upplýsingum um árlega
hlutfallstölu kostnaðar en með
henni er heildarkostnaður við
lántökuna mældur í prósentum.
Skriflegur
samningur
Lánssamningur á að vera
skriflegur og fólk á að fá afrit af
honum. Rétt er að vekja athygli
á að fólk á rétt á að greiða hrað-
ar af láninu en samningurinn
segir til um og lækka þannig
kostnaðinn. Þegar borin eru
saman lánskjör er nauðsynlegt
að gæta þess að lán séu sam-
bærileg, þ.e. að bæði séu til
dæmis annaðhvort verðtryggð
eða óverðtryggð.
Alferðir
Alferð, öðru nafni pakkaferð,
er fyrirfram skipulögð og til að
tryggja að allar væntingar séu
uppfylltar er nauðsynlegt að fólk
afli sér allra upplýsinga um ferð-
ina. í auglýsingum um ferðir er
skylt að taka fram hvað hún
kostar á mann að öllu meðtöldu
og seljandi þarf að upplýsa fólk
um hvernig hægt sé að tryggja
sig gegn fjárhagstjóni ef viðkom-
andi þarf að hætta við ferðina.
Standi alferð ekki undir vænt-
ingum má kvarta til ferðaskrif-
stofunnar innan mánaðar eftir
heimkomu. Náist ekki sættir er
hægt að snúa sér til kvörtunar-
nefndar sem Neytendasamtökin
og Félag íslenskra ferðaskrif-
stofa starfrækja.
Eignaskiptasamningar:
Frumvarpiö
tilbúið
Frumvarp til laga um hina
svokölluðu eignasskiptasamn-
inga er til umfjöllunar á Alþingi
þessa dagana og vonast menn til
þess að þaö geti orðið að lögum
fyrir jól.
„í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að gildistöku fyrirmæla um
að eignaskiptayfirlýsing sé skil-
yrði fyrir þinglýsingu á afsölum
verði frestað tU 1. janúar 1997.
Eigendur og húsfélög hafa því
ráðrúm til þess að annast þessa
hluti án þrýstings vegna tíma-
leysis. Stjómvöld hafa svo tíma
til þess að sinna fræðslu," segir
Sigurður Helgi Guðjónsson hjá
Húseigandafélaginu, en hann
annaðist gerð frumvarpsins.
„í frumvarpinu eru m.a.
ákvæði um að ekki þurfi allir að
skrifa undir alla samninga og
ljóst er að fjölmargir bíða þess
að þetta frumvarp veröi að lög-
um. Ég vona að Alþingi sjái
nauðsyn þess aö flýta því,“ segir
Sigurður Helgi. -sv
Jólahlaðborðin njóta geysimikilla vinsælda og nú í kvöld fara mörg veitingahúsin af stað. Matseðillinn er nokkuð
svipaður á milli staða en verðmunurinn er nokkur. Mestu munar þó hvort fólk kemur í hádeginu eða á kvöldin.
DV-mynd BG
Mikill verömunur
á jólahlaðborðum
- kosta frá um 1.360 kr. til 3.000 kr.
Jólahlaðborð em árlegur viðburð-
ur hjá fjölmörgum veitingahúsum í
landinu og ef marka má aðsóknina
að þeim undanfarin ár kann fólk vel
að meta þau. Sumir segjast t.a.m.
alltaf byrja jólaundirbúninginn á
þvi að bregða sér á hlaðborð af
þessu tagi.
Verðið er nokkuð mismunandi en
mestu munar þó hvort komið er í
hádeginu eða á kvöldin. Flestir stað-
irnir bjóða upp á hlaðborð alla daga
vikunnar, bæði í hádeginu og á
kvöldin. Hér er einungis birt það
verð sem gefið er upp á hverjum
stað og ekkert mat lagt á það sem til
boða stendur, hvorki magn né gæði.
Nokkuð hefðbundið
Jólahlaðborðin hafa verið með
nokkuð svipuðu sniði hjá veitinga-
húsunum og samkvæmt upplýsing-
um DV verður svo einnig núna.
Boðið verður upp á fjölda kunnug-
legra rétta, forrétti, aðalrétti og eft-
irrétti.
Sem dæmi um forrétti má nefna
síldarrétti ýmiss konar, reyktan og
grafinn lax, margs konar paté
o.s.frv. í aðalrétt er fjölbreytt úrval
kjötrétta, fuglar, svín, naut, hrein-
dýr og lamb og í eftirrétt finnst flest
það sem hugur matmanna gimist. Á
sumum stöðunum er boðið upp á
tónlist eða aðra skemmtun.
Edda og Björg
Þau leiðu mistök urðu í Tilver-
unni síðastliðinn þriðjudag að rang-
ur myndatexti birtist með mynd frá
handverkssýningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Nælan úr leðrinu hér
að ofan var gerð af Eddu Jónsdóttur,
Ásenda 10 í Reykjavík, og er til sölu
hjá framleiðanda.
Á sömu síðu var laufabrauðskaka
úr postulínsleir. Hún var gerð af
Birnu Jóhannsdóttur, Hákonarstöð-
um í Jökuldal. Edda og Bima eru
beðnar velvirðingar á mistökunum.
-sv
Mikill fjöldi staða
Fjölmörg veitingahús fara af stað
með jólahlaðborð í kvöld en aðrir
byrja í kringum mánaðamótin. DV
hafði samband við fjölmarga staði á
höfuðborgarsvæðinu og spurði hve-
nær jólahlaðborð byrjaði, hvenær
upp á það væri boðið og hvað það
kostaði.
Hótel Saga: Byrjar 29. nóv. Verð
alla daga í Skrúð í hád. er 1.700 kr.
og á kvöldin 2.600 kr. í Súlnasal
verður fjórum sinnum í des. boðið
upp á sama hlaðborð og skemmtiat-
riði að auki á 2.900 kr.
Perlan: Byrjar 30. nóv. Verð öll
kvöld vikunnar 2.970 kr. og í hádeg-
inu 8., 9., 10., 15., 16., 17. og kannski
22. des. er verðið 2.100 kr.
Sjö rósir á Grand Hótel: Byrjar
í kvöld og kostar öll kvöld vikunnar
2.690 kr. í hádeginu fimmtud.,
föstud. og laugard. kostar það 1.980
kr.
Lækjarbrekka: Byrjar i kvöld.
Verð í hádeginu er 1.390 og á kvöld-
in 2.390 kr. Kaffi er innifalið í há-
degi og einn snafs á kvöldin. Lifandi
tónlist frá fimmtudegi til sunnu-
dags.
Skólabrú: Byrjar 1. des. í hádegi,
alla daga nema sunnudaga, kostar
hlaðborðið 1.950 kr. og öll kvöld
2.650 kr.
Óðinsvé: Byrjar í kvöld. Verð í
„Við vitum að það er fullt af fólki
út um allt land sem vill ógeril-
sneydda kúamjólk. Það mun aldrei
gerast að hún verði seld í verslun-
um. Þeir sem fara fram á að sala
verði heimiluð á henni ógeril-
sneyddri eru einfaldlega búnir að
gleyma af hverju það var bannað á
sínum tíma. Hún bar með sér sjúk-
dóma og það sér hver maður hvaða
afleiðingar það hefði í dag ef hún
yrði seld að nýju,“ segir Ólöf Lofts-
dóttir, dýralæknir hjá Hollustu-
vernd.
hádegi 1.950 kr. og 2.790 á kvöldin.
Hópar í Viðeyjarstofu borga 2.890
kr. á mann.
Loftleiðir: Byrjar í kvöld. Verð
er 1.650 kr. í hádeginu og 2.550 kr. á
kvöldin. Tónlistaruppákomur öll
kvöld.
Naustið: Byrjar í kvöld. Öll há-
degi á 1.850 kr. og öll kvöld á 2.680
kr.
Fjörukráin: Byrjar 1. desember
og verður í hádeginu fimmtud.,
föstud. og laugard. og kostar 1.850
kr. Öll kvöld kostar hlaðborðið 2.350
kr.
Veitingahúsið Esja: Byrjar 1.
des. Öll hádegi er verðið 1.390 kr. og
öfl kvöld er það 1.990 kr.
Hótel Borg: Byrjaði i gær. Verð-
ur afla daga nema sunnudaga á 1.990
kr. og öll kvöld á 2.790 kr. Boðið upp
á lifandi tónlist.
Jónatan Livingstone mávur:
Byrjar í kvöld. Boðið upp á hlaðborð
fyrir hópa á 1.800 kr. í hádeginu en
annars öll kvöld á 2.600 kr.
Argentína steikhús: Byrjar 30.
nóv. Verð öll kvöld er 2.750 kr.
Carpe Diem: Byrjar 27. nóv. Verð
í hádegi er 1.800 kr. og öll kvöld
2.400 kr.
Askur: Byrjar 7. des. Verðið öll
hádegi verður 1.360 kr. og öll kvöld
1.780 kr.
-sv
Eins og komið hefur fram í DV er
hafín sala á ógerilsneyddri kapla-
mjólk og DV lék því forvitni á að
vita hvort ekki væri mögulegt að fá
kúamjólkina á sama hátt.
„Yfirdýralæknir gaf út tímabund-
ið leyfi til framleiðslu á þessari
kaplamjólk. Það er aðeins einn mað-
ur i þessu og því er mjög auðvelt
fyrir okkur að fylgjast með og taka
sýni. Kaplamjólkin er fryst innan
við klukkustundu eftir að hún kem-
ur úr hryssunum og hún er seld
frosin," segir Ólöf. -sv
Kaplamjólk seld í Hagkaupi:
Ógerilsneydd
kúamjólk aldrei
seld í verslunum
- segir Ólöf Loftsdóttir
DV
Samkeppnisstofnun:
Þarf neyt-
endurí
lið með sér
í bæklingi, sem Samkeppnis-
stofnun sendir þessa dagana til
20 þúsund neytenda á íslandi, er
lögð áhersla á að samkvæmt lög-
um beri verslunareigendum að
verðmerkja allar vörur, hvort
sem er í gluggum eða inni í
verslunum. Þar er jafnframt
lögð áhersla á að forsenda þess
að gera góð kaup sé að fylgjast
vel með verðlagi og þvi þurfi
fólk að vera vakandi fyrir því að
verðmerkingar í verslunum séu
i lagi. Hugsanlega væri skyn-
samlegt af fólki að sniðganga
þær verslanir þar sem verð-
merkingar eru ekki í lagi.
Óviðunandi
í könnun, sem Samkeppnis-
stofnun hefur gert á ástandi
verðmerkinga í sýningarglugg-
um síðustu þrjú árin, kemur í
ljós að ástandið er algerlega
óviðunandi á Laugaveginum og í
Kringlunni. í ljós kemur að
ástandið hefur lítið breyst á
Laugaveginum frá 1993 og í rúm-
lega 30% tilvika eru vörur
óverðmerktar bæði árin. Árið
1993 voru verðmerkingar i lagi í
30% tilvika en í 40% tilvika 1995.
Ástandið er heldur skárra í
Kringlunni. í ár voru vörur
óverðmerktar í um 20% tilvika
en verðmerkingar voru í lagi í
rúmlega 40% tilvika, bæði 1993
og 1995. Bæði í Kringlunni og á
Laugaveginum hefur „verð-
merkingum verið áfátt" í mjög
mörgum tilvikum.
Mælieiningar-
verð
Þar sem mikið úrval er af vör-
um í verslunum getur verið
erfitt fyrir fólk að átta sig á hag-
kvæmustu kaupunum. Nú hafa
veriö settar reglur sem skylda
verslunareigendur til að gefa
upp mælieiningarverð vöru auk
söluverðs. Þetta þýðir að í mat-
vöruverslunum á fólk nú að geta
borið saman kílóverð á sams
konar vörum.
Auglýsingar
verða
að vera réttar
Samkeppnisstofnun þarf að
hafa eftirlit með auglýsingum,
að þær séu sannar og réttar.
Fólk er hvatt til þess að gera at-
> hugasemdir finnist því eitthvað
vera óeðlilegt.
Auglýsendum er skylt að fara
eftir ákveðnum reglum og telji
fólk sér eða barni sínu misboðið
með auglýsingu er því bent á að
koma þeirri skoðun á framfæri.
Svo dæmi séu nefnd er aug-
lýsendum bannað að bjóða vöru
að gjöf eða ókeypis ef jafnframt
er krafist kaupa' á einhverju
öðru. Einnig þarf auglýsandi að
geta sannaö það með óyggjandi
hætti ef hann fullyrðir í auglýs-
ingu eitthvað um kosti vöru
sinnar, t.d. að hún sé best eða
ódýrust. -sv